Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ÞESSIR erlendu ferðamenn horfðu löngunaraugum á póstkort prýdd myndum af sólbökuðu landslagi í rigningunni í Reykjavík í gær. Und- ir dynjandi nið regndropanna hafa þau eflaust spurt sig hvort aldrei væru teknar myndir í rigningu og látið sig dreyma um betra veður. Útlit er fyrir að þau sleppi regnhlíf- inni ekki í bráð, a.m.k. haldi þau sig í höfuðborginni þar sem gert er ráð fyrir rigningu og súld fram á næstu helgi. Vilji þau komast í sólina ættu þau að huga að því að fara til Norð- ur- eða Austurlands en þar eru mestar líkur á þurru veðri. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Rigning – þótt póstkort- in segi annað FORELDRAR þroskaheftra barna sem eru í dagvistun á Lyngási komu saman síðdegis í gær til að ræða stöðuna sem upp er komin í kjaradeilu þroska- þjálfa sem starfa hjá ríkinu, en samningaviðræður hafa siglt í strand og er næsti fundur boð- aður 11. júlí næstkomandi. Á morgun ætla aðstandendur þroskaheftra og aðrir sem láta sig málefni þeirra varða að hitt- ast á Austurvelli og ganga þaðan í félags- og fjármálaráðuneyti til að knýja á um lausn deilunnar. Börn orðin kreppt og leið á að vera heima allan daginn Þeir foreldrar sem Morgun- blaðið ræddi við í gær sögðu að börn þeirra væru farin að láta á sjá, bæði líkamlega og andlega. Þeim sem er hætt við að fá önd- unarsjúkdóma og ekki fá lungna- bank, er orðið erfitt um and- ardrátt. Einnig séu börnin orðin kreppt, þar sem þau hafi ekki komist í sjúkraþjálfun þar sem stofnanir séu lokaðar vegna verkfalls þroskaþjálfa. Sömuleið- is sögðu foreldrarnir að börnin væru leið á að vera heima við all- an daginn. Þau sögðu það erfitt fyrir börnin að vera rifin burt úr sínu daglega umhverfi og að langan tíma taki að vinna upp þann tíma sem tapist í þjálfun. Foreldrarnir sögðu það lítils- virðingu við þroskahefta og að- standendur þeirra að viðræðun- um væri frestað um átta daga. Eitt foreldrið hafði á orði að ástandið væri það slæmt að ástæða væri til að læsa samn- inganefndirnar inni í herbergi og hleypa þeim ekki út fyrr en samningar væru í höfn. Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem þau lýsa yfir vonbrigð- um sínum með að viðræðurnar hafi siglt í strand. „Daglegt líf fólks með þroskahömlun og fjöl- skyldna þeirra er úr skorðum gengið og ástandið víða mjög al- varlegt vegna álags og óvissu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að búast hefði mátt við að samningar milli þroskaþjálfa og sveitarfélaga myndu flýta fyrir gangi samningaviðræðna þroska- þjálfa og ríkisins. Þess í stað hafi viðræðunum verið slegið á frest í átta daga. „Sú niðurstaða er fólki mikil vonbrigði og þeim sem þar bera ábyrgð til lítils sóma. Landssamtökin Þroskahjálp skora á samningsaðila að setjast sem fyrst að samningsborði á nýjan leik og vinna þá vinnu sem þarf til þess að líf þess fólks, sem verkfallið bitnar á verði sem eðli- legast á ný.“ Foreldrar þroskaheftra gagnrýna seinagang Börnin farin að láta á sjá Morgunblaðið/Billi Foreldrar þroskaheftra barna funduðu í húsi Þroskahjálpar. 20% fleiri eru skráðir atvinnulausir hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæð- isins nú en á sama tíma í fyrra, eða um 1.410 miðað við 1.170 fyrstu vik- una í júlí í fyrra. „Það eru greinilegar blikur á lofti og fjöldi skráðra atvinnulausra hef- ur farið stigvaxandi á allra síðustu vikum,“ segir Hugrún Jóhannes- dóttir, forstöðumaður Vinnumiðlun- ar höfuðborgarsvæðisins. Spurð innan hvaða starfsstétta uppsagnir séu mest áberandi segir hún að fyr- irtæki úr öllum geirum atvinnulífs- ins séu að segja upp fólki og nefnir sem dæmi hugbúnaðarfyrirtæki, verslanir, bílasölur og smærri byggingarfyrirtæki. „Þetta er fólk á öllum aldri og innan allra starfsstétta en það sem er að gerast nú í fyrsta skipti er að ungt og vel menntað fólk, sem áður hefur gengið að góðum störfum vís- um, hefur misst vinnuna og er kom- ið á atvinnuleysisskrá. Áður var það aðallega ungt og ómenntað fólk sem var á skrá og fólk, einkum konur, yfir fimmtugt sem átti erfiðast með að finna vinnu en þetta mynstur er ört að breytast.“ Að sögn Hugrúnar ber síst á að fólk frá opinberum þjónustustofn- unum komi á atvinnuleysisskrá. „Það er alltaf eftirspurn eftir starfsfólki á ríkisrekna leikskóla og skóla en einkafyrirtæki eru greini- lega mikið að draga saman seglin,“ segir Hugrún og bætir við að al- menn eftirspurn eftir starfsfólki virðist einnig mun minni nú en árið 2000. Atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu er nú um 1,5% sem telst að sögn Hugrúnar afar lágt miðað við nágrannalöndin en miðað við óbreytt ástand eigi sú tala eftir að hækka. Þessi þróun atvinnuleysis er í samræmi við orð Magnúsar L. Sveinssonar, formanns Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, í Morg- unblaðinu fyrir um mánuði þar sem hann sagði uppsagnir félagsmanna vera farnar að skipta tugum þar sem mest bæri á uppsögnum skrif- stofufólks í kjölfar samdráttar í fyr- irtækjum og gjaldþrota. Fjöldi atvinnulausra hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins fer stigvaxandi 20% fleiri skráð- ir atvinnulausir nú en í fyrra RÚMLEGA tvítug stúlka slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi í miðbæ Keflavíkur á níunda tímanum í gær- kvöldi og var flutt á slysadeild í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er líðan hennar eftir atvik- um. Hún er á gjörgæslu og haldið sofandi í öndunarvél. Óhappið átti sér stað á Hafnargötunni í Keflavík. Að sögn lögreglunnar í Keflavík virðist stúlkan hafa misst vald á bif- hjóli sínu og dottið af því eftir að hafa ekið utan í gangstéttarkant. Bílvelta í Skagafirði Bílvelta varð á veginum fyrir neð- an bæinn Skefilsstaði á Skaga í gær. Þrennt var í bílnum, hjón með son sinn, og voru þau flutt á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg og fengu þau að fara heim að lokinni skoðun. Alvarlegt bifhjólaslys Ljósmynd/Hilmar Bragi Frá slysstað á Hafnargötunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.