Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 38
GREINARGERÐ 38 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í SÍÐUSTU viku kynnti Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, stoltur niður- stöður úttektar Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar (ICAO). Benti hann hreykinn á að flugmálastjórn hefði fengið færri athugasemdir en nánast allar aðrar þjóðir í heiminum og að flugöryggi hér væri með því besta á heimsvísu. Daginn eftir skrautsýningu flug- málastjóra stóð Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fyrir annarri eins. Þar var ráðherrann að kynna umbeðnar niðurstöður úttektar ICAO á lokaskýrslu og aðferðafræði Rannsóknarnefndar flugslysa vegna brotlendingar flugvélarinnar TF- GTI í Skerjafjörð í ágúst sl. Afneitun staðreynda Undanfarna mánuði höfum við gagnrýnt harðlega yfirstjórn og framkvæmd flugöryggismála hér á landi. Upphafið var hin hörmulega og fyrirbyggjanlega brotlending flugvél- arinnar TF-GTI, sem nú hefur kostað sex manns lífið. Við höfum sýnt fram á hvernig flugrekstraraðilinn, LÍO ehf. svo og viðhaldsaðili flugfélagsins, Flugvélaverkstæði Guðjóns V. Sigur- geirssonar, brugðust ábyrgð og skyldum sínum algjörlega. Báðir þessir aðilar starfa samkvæmt starfs- leyfi frá flugmálastjórn og undir eft- irliti hennar. Við höfum sýnt fram á hvernig flugmálastjórn brást algjör- lega lögboðnu eftirlitshlutverki sínu og tók jafnvel þátt í óhæfuverkum, svo sem útgáfu lofthæfisskírteinis flugvélarinnar skömmu áður en hún fórst. Við höfum gert ítarlega grein fyrir fjölda atriða, sem áfátt var. At- riða er fram komu við rannsókn Rannsóknarnefndar flugslysa og birtust í skýrslu nefndarinnar dag- settri 29. desember sl. Sú skýrsla var send flugmálastjórn og LÍO ehf. til yfirlesturs og umsagnar og um- hverfðist eftir þá meðhöndlun. Nánast frá brotlendingardegi hafa Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri og Pétur K. Maack, framkvæmdastjóri flugöryggissviðs flugmálastjórnar, keppst við að lýsa því yfir að allt sem að flugmálastjórn sneri hefði verið í fullkomnu lagi. Þorgeir sagði í Morg- unblaðinu 22. ágúst að flugumferðar- stjórn umrætt kvöld hefði verið skoð- uð sérstaklega og verið „að öllu leyti með eðlilegum hætti, rannsóknin væri hins vegar í höndum Rannsókn- arnefndar flugslysa, sem hefði síð- asta orðið um alla þætti þess. . . .!“. Þorgeir og Pétur hafa margsinnis lýst því yfir opinberlega að allt hafi verið í fullkomnu lagi þegar flugmála- stjórn veitti flugvélinni TF-GTI lofthæfiskírteini, þrátt fyrir að hin mikilvægustu gögn hafi ekki legið fyrir og jafnvel orðið til eftir brot- lendingu flugvélarinnar. Þegar leið á veturinn bættist Sturla Böðvarsson í hópinn og sendi loks beiðni til ICAO þegar í óefni var komið og flugmála- stjórn og rannsóknarnefndin voru ekki lengur færar um að komast án hjálpar úr ógöngum sínum. Gagnrýni á rökum reist Í milliskýrslu (Interim Audit Re- port) ICAO vegna úttektar á flug- málastjórn í september í fyrra er í raun að finna staðfestingu allrar þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið á flugmálastjórn í kjölfar flug- slyssins í ágúst sl. Við höfum gagn- rýnt slælegt eftirlit með LÍO ehf. og Flugvélaverkst. Guðjóns V. Sigur- geirssonar. Í skýrslu ICAO segir: „Flugöryggissviðið hefur takmark- aða getu til að framkvæma samfellt eftirlit.“ Einnig: „Eftirlitsstarfsemi styðst ekki við nægilega skoðun og endurskoðun.“ Og „[Flug]rekstrar- deildin hefur enga skráða og upp- byggða áætlun. Áætlun um lofthæfi- eftirlit tryggir ekki alhliða og samfellt eftirlit með rekstraraðilum og viðhaldsverkstæðum.“ Þegar ICAO fjallaði um eftirlit með lofthæfi kemur eftirfarandi fram í skýrslu ICAO: „Eftirlitsmenn framkvæma sum verkefni, svo sem endurnýjun lofthæfiskírteina og útgáfu útflutn- ingslofthæfiskírteina, samkvæmt munnlegum fyrirmælum [frá hverj- um? – innskot greinarhöfunda] og án nokkurs verklags eða gátlista.“ Og þannig heldur skýrsla ICAO áfram. Þegar þetta er skoðað með forsögu flugvélarinnar TF-GTI í huga, árs- skoðun og útgáfu lofthæfiskírteinis hér á landi fer um mann hrollur. Flugmálastjóri kaus að kynna gjör- samlega innihaldslausa talnaspeki um fjölda frávika, frekar en að fjalla um hversu alvarleg frávikin voru. Um leið kaus hann að horfa framhjá því, að fjöldi frávika tengist umfangi starfsemi viðkomandi flugmálayfir- valds og því nær að álykta, miðað við höfðatölu fólks og flugvéla, að Ísland hafi komið hrikalega út hvað fjölda frávika varðar. Greinarhöfundum þykir rétt að benda á, að flugmálastjórn hefur neit- að að verða við þeirri kröfu að af- henda þær athugasemdir sem stofnunin gerði við drög Rannsókn- arnefndar flugslysa að lokaskýrslu frá 29. desember 2000 og við „milli- skýrslu“ nefndarinnar frá 12. mars 2001. Virðast athugasemdir flug- málastjórnar samkvæmt þessu illa þola dagsins ljós. Andhverfa flugöryggis Hvað varðar úttekt ICAO á Rann- sóknarnefnd flugslysa þá pantaði samgönguráðherra takmarkaða skoðun á eigin forsendum þar sem línurnar voru lagðar. Og ráðherrann fékk það sem hann bað um, þ.e. hvít- þvott. Þeir tveir menn, sem ICAO sendi, skoðuðu einungis lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar, litu fram hjá öllum öðrum gögnum þrátt fyrir að hafa þau undir höndum og í enskri þýðingu. Í skýrslu þeirra kemur skýrt fram að mikið af gögnum hafi verið á íslensku og þeir því augljós- lega ekki getað skoðað nema mjög takmarkaða þætti. Þegar horft er til þess að skoðunarmenn ICAO kusu að líta framhjá skýrslu Rannsóknar- nefndar flugslysa, dagsettri í lok des- ember á síðasta ári, má ljóst vera hversu takmörkuð sú skoðun var. Skoðunarmennirnir segja sjálfir að þeir hafi ekki haft umboð til að yfirfara sönnunargögn og skjöl. Í niðurlagi skrifa ICAO skoðunar- mannanna vegna úttektarinnar á Rannsóknarnefnd flugslysa segir að þeir telji að svo virðist vera að ekki sé nauðsynleg frekari slysarannsókn vegna þessa flugslyss („. . the review team considered that no further air- craft accident investigation action appears [skáletrun greinarhöfunda] necessary in respect of this acci- dent“). Í þýðingu samgönguráðu- neytisins segir hins vegar „. . álítur endurskoðunarnefndin að frekari rannsókna sé ekki þörf hvað varðar umrætt slys“ og kemur það einnig fram í fréttatilkynningu ráðuneytis- ins. Þessi villandi þýðing er dæmi- gerð fyrir þá starfshætti, sem við- hafðir hafa verið. Í fréttatilkynningu samgönguráðu- neytisins segir að „hlutlausari eða tæknilega betri úttekt á RNF, en sú sem nú liggur fyrir, hefði ekki fengist með því að leita til annarra sérfræð- inga“. Af framangreindu má augljóst vera að vart hefði verið hægt að fá slakari og tæknilega takmarkaðri „rannsókn“ en þá sem samgönguráð- herra pantaði – að tillögu formanns Rannsóknarnefndar flugslysa. Því má ljóst vera, enn frekar en áður, nauðsyn þess að óháðir aðilar fram- kvæmi óhefta rannsókn, svo ekki við- gangist þvílík andhverfa flugöryggis. Brotlendingar samgönguráðherra og flugmálastjóra Friðrik Þór Guðmundsson blaða- maður, Hilmar Friðrik Foss flug- maður og Jón Ólafur Skarphéð- insson prófessor. SÖGUSETRIÐ á Hvolsvelli dregur að sér æ fleiri gesti. Þar er til húsa Njálusýning og Söguskálinn auk ný- opnaðs Kaupfélagssafns. Þann 6. júlí næstkomandi verður frumsýnd- ur söngleikur í Söguskálanum. Söngleikurinn er byggður á lögum Jóns Laxdals við ljóð Guðmundar skólaskálds Guðmundssonar um ævi og örlög Gunnars á Hlíðarenda. Í lok ágúst verður haldin tveggja daga ráðstefna um Brennu-Njáls sögu þar sem m.a. níu innlendir og erlendir fræðimenn munu halda er- indi. Stærsta glósubók í heimi Sögusetrið var stofnað 1998 og árið eftir var Söguskálinn, stílfærð eftirmynd langhúss, tekinn í notk- un. Í Sögusetrinu hefur verið boðið upp á söguveislur, sem notið hafa mikilla vinsælda. Þá eru veislugestir leiddir í gegnum Njálusýninguna, sem kölluð hefur verið „stærsta glósubók í heimi við Njálu“. Þar kynnast gestir sagnfræðinni, því umhverfi sem sagan gerist í, bók- argerð á miðöldum og síðan er sag- an rakin með völdum köflum úr Njálu og myndskreytingum. Gest- um gefst og kostur á að skoða kvik- myndir sem gerðar hafa verið um frægðartíma sögualdar og hlýða á brot úr leikgerð Njálu á erlendum tungum. Þá er farið í ferð með leið- sögn um Njáluslóðir og loks er veisla þar sem griðkonur í miðalda- búningum þjóna til borðs. Undir borðum hefur verið fluttur leikþátt- ur um Hallgerði langbrók, Engin hornkerling vil ég vera, eftir ókunn- an höfund. Söguveislur voru haldnar í vor og verða aftur frá 11. ágúst n.k. og fram í október. Arthúr sagði að nú þegar væri mikið bókað í veislurnar. Söngur og súpa Eins er boðið upp á söngdagskrá þar sem lærðir söngvarar úr héraði flytja lög Jóns Laxdals við ljóð Guð- mundar skólaskálds Guðmundsson- ar um ævi og örlög Gunnars á Hlíð- arenda. Saminn hefur verið söngleikur úr þessum ljóða- og laga- bálki og verður hann frumsýndur 6. júlí næstkomandi og síðan hvert föstudagskvöld út ágúst. Leikstjóri er Svala Arnardóttir. Sögumaður leiðir áhorfendur í gegnum verkið með enskum skýringartexta og áhorfendur fá útdrátt úr ljóðunum á ensku. Þetta er gert vegna mikils fjölda útlendinga sem sækir Sögu- setrið heim. Áheyrendum söngleiks- ins verða boðnar léttar veitingar. Í sumar verður boðið upp á dag- skrá á sunnudögum sem miðast einkum við íslenska gesti. Dagskrá- in hefst með hádegisverði í Sögu- skálanum þar sem boðið verður upp á rammíslenska kjötsúpu, sem að sjálfsögðu er elduð á staðnum. Eftir kjötsúpu verður klukkustundar leið- sögn um Njálusýninguna og síðan farið í þriggja og hálfs tíma ferð um söguslóðir Njálu með leiðsögn. Art- húr sagði að þessi dagskrá hafi ekki verið mikið kynnt, en væri óðum að bókast. Margtyngd bók Tvisvar í viku er á vegum Sögu- setursins boðið upp á ferðir úr Reykjavík á söguslóðir Njálu. Þess- ar ferðir eru einkum hugsaðar fyrir útlendinga. Arthúr Björgvin útbjó geisladisk með leiðsögn sem spilað- ur er á leiðinni. Ekið er um Eyr- arbakka, þar sem Bjarni Herjólfur lagði upp í Ameríkusiglinguna. Eftir að komið er austur fyrir Þjórsá hefst Njáludagskráin fyrir alvöru. Sögusetrið fékk afnot af leikgerð breska útvarpsins, BBC, af Njálu. Valdir kaflar úr þessari fimm klukkustunda löngu leikgerð eru bæði á geisladiskinum og eins not- aðir í Njálusýningunni fyrir ensku- mælandi fólk. Þá lét þýska útvarpið þýða þessa leikgerð og flytja á þýsku. Innan tíðar verður hún einn- ig til nota fyrir Sögusetrið. Að sögn Arthúrs Björgvins mun farþegum nokkurra skemmtiferða- skipa verða boðið að leggja leið sína í Sögusetrið í sumar. Sagðist hann eiga von á að næsta sumar yrðu þeir enn fleiri, því nýlega voru gerðir samningar þar að lútandi við tvö skipafélög til viðbótar við þau sem fyrir voru. Auk skipulegra ferða koma marg- ir í Sögusetrið á eigin vegum. Eins er það orðið fastur viðkomustaður hópferða margra ferðaskrifstofa í ferðum um Suðurland. Brennu Njáls saga hefur komið útá meira en 20 tungumálum og 21. nóvember n.k. mun Penguin-útgáf- an gefa söguna út í nýrri enskri þýð- ingu Roberts Cook. Að sögn Art- húrs Björgvins verður þessi nýja útgáfa boðin til sölu í um 170 þúsund bókaverslunum um allan heim. Í at- hugun er að þessari útgáfu verði hleypt af stokkunum með hátíðlegri athöfn í Sögusetrinu. Málþing um Njálu Málþing um Njálu verður haldið í samvinnu Sögusetursins og Stofn- unar Sigurðar Nordals 25.-26. ágúst næstkomandi. Fyrri daginn verður farið í ferð um Njáluslóðir undir leiðsögn heimamanna. Á Bergþórs- hvoli mun Karlakór Rangæinga, ásamt forsöngvurum, flytja lög Jóns Laxdals við ljóð Guðmundar skóla- skálds um Gunnar á Hlíðarenda. Að sögn Arthúrs Björgvins verður það í fyrsta sinn sem allur bálkurinn verður fluttur í heild sinni af kór, en verkið var upphaflega samið fyrir kór. Þá flytja erindi Arthúr Björg- vin Bollason, Helga Kress, Jón Böðvarsson, Jón Karl Helgason, Kristján Jóhann Jónsson, Kristrún Heimisdóttir, Oddgeir Guðjónsson, Pétur Gunnarsson og Robert Cook. Mikið ævintýri Að sögn Arthúrs Björgvins Bolla- sonar, forstöðumanns Söguseturs- ins, er búist við um 20 þúsund gest- um í Sögusetrið á þessu ári. Það er töluverð aukning frá fyrra ári þegar gestir voru um 12 þúsund. Í maí s.l. komu um 1.700 gestir og þar af meira en eitt þúsund matargestir. „Þetta er mikið ævintýri, því hér snýst allt um eina bók. Brennu Njáls saga er allt í öllu hér,“ sagði Arthúr Björgvin. Hjá Sögusetrinu eru 22 starfsmenn á launaskrá. Þess má geta að Sögusetrið hlaut gæða- verðlaun Ferðaskrifstofu Íslands, sem eru veitt þeim aðilum í ferða- þjónustu sem farþegar ferðaskrif- stofunnar telja best að heimsækja. Söngleikur um ævi og örlög Gunnars á Hlíðarenda frumsýndur í Sögusetrinu á Hvolsvelli Þar sem allt byggir á Brennu Njáls sögu Morgunblaðið/Rax Arthúr Björgvin Bollason er forstöðumaður Sögusetursins á Hvolsvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.