Morgunblaðið - 05.07.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 05.07.2001, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 27 SÆNSKI kórinn Erik Westberg Vokalensemble kemur fram í tónleikaröðinni Sumarkvöld við org- elið í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20. Erik Westberg er kórstjóri sem fer ekki troðnar slóðir í starfi sínu. Starf hans hefur borið hann til Wollongong í Ástralíu og Sao Paulo í Brasilíu og um víðan völl þar á milli, og hann stjórnar jafnt samísku jojki sem kyrrahafskórsöng. Tvívegis hefur hann verið sérlegur kórstjóri við afmæli kóngsins í Tonga, en Tonga er ein af austustu eyjum Suður- Kyrrahafsins og það land á jörðinni sem fyrst lítur hvern nýjan dag. Erik Westberg hefur þó líka sinnt hefðbundnum störfum kórstjóra og hefur reyndar gert það á þann máta að eftir hefur verið tekið. Hann er í röð fremstu kórstjóra Svía; lærði hjá sjálfum Eric Ericson, og hefur stjórnað mörgum bestu kórum Svía. Hann stofnaði eigin kór, Erik Westberg Vokalensemble, árið 1993, og var hug- mynd hans að skapa syngjandi hljóðfæri í háum listrænum gæðaflokki. Kórfélagar eru 16, allt at- vinnufólk í tónlist. Meðal þess sem kórinn syngur á Sumarkvöldi við orgelið í kvöld er Biegga Luohte frá 1998, eftir Jan Sandström, byggt á jojki sama- prestsins Johans Märaks sem jojkar með kórnum. Jojk er samískt og er aðferð til að tjá hugsanir sín- ar. Það eru ekki bein orð heldur gefur það sálinni flug í átt til hins guðdómlega. Jojk er jafngamalt samískri menningu. Flest jojk á ævafornar rætur og hefur varðveist kynslóð eftir kynslóð. Meðal ann- arra verka á tónleikunum er Bachmessa 2001 eftir ungt tónskáld, Erland Hildén. Kórinn syngur einn- ig Festival Te Deum eftir Benjamin Britten, sænsk kórverk og íslensk, þar á meðal Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Organisti í för með kórnum er Mattias Wagerlauk, en auk þess að leika með kórnum ætlar hann að spinna á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju. Jojkað og spunnið á Sumarkvöldi við orgelið Erik Westberg kórstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.