Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ellen HenrietteSighvatsson fæddist 11. febrúar 1909 í Ølstykke á Sjálandi í Dan- mörku. Hún lést á Droplaugarstöðum 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Anna og Jens Peter Morten- sen, bóndi og hrepp- stjóri. Ellen átti eina systur, Gudrun, f. 28.5. 1910, d. 1970, hún var gift Níels Peter Olsen bónda sem einnig er látinn. Árið 1930 giftist Ellen Sigfúsi P. Sighvats- syni forstjóra, f. 10.10. 1903 í Reykjavík, d. 3.7. 1958. Foreldrar hans voru Ágústa Sigfúsdóttir og Sighvatur Bjarnason bankastjóri. Ellen og Sigfús eignuðust eina dóttur, Ágústu Guðrúnu Sigfús- dóttur sjúkraþjálfara, f. 21.6. 1941, gift Vífli Magnússyni arki- tekt, þau skildu. Dætur þeirra eru Valdís innanhússarkitekt, f. 26.8. 1969, sambýlismaður hennar er sér einnig tryggingafræði áður en hún fluttist til Íslands. Ellen vann í fyrirtæki þeirra hjóna einkum sem tengiliður við erlend vátryggingafyrirtæki. Það kom t.d. í hennar hlut að flytja all- ar endurtryggingar íslensku tryggingafélaganna frá Dan- mörku til Loyd’s í London eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku. Samskiptin fóru fram á dulmáli og þótti mikið afrek að leysa þetta verkefni. Var hún sæmd viður- kenningunni MBE orðunni, Mem- ber of the British Empire. Ellen gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum, var m.a. í stjórn Anglia, félags enskumælenda á Íslandi í fleiri ár, var ein af stofnendum Zontaklúbbs Reykjavíkur og for- maður 1953–1954, starfaði með skíðaráði Reykjavíkur og var for- maður þess í 10 ár, var einn af stofnendum Íþróttafélags kvenna en starfaði einnig lengi með Skíða- félagi Reykjavíkur. Í viðurkenn- ingarskyni fyrir störf Ellenar að íþróttum var hún sæmd gullmerki ÍSÍ 1968 og heiðurskross ÍSÍ 1988. Ellen starfaði mikið með Ferða- félagi Íslands enda voru ferðalög um hálendið og útivist henni mikið hugðarefni. Ellen verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Þorgrímur Kristjáns- son, og Brynja Xochitl háskólanemi, f. 13.4. 1973, sambýlismaður hennar er Þorsteinn Stephensen. Sam- býlismaður Ellenar um langan tíma var Ásgeir Páll Úlfarsson, f. 30.12. 1932, d. 13.10. 2000. Foreldrar hans voru Úlfar Karlsson, f. 29. janúar 1886, d. 1996, og Helga Jónína Steindórsdóttir, f. 11. september 1905, dáin 1974. Ellen og Sigfús bjuggu allan sinn búskap á Amtmannsstíg 2 og ráku saman Vátryggingaskrif- stofu Sigfúsar Sighvatssonar hf. og tók Ellen við stjórn fyrirtæk- isins að manni sínum látnum og rak hún fyrirtækið til ársins 1976. Að loknu námi í barna- og ung- lingaskóla fór Ellen til Englands í enskunám auk þess sem hún vann sem verkstjóri yfir þjónustuliði á herragarði. Seinna lauk hún versl- unarnámi í Danmörku og kynnti Mig langar með fáeinum orðum að kveðja Ellen Sighvatsson, sem lést 26. júní síðastliðinn 92 ára gömul, á Hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum. Ellen var gift móðurbróður mín- um Sigfúsi Pétri Sighvatssyni, en hann lést 1958. Þegar móðir mín, Ásta, var ung stúlka á húsmæðra- skóla í Danmörku, eignaðist hún góða vinkonu og það sköpuðust sterk tengsl við fjölskyldu hennar sem einnig áttu eftir að styrkjast þar sem bræður þeirra Sigfús og Niels urðu góðir vinir. Þeir kynntust systrunum Ellen og Guðrúnu sem síðar urðu eiginkonur þeirra. Þannig höguðu örlögin því að Ellen kom fyrst til Ís- lands með unnusta sínum í heimsókn 1929. Þau voru síðan gefin saman í Ölstykkekirkju 15. apríl 1930. Guð- rún systir Ellenar og Niels giftust og bjuggu á ættaróðali fjölskyldu hans Skatskærgard í Ölstykke á Sjálandi. Þau eru bæði látin, en einkadóttir þeirra Elsebeth býr ásamt eigin- manni, börnum og barnabörnum í Ölstykke. Ellen kom alkomin til Íslands 1930 og bjuggu þau Sigfús þá á heimili móðurömmu minnar, Ágústu Sigfúsdóttur, á Amtmannsstíg 2, í húsi því sem afi minn, Sighvatur Bjarnason, lét reisa 1907. Sighvatur lést árið 1929 og Ágústa árið 1932. Einkadóttir, Ágústa, fæddist 21. júní 1941, og barnabörnin eru Valdís og Brynja Vífilsdætur. Ellen og Sigfús keyptu húsið Amtmannsstíg 2 og bjó Ellen þar til haustsins 1996. Hún lét sér alla tíð mjög annt um þetta gamla hús sem er friðað og sá til þess að því væri vel viðhaldið. Þar hélt hún fjölskylduboð og er gaman að heyra frændsystkini mín rifja upp minningar frá jólaboðunum og öðr- um boðum á Amtmannsstíg. Sjálf átti ég þess ekki kost að vera með fyrr enn á fullorðinsárum, þar sem foreldrar mínir bjuggu úti á landi á þeim árum. Þegar kom að því að kveðja þetta gamla ættarsetur safn- aði Ellen fjölskyldunni saman og ég minnist þess þegar við sátum í síð- asta sinn í boði Ellenar í „norður- stofunni“. Þau urðu hins vegar mörg kveðjuboðin hennar því margir voru þeir sem höfðu litið inn á Amtmanns- stíg þar sem ætíð var opið hús, heitt á könnunni og jólakaka, að ógleymd- um litlu samlokunum hennar með fínt klipptu karse á liverpate, en karse ræktaði hún sjálf í blómapott- um. Ellen flutti ekki langt, á Amt- mannsstíg 6 var efri hæð til sölu og þangað flutti hún og gat áfram fylgst með gamla húsinu sem nú tilheyrir Menntaskólanum í Reykjavík. Hún gat haldið sínum venjum þar sem alltaf var kaffi á könnunni fyrir gesti og gangandi og haldið við tengslun- um við þá góðu nágranna og vini sem voru fastagestir í morgunkaffinu. Ellen hafði sterkan persónuleika, hún var mjög sjálfstæð kona, kraft- mikil og full atorku eins og lýsir sér í öllum því sem hún tók sér fyrir hendur. Ég ætla öðrum að greina frá virkni hennar í lífi og starfi. Eftir að ég kom heim frá námi 1967 og bjó mér heimili hér í Reykjavík, kynntist ég hjálpsemi Ellenar og greiðvikni, alltaf var hún boðin og búin hvort sem var að úvega mér málara eða lána mér og helst að gefa mér það sem mig vanhagaði um. Minnisstætt er mér kvöldið sem faðir minn varð fyrir bíl, á leið til mín að kvöldlagi, en hann bjó þá enn á Akranesi. Ellen kom og sótti mig uppá Landakots- spítala um nóttina og, þegar heim kom, háttaði mig ofan í rúmið sitt eftir að hafa flóað handa mér mjólk. Við fórum þetta fyrsta sumar mitt hér heima saman í ferðalag norður á Strandir. Í Garpsdal við Gilsfjörð eru jarðsett föðurforeldrar mínir. Það kom í ljós að Ellen hafði keypt plöntur til að gróðursetja á leiði þeirra og lýsir þetta hennar einstöku ræktarsemi og ófá eru þau leiðin í fjölskyldunni sem hún kom að með sínar grænu hendur. Hins vegar gat hún verið ákveðin og föst fyrir eins og í Garpsdal, þá átti ég að sækja vatn og vökva plönturnar þrátt fyrir rigninguna. Það eru svo ótal margar minningar sem koma upp í hugann, eins og allar litlu stjúpurnar sem hún færði aldraðri móður minni og heimsóknir til hennar á öldrunar- deildina. Áhugi hennar og þátttaka í því sem var að gerast í lífi Ástu dótt- ur minnar eftir að hún fór í leiklist- arnám til London og þannig mætti lengi upp telja. Þegar heilsu Ellenar fór að hraka gerðist það hratt og síðasta árið varð henni erfitt. Ásgeir, sambýlismaður hennar, sem hún hafði átt góð ár með og hann verið henni sá stuðn- ingur sem gerði henni kleift að búa áfram á heimili sínu, veiktist alvar- lega í ágúst síðastliðnum og átti ekki afturkvæmt heim. Ásgeir lést í októ- ber. Eftir lát Ásgeirs, sem var Ellen mikið áfall, var sem lífsviljinn færi þverrandi. Hún var á öldrunardeild- inni á Landakoti eftir að Ásgeir veiktist og fór síðan á Hjúkrunar- heimilið Droplaugarstaði. Allt gerð- ist þetta svo snögglega, missir ást- vinar, að skilja við sitt eigið heimili og aðlagast nýju umhverfi. Ágústa og dæturnar Valdís og Brynja hafa hlúð að henni og umvafið hana um- hyggju sinni og natni á þessu erfiða tímabili. Þegar Ellen kvaddi braust sólin í gegnum skýin, hún var sátt og hafði gengið frá öllu sínu og yfir henni var friður. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem ég átti með Ellen, þar sem ég sat og hélt í hönd hennar og hún sagði, „má ég loka augunum og þú getur lesið blaðið“. Við Ásta þökkum Ellen hjartanlega fyrir alla hennar umhyggju og ræktarsemi við okkur. Elsku frænkur Ágústa, Val- dís, Brynja og Þorgrímur og Þor- steinn, við Ásta vottum ykkur inni- legustu samúð okkar. Sigrún Karlsdóttir. Í dag verður borin til grafar Ellen vinkona mín til margra ára. Við eig- um örugglega eftir að hittast aftur og borða saman jólabúðing með Bristol Cream Sherry hinum megin landamæranna. Kvæðið sem hér fylgir fannst í skúffu hjá gamalli konu eftir fráfall hennar á langlegu- deild á sjúkrahúsi í Skotlandi, en höfundurinn er ókunnur. Þórunn Einarsdóttir þýddi kvæðið á ís- lensku. Fannst mér það eiga vel við Ellen og hennar lífshlaup. Hvað sjáið þið systur, hvað finnst ykkur? Hugsið þið sem svo, er þið horfið á mig: Þetta er gömul nöldurkerling, ekki sérlega snögg í hreyfingum. Óörugg um venjur, með fjarrænt augnaráð, sem sullar matnum niður og svarar ei þegar þið muldrið um hana, sem aldrei er búin. Sem virðist ei merkja hvað þið gerið og sem sífellt missir stafinn og gengur ei varlega, sem án þess að andmæla leyfir ykkur að gera allt eins og þið viljið í sambandi við mötun og þvott og allt sem heyrir til. Er það þannig sem þið hugsið, þegar þið horfið á mig? Segið mér það. Opnið augun, systur, horfið nánar á mig. Ég ætla að segja ykkur hver ég er, sem sit hér svo kyrrlát og hljóð. Sem geri allt sem ég er beðin um og borða þegar þið viljið. Ég er tíu ára gamalt barn með pabba og mömmu sem elska mig, systur mína og bróður. Sextán ára stúlka, fín og grönn, sem dreymir um að mæta bráðlega manni. Næstum tvítug brúður, hjarta mitt slær ótt við minninguna um loforð sem ég gaf og hélt. Tuttugu og fimm ára – nú á ég mín eigin börn sem þarfnast mín í hlýju og tryggu horni heimilisins. Þrítug kona, börnin vaxa fljótt og hjálpa hvort öðru í stóru og smáu. Um fertugt eru börnin orðin fullvaxta fólk og fljúga á braut, en maðurinn er kyrr, og gleðin er ei á enda. Um fimmtugt koma barnabörn og veita lífi okkar gleði, aftur höfum við börn, minn elskaði og ég. Dimmir dagar koma, maðurinn minn er dáinn. Ég geng inn í framtíð einmanaleika og neyðar. Mitt fólk hefur nóg með sitt, en minningin um árin og ástina er mín. Lífið er miskunnarlaust. Þegar maður er gamall og boginn, lítur maður út fyrir að vera svolítið skrýtinn. Nú er ég bara gömul kona sem hef fundið kraftinn þverra og „sjarmann“ hverfa. En inni í þessum gamla líkama býr ennþá ung stúlka. Við og við fyllist mitt þreytta hjarta, ég minnist gleðinnar, ég minnist sársaukans og ég elska og upplifi lífið að nýju, ég hugsa um árin, allt of fá, sem hafa liðið og viðurkenni kaldar staðreyndir, að ekkert getur varað að eilífu. Ef þið opnið augun, systur, þá sjáið þið ekki bara gamla nöldurkerlingu. Komið nær, lítið á mig. Kær kveðja – þín vinkona Bella Sigurjónsson (Babs). Kveðja frá Zontaklúbbi Reykjavíkur Ellen Sighvatsson, heiðursfélagi Zontaklúbbs Reykjavíkur, er látin á 93. aldursári. Hún hefur verið trúr og tryggur félagi Zontaklúbbs Reykjavíkur allt frá því að hún gekk í klúbbinn 7. janúar 1944 eða í 57 ár, lengur en nokkur önnur og sótti hún fundi fram yfir nírætt. Ellen var út- nefnd heiðursfélagi í klúbbnum 11. maí 1999 og var sæmd heiðursvið- urkenningu Alþjóðahreyfingar Zonta árið 2000 fyrir meira en hálfr- ar aldar giftusamlegt starf í þágu hreyfingarinnar. Zontahreyfingin var stofnuð í Bandaríkjunum 1919 af konum með sérmenntun eða í stjórnunarstörf- um, og hefur hún það að meginmark- miði að styrkja stöðu kvenna um all- an heim, bæði lagalega-, stjórnmálalega-, efnahagslega- og menntunarlegastöðu auk þess sem hreyfingin vinnur að skilningi, góð- vild og friði í víðasta skilningi. Á þeim rúmlega 80 árum sem liðin eru frá stofnun hreyfingarinnar hefur hún breiðst út um heiminn og eru nú starfandi klúbbar í yfir 70 löndum. Á Íslandi eru núna 6 klúbbar og er Zontaklúbbur Reykjavíkur sá elsti, stofnaður 1941. Ellen gekk til liðs við klúbbinn þegar hann var í frumbernsku og bar hún alla ævi hag hans mjög fyrir brjósti eins og mikið og fjölbreytt starf hennar í þágu Zonta ber með sér. Ellen var endurskoðandi reikn- inga klúbbsins 1946, meðstjórnandi 1948, varaformaður 1952 og formað- ur 1953–54, en skipt var um formann árlega. Hún var erlendur bréfritari klúbbsins um árabil og átti oft sæti í skemmtinefnd, ferðanefnd og myndanefnd og átti drjúgt safn mynda úr sögu Zonta á Íslandi. Hún starfaði oft og mikið við fjár- öflun fyrir Margrétarsjóð sem stofn- aður var innan Zontaklúbbs Reykja- víkur til styrktar heyrnarskertum í minningu Margrétar Rasmus sem lengi var skólastjóri Málleysingja- skólans. Hún tók t.d. þátt í undir- búningi skemmtana fyrir mál- og heyrnarskerta sem klúbburinn hélt lengi vel árlega og bauð börnum Málleysingjaskólans heim til sín ár- um saman. Ellen var mjög umhugað um að breiða út Zontahugsjónina og átti hún virkan þátt í stofnun nýrra ELLEN HENRIETTE SIGHVATSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. *   +   ",  -   !   . -.     !"$         $ 8 / &  / $* ,'$9: ; ,'. )2 $< !% *7  ()  *=!() !'$! 3(% )  $$()!% '  *' !() >,$$%?+"  %*   . *   +   "   $  +   -   !   .    !"$          " "$    "$   "  8 /2 8 >    ) * 9: ; ,'. /  +  ",  $  "   ""    #0 #1    8(' ;() ))3 83(% * &#  6( $(=() ! 7!() %*   .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.