Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ný 6 manna fullbúin bandarísk fellihýsi á 12“ hjólbörðum Aðeins kr. Opnunartími Virka daga frá kl. 10 - 18 Laugardaga frá kl. 10 - 14 Tökum pantanir núna. Takmarkað magn á þessu verði. Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 544 4210/565 6241 Fax 544 4211 Innifalið í verði:  Gluggatjöld  Kælibox  Gaseldavél  Gaskútur  Trappa  48 lítra vatnstankur  Gasviðvörunarkerfi  Rafgeymabox  Útiljós  Varadekk með festingu og hlíf (cover)  50 mm kúlutengi  Öflugir stigalausir stál- tjakkar á hverju horni (4)  Rafleiðslur í kapalhólkum  Sleðar á hjólum á útdregnum rúmum  Franskur rennilás vindver rúmstæði  Krossviður í rúmbotnum  E-coat ryðvörn á undir- vagni, vatnsvarinn botn  Aðgengi í kæli þó húsið sé lokað/fellt o.m.fl. Sólarrafhlaða á fellihýsið, það er lausnin. Verðbylting á 50w sólarrafhlöðum aðeins kr. 46.500 með stjórnstöð. Lúxus fortjöld með gluggatjöldum og ál súlum aðeins kr. 89.000. Svefntjöld kr. 9.900 stk. Sértilboð á pakka: Fellihýsi, fortjald, 2 svefntjöld, 50w sólarrafhlaða með stjórnstöð, rafgeymir, gasfylling og skráning kr. 699.000. HREINLÆTISVÖRUDEILD Sjafnar hf. á Akureyri, Sámur hf. í Kópavogi og Mjöll ehf. í Reykjavík hafa sameinast í eitt fyrirtæki undir nafni og merkjum Mjallar. Samruninn tók gildi 1. júlí síðast- liðinn. Fyrirtækin eru öll rótgróin á hreinlætisvörumarkaði og eiga sér langa sögu. Sjöfn er þeirra elst, stofnað árið 1932, Mjöll árið 1942 og Sámur árið 1964. Sjöfn á meiri- hluta í hinu nýja fyrirtæki, 60%, Ásbjörn Einarsson, aðaleigandi Mjallar, á 30% og Sámur 10%. 165 ára reynsla Yfirstjórn félagsins verður á Ak- ureyri og mun Baldur Guðnason framkvæmdastjóri Sjafnar verða framkvæmdastjóri hins nýja félags. „Þetta er stór dagur í íslenskum iðnaði, nú þegar við sameinum þessi þrjú fyrirtæki í sápu- og hreinlætisiðnaði í eitt,“ sagði Bald- ur, en hann lét þess getið að sam- eiginleg reynsla fyrirtækjanna næði yfir 165 ár. Mjöll mun verða með starfs- stöðvar á Akureyri og í Reykjavík og starfsfólk verður á bilinu 20 til 30 talsins. Syðra verður fram- leiðsla á ákveðnum vörutegundum, átöppun, lager, dreifing, auk sölu- og markaðssetningar á höfuðborg- arsvæðinu, Reykjanesi, Suður- og Vesturlandi. Á Akureyri verður, auk yfirstjórnar, fjármálastjórn, vöruþróun, framleiðsla á stórum hluta framleiðslunnar, innkaup, lager, sala og markaðssetning á vörum fyrirtækisins á Norður- landi, Austurlandi og Vestfjörðum. Aukin umsvif munu skapast hjá Sjöfn á Akureyri vegna samrun- ans. Baldur sagði að fyrirtækin hefðu ekki verið þvinguð til sam- einingar, heldur hefðu forsvars- menn þeirra svipaða framtíð- arsýn og menn hefðu séð sér hag í því að vinna saman. Markmiðið með sameiningunni væri að auka samkeppnis- hæfni og stuðla að hagræðingu. Þá hefði félagið meiri möguleika til vaxtar á innan- landsmarkaði auk þess sem ætl- unin væri að leita eftir nýjum tækifærum til útflutnings. Gert er ráð fyrir að velta Mjall- ar verði um 300 milljónir króna á þessu ári og framleiðslan verði 4-5 milljónir lítra af hreinlætisvörum. Burðir til að sækja inn á markaði erlendis Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra, sem viðstödd var und- irritun samnings um samruna fyr- irtækjanna, sagði að fyrirtækin þrjú hefðu með sameiningu skapað sér samkeppnishæfa einingu og hún sæi fyrir sér að þau hefðu burði til að sækja inn á erlenda markaði. Íslenskur sjávarútvegur væri þekktur víða um heim og fyrir hendi ættu að vera sóknarfæri fyr- ir hreinlætisvörur sem honum tengdust. „Það tækifæri er sjálf- sagt að nýta,“ sagði Valgerður. Sameining þriggja fyrirtækja í hreinlætisiðnaði var staðfest með undirskrift á Akureyri. Fremri röð frá vinstri: Einar Sæmundsson stofnandi Mjallar, Baldur Guðnason fyrir Sjöfn, iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir, Dr. Ásbjörn Einarsson fyrir Mjöll, Grétar E. Ingvason fyrir Sám og að baki standa bræðurnir Brynjólfur og Ágúst Grétarssynir, Sámi. Gamlir samkeppnisaðilar, Einar Sæmundsson stofnandi Mjallar og Aðalsteinn Jónsson fyrrver- andi forstjóri Sjafnar ræða málin að lokinni undir- skrift samnings um samruna fyrirtækjanna. Sjöfn, Mjöll og Sámur hafa verið sameinuð Morgunblaðið/Rúnar Þór Breytingar á rekstri fyrirtækja á hreinlætisvörumarkaði FYRSTA skóflustunga að nýju félagsheimili Náttúrulækninga- félags Akureyrar hefur verið tekin og þess skammt að bíða að fram- kvæmdir hefjist af fullum krafti. Áslaug Kristjánsdóttir frá Hrísey tók fyrstu skóflustungu hins nýja félagsheimilis, en það mun rísa á lóð sem félagið á skammt norðan Kjarnalundar í Kjarnaskógi. Félagið reisti Kjarnalund á sín- um tíma en Akureyrarbær hefur húsið á leigu til ársins 2004. Félag- ið hefur ekki haft aðstöðu fyrir starfsemi sína frá því húsið var leigt bænum fyrir nokkrum árum en þar er rekið dvalarheimili fyrir aldraða. Það er félagsmönnum því mikið kappsmál að bæta úr brýnni þörf og koma sér upp aðstöðu fyrir félagsstarfið. Náttúrulækningafélag Akureyrar Félagsheimili reist í Kjarnaskógi GANGA yfir Hjaltadalsheiði heim að Hólum hefur verið skipulögð í tilefni af Íslenska safnadeginum sem er á sunnudag, 8. júlí. Minjasafnið á Ak- ureyri hefur skipulagt þessa göngu í samvinnu við Ferðafélagið Hörg og Prestafélag Hólastiftis hins forna. Farið verður með rútu frá Minja- safninu á Akureyri, Aðalstræti 58, kl. átta að morgni sunnudagsins. Tekið verður á móti hópnum á Bæg- isá og í Myrkárkirkjugarði. Síðan verður gengið fram Hörgárdal yfir Hjaltadalsheiði að Reykjum í Hjalta- dal en ekið þaðan að Hólum þar sem hægt verður að fá kvöldverð og bregða sér í sund. Áður en lagt verð- ur af stað aftur til Akureyrar verður helgistund í Hóladómkirkju. Upplýsingar eru veittar á Minja- safninu á Akureyri og þar er einnig hægt að skrá sig í ferðina. Leiðsögurmaðurinn, Bjarni Guð- leifsson, er þaulkunnugur staðhátt- um á Tröllaskaga. Pílagríms- ganga að Hólum STEFÁN Ingólfsson kallar vaska djassara með sér til leiks á Tuborg- djassi, heitum fimmtudegi í kvöld, fimmtudagskvöldið 5. júlí, í Deigl- unni. Kapparnir sem um ræðir eru: Kjartan Valdimarsson á píanó, Ómar Einarsson á gítar og Benedikt Bryn- leifsson á trommur. Kvartettinn STING verður í sviðsljósinu með lög frá ýmsum löndum og tímum. Djass í Deiglunni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.