Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 57 Opið á fimmtudögum til kl. 21.00 UM SÍÐUSTU helgi hélt Orkuveita Reykjavíkur upp á það með vegleg- um hætti að 80 ár eru liðin síðan raf- orkuframleiðsla hófst í Elliðaárdal þegar Rafstöðin var tekin formlega í notkun. Á laugardeginum var farin Elliða- árdalsganga um Fræðslustíginn undir leiðsögn Kristins H. Þorsteins- sonar og Einars Gunnlaugssonar en gangan endaði í Rafstöðinni og á Minjasafni Orkuveitunnar. Á sunnudag var svo hápunktur af- mælishátíðarinnar þegar efnt var til heljarinnar fjölskylduhátíðar í daln- um sem bar nafnið Orkuboltinn 2001. Þar var boðið upp á ýmsa skemmtun, börnum á öllum aldri til mikillar ánægju. Fjölbreytt skemmtiatriði voru á sviði og hægt að spreyta sig á hinum ýmsu leik- tækjum og -tólum. Thorvaldsenkonur önnuðust svo kaffisölu í félagsheimili Orkuveit- unnar. Orkuveita Reykjavíkur hélt afmælisveislu um helgina Elliðaárdalur fullur af orku 4 dagar (4 Days) S p e n n u d r a m a  Leikstjórn Curtis Wehrfritz. Aðalhlutverk Lolita Davidovich, Kevin Zegers, Colm Meaney. ( mín.) Kanada 1999. Myndform. Bönnuð innan 12 ára. TVEIR grímuklæddir menn fremja bankarán. Á flóttanum úr bankanum rekst annar þeirra á blað- burðardreng og þeir skiptast á tösk- um án þess að félaginn sjái til. Það sem hann veit ekki er nefnilega að þeir sem rákust saman, blaðburðardrengur- inn og ræninginn, eru feðgar, sem eru að brugga launráð gegn honum. Drengurinn forðar sér með þýfið í tösku og heldur af stað á puttanum til smábæjar þar sem þeir feðgar ákváðu að hittast. En áformin fara herfilega úrskeiðis því öryggisvörður sem elti ræningjana hitti föðurinn, banvænu byssuskoti. Þegar félaginn kemst að ráðabruggi feðganna verður hann óð- ur og einsetur sér að hafa upp á stráksa og góssinu. Mynd þessi er byggð á kunnum rökkurkrimma eftir John Buell sem kom út árið 1962. Trúarminni og greinargóð ódæðisverk skáldsögunn- ar eru látinn liggja milli hluta hér en þess í stað er áherslan lögð á upplifun saklauss drengs á hinum harðneskju- lega heimi glæpa og svika og sam- band hans við föður sinn ræningjann. Hinn ungi Zegers var fimmtán ára þegar hann lék hlutverkið og fórst hreint ótrúlega vel úr hendi, líkt og reyndar flestum öðrum leikurum í þessu fremur niðurdregna en sterka spennudrama. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Faðir og sonur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.