Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSALA – ÚTSALA 80-90% afsláttur aðeins í dag Dæmi um verð Áður Nú Yrjótt peysa kr. 4.200 kr. 800 Rúllukragapeysa kr. 4.900 kr. 900 Dömubuxur kr. 3.900 kr. 800 Sítt pils kr. 3.200 kr. 600 Herraskyrta kr. 3.600 kr. 700 Hlýrabolir kr. 2.100 kr. 400 Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt um sparnað þjóðarinn- ar, eða öllu heldur, hversu lítill sparnaður landsmanna er. Í nýlegu fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins kemur fram að hreinn sparnaður hefur minnkað mikið undanfarin tvö ár og á síðasta ári aðeins verið tæpt hálft prósent af landsfram- leiðslu, en til hliðsjónar má nefna að fyrstu níu ár síðasta áratugar var sparnaður oftast á bilinu 3–5%. Þetta er afar athyglisvert, sér- staklega í ljósi þess að í dag eru auknir möguleikar hvað varð- ar sparnað. Ég er hér aðallega að vísa í við- bótarsparnað sem getur numið allt að 4% af tekjum fólks, en hann getur veitt skattalegt hagræði auk þess að ríki og at- vinnurekandi leggja framlag til móts við þann sparnað. Fleiri sparnaðarform hafa komið fram síðustu misseri sem vert væri að gefa gaum að. Það vekur eftirtekt hversu lítill fjöldi landsmanna nýt- ir sér þessi sparnaðarform og fram hefur komið sú hugmynd að meiri kraft þurfi að leggja í kynningu á slíkum sparnaðarhugmyndum. Að mínu mati þarf ríkisstjórnin hins vegar fyrst og fremst að veita landsmönnum skýr skilaboð um hugarfarsbreytingu varðandi sparnað til að slík kynning skili viðunandi árangri. Í þessu sam- bandi lít ég aðallega til núverandi laga um vaxtabætur vegna lána til húsnæðiskaupa og eignaskatt. Óeðlileg vaxtabótastefna Eins og staðan er í dag fást vaxtabætur aðeins ef skuldir fólks eru nægjanlegar til þess að tekjur þeirra skerði þær ekki. Vaxtabæt- ur geta minnkað með tvennum hætti, ef tekjur manna hækka frá ári til árs eða skuldir eru borgaðar niður. Þetta kerfi er því letjandi til að afla meiri tekna og hvetur til skuldasöfnunar. Umfram allt, stuðlar þetta kerfi ásamt núver- andi eignaskatti, að því að þeir ein- staklingar sem sýna skynsemi í því að lágmarka skuldir sínar lenda í þeirri stöðu að fjármagna að hluta til skuldasöfnun hinna. Einfalt dæmi um slíkt væri um tvo einstaklinga, á sömu launum, sem hvor um sig taka lán sem veit- ir vaxtabætur til húsnæðiskaupa. Annar greiðir upp lánið á fimm ár- um en hinn gefur sér 40 ár til þess. Fimm árum síðar á fyrri einstak- lingurinn orðið húsnæði sitt skuld- laust vegna aðhaldssemi sinnar. Honum er hins vegar refsað með tvennum hætti. Vaxtabætur hafa fallið niður, vegna þess að skuldir hafa lækkað „of mikið“, auk þess sem honum er gert að greiða eignaskatt. Ríkið tekur við þeim eignaskatti og greiðir hinum ein- staklingnum vaxtabætur, m.ö.o. verðlaunar hann fyrir að draga það á langinn að greiða niður skuldir sínar. Í raun er fyrri einstakling- urinn því farinn að greiða niður skuldir síðari einstaklingsins, ríkið er aðeins milliliður. Er eðlilegt að hinir aðhaldssömu verðlauni skuldasafnara? Stuðlað að frekari skuldasöfnun Sú umræða sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum um sparnað og aðhald ætti að hafa vakið fólk til umhugs- unar um mikilvægi sparnaðar og því gefið tilefni til hvetjandi ráðstafana í þá áttina. Það skýtur því nokk- uð skökku við í þess- ari umræðu að nýlega er búið að setja ný lög um lán frá Íbúðalána- sjóði og brunabóta- mat, sem veita slíkum málstað þveröfug skilaboð, þ.e. að verið er að stuðla enn frek- ar að skuldasöfnun vegna íbúðarkaupa. Með nýju lögunum er hámarksupphæð veitt til hús- bréfalána hækkuð í 9 milljón króna. Á sama tíma eru forsendum vegna mats á brunabótamati breytt sem leiðir, samkvæmt upp- lýsingum frá Fasteignamati ríkis- ins, til þess að brunabótamat lækki að meðaltali um 11%. Auk þess snarhækkar fasteignamat í mörg- um tilvikum sem leiðir til hærri eignaskatts. Áhrifin af þessum breytingum verða að hærri lán eru veitt til dýrara húsnæðis en áður, saman- borið við ódýrari húsnæði. Það er m.ö.o. verið að gera það hagstæð- ara fyrir einstaklinga að fjárfesta í dýrara húsnæði en áður á sama tíma og verið er með breytingum á brunabótamati að skerða lán til kaupa á ódýrari húsnæði. Ekki er hægt annað en skilja þetta sem svo að verið sé að hvetja enn frekar til skuldasöfnunar. Auk þess refsar hærri eignaskattur enn frekar þeim sem bera minni skuldir. Afnema skal vaxtabótakerfið Forsætisráðherra hefur nú þeg- ar gefið í skyn að eignaskattur verði afnuminn í áföngum á næstu árum. Það ætti að veita þeim sem sýna aðhaldssemi varðandi skulda- söfnun hvatningu til að halda áfram á þeirri braut og er það ósk- andi að þeim áformum verði senn lokið. Að mínu mati ætti hins veg- ar einnig að endurskoða núverandi vaxtabótakerfi hið fyrsta frá grunni, enda mismunar það þeim sem stunda skuldasöfnun á kostn- að þeirra sem sýna aðhald, með ríkið sem millilið. Þannig verða skilaboðin ótvíræð, sparnaður borgar sig. Ég vil þó árétta að með þessu er ég ekki að draga úr mikilvægi þess að til sé kerfi sem aðstoði þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Húsbréfa- og félagslega kerfið eiga einmitt að stuðla að slíku. Gagnrýni mín snýr fyrst og fremst að því að eins og kerfið er sett upp í dag þá er fólk að vissu leyti verð- launað fyrir mikla skuldasöfnun og hvatt til þess að kaupa stórar eign- ir, en refsað fyrir það að fara sér hægt og kaupa minni eignir sem fela í sér minni skuldabyrði. Frelsi í verki á ekki að takmarkast við skuldasöfnun, það verður einnig að veita frelsi til sparnaðar, án refs- ingar. Hinir skuld- ugu munu landið erfa Már Wolfgang Mixa Höfundur er fjármálafræðingur. Vaxtabætur Fólk er að vissu leyti verðlaunað fyrir mikla skuldasöfnun, segir Már Wolfgang Mixa, en refsað fyrir það að fara sér hægt og kaupa minni eignir. ÞEGAR Siglufjörð- ur er nefndur á nafn dettur flestum í hug síld. Þeir sem eldri eru, minnast síldarár- anna og Siglfirðingar hafa varðveitt merki- legan þátt í atvinnu- sögu þjóðarinnar fyrir þá yngri. Af eldmóði hafa þeir unnið að því að safna og viðhalda minjum frá þessum tíma. Síldarminjasafn- ið er í dag eitt heild- stæðasta safn lands- ins, Siglfirðingum til mikils sóma. Þeir eru stórhuga fyrir norðan. Í minningu Bjarna Thorsteinssonar þjóðlagasafnara og tónskálds hefur verið ákveðið að byggja upp safn. Í tengslum við það var á Siglufirði haldin Þjóðlagahátíð í fyrrasumar, sem tókst með af- brigðum vel. Nú er aftur blásið til hátíðar og á hún að standa frá 10. til 15. júlí nk. Eins og í fyrra verður fjallað um ýmislegt sem viðkemur þjóðlegum menningararfi. Á síðasta ári var meðal annars námskeið þar sem kennd var smíði langspils. Á annan tug manna sótti nám- skeiðið og unnu nemendur hver sitt hljóðfærið sem skreytt voru á per- sónulegan hátt. Ekki hafa varðveist mörg langspil frá fyrri tímum og því má ætla að með tilurð þeirra hljóð- færa, sem gerð voru á námskeiðinu, hafi fjöldi langspila í landinu tvö- faldast. Í ár verður kennd uppsetning víravirkis (silfursmíð) fyrir íslenska þjóðbúninginn og jurtalitun. Hand- verk og þekking sem ekki má glat- ast. Jurtalitun úr íslensku flórunni var stunduð fram á tuttugustu öld- ina. Í sveitum landsins var allt ull- arband unnið heima og grasaferðir til að týna jurtir til litunar og lækninga er hluti af al- þýðumenningunni. Miðaldadansar og tónlistarspuni Sú var tíð að afar og ömmur létu börn stíga við stokk og fóru með þulur, kvæði og þjóð- lög. Á þann hátt barst alþýðukveðskapur milli kynslóða. Nú er öldin önnur og allt eins líklegt að afar og ömm- ur sitji við tölvur og sendi netpóst. Þrátt fyrir breytt þjóðfélag og kannski vegna þess, er nauðsynlegt að sinna því að börn tuttugustu og fyrstu aldarinnar kynnist þeim perlum sem við eigum í kveðskap. Að þessu sinni verður boðið upp á námskeið þar sem velt er upp möguleikum á túlkun kveð- skapar, og er það sérstaklega ætlað þeim sem vinna með börn og ung- linga. Þar er brugðið á leik með beitingu raddar, rytma og spuna. Á öðru námskeiði verðu farið ofan í saumana á rímnakveðskap með þeim afbrigðum sem þar finnast í tvísöngstemmum og bragarhætti rímna. Gestakennarar frá Danmörku og Svíþjóð kenna dansa og söngva frá miðöldum. Ísland hefur þá sérstöðu, að um langt skeið var hér bannað að dansa. Við þurfum því að sækja í sameiginlegan sjóð frænda okkar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Hér á landi eru mjög margir í kór- um og er eitt námskeið ætlað þeim, en þar verður unnið með útsetning- ar á íslenskum þjóðlögum. Einnig verða kenndir dansar og söngvar frá miðöldum og haldnir verða tónleikar á hverju kvöldi. Margir þekktir tónlistarmenn koma fram svo sem þjóðlagasveitin Embla með KK, Kristínu Ólafs, Didda fiðlu og Báru Gríms. Sláttukvintettinn flytur þjóðlaga- útsetningar Jórunnar Viðar og fleiri. Þá stígur djasstríóið Flís á stokk með þjóðlagadjass. Mörgum þykir skemmtilegt að skreyta dulítið frásögn sína og það gera sannir sagnmenn, en hrein lygi er af flestum talin mikill löstur. Ég bíð því spennt eftir lygavökunni, sem verður á dagskrá fyrsta kvöldið en þar munu helstu lygalaupar norðan heiða ljúga okkur hin full. Góð fjölskyldustefna Hátíðin er styrk af Menningar- borgarsjóði og er gott dæmi um hverju koma má til leiðar þegar ríki, borg og einstök sveitarfélög leggj- ast á eitt við að auðga mannlífið. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að sækja hátíðina í fyrra og ætla ekki að missa af henni nú í sumar. Við skipulagningu hátíðarinnar er gert ráð fyrir að foreldrar geti komið með börnum sínum. Sérstök leik- listar-, leikja- og útivistarnámskeið eru fyrir þau á meðan foreldrarnir eru á sínum námskeiðum. Auk þess er gert ráð fyrir að börnin sæki alla aðra viðburði hátíðarinnar. Það er ekki oft sem menningarviðburðir geta státað af svo góðri fjölskyldu- stefnu. Fátt er ánægjulegra og bet- ur til þess fallið að treysta bönd fjöl- skyldunnar en njóta saman fræðslu og skemmtunar. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga, að kynna sér efni hátíðarinnar á heimasíðu Þjóðlagahátíðar, www.- siglo.is/festival. Menningar- arfur á Siglufirði Guðrún Erla Geirsdóttir Höfundur er myndlistarmaður og áhugamaður um þjóðhætti og handverk. Hátíðarhöld Hátíðin er gott dæmi um hverju koma má til leiðar, segir Guðrún Erla Geirsdóttir, þegar ríki, borg og einstök sveitarfélög leggjast á eitt við að auðga mannlífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.