Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 1
MORGUNBLAÐIÐ 15. JÚLÍ 2001 159. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sunnudagur 15. júlí 2001 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuters Mandela Nelson Mandela barðist fyrir frelsi svartra Suður-Afríkubúa og afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Hann sat fyrir það í fang- elsi í 27 ár. Mandela kom úr fangelsi tilbúinn að fyrirgefa þeim sem höfðu kúgað hann og þjóð hans í þrjár aldir. Hann varð forseti hinnar nýju Suður-Afríku og er elskaður af öllum íbúum landsins. Ragna Sara Jónsdóttir hitti hinn síunga Nelson Mandela í Jóhannesarborg í liðinni viku. /2 B10 BÓLUEFNI 20 FLAK rússneskrar vöruflutn- ingaþotu sem fórst skammt frá Moskvu í gærmorgun. Í vélinni var tíu manna áhöfn og fórust all- ir, að sögn embættismanna flug- yfirvalda. Hún var fjögurra hreyfla, af gerðinni IL-76, og var í flugtaki frá Tsjekalovskí- herflugvelli um 30 kílómetra frá Moskvu er hún hrapaði. Fjar- skiptasamband við vélina rofnaði um tveim mínútum eftir flugtak og var hún þá í um 50 metra hæð, að sögn ITAR-Tass-frétta- stofunnar. Flugvélin var í eigu einkarekins félags, Rus, og á leið til Norílsk sem er mikið náma- hérað norðarlega í Síberíu. Var farmurinn byggingarefni og snyrtivörur. AP Tíu fórust í flugslysi LEIÐTOGAFUNDUR forseta Pak- istans, Pervez Musharrafs og Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, hefst í dag á Agra-hóteli í grennd við grafhýsið Taj Mahal. Munu þeir meðal annars reyna að ná samkomulagi um lausn á deilunni um Kasmír en ríkin tvö hafa háð þrjár styrjaldir síðustu hálfa öldina og voru tvær þeirra um yfirráð í Kasmír. Ind- verjar ráða tveim þriðju héraðsins. Tugþúsundir manna hafa frá 1989 fallið í átökum indverska hersins við skæruliða sem vilja að allt Kasmír verði sameinað Pakistan en Kasm- írbúar eru flestir múslímar eins og Pakistanar. Musharraf kom til Indlands í gær með eiginkonu sinni, Sehba, og 19 manna sendinefnd og var tekið á móti þeim með mikilli viðhöfn í Nýju- Delhí, höfuðborg Indlands. Pakist- ansforseti sagðist koma með opnum huga til landsins en tók fram að ef ekki næðist samkomulag um Kasmír þýddi lítið að ræða önnur vandamál. Indverjar saka Pakistana um að aðstoða skæruliða í Kasmír með vopnasendingum. Musharraf segist styðja málstað þeirra en ekki hafa neina stjórn á þeim. „Ég hlakka til þess að eiga mik- ilvægar, hreinskilnislegar og áhuga- verðar viðræður, mun hvetja þá til að sameinast okkur um lausn á deilunni sem verði í samræmi við óskir Kasm- írbúa,“ sagði Musharraf í opinberri yfirlýsingu við komuna. „Það mun auðvelda lausn á öðrum málum og valda því að samskiptunum verður komið í eðlilegt horf.“ Er Bretar veittu þjóðum Indlands- skaga sjálfstæði 1947 var landinu skipt milli hindúa og múslíma; hinir síðarnefndu byggja Pakistan og Bangladesh. Sex ár eru síðan pakist- anskur forseti hefur farið í opinbera heimsókn til Indlands og tvö ár síðan ríkin tvö hafa átt formlegar viðræður um samskiptavandamál sín. Nokkr- um stundum áður en Musharraf lagði af stað kom í fyrsta sinn á þessu ári til skotbardaga á línunni sem skiptir Kasmír milli herliðs Indverja og Pak- istans. Tveir óbreyttir borgarar féllu annars staðar í héraðinu fyrir ind- verskum hermönnum.. Forsetinn lagði blómsveig að gröf Mahatma Gandí, frelsishetju Ind- verja, en einnig heimsótti hann æsku- heimili sitt í höfuðborginni er hann yf- irgaf fyrir meira en hálfri öld. Musharraf snæddi með Vayjpayee og fleiri indverskum ráðamönnum í gær en formlegar viðræður hefjast í dag. Bandaríkjamenn og fleiri stórþjóð- ir hafa lagt mikla áherslu á að fá Ind- verja og Pakistana til að friðmælast. Er ástæðan ekki síst að bæði ríkin ráða nú yfir kjarnorkuvopnum og af- leiðingarnar af stórstyrjöld milli þeirra gætu því orðið geigvænlegar. Musharraf Pakistansforseti við komuna til Nýju-Delhí á Indlandi Lausn á Kasmírdeilunni grundvallarskilyrði Nýju-Delhí, Jammu. AP, AFP. UM LEIÐ og Alþjóðaólympíunefnd- in hafði á fundi sínum á föstudag skýrt frá því að sumarleikarnir 2008 yrðu í Peking braust út mikill fögn- uður í borginni. „Við erum svo ham- ingjusöm! Þakka ykkur fyrir traust- ið!“ var hrópað. Hundruð þúsunda manna flykktust næstu klukku- stundirnar til miðborgarinnar og söfnuðust saman á Torgi hins himn- eska friðar sem hefur verið mið- punktur margra frægra mótmæla- funda og hátíða í nær 52 ára sögu alþýðulýðveldisins. En sjálfsprottinn fögnuðurinn á föstudagskvöld er lík- lega sá mesti sem dæmi eru um á torginu. Hann kom lögreglunni al- gerlega á óvart en hún er annars vön að vera vel viðbúin fjöldasamkomum. Tilkynningin um að Peking hefði unnið barst skömmu eftir klukkan 22 að staðartíma en þá hafði fjöldi manna þegar safnast saman í von um að niðurstaðan yrði sú sem hún varð. Lögreglan sem var á staðnum réð vel við þann fjölda. En næstu klukku- stundirnar streymdi enn meiri mannfjöldi um torgið, í gleðivímu sem menn höfðu ekki búið sig undir. Fólk kom hjólandi og gangandi eða í bílum og úr öllum áttum. Menn hróp- uðu af fögnuði, veifuðu brosandi kín- verska fánanum eða smáflöggum með merki Ólympíuleikanna í Pek- ing 2008. Aðrir héldu á dagblöðum með forsíðufréttum um að Peking þætti líklegust til að hreppa hnossið. Vegfarendur föðmuðu hver annan og ef þeir komu auga á útlendinga var hrópað: „Velkomin til Peking!“ Bílflautur voru þeyttar óspart, há- vaðinn var ægilegur og allar umferð- arreglur fuku út í veður og vind. Bílaumferð stöðvaðist að lokum al- gerlega þótt lögreglan reyndi að koma upp tálmum til að greiða fyrir henni ... fólk hunsaði þá. Svo fór að lögreglan gafst upp og liðsmenn hennar tóku í staðinn þátt í fagnað- arlátunum. Farsímakerfi Kína, sem er hið næststærsta í heiminum, lam- aðist í meira en klukkustund eftir að tíðindin bárust. Meðal þeirra sem komu á Torgið voru Jiang Zemin, forseti Kína og aðrir leiðtogar landsins og hafa þeir sjaldan verið jafnkátir ásýndum. Torg hins himneska friðar „Þakka ykkur fyrir traustið“ Peking. Morgunblaðið.  Sjö feit/14 KÍNVERSKUR dómstóll dæmdi í gær bandarískan prófessor, Li Sha- omin, sekan um njósnir og verður honum vísað úr landi, að sögn Xhinhua-fréttastofunnar. Hann var handtekinn í lok febrúar og hefur málið valdið misklíð milli Kína og Bandaríkjanna. Kínverska fréttastofan sagði að lagðar hefðu verið fram „öflugar sannanir“ fyrir því að Li hefði njósn- að fyrir Taívana og ógnað öryggi Kína. Li er bandarískur ríkisborgari, kennir viðskiptafræði við háskóla í Hong Kong og hefur kennt við kín- verska háskóla og verið ráðgjafi fyr- ir Sameinuðu þjóðirnar í Peking. Hann er einn af fimm Bandaríkja- mönnum af kínverskum uppruna sem handteknir hafa verið í Kína undanfarna 12 mánuði, sakaðir um njósnir fyrir Taívan. Hinir hafa enn ekki hlotið dóm. Bandaríska þingið samþykkti í júní ályktun þar sem þess var krafist að Li yrði látinn laus. Prófessor vísað úr landi Peking. AP. BÍLSPRENGJA varð manni að bana í borginni Leiza á Norður- Spáni í gær og sögðu fjölmiðlar að hryðjuverkamenn Baska hefðu verið að verki. Hinn látni var borgar- fulltrúi og hét Jose Javier Mugica. Sprengingin varð um klukkan tíu í gærmorgun að staðartíma. Leiza er í héraðinu Navarra sem liggur að Baskalandi en aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, krefst þess að Baskar verði sjálfstæð þjóð og land þeirra nái einnig yfir Navarra. Tilræði á Spáni Borgarfull- trúi myrtur Madríd. AP. ♦ ♦ ♦ Ég get gert allt sem ég vil Pálmi tekur skrefið áfram 26

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.