Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFram, FH og Grindavík áfram í bikarnum / C2, C3 Ákvörðun Guðjóns kom Bjarna mjög á óvart / C1 4 SÍÐUR MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Laugavegs- samtökunum, „Bæjarferð“. 12 SÍÐUR Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MAÐURINN sem lést í sundlaug- inni á Skógum á mánudag hét Frank Lillemeier, 34 ára gamall þýskur ferðamaður, fæddur 1. september 1966. Hann var staddur hér á landi með unnustu sinni, Ritu Leissmann, en þau hugðust ganga í hjónaband hérlendis hinn 13. júlí. Tildrög slyssins eru enn í rannsókn hjá lögreglunni á Hvolsvelli sem nýt- ur aðstoðar heilbrigðisnefndar Suð- urlands og Vinnueftirlits ríkisins. Samkvæmt upplýsingum sem Rita Leissmann gaf Morgunblaðinu í gær, heyrði enginn til hennar á Edduhót- elinu á Skógum þegar hún kallaði ítrekað eftir hjálp þegar hún barðist árangurslaust við að hjálpa meðvit- undarlausum unnusta sínum upp úr lauginni. Sundlauginni var lokað strax eftir slysið. Komu til landsins til að gifta sig Rita Leissmann sagði við Morgun- blaðið að hún og unnusti hennar hefðu komið hingað til lands til að gifta sig. „Frank hafði komið hingað fimm sinnum og það var draumur hans að sýna mér uppáhaldsstaðina á Íslandi og að giftast mér hérna,“ sagði hún. Hún sagði þau hafa fengið leyfi á hótelinu til að fara í laugina á mánu- dagskvöld. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem þau fóru saman í sund eftir að samband þeirra hófst. Unnusti sinn hafi ekki verið vel syndur. Rita sagðist hafa synt frá grynnri enda laugarinn- ar út í þann djúpa og fylgdi hann á eftir. Hún sagði honum síðan að ekki næðist til botns og skömmu síðar varð hann hræddur og byrj- aði að sökkva. Eftir árangurslausar tilraunir við að bjarga honum fór hún upp á bakkann og leitaði að björgunartækjum en fann ekki annað en flot- hringi fyrir börn. Þegar hún reyndi að koma kútunum upp á hand- leggi hans var hann hættur að sýna viðbrögð. Ritu tókst að synda með Frank út í grunnu laugina og ætlaði að reyna björgunartilraunir. Hún hrópaði í sífellu á hjálp, bæði á ensku og þýsku, án þess að nokkur heyrði. Hún reyndi að toga hann upp úr lauginni en skorti til þess afl. Hún reyndi blástursaðferð og kallaði áfram eftir hjálp og hélt höfði hans upp úr lauginni. „Enginn heyrði til mín. Ég hugsaði að ég yrði að grípa til einhverra ráða og setti flothringi um háls hans og handleggi og skorðaði hann upp við hornið í lauginni á með- an ég skaust upp úr og náði loksins í hjálp. Við hífðum hann upp úr lauginni og reyndum lífgun en það var of seint. Þetta var svo hræðilegt, það gat eng- inn hjálpað honum,“ sagði Rita Leissman. Sundlaugin á Skóg- um, sem er 12,5 metra innilaug, hefur ekki sætt úttekt Vinnueftir- lits ríkisins og heil- brigðisnefndar Suður- lands með tilliti til starfsleyfis eftir að hún var opnuð aftur í fyrra eftir miklar viðgerðir, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisnefndinni. Fram að viðgerð hefur hún verið kennslulaug og verið góð og gild sem slík. Við út- tektir vegna starfsleyfa er farið eftir reglugerð frá 1998 um hollustuhætti og öryggisþætti á sundstöðum. Samkvæmt reglugerðinni eiga öryggistæki, s.s. björgunarhringur, flotbörur, öryggishnappur og örygg- ismyndavél, að vera til staðar. Við rannsókn eftir slysið á mánudag kom í ljós að sundlaugin á Skógum var ekki búin neinum þessara öryggis- tækja. Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa heilbrigðisnefndar Suður- lands mætti í þessu ljósi líta svo á að viðgerðum á lauginni hafi alls ekki verið lokið fyrst ekki hafði verið gengið frá þessum atriðum. Starfsleyfi fyrir laugina ekki til Heimir Hafsteinsson, formaður heilbrigðisnefndar Suðurlands, stað- festi við Morgunblaðið í gær að starfsleyfi fyrir sundlaugina á Skóg- um væri ekki til. Líkleg skýring á því væri sú að rekstraraðilar hótelsins hefðu ekki gert sér grein fyrir því að sérstakt leyfi þyrfti fyrir sundlaugina þegar hótelið sjálft fékk starfsleyfi fyrir veitingasölu og gistingu í fyrra- vor. Kári Kárason framkvæmdastjóri Flugleiðahótela, rekstraraðila Eddu- hótelanna, sagði að sér hefði komið á óvart þegar í ljós kom að ekki var starfsleyfi fyrir sundlauginni. Hann sagðist harma slysið í lauginni og sagði að starfsleyfamál annarra lauga í rekstri Edduhótelanna yrðu könnuð og að hugsanlega yrði þeim lokað þangað til þessi mál fengjust á hreint. Samkvæmt reglugerð um sund- laugar eru skýr ákvæði um að hafa eigi gæslu við laugar. Heimilt er þó að hleypa fólki á eigin ábyrgð í gæslu- lausar sundlaugar sé um eldri en 18 ára að ræða sem taka ábyrgð á börn- um í fylgd þeirra þegar svo ber undir. Harmleikur í hótelsundlaug sem var án starfsleyfis og vanbúin öryggistækjum „Enginn heyrði til mín“ Frank Lillemeier –segir Rita Leissmann sem reyndi að bjarga unnusta sínum úr lauginni UNDIRBÚNINGUR vegna hátíðar- halda í tilefni þess að 150 ár eru lið- in frá því að þjóðfundur Íslendinga var settur hefur verið í fullum gangi í Menntaskólanum í Reykja- vík að undanförnu en hátíðarhöldin fara fram í dag. Við undirbúninginn fékk hátíðar- salur Menntaskólans, þar sem þjóð- fundurinn fór fram á sínum tíma, andlitslyftingu. Forvörður rann- sakaði við þetta tækifæri veggi sal- arins og komu þá í ljós 18 lög af málningu sem salurinn hefur verið málaður með í gegnum tíðina og myndin sýnir. Að sögn Ragnheiðar Torfadótt- ur, rektors MR, er elsta málning- arlagið sennilega frá 1845 þegar húsið var fyrst málað. Morgunblaðið/Billi 18 lög af málningu í hátíðarsal MR MOGENS Lykketoft, utanríkisráðherra Danmerkur, og eiginkona hans, Jytte Hilden, fyrrverandi mennta- málaráðherra Danmerkur, hófu í gær þriggja daga heimsókn hingað til lands í boði íslenzku utanrík- isráðherrahjónanna Halldórs Ásgrímssonar og Sig- urjónu Sigurðardóttur. Hér sjást ráðherrarnir í skoðunargöngu um Þing- velli síðdegis í gær undir leiðsögn Gunnars Biering (lengst t.v.) en þeir áttu formlegar viðræður í Hótel Valhöll og sátu síðan kvöldverðarboð í Ráðherrabú- staðnum á Þingvöllum. Danski utanríkisráðherrann mun í dag eiga stutta fundi með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Á dagskránni er enn fremur heimsókn í Stofnun Árna Magnússonar og Nor- ræna húsið, auk skoðunarferðar að Gullfossi og Geysi. Morgunblaðið/Þorkell Lykketoft á Íslandi FARÞEGUM í innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands hefur fækkað á síðustu mánuðum og gildir það um flestar stærstu áætlunarleiðir, t.d. til Akureyrar, Ísafjarðar, Egils- staða og Hafnar í Hornafirði. Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri félagsins, upplýsti þetta á ársfundi Byggðastofnunar í vikunni þar sem hann var meðal framsögu- manna. Velti hann þeirri spurningu einnig upp hvort ekki ætti að skil- greina flugið sem hluta af þjóð- vegakerfi landsins. Fargjöld hafa verið að hækka og fraktflutningar að minnka og sagði Jón Karl ljóst að vegna hækkandi verðlags almennt í þjóðfélaginu hefði fólk sparað við sig í flugferð- um og frekar ferðast á eigin bíl þótt það væri í sumum tilvikum óhag- kvæmara. Hann sagði einnig líklegt að sjómannaverkfallið hefði haft áhrif í þá veru m.a. að þjónstufyr- irtæki sendu ekki starfsmenn sína út á land að þjónusta útgerðarfyr- irtækin á meðan verkfallið stóð yfir. Jón Karl sagði að innanlands- flugið væri ákveðin lífæð og grund- völlur fyrir áframhaldandi byggð í landinu. Miklu skipti í því sambandi að Reykjavíkurflugvöllur yrði ekki færður. Ef innanlandsflugið flytti til Keflavíkur þýddi það samdrátt og vísaði Jón Karl þar til þróunar í þá átt í Noregi. Miðað við 450 þús- und farþega í innanlandsflugi á ári nú sagði Jón Karl að þeir gætu far- ið niður fyrir 300 þúsund ef völl- urinn yrði færður til Keflavíkur. Farþegum innanlands að fækka Sjómannaverk- fallið hafði áhrif Á FIMMTUDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.