Morgunblaðið - 15.07.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 15/7–21/7
VÍSITALA neysluverðs
hækkaði um 0,8% milli
júní- og júlímánaða. Hag-
fræðingur ASÍ segir já-
kvætt að hækkunin milli
mánaða sé minni en und-
anfarna þrjá mánuði, en
bendir á að útsölur versl-
ana kunni að lenda á milli
vísitölumælinga.
INGIBJÖRG Sólrún
Gísladóttir segir koma til
greina að skoða hvort
flytja eigi staðbundna lög-
gæslu frá ríki til borgar. Í
nýútkominni skýrslu kem-
ur fram að ofbeldisverkum
í Reykjavík hafi fjölgað
verulega á undanförnum
árum. Grófum líkamsmeið-
ingum fer einkum fjölg-
andi.
TVEIR Íslendingar, par
á þrítugsaldri, komu fram
heilir á húfi, svangir,
þreyttir og bitnir af skor-
dýrum, eftir að hafa verið
týndir í frumskógum Ekva-
dor í þrjá sólarhringa.
Leiðsögumenn fólksins
villtust í skóginum.
23. LANDSMÓT UMFÍ
var sett á Egilsstöðum á
föstudagskvöld. Um 1.500
keppendur eru þar við
keppni, en talið er að alls
séu um 10.000 gestir á
svæðinu.
SAMIÐ hefur verið í
kjaradeilu Lögreglufélags
Reykjavíkur og ríkisins og
gildir nýr samningur fyrir
alla lögreglumenn í land-
inu. Samið var um upp-
stokkun launaflokkakerfis,
álagsgreiðslur og að lög-
reglumenn fari á eftirlaun
65 ára.
Norsk skip tekin vegna
meintra ólöglegra veiða
VARÐSKIPIN Óðinn og Ægir færðu
fjögur norsk loðnuskip til hafnar í vik-
unni, eitt til Ísafjarðar og þrjú til Seyð-
isfjarðar, vegna meintra ólöglegra veiða
innan íslenskrar landhelgi. Dómsátt var
gerð í máli skipsins sem flutt var til Ísa-
fjarðar og útgerðinni gert að greiða 1,8
milljóna sekt, ásamt því sem um-
framafli skipsins var gerður upptækur.
Kyrrsetningu skipanna þriggja, sem
flutt voru til Seyðisfjarðar, var aflétt
gegn rúmlega 30 milljóna króna trygg-
ingu. Skipstjórum þeirra var birt ákæra
fyrir Héraðsdómi Austurlands en þeir
kváðust saklausir af ákæruatriðum.
Kaupum á Frumafli rift
MIKILL meirihluti hluthafa í Lyfja-
verslun Íslands samþykkti á hluthafa-
fundi í vikunni að rifta kaupum á Frum-
afli hf. af Jóhanni Óla Guðmundssyni,
einum af stærstu hluthöfum í Lyfja-
versluninni. Hæstiréttur úrskurðaði
fyrr um daginn að lögbann yrði lagt við
því að Jóhann Óli hagnýtti sér þann
rétt sem fylgir 170 milljóna króna
hlutafjáreign hans í Lyfjaversluninni,
sem honum var afhent sem endurgjald
fyrir Frumafl. Á fundinum sagði stjórn
og varastjórn félagsins af sér og ný
stjórn var kjörin.
Göngum lokað
vegna bensínleka
HVALFJARÐARGÖNGUM var lokað
í um þrjá klukkutíma á föstudag vegna
þess að tugir bensínlítra láku úr tankbíl
Olíudreifingar sem var á leið í gegnum
göngin. Talið er að loftventli tengi-
vagns hafi ekki verið lokað kirfilega.
Göngin voru opnuð fyrir umferð aftur
að loknum hreinsunarstörfum. Mistök
urðu við boðun slökkviliðs, en slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins frétti af lekan-
um frá fjölmiðlum.
INNLENT
ÍSRAELAR skutu með þungavopnum
á stöðvar palestínsku lögreglunnar í
borginni Nablus á Vesturbakkanum á
fimmtudag eftir að nokkrir ísraelskir
vegfarendur særðust í fyrirsát. Einn
palestínskur lögreglumaður féll.
Vopnahléið sem samningar náðust um
fyrir tilstuðlan Bandaríkjamanna fyrir
mánuði hefur reynst ótryggt og kenna
deiluaðilar hvor öðrum um.
Ísraelar vilja ekki hefja friðarvið-
ræður fyrr en liðið hafi vika án alvar-
legra átaka. Ariel Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, fordæmdi á fimmtudag
hart árásir róttækra Palestínumana á
ísraelska borgara og sagði að herða
yrði aðgerðir af hálfu öryggissveita
Ísraels til að koma í veg fyrir þær.
Fyrr í vikunni gagnrýndu Banda-
ríkjamenn og fleiri aðilar með óvenju
harkalegu orðalagi að Ísraelar skyldu
rífa niður palestínsk hús á Gaza og í
Jerúsalem. Ísraelskir embættismenn
sögðu að húsin hefðu verið reist í leyf-
isleysi. Íbúar húsanna brugðust við
með því að kasta grjóti í lögreglumenn
og leiðtogar Palestínumanna báðu aðr-
ar arabaþjóðir um hjálp.
Einnig olli það titringi að Sharon
skyldi segja að fleiri landnemar gyð-
inga ættu að fá að setjast að á Gól-
anhæðum sem Ísraelar tóku af Sýr-
lendingum í sex daga stríðinu 1967.
Peking fékk Ólympíu-
leikana árið 2008
ÁKVEÐIÐ var á fundi Alþjóðaólymp-
íunefndarinnar, IOC, í Moskvu á
föstudag að Peking fengi að halda
sumarleikana árið 2008. Mikil fagnað-
arlæti brutust í Kína er fregnin barst.
Kínverjar reyndu að fá að halda
leikana árið 2000 en var hafnað. Mann-
réttindasamtök hafa mörg andmælt
því að Kína fái að halda leikana og
benda á að stjórn kommúnista brjóti
alþjóðleg mannréttindi. Dauðarefsing-
um er beitt af meira kappi í Kína en
annars staðar á byggðu bóli.
Vopnahlésskil-
málar brotnir
ÓEIRÐASEGGIR köst-
uðu grjóti og bensín-
sprengjum í lögreglu á
Norður-Írlandi í vikunni
er árleg gönguhátíð Ór-
aníureglu mótmælenda
náði hámarki. Tugir
manna slösuðust. Um
100.000 manns tóku þátt í
göngunum, en þá er
minnst sigurs Vilhjálms
af Óraníu á kaþólskum
árið 1690.
LIÐSMENN fram-
kvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins réðust á
miðvikudag til inngöngu í
höfuðstöðvar allra far-
símafyrirtækja í Breta-
landi og Þýskalandi.
Voru þeir að leita gagna
vegna gruns um að fyr-
irtækin stunduðu verð-
samráð í sambandi við
svonefnda reikisamninga.
FYRSTU umferðir í
flokksleiðtogakjöri
breskra íhaldsþingmanna
voru í vikunni og fækkaði
frambjóðendum í þrjá.
Efstur á fimmtudag varð
Michael Portillo, næstur
var Iain Duncan Smith en
Kenneth Clarke varð
þriðji. Almennir flokks-
menn munu kjósa milli
tveggja öflugustu fram-
bjóðenda í september.
RÉTTARHÖLDUM yfir
Augusto Pinochet, fyrr-
verandi einræðisherra
Chile, var frestað um
óákveðinn tíma á mánu-
dag í áfrýjunarrétti. Tal-
ið er víst að Pinochet
muni sleppa við að þurfa
að svara fyrir meint
mannréttindabrot, en
hann er aldraður og
heilsutæpur.
ERLENT
Verð frá
kr. 9.999,-
stykkið. 9.999
13-17
OPIÐ Í DAG
FRÁ árinu 1966 hefur Jón Sighvats-
son rafeindavirki farið um 1.200 ferð-
ir á Klifið vestan Heimakletts í Vest-
mannaeyjum. Það er brött og erfið
ganga upp en að ofan er Klifið slétt
og grasi vaxið þótt þverhnípt sé. Jón
taldi saman ferðirnar á dögunum en
hann sér um endurvarps- og fjar-
skiptastöðvarnar á Klifinu sem hann
segir standa í 226 metra hæð og stóra
mastrið segir hann bæta 30 metrum
þar ofan á.
„Einhverjir héldu því nú fram um
daginn að mastrið væri 40 metra
hátt, en það er óþarfi að vera að bæta
þar á,“ sagði Jón sem var í viðgerðum
uppi á Klifi þegar blaðið náði í hann.
Jón segist annars ekki mikið fyrir
að fara upp í mastrið þótt það sé
„bara“ 30 metra hátt. „Ég er nefni-
lega lofthræddur að eðlisfari og fer
helst ekki út á svalir yfir 5. hæð í
blokk öðru vísi en að halda mér í.
Klifið er samt allt í lagi, þar er ég svo
heimavanur.“ Hann segist þó fara
upp ef þess gerist þörf. „Maður er
bara ekkert að glápa mikið niður fyr-
ir sig,“ segir hann.Það er á staðkunn-
ugum að skilja að ekki sé hlaupið að
því að komast upp á Klifið. Jón vill
ekki gera mikið úr slíku en segist
samt ekki fyllilega sáttur við uppleið-
ina eftir seinni jarðskjálftann í fyrra-
sumar. „Það hrundi mikið í göngu-
leiðina,“ segir hann, „svo er komið
þarna stórt bjarg og þarf að fara út í
lausamöl til að krækja fyrir það, sem
er allt í lagi á góðum degi en við erf-
iðar aðstæður er það ekkert sniðugt.“
Jón segist að jafnaði vera 20 til 30
mínútur á leiðinni upp. Í eina tíð seg-
ist hann hafa getað farið þetta á tíu
mínútum. „En það var fyrir 30 kíló-
um,“ segir hann, „annars voru þeir að
keppa við mig um daginn strákarnir
frá Símanum sem voru að mála hérna
uppi. Þeir eru ungir og hressir og
ruku fram úr mér, en sprengdu sig
og ég var samferða þeim upp síðasta
spölinn. Mér hefur reynst best að
labba þetta á jöfnum hraða,“ sagði
Jón.
Varaaflið nýkomið
Jón segist hafa þurft að fara allt að
því ellefu ferðir í viku en svo líði
kannski einn eða tveir mánuðir þar
sem hann fari ekki. „Einu sinni fór ég
þrisvar á gamlársdag, það var svolít-
ið hvimleitt. Þá var sjónvarpið að
stríða, ekki mátti láta
fólk missa af áramóta-
skaupinu. En þetta er
nú orðið miklu stöðugra
núna.“
Hann segist hafa
þurft að böðlast þarna
upp í alls konar veðrum
en þó sé mesta furða
hvað mikla birtu sé að
hafa af hafnarsvæðinu.
„Svo ef það er þungbúið
endurkasta skýin ljós-
inu þannig að maður
getur stundum farið
upp án þess að kveikja
á vasaljósi þótt það sé
kolniðamyrkur.“
Annars segir Jón tilkomu dísildrif-
innar ljósavélar á síðasta ári hafa
breytt miklu en hún var flutt upp eft-
ir jarðskjálftana í fyrra en fyrir þann
tíma hafi ekki verið neitt varaafl.
Týndi nestinu í rokinu
Jón segist bara einu sinni hafa ver-
ið veðurtepptur á fjallinu. „Þá voru
komin 14 vindstig og nóttin frekar
óskemmtileg því húsið gekk allt í
bylgjum í rokinu. Það var ágætis veð-
ur þegar við fórum upp, við vorum
tveir saman þá. Svo þegar við vorum
búnir að gera við og fórum út var
bara komið brjálað veður.
Ég var með kaffbrúsa og bitabox í
höndunum og gekk fyrir hornið á
byggingunni en hentist aftur á bak
og sá auðvitað hvorki boxið né brús-
ann aftur sem þeyttust fram af. Það
varð því úr að við snerum við og bið-
um veðrið af okkur. Við fórum svo
niður um morguninn í stað þess að
bögglast þetta í rokinu og myrkrinu.“
Allir vilja aðstöðu á Klifinu
„Ég fór fljótlega að fara hér upp á
Klif eftir að ég byrjaði hjá Símanum
1966. Ég fór svo í ársleyfi árið 1986
sem hefur staðið síðan. En ég samdi
við þá um að halda áfram að sjá um
stöðvarnar sem verktaki, bæði hér og
úti í Sæfelli.“
Jón segir að Landssíminn eigi öll
mannvirkin uppi á Klifinu. „Hér hafa
verið í gegnum árin, útvarpsstöðvar,
örbylgjusamband fyrir símaumferð
og sæstrengi. Svo hefur bæst við á
seinni árum NMT og GSM frá
Landssímanum. Þá erum við komnir
með útvarpsstöðvar, í augnablikinu
eru hér sjö FM-útvarpsstöðvar.
Svo er auðvitað ekki hvað síst
strandstöðin, VHF-sendar fyrir Til-
kynningaskylduna og annað. Ríkis-
sjónvarpið kom árið 1966. Nefndu
það bara, hér vilja allir vera með að-
stöðu því þetta er besti dreifingar-
staðurinn fyrir Suðurlandsundir-
lendi og auðvitað miðin í kring,“ segir
Jón.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Það er ekki hlaupið að því fyrir hvern sem er að fara upp á Klifið enda víða bratt.
Umsjónarmaður tækjabúnaðar í 35 ár
Lofthræddur
í stóra mastrinu
Morgunblaðið/Sigurgeir
Það er orðið þröngt um Jón innan um tækja-
búnaðinn og segir hann kominn tíma á end-
urnýjun húsakosts.