Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                   !   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁRIÐ 1993 á fjölmennum fundi í Fjölbrautaskóla Vesturlands voru stofnuð hagsmunasamtök orkunot- enda HAB á Akranesi vegna þess að notendur voru óánægðir með sölufyrirkomulag, nýtingu vatnsins og verðstefnu hitaveitunnar. Þær breytingar sem boðaðar höfðu verið á sölufyrirkomulagi sættu gagnrýni. Forsvarsmenn hitaveitunnar og bæjarfélagsins höfðu brugðist í því að kynna málið og kanna hug íbú- anna. Kosin var stjórn á þessum fundi, sem síðan átti marga viðræðufundi með fulltrúum veitunnar og gerðar voru bragarbætur og smám saman náðist nokkuð góð sátt um sölufyr- irkomulagið, þó svo að alla tíð hafi verið óánægja með hversu verðlag hefur orðið að vera hátt. Síðar voru Rafveita Akraness, Hitaveita Akraness, Áhaldahús bæj- arins og Andakílsárvirkjun samein- uð undir heitinu Akranesveita. Þá hefur undanfarin misseri verið unn- ið að enn frekari hagræðingu í rekstri Akranesveitu og spunnust um það nokkrar deilur. Sem fyrrum forsvarsmenn í hags- munasamtökum viljum við fagna samstarfi og sameiningu Akranes- veitu við Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er framtakssemi og bætir hag íbúa og fyrirtækja hér á Skaga í bráð og lengd. Það er von okkar að almenn ánægja verði meðal bæjar- búa um þessa ráðstöfun. Það sem hagsmunasamtökin gerðu á sínum tíma var mikilvægt skref á þessari leið. Að lokum, þá höfum við alltaf fundið til þess hversu götulýsingin nær skammt út aðalaðkomuleiðina í bæinn. Í tilefni þessara tímamóta viljum við hvetja til þess að bætt verði við sem nemur einu götuljósi fyrir hvert ár á þessari leið, sem Rafveita Akraness hefur starfað og sýna þar með að Akranes breiðir faðminn á móti þeim sem koma ak- andi í bæinn. Væri verðugt verkefni að ljúka þessu fyrir 60 ára afmæli Akraneskaupstaðar. JÓN FRÍMANNSSON, FRIÐRIK ALFREÐSSON, JÓHANNES FINNUR HALL- DÓRSSON. Höfundar voru í forsvari fyrir Hagsmunasamtök orkunotenda HAB á Akranesi. Hagsmunir orku- notenda á Akranesi Frá Jóni Frímannssyni, Friðriki Alfreðssyni og Jóhannesi Finni Halldórssyni: VEGNA greinar Sigurbjarnar Þorkelssonar sem birtist í Morg- unblaðinu 12. júní sl. um íslenska fánann, kristnina og frelsið mátti ég til með að skrifa. Skrif hans vöktu einhvern púka í mér, ef púka skyldi kalla, því það sem vakti mig til að skrifa þetta var frekar réttlætiskennd. Nú efast ég ekki um að Sigurbjörn meini það sem hann var að skrifa og óski eft- ir frelsi og kærleik öllum til handa. Réttlætiskennd mín var vakin af því að hann skrifar frá sjónarhorni kristins manns og ég er alls ekki sammála ýmsum þeim sjónarmið- um sem í grein hans birtast. Það frelsi sem Sigurbjörn gerir sér tíðrætt um er takmarkað eða „frelsi með kærleiksríkum, föður- legum aga“ sem Sigurbjörn telur að „við“ þurfum á að halda til að geta lifað eðlilegu lífi og dafnað. Ég hef oft áður rekist á þessa tilhneigingu kristinna til að halda því fram að „okkur“ sé ekki treystandi til að lifa og dafna á eigin forsendum heldur þurfum á eftirliti að halda. Kristið fólk lifir líka í því frelsi að vera fætt syndugt og er þannig gert andlega háð möguleikanum á fyrirgefningu guðs. Að andlegt líf og atgervi einstaklings þrífist undir oki trúarbragða lít ég ekki á sem frelsi. Ég get að einhverju leyti skilið hvernig einstaklingur upp- lifir frelsi í guðstrú þannig að við- komandi deilir ábyrgðinni á eigin lífi með sínum guði og finnur þannig fyrir létti. En mér finnst samt að merkingu orðsins „frelsi“ sé hér misboðið. Ég held að eng- inn geti upplifað frelsi þegar frels- ið er tilkomið vegna gjafmildi ein- hverrar sýnilegrar eða ósýnilegrar persónu eða veru. Frelsi sem er gefið er auðvelt að taka aftur. Að vera öðrum háður um frelsi er ekki að vera frjáls. Frelsi sem hver skapar sér sjálf(ur) er eitt- hvað varanlegt. Sjálfskipaðir kristniboðar eins og Sigurbjörn hafa gjarnan viljað þakka kristinni trú tilurð kærleika milli manna í stað þess að horfa á kærleikann sem eðlilega tilfinn- ingu tilkomna án skylduboðs. Þeir ganga einnig útfrá því að þeir þekki lífið og ýja jafnvel að því að enginn komi til með að kynnast líf- inu nema gegnum trú á hinn kristna guð. Ég tel að ekki sé til neinn einn sannleikur. Hver gerð trúarbragða hefur mögulega eitthvað fram að færa og hver flokkur hugmynda- fræði einnig. Kristið fólk, sem og allir sem tilheyra ákveðnum trú- flokki, verður bara að kyngja því að þeirra trúarbrögð eru ekki endilega merkilegri en önnur trúarbrögð þó að þeim finnist það. SIGURÐUR HARÐARSON, Grettisgötu 6, Reykjavík. Enn fara kristnir offari Frá Sigurði Harðarsyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.