Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Einars-son fæddist í Reykjadal í Hruna- mannahreppi 27. mars 1914. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Einar Jónsson, bóndi í Reykjadal, f. 21. febrúar 1877, d. 18. september 1974 og kona hans Pálína Jónsdóttir, f. 23. október 1885, d. 26. nóvember 1985. Sig- urður var sjötti í röð tólf systkina: Magnús, f. 8. júlí 1906, d. 18. ágúst 1992, Jóhanna Guðrún, f. 16. des- ember 1907, d. 6. janúar 1996, Jón, f. 27. maí 1909, d. 30. október 1995, desember 1945, gift Stefáni P. Sveinssyni, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn, Rafn, f. 16. mars 1949, í sambúð með Elísabetu Magnúsdóttur, hann á fjögur börn og átta barnabörn, Hrönn f. 13. ágúst 1958, gift Eiði Erni Hrafns- syni, þau eiga tvo syni. Sigríður átti fyrir Guðmund T. Magnússon, f. 7. septemeber 1938, kvæntur Petrínu R. Ágústsdóttur, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Ungur að árum fluttist Sigurður til Hafnarfjarðar og vann þar við ýmis störf til sjós og lands. Hann vann hjá Hafnarfjarðarbæ í mörg ár, en þess má geta að hann tók sveinspróf í húsamíði 1973, þá fimmtíu og níu ára að aldri. Hann byggði fjölskyldu sinni reisulegt hús á Öldugötu 14 og bjó þar í tæp fimmtíu ár þar til hann fór á Sól- vang sökum heilsubrests. Síðustu sjö mánuði ævi sinnar dvaldi Sig- urður á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Sigurðar fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Guðmundur, f. 27. ágúst 1911, Margrét, f. 27. nóvember 1912, d. 16. júlí 1941, Ásta, f. 7. október 1915, Elísa- bet f . 8. febrúar 1917, Jóhann f. 15. október 1919, d. 5. mars 1995, Hörður, f. 17. júní 1921, d. 14. júní 1999, Haukur, f. 3. desem- ber 1924, og Auður, f. 10. október 1926. Hinn 26. október 1942 kvæntist Sigurður Sigríði Guðmunds- dóttur f. 9. júní 1922 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 4. októ- ber 1988. Börn þeirra eru Margrét, f. 8. febrúar 1942, gift Sigmundi Eiríkssyni, þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn, Hrafnhildur, f. 5. Kveðja til þín, elsku afi og langafi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sveinn, Lára og Aron. Ég stóð við rúmið þitt á gjörgæsl- unni og minnti sjálfa mig á það að vera ekki eigingjörn, þú varst tilbú- inn. Þó varstu ekki alveg rúmliggj- andi nema rúma viku sem betur fer. Þú þekktir okkur, baðst um koss á kinnina og baðst Guð að geyma okk- ur, við vorum hjá þér, ég og Ásta systir. Ég hugsa til baka, stutt var á milli heimila okkar þegar ég var lítil, ég kíkti á ykkur ömmu en oftast sá ég þig við vinnu í bænum ofan í skurði eða við einhvern vegginn sem var verið að reisa. Þú lagðir smíðavinnu fyrir þig og gott var að leita til þín ef fram- kvæmdir voru í hönd, alla vega til að fá samþykki fyrir verkinu hvort brjóta mætti þennan eða hinn vegg- inn. Þú varst vinnusamur og alltaf varstu að dytta að húsinu þínu og garðinum. Þú hættir að vinna um sjötugt. Allt of stuttan tíma fenguð þið amma saman eftir það en hún lést fjórum árum seinna, aðeins sex- tíu og sex ára að aldri, eftir það sást þú um þig sjálfur eða allt til þú fórst á Sólvang fyrir þremur árum, alltaf varstu á leiðinni heim, varst bara að hvíla þig, en fæturnir réðu ekki við allar tröppurnar á Öldugötunni. Þú þráðir að vera út af fyrir þig með dótið þitt hjá þér og fékkst þá ósk uppfyllta með því að færa þig yfir á Hrafnistu í Hafnarfirði en þar bjóstu síðustu sjö mánuðina. Það var vel hugsað um þig á báðum stöðum. Þú varst vinamargur, þeir voru á öllum aldri, það er ófá lítil höndin sem fékk sér mola úr pokanum þín- um. Barnabarnabörnin hændust að þér, þar áttirðu margar „skrumpur“ og „skrumpa“ eins og þú kallaðir þau. Þú fylgdist vel með öllum af- komendum þínum. Þú leiðbeindir, stundum fannst manni nóg um, en þetta varst þú í hnotskurn, hreinn og beinn og sagðir það sem þér fannst. Elsku afi, ég er sannfærð um að þér líður betur núna, örugglega með ömmu þér við hlið, svo sáttur varstu. Ég flyt þér kveðju frá Gauja, Árna Stefáni og Hildi Rún. Þín Hafdís. Elsku afi, nú ertu loksins búinn að hitta ömmu aftur. Ég man hvað ég dáðist að þér eftir að amma dó, þú varst svo duglegur að elda og bak- aðir meira að segja pönnukökur og bauðst okkur í kaffi en varst svo bú- inn að vaska upp áður en við vorum búin að klára úr bollunum því þú varst alltaf að flýta þér. Ég fluttist í næstu götu við þig og oft fórum við að versla saman, þá keyptir þú fyrir viku í einu því þú varst svo skipu- lagður, skammtaðir svo í poka fyrir eina máltíð í einu og frystir. Ég á eftir að sakna heimsóknanna á sunnudagsmorgnum kl. 8.00 þegar þú bankaðir upp á og spurðir „eru ekki allir örugglega sofandi, Ásta mín?“ Jú, var yfirleitt svarið. „Komdu þá út að keyra vina mín,“ svo flökkuðum við á milli húsa í heimsóknir, ég hálfsofandi en þú í fullu fjöri því þinn dagur löngu haf- inn en minn rétt að byrja. Svo kom að því að þú gast ekki búið lengur heima og fórst á Sól- vang. Á því tímabili varstu kominn í hjólastól og fannst þér þú þá vera frekar ósjálfbjarga og mátti þá ekki hver sem er hjálpa þér að gera þig kláran fyrir svefninn, ég kom þá til þín oft á kvöldin til að hjálpa þér í rúmið því það þurfti að ganga frá öllu í röð og reglu og taka til föt fyrir næsta dag. Þú varst nú samt ákveð- inn í að komast upp úr hjólastólnum og það tókst þér. Á Sólvangi var vel hugsað um þig en þú áttir þér þann draum að komast á Hrafnistu í sér- herbergi með þitt sjónvarp og síma. Þar bjóstu síðustu sjö mánuðina með ekki síðri umönnun hjúkrunar- og starfsfólks. Elsku afi, síðustu dagana í þess- um heimi varstu á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, þangað heimsóttum við systurnar þig, þá varstu orðinn mikið veikur og erfitt að skilja þig en þú ætlaðir nú samt með okkur heim, þú varst orðinn þreyttur, vildir koss á kinnina og baðst Guð að geyma okkur. Nú er komið að kveðjustund, afi minn, kveðja til þín frá Jóa, Heiðu Hrönn og Konráð. Takk fyrir allt. Þín Ásta. Til afa Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja, sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Kær kveðja, Sigríður M. Guðmundsdóttir, Sundin og fjölskyldan í Svíþjóð. Elsku afi! Ég er enn ekki búinn að átta mig á því að þú ert farinn frá mér, við sem vorum svo nánir. En núna ert þú dáinn. Margs er að minnast þegar ég hugsa um þig og öll árin og alla tímana sem við vörð- um saman. Þú varst alltaf svo skipu- lagður og allt átti að vera í röð og reglu, varst svo pottþéttur á alla hluti. Manstu árið þegar ég gisti hjá þér og þú kenndir mér að spila Rússa? það var svo gaman hjá okk- ur. Það besta sem ég fékk var kaldi fiskurinn hjá ykkur ömmu og svo hjá þér eftir að amma dó. Að koma í heimsókn til þín var alltaf svo gam- an, við gátum spjallað saman um öll lífsins mál og þú sýndir mér oft fram á hvernig best væri að gera hlutina ef ég var í einhverjum vandræðum. Það var ávallt gott að hlusta á þig. Þú varst mér alltaf svo hjartgóður og hlýr, afi minn.Ég man þegar þú sagðir við mig að þú vildir ekki vera rúmliggjandi mikið og kveljast af veikindum sem höfðu þá verið að angra þig. En þú varst duglegur og mér þótti það alltaf svo gaman, þeg- ar þú varst sem hressastur fórum við í bíltúr og heimsóttum hina og þessa, vinkonur þína og vini. En þú vildir aldrei stoppa of lengi. Þér fannst þetta alltaf svo gaman og þú varst svo ánægður. Manstu líka á Öldugötunni eitt skiptið þegar ég var gutti?þá gisti ég hjá þér og svaf við hliðina á þér í hjónarúminu ykk- ar ömmu. Við fórum á rúntinn á Lödunni þinni upp í skúr fyrir ofan kirkjugarðinn og í heimsóknir, þessu gleymi ég aldrei. Ég sakna þín svo heitt, afi, og hugsa til þín svo glaður, allar stundirnar með þér eru ómetanlegar. Ég veit að núna er gaman hjá ykkur ömmu og ég hlakka til að hitta ykkur, en ekki strax. Ég sárt þín sakna en glaður brosi því hlýjuna þú fundið hefur. Og síðan hef ég vitað, að lífið, það er sigur þess alls sem grær og dafnar, þó gleðin verði sorgin og sorgin verði gleðin sem allt að lokum jafnar. (Jón Óskar.) Þinn Vignir Már. Hér er svo dapurt inni,– ó, elsku pabbi minn, ég kem að kistu þinni og kveð þig hinsta sinn, mér falla tár af trega – en treginn ljúfsár er – svo undur innilega þau einmitt fróa mér. Ég þakka fræðslu þína um það, sem dugar best, er hjálpráð heimsins dvína, og huggað getur mest, þú gekkst með Guði einum og Guði vannst þitt starf, hið sama af huga hreinum ég hljóta vil í arf. Nú ertu farinn frá mér, en föðurráðin þín, þau eru ávallt hjá mér og óma blítt til mín: Guðs orðum áttu að trúa og ávallt hlýða þeim, það mun þér blessun búa og ber þig öruggt heim. B.J. Kveðja, börn og tengdabörn. SIGURÐUR EINARSSON Þú ert horfin, elsku systir, svo snöggt, en hefðir þú átt að velja hefðir þú örugglega viljað fara í þín- um unaðsreit sem garðurinn þinn er. Þú varst búin að rækta garðinn vel og þú sýndir að það var hægt að rækta fallegan garð á Bakkafirði þótt flestir teldu það vonlítið. Ég þakka þér svo fyrir allar góðu stund- JÁRNBRÁ EINARSDÓTTIR ✝ Járnbrá Einars-dóttir, húsfreyja í Hraungerði Bakka- firði N-Múl, var fædd í Fjallalækjarseli, Svalbarðshr. N-Þing 13. apríl 1918. Hún lést á heimili sínu 9. júní 2001. Jarðarförin fór fram frá Skeggja- stöðum laugardag- inn 16. júní. irnar sem við áttum, þorrablótin og góðu dagana sem ég og vin- kona mín áttum hjá ykkur að haustlagi fyr- ir fáum árum. Pabbi vildi helst hafa þig í öll- um verkum úti við, við ræktun og margt fleira. Þú varst elst af okkur systkinunum og okkur fannst þú stundum stjórna mikið í okkur en í dag held ég að við þökkum þér öll fyrir þína stjórn með okkur því hún hefur komið okkur að notum á lífsleiðinni. Ég vona að guð styrki ástvini þína alla í þeirra miklu sorg. Þetta eru fátæk- leg orð því margt var hægt að segja um þig. Með söknuð í hjarta. Ásdís Einarsdóttir. ✝ Sigurþór Þor-grímsson fæddist í Hafnarfirði 1. nóv- ember 1931. Hann lést á heimili sínu 25. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þor- grímur Guðmunds- son, f. 3.6. 1898, d. 16.4. 1980, og Hall- dóra S. Þorkelsdótt- ir, f. 7.9. 1903, d. 24.8. 1940. Eftir andlát móður sinnar ólst Sigurþór upp hjá Guðnýju og Sigríði Þorkelsdætrum, eft- irlifandi systur sinni, Hallveigu Halldórsdóttur, og Guðríði Dóru (Rúrý). Sigurþór kvæntist 26. maí 1962 Guðlaugu Ólafsdóttur, f. 26.4. 1931. Foreldrar hennar voru Ólafur E. Gunnlaugsson, f. 26.10. 1899, d. 21.12. 1984, og Guðbjörg Pétursdóttir, f. 1.3. 1901, d. 9.9. 1987. Börn Sigurþórs og Guðlaug- ar eru þrjú: 1) Halldóra, f. 13.12. 1960, eiginmaður hennar er Sig- urbjörn Guðmundsson, f. 8.2. 1959, börn þeirra eru Guðlaug Edda, hún á soninn Róbert Inga, Birgir Laufdal og Sigurþór. 2) Sigurður f. 23.7. 1962, sambýlis- kona hans er Olga B. Pétursdóttir, f. 11.10. 1963, þau eiga soninn Brynjar. 3) Guðný, f. 9.4. 1964, sambýlismað- ur hennar er Erling- ur R. Þórsson, f. 31.10. 1964, og eru börn þeirra Margrét Ósk og Þór Ingi. Sig- urþór ól einnig upp þrjú börn Guðlaugar af fyrra hjónabandi: 1) Ólafur E. Hákon- arson, f. 15.11. 1951, eiginkona hans er Elísabet Jakobsdótt- ir, f. 28.6. 1956, börn þeirra eru Hákon Jónas og Hel- ena, sambýlismaður hennar er Fahran. 2) Hrefna G. Hákonar- dóttir, f. 10.4. 1954, eiginmaður hennar er Skúli Kjartansson, þau eiga soninn Ágúst Þór. 3) Hákon J. Hákonarson, f. 11.5. 1954, sam- býliskona hans er Gerður Helga- dóttir, f. 5.8. 1962, og eru börn þeirra Dana Rún og Helgi. Dætur Hákonar af fyrra hjónabandi eru Svava Björk og Íris Dögg. Sigur- þór vann alla sína starfsævi hjá Hitaveitu Reykjavíkur nú Orku- veitu Reykjavíkur. Útför Sigurþórs fór fram frá Kópavogskirkju 3. júlí. Nú er skyndilega horfinn yfir móð- una miklu Sigurþór Þorgrímsson, einn elsti starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. Hann réð sig til Hita- veitu Reykjavíkur, þegar hann var 16 ára gamall og hefur starfað þar síð- an, Hann hóf sín störf með skóflu í hönd úti í skurði, en réðst fljótlega sem verkstjóri og var í mörg ár yf- irverkstjóri við veitukerfi hennar. Það voru ekki læti og hávaði þar sem Sigurþór, eða Siggi eins og hann var alltaf kallaður, fór, en hann vann sín störf af hæglæti og trúmennsku og þekking hans og yfirsýn á dreifikerfi veitunnar var ómetanleg fyrir okkur, sem unnum með honum. Hann leysti öll sín verkefni í sátt og samlyndi við allt og alla og naut virðingar sam- starfsmanna sinna. Fyrirtæki eins og Orkuveitan hefur stóran viðskipta- mannahóp og traustir starfsmenn, eins og Sigurþór, eru mikilvægir hlekkir í góðri þjónustu við okkar viðskiptavini. Þótt hann hafi ekki skipt oft um starf, þýðir það ekki það sama og hann hafi staðnað í starfi. Sem dæmi má nefna, að þegar verið var að taka í notkun tölvuvætt land- upplýsingakerfi fyrir nokkrum árum, þá var Sigurþór einn sá fyrsti, sem færði sér þá nýju tækni í nyt. Hann sá að það var fljótlegra að nota nýja tækni en gömlu teikningarnar. Við vottum Guðlaugu og fjölskyldu þeirra samúð um leið og við erum þakklátir að hafa á lífsleiðinni kynnst manni eins og Sigurþór. Örn Geir Jensson, Hreinn Frímannsson. SIGURÞÓR ÞORGRÍMSSON MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.