Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ rannsókn kom í ljós að George er illa gefinn, flogaveikur og með heilaskaða, svo hann á erfitt með að skipuleggja hlutina. Það vakna því óneitanlega spurningar um hvort hann sé fær um að skipuleggja morð sem virðist framið á jafn fagmann- legan hátt og raun ber vitni,“ segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur við Institue of Psychiatry í samtali við Morgunblaðið. Gísli hefur verið viðriðinn rannsókn á morðinu á sjón- varpskonunni Jill Dando, en dæmt var í málinu fyrir helgi. „Ég hef unnið í fimmtán ár í tengslum við glæpi og ég veit því betur en flestir aðrir hvað þetta er óvenjulegt,“ sagði Nick Ross, dag- skrárgerðarmaður við BBC-sjón- varpsstöðina, í samtali við Guardian 26. apríl 1999, sama dag og sam- starfskona hans Jill Dando fannst myrt á tröppunum heima hjá sér í Fulham, rólegu hverfi skammt frá miðborg London. Tíðni morða í London er lág og morð því enn fréttaefni, ekki síst þegar í hlut á víð- fræg sjónvarpskona. Þau Ross og Dando sáu um vin- sælan þátt, Crimewatch, þar sem tekin eru fyrir óupplýst glæpamál og fólk hvatt til að hafa samband við lögregluna ef það býr yfir hugsan- legri vitneskju. Auk þess sá Dando um aðra þætti. Ímynd hennar var eins og stelp- unnar í næsta húsi, hress og jákvæð, en þegar hún dó bárust kveðjur frá Elísabetu Bretadrottningu, Tony Blair forsætisráðherra, William Hague, þáverandi leiðtoga Íhalds- flokksins og fleiri stjórnmálamönn- um. Athygli fjölmiðlanna á morðinu endurspeglar áhuga á frægu fólki, en líka hvað fjölmiðlarnir eru uppteknir af sér og sínum. Eftir ótal getgátur, jafnvel um serbneskt samsæri, því Dando hafði tjáð sig um ástandið á Balkanskaga, var náungi að nafni Barry Michael George handtekinn þrettán mánuð- um eftir morðið. George kallar sig reyndar Barry Balustra, sem er nafn látna poppsöngvarans Freddie Mercury úr Queen. Nafnaskiptin endurspegla sjúk- legan áhuga George á frægu fólki. Eftir 31 tíma bollaleggingar yfir fimm daga úrskurðuðu tíu meðlimir kviðdómsins að hann væri sekur, einn var á móti. Dómurinn var lífs- tíðarfangelsi, en málinu hefur verið áfrýjað. Í kjölfar dómsins var skýrt frá því að George átti að baki feril ofbeldis gagnvart kvenfólki. En hann hefur þó ekki brotið af sér síðan 1983, sem ekki er ljóst af fréttaflutningnum. Ekkert af þessu var upplýst áður til að hafa ekki áhrif á kviðdóminn. En bæði fjölskylda Georges og verjandi halda því fram að hér hafi verið framið réttarmorð á manni, sem ekki geti varið sig sjálfur. George hefur ekki borið vitni fyrir dómi og ekki annað en staðfest nafn sitt. Þá vakn- ar líka spurningin hvort meiri þrýst- ingur sé á lögregluna að finna ein- hvern af því málið vakti ofurathygli. Óheilbrigður áhugi á vopnum og frægu fólki Dando var ekki laus við áhuga ókunnugra, sem elta frægt fólk á röndum, ýmist í eigin persónu eða með því að skrifa og hringja. Þeir kallast „stalker“ á ensku. Eftir árs- rannsókn hafði lögreglan fundið 140 manns, sem höfðu „óheilbrigðan áhuga eða áráttu“ tengda henni og George var í þeim hópi. Heima hjá honum fann lögreglan blöð með and- liti Dando á forsíðunni ásamt fullt af öðru efni um frægt fólk. En hann hafði einnig annað áhugamál, skot- vopn. Og svo vildi til að hann bjó skammt frá Dando. Morð með yfirbragði aftöku Það var undir hádegi á mánudegi að Dando var að koma heim úr helg- ardvöl hjá kærastanum. Þegar farið var að kortleggja leiðir hennar þenn- an morgun kom í ljós að hún var á myndbandi í búð í nágrenninu. Ekk- ert benti til að hún hafi verið elt. Einn nágranni Dando heyrði hróp, en sinnti því ekki frekar. Nágrannakona Dando sá bílinn hennar, nettan BMW sportbíl og datt í hug að líta við hjá henni. Hún kom að Dando nýlátinni, þar sem hún lá í blóði sínu á dyraþrepinu, skotin til bana. Allt bendir til að Dando hafi kropið niður, morð- inginn beint byssu- hlaupinu að gagn- auga hennar og skotið þessu eina banaskoti. En spurningin er hvort þetta var svo þræl- skipulagt að enginn sást koma eða fara – eða hvort það var til- viljun. Fréttaflutningur- inn var yfirþyrm- andi. Fremst í flokki var BBC, enda Dando þeirra mað- ur. Blöð sem taka sig alvarlega, eins og Times, Guardian og Daily Tele- graph fjölluðu um morðið á fjórum síðum daginn eftir og síðdegisblaðið Sun teygði umfjöllun sína yfir sautj- án blaðsíður, meðan Daily Mail lét sér nægja ellefu síður. Jafnvel Fin- ancial Times birti andlátsfréttina á forsíðu. Umfangið minnti helst á andlát annarrar ljóshærðrar stúlku, sem dó á besta aldri, Díönu prinsessu og Dando var líkt við hana. Sjónvarps- áhorfendur létu sig heldur ekki vanta við kvöldfréttirnar á morðdag- inn, en ellefu milljónir horfðu á þær, og er það met. Það fylgdust 10,4 milljónir Breta með fréttunum dag- inn sem Díana prinsessa dó. Ofuráhersla á að upplýsa málið Athyglin hélt áfram, vangavelt- urnar voru ófáar og ýmsar samsær- iskenningar uppi. Lögreglan var undir miklum þrýstingi. Tveir Crimewatch þættir voru helgaðir Dando-rannsókninni. Sumir tautuðu eitthvað um hvort 45 lögreglumenn og tvær milljónir punda væru lagðar í venjulega morðrannsókn. Rætt var við þrjú þúsund manns, teknir niður þúsund vitnisburðir, farið í gegnum fjögur þúsund bréf og 13.700 tölvu- skeyti er bárust eftir morðið. Lögreglan fór fljótlega að tala um að líklegast væri morðinginn einfari. Eftir þrettán mánuði var George handtekinn, sonur lögreglumanns og upp á félagslega kerfið kominn. Dómsmálinu hefur verið fylgt ná- kvæmlega í fjölmiðlum og helstu fjölmiðlarnir haft fasta fréttamenn í réttinum. Við réttarhöldin kom fram að hvorki liggur fyrir játning, morð- vopn né ástæða. Hann hegðaði sér undarlega eftir morðið, bauðst til að hjálpa lögreglunni við að upplýsa málið því hann hefði verið á staðnum og heyrðist tauta eitthvað um sekt sína. Vitni sáu mann, líkan George nálægt morðstaðnum og eitt vitni bar kennsl á hann. Tromp lögregl- unnar er ein ögn, ósýnileg berum augum, af sömu kúlu og grandaði Dando, sem fannst í vasa George. Mörgum spurningum ósvarað Gísli Guðjónsson var fenginn til að rannsaka George fljótlega eftir að hann var handtekinn í febrúar. Gísla grunaði strax að George væri með heilaskaða og George var því sendur í ítarlega rannsókn. Í ljós kom að hann er flogaveikur, hefur litla greind og heilaskaði var staðfestur. Sköddun hans kemur meðal ann- ars fram í því að hann á, að sögn Gísla, erfitt með að skipuleggja hlut- ina. En hreyfingar hans eru einnig hægar og hann þjáist af minnistrufl- unum. „Spurningin er því hvort Ge- orge var fær um að skipuleggja morð, framkvæma það án þess hann sæist og halda því síðan leyndu,“ segir Gísli. Það vekur auðvitað miklar efa- semdir um hvort George hafi í raun getað skipulagt morð, sem að mörgu leyti virtist unnið af fagmanni, bæði sjálft morðið, sem líkist aftöku og eins að ekkert sást til morðingjans. Aðstæðurnar gætu þó allt eins verið tilviljanir, en um þetta segist Gísli ekki vilja vera með neinar get- gátur. Hann geti aðeins sagt að hann hafi komist að ofangreindum niður- stöðum um George, sem hann rakti fyrir dómi, en Gísli var ekki kallaður til að bera vitni fyrir kviðdómi. Í umfjöllun breskra fjölmiðla um dóminn á George hefur enn sem komið er ekki verið velt upp miklum efasemdum um sekt hans. Í ljósi rannsóknar Gísla á hinum dæmda vaknar óneitanlega sú spurning, hvort lögreglan og saksóknari hafi farið of geyst vegna mikillar athygli sem málið vakti og um leið hvort þá hafi verið framið réttarmorð á sak- lausum manni. Gísli segist ekki hafa neina skoðun á því. Það sé hins vegar vitað af rannsóknum á öðrum málum að mikil athygli geti skapað þrýsting á þá sem starfa við málið að leysa það sem fyrst. Gísli leggur áherslu á að hann taki enga afstöðu til sektar George. „Veikleikar George samfara litlum sönnungargögnum og engri skýrri ástæðu, vekja spurningar um hvort hann hafi getað framkvæmt morð, sem virðist svo faglega staðið að.“ Er banamaður sjónvarps- konunnar Dando fundinn? Barry George var dæmdur á líkum fyrir morðið á bresku sjónvarpskonunni Jill Dando. Gísli Guðjónsson réttarsálfræð- ingur kom að málinu og komst að því að Ge- orge er skaddaður og á erfitt með að skipu- leggja hluti eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði, er hún ræddi við Gísla. Barry Michael Ge- orge hefur verið dæmdur sekur fyrir morðið á Dando. Sjónvarpskonan Jill Dando, sem myrt var í London 26. apríl 1999. BYSSUMAÐUR á bifhjóli skaut 19 ára kaþólskan mann til bana á götu í bænum Antrim á Norður-Írlandi í gær. Engin hreyfing lýsti morðinu á hend- ur sér en norður-írskir stjórn- málamenn röktu það til öfga- manna í hverfi mótmælenda, en þeir hafa ráðist á kaþólska íbúa bæjarins af handahófi að und- anförnu. Kaþólski maðurinn varð fyrir a.m.k. tveimur skotum. Tals- maður lögreglunnar sagði að tveir menn á bifhjóli hefðu ekið að honum og annar þeirra hefði skotið hann með skammbyssu af stuttu færi. „Djöfullegum loftnetum“ mótmælt KÝPVERSKUR þingmaður, Marios Matsakis, fullyrti í gær að fjarskiptaloftnet, sem ráð- gert er að setja upp í breskri herstöð á Kýpur, myndu verða börnum að aldurtila. Þingmaður- inn var handtekinn í fyrradag þegar hann stóð fyrir mótmælum gegn áform- unum en hundruð manna réð- ust inn í lögreglustöð til að frelsa hann. Fimm óeirðaseggir og 43 lögreglumenn særðust þegar lögreglan reyndi að binda enda á mótmælin. Óeirðaseggirnir kveiktu einnig í níu bílum í herstöðinni og skemmdu 27 aðra. Tjónið er metið á andvirði 50 milljóna króna. „Þessi djöfullegu loftnet munu drepa börn. Ég hef gert skyldu mína og iðrast einskis,“ sagði þingmaðurinn, sem segir að íbúum í grennd við herstöð- ina muni stafa mikil hætta af geislun frá loftnetunum. Ákærð fyrir óeirðir í Gautaborg SJÖ Danir voru í gær ákærðir fyrir að ráðast á lögreglumenn í óeirðunum sem blossuðu upp í Gautaborg í síðasta mánuði þegar leiðtogafundur Evrópu- sambandsins var haldinn í borginni. Hinir ákærðu, sex karlar og ein kona, eru á aldr- inum 17-27 ára. Þau eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangels- isdóm, en þau segjast öll sak- laus af sakargiftunum. Hvalveiði- stefna Ís- lands kynnt FRÉTTAVEFUR BBC birti í gær viðtal við Þorstein Pálsson, sendiherra Íslands í London, þar sem fjallað er um þá stefnu íslenskra stjórnvalda að hafnar verði takmarkaðar hvalveiðar við strendur Íslands. Haft er eftir sendiherranum að ekki sé búist við að íslenska stjórnin taki ákvörðun á þessu ári um hvenær hvalveiðarnar hefjist. STUTT Kaþólskur maður myrtur á N-Írlandi Marios Matsakis FRANSKA lögreglan handtók í gær mann í tengslum við hvarf ellefu ára gamallar breskrar stúlku nálægt bænum Dieppe í Norður-Frakk- landi. Stúlkan, Bunmi Shagaya, var á skólaferðalagi þegar hún hvarf á mánudag. Sást hún síðast við stöðu- vatn nokkurt þar sem hún hafði verið að synda og fannst poki með fötum hennar við vatnið. Hafa franskir lög- reglu- og björgunarsveitarmenn slætt vatnið og ána sem rennur í það og leitað á svæðinu í kring. Í gær fann lögreglan mann sem sást við vatnið á þeim tíma sem stúlkan hvarf, en ung telpa hafði séð hann nakinn í sendiferðabíl. Er mað- urinn á fimmtugsaldri og býr í ná- grenni vatnsins. Varaði franska lög- reglan fólk við að ásaka manninn, vel gæti verið að málin tvö, strípihneigð hans og hvarf stúlkunnar, væru óskyld. Jean-Marc Cruciani, lög- reglustjóri sagði að lögreglan hefði ekki fundið nein sönnunargögn sem tengdu manninn við hvarfið. Cruci- ani sagði lögregluna ekki hafa úti- lokað neinn möguleika, stúlkan gæti hafa drukknað, henni verið rænt eða hún hlaupist á brott. Rannsókn á hvarfi breskrar stúlku sem var á skólaferðalagi í Frakklandi Nakinn maður sást á vettvangi Rouen. AFP. AP Móðir bresku skólastúlkunnar Bunmi Shagaya og þrjár frænkur hennar komu í gær til vatnsins þar sem síðast sást til stúlkunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.