Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Umboðsmenn: Brimborg, Akureyri og Bílasala Austurlands, Egilsstöðum. Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast eldhús og fortjald auk frábærrar endingar eru eiginleikar sem gera Camp-let tjaldvagninn einstakan. M Á T T U R IN N O G D Ý R Ð IN 2 svefnherbergi, eldhús og stofa SVALBARÐSÁ í Þistilfirði var opnuð sunnudaginn 1. júlí og veiddi hollið sem stóð vaktina sjö laxa og sá talsvert af fiski víða í ánni, sér- staklega í henni ofanverðri. Allir voru laxarnir stórir, átta til tuttugu punda og það var fimm ára snáði, Ívar Sigurbjörnsson, sem setti í þann stóra á maðk í Neðri-Eyr- arhyl. Ívar var þarna á ferð með fjölskyldu sinni og þurfti nokkra aðstoð fullorðinna við að landa lax- inum, enda lítill stærðarmunur á þeim félögum. Páll Sigurjónsson, hótelstjóri á Hótel KEA fór fyrir veiðihópnum og sagði hann að skráð væri í veiði- bókina að Ívar litli hefði fengið „að- stoð systur, móður og föður“ við að ná tröllinu, en viðureignin stóð yfir í um hálftíma. Sú gæfa fylgdi, að við Neðri-Eyrarhyl er aðstaða mjög góð, áin breið og bakkar sléttir. Páll sagði enn fremur að mjög líflegt hefði verið í ferðinni, sjö boltafiskar hefðu náðst á land og nokkrir sloppið. Drýgstur var Skriðuhylur sem er þriðji efsti hyl- ur árinnar. Hölkná byrjaði einnig vel Hölkná í Þistilfirði var einnig opnuð á sunnudaginn og þar veidd- ust strax tveir laxar, 10 og 13 punda, einhverjir tóku og sluppu og slangur af fiski sást í ánni þrátt fyrir að hún væri nokkuð lituð um tíma. Jón Hólm, leigutaki árinnar, sagði þetta góða byrjun og lofa góðu. Hann sagði og veiði hafa farið hægt af stað í Sandá í Þistilfirði, hún opnaði 20. júní og veiddi fyrsta hollið einn lax. Síðan hefur verið einhver reytingur. Nokkuð af vænni bleikju, 3-4 punda, hefur veiðst, meira en menn þekkja síð- ustu árin. Í opnunarholli Jóns Hólm veiddust t.d. 12 slíkir fiskar. Sandá var einnig nokkuð lituð framan af. Ýmis tíðindi Rúmlega 40 laxar hafa veiðst í Laugardalsá samkvæmt veiði- mönnum sem þar voru á ferð ný- verið. Í Blöndu hafa veiðst rúmlega 200 laxar og á efri svæðin í ánni hafa verið að gefið laxa síðustu daga. Mjög góð veiði hefur verið á stundum í Veiðivötnum, veiðin er mest í Litlasjó eins og gjarnan er. Einn mjög mikill bolti, 12 punda, hefur veiðst, annars er þorrinn smærri, mest 2 til 4 pund. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Fimm ára strákur setti í 20 punda hæng Það er lítill stærðarmunur á siguvegaranum og hinum sigraða . BROTIST var inn í og stolið úr átta bílum á bílastæði við flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt mið- vikudags. Innbrotin uppgötvuðust ekki fyrr en um morguninn og ekki hefur náðst til þjófanna. Meðal ann- ars var útvörpum og geislaspilurum stolið. Þá var brotist inn í bíl í Hjálmholti sömu nótt og stolið tösku með golf- kylfum og fleiru að verðmæti um 20.000 krónur. Brotist inn í átta bíla við Reykjavíkurflugvöll JIM Goddard er þrítugur breskur endurskoðandi og stýrir seglbáti sem er hingað er kominn frá South- ampton á Englandi. Aðrir í áhöfn eru af ýmsu þjóðerni, einn er Ástr- ali, tveir frá S-Afríku og einn frá Zimbabwe. Seglbátur þeirra kom til hafnar í Reykjavík að morgni þriðjudags eftir 11 daga siglingu en hvergi var stoppað á leiðinni. Skút- an er ein sex skúta sem hafa verið í höfninni síðustu daga og eru þær frá Finnlandi, Bretlandi og Banda- ríkjunum svo dæmi séu tekin. Áhöfnin lét vel af sér og slappaði af eftir rólegan dag í Reykjavík þar sem meðal annars var komið við í heitum pottum sundlauganna. „Við lögðum af stað 23. júní frá Southampton og því var ánægju- legt að ná landi í Reykjavík, að sjá Ísland birtast út úr þokunni var frábært,“ segir Jim. „Með ferð okkar hingað erum við að safna fjármunum fyrir kristileg góðgerðarsamtök er kallast Com- passion og safna fé handa fátækum börnum um heim allan og aðstoða fólk á Vesturlöndum við að gerast fósturforeldrar barna í þriðja heim- inum. Ég á til dæmis fósturson í Bólivíu sem ég styð fjárhagslega og við höldum sambandi hvor við ann- an,“ segir Jim. „Svona ferð er auðvitað kostnað- arsöm og fundum við styrktaraðila til að fjármagna ferðina hingað, Helly Hansen og fleiri fyrirtæki styrktu okkur til að leigja skútuna og greiða fyrir ferðina, en allt fé sem okkur tekst að safna fyrir utan það rennur til Compassion samtak- anna.“ Jim segir markmiðið að safna 10.000 pundum til málefnisins og fjölga fósturforeldrum barna í þriðja heiminum um 50 í Bretlandi. Siglt, hjólað og klifrað Jim og félagar hans kalla sig Team No Limit og á síðasta ári tók liðið þátt í seglbátakeppni í Bret- landi. „Þá sigldum við 400 mílur og komum svo að höfn þar sem við tók keppni sem fólst í að hlaupa upp á fjallstind og aftur niður, þrisvar sinnum. Í ár langaði okkur að gera eitthvað svipað sem væri þó stærra í sniðum. Því ákváðum við að leigja seglbát og sigla honum til Íslands og hjóla svo frá Reykjavík til Skaftafells, en sú ferð mun taka þrjá daga. Á laugardag hyggjumst við svo ganga á Hvannadalshnjúk. Þetta mun eflaust reyna á þrek okkar, en við erum mest að þessu til gamans og til að safna peningum fyrir Compassion samtökin,“ segir Jim. Aðspurður um hvernig sé að vera á sjó svona lengi án þess að koma að landi segir Jim að ferðin hafi í alla staði gengið vel. „Ég hef oft siglt áður en hluti áhafnarinnar hafði hins vegar enga siglinga- reynslu og því fann ég til mikillar ábyrgðar sem fyrirliði á leiðinni. Í svona ferð reynir mikið á mannleg samskipti og mikilvægt er að fólki komi vel saman þegar það býr jafn þétt og raun ber vitni í svona bát- um. Vinátta milli okkar hefur verið mjög góð og veðrið leikið við okkur allan tímann,“ segir Jim að lokum. Vilho Leipälä er finnskur sæfari sem hingað er kominn ásamt tveim- ur ferðafélögum frá Rauma í Finn- landi. Þau hafa verið á siglingu í um mánaðartíma og er ferðin rétt hálfnuð. Að sögn Vilho er þetta í fyrsta skipti sem þau koma til Ís- lands. Ferðalangarnir hafa komið víða við á leið sinni frá Rauma, meðal annars á Ölandi í Svíþjóð, Borgundarhólmi, Kaupmannahöfn, Skagen, Akersundi, Stavangri, Haugasundi, Hjaltlandseyjum og Færeyjum. „Við komum svo að landi á Seyð- isfirði og höfum siglt umhverfis Ís- land síðan þá og staldrað við á Ak- ureyri og fleiri stöðum,“ segir Vilho. Tæknilegir örðugleikar Vilho segir hafa verið mjög skemmtilegt að sigla svo langa leið. „Við höfum reyndar átt í dálitlum tæknilegum örðugleikum með bát- inn sem tekist hefur að leysa, en veðrið hefur verið gott allan tímann og höfum við verið sérlega heppin með veður á Íslandi,“ segir Vilho. Að hans sögn ætlar hópurinn að staldra við í Reykjavík í nokkra daga og þá verður stefnan tekin á Vestmannaeyjar. Þá verður bátn- um siglt til Skotlands og svo haldið aftur í átt til Finnlands. Vilho segir að þetta sé í fyrsta skipti sem þau sigla til Íslands, en hann hafi áður siglt frá Finnlandi til Miðjarðarhafsins. „Ég hef því ágæta reynslu af siglingum þó ég hafi ekki kynnst því að sigla á Norður-Atlantshafi fyrr en nú.“ Óvenju margir seglbátar við festar í Reykjavíkurhöfn í vikunni Gaman að sigla í góðra vina hópi Sex skútur lágu í vikunni við festar í Reykjavíkurhöfn og komu víða að. Óvenjulegt er að svo margar skútur séu hér í einu, en nokkrir tugir seglbáta koma til Reykjavíkur á sumri hverju. Elva Björk Sverrisdóttir hitti tvo sæfaranna. Morgunblaðið/Jim Smart Hér sjást sæfararnir Vilho Leipälä og Jim Goddard við seglbátana sem lágu við festar í Reykjavíkurhöfn á þriðjudagskvöld. Morgunblaðið/Jim Smart Hér má sjá nokkra seglbáta sem lágu við festar í Reykja- víkurhöfn á þriðjudagskvöldið. STOFNAÐUR hefur verið fyrsti söngskólinn í Færeyjum, sem verður fyrst um sinn rekinn sem útibú frá Söngskólanum í Reykja- vík. Inntökupróf í skólann fóru fram í síðustu viku og stóðust allir um- sækjendurnir, 40 talsins, prófið. Kennsla hefst 21. september og munu þá fjórir kennarar frá Söng- skólanum í Reykjavík fara til Fær- eyja og kenna á fyrsta námskeið- inu af mörgum, en öll kennslan verður á námskeiðsformi næstu þrjú til fimm árin, eða þar til Fær- eyingar taka sjálfir við skólanum. Að sögn Garðars Cortes, skóla- stjóra Söngskólans í Reykjavík, verða haldin 4 til 5 námskeið á hverju námsári en hvert þeirra verður 7 til 10 daga langt. Minnst tveir kennarar frá Söngskólanum í Reykjavík kenna á hverju nám- skeiði. Kennt verður í höfuðstað Færeyja, Þórshöfn, og verður kennslunni háttað eins og í Söng- skólanum í Reykjavík, nema í sam- þjappaðra formi. Með stofnun úti- búsins í Færeyjum verður nemendum gert kleift að ljúka burtfararprófi eins og í Söngskól- anum í Reykjavík. Hvað rekstrarhlið skólans snert- ir hefur færeyska landstjórnin samþykkt að gera samning við Söngskólann í Reykjavík þar sem kveðið er á um greiðslu fyrir vinnuframlag kennara. Því mun útibúið í Færeyjum verða rekstr- arlega aðskilið frá Söngskólanum í Reykjavík. Garðar segir að í inntökupróf- unum hafi prófdómurum þótt eft- irtektarvert hversu hreinar raddir nemendur höfðu og hversu nótna- lestur af blaði hafi reynst þeim auðveldur. Líkleg skýring á því væri hin sterka kórahefð í Fær- eyjum. Söngskólinn í Reykja- vík færir út kvíarnar Fyrsti söngskól- inn stofn- aður í Færeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.