Morgunblaðið - 15.07.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.07.2001, Qupperneq 10
Fyrst sjúkdómsvörn – Ungbarnabólusetningar hafa mikið verið til umfjöllunar í nágrannalöndum undanfarin misseri vegna umdeildra kenninga um tengsl einhverfu og sprautu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, sem m.a. er gefin 18 mánaða börnum hérlendis, skrifar Helga Kristín Einarsdóttir. Læknar óttast að neikvæð umræða um bóluefni verði til þess að einhverjir hætti við að láta bólusetja börnin sín, sem leitt geti til faraldra. Sumir sérfræðingar eru einnig þeirrar skoðunar að tilraunir til að draga úr umfjöllun um hugsanlegan skaða af völdum bóluefna grafi undan trú fólks á heilbrigðisyfirvöldum. UNGBÖRN í iðnríkjumheimsins eru bólusettgegn flestum skæðustusmitsjúkdómum semherja á mannslíkamann. Góður árangur af þessum vörnum hefur hins vegar gert að verkum að alvarlegar afleiðingar umræddra sjúkdóma verða sífellt óáþreifanlegri í okkar nánasta umhverfi. Fjallað hefur verið ítrekað um hugsanleg skaðleg áhrif bóluefna í er- lendum sérfræðitímaritum og fjöl- miðlum undanfarin misseri, þar sem meðal annars hefur verið haldið fram tengslum milli ungbarnabólusetning- ar og vöggudauða, barnaastma, ein- hverfu, meltingarfærabólgu og heila- skemmda, samkvæmt netútgáfu læknatímaritsins The British Medical Journal, bmj.com. (Júlí, 1998). Fyrir fáeinum misserum stað- hæfðu nokkrir bandarískir vísinda- menn ennfremur að bólusetning barna eldri en 28 daga gæti vegið þungt á metunum í þróun sjálfsof- næmissjúkdóma á borð við insúlín- háða sykursýki í einstaklingum í áhættuhópi, samkvæmt bmj.com. (Janúar, 2000). Einnig staðhæfðu þeir að bólusetn- ing innan fjögurra vikna með marg- gildu bóluefni (það er bóluefni með vörn gegn fleiri en einum sjúkdómi) gæti beinlínis komið í veg fyrir syk- ursýki, en rannsókn þeirra beindist einkum að bóluefni gegn heilahimnu- bólgu af völdum hemophilus influ- enzae b, sem gefið er þriggja mánaða börnum á Íslandi. Upphafsmaðurinn Wakefield Neikvæð umræða um MMR-bólu- efnið, sem er skammstöfun enska heitisins á mislingum, hettusótt og rauðum hundum, kom upp í Bretlandi í kjölfar skýrslu sem birt var í lækna- tímaritinu Lancet árið 1998. Aðalhöf- undur hennar, Andrew Wakefield, sérfræðingur í meltingarfærasjúk- dómum, gerði þar ásamt meðhöfund- um grein fyrir sjúkrasögu 12 barna sem greind höfðu verið með afturför í þroska, (þar af níu með einhverfu), niðurgang, magaverki og bólgur í þörmum skömmu eftir bólusetningu með MMR. Afréðu læknirinn og að- stoðarmenn hans í framhaldi af því að leita að mislingavírus í meltingarfær- um barna sem líkt var ástatt fyrir og settu saman kenningu um möguleg tengsl MMR-bóluefnisins og tiltek- innar gerðar einhverfu þar sem ein- kenna í meltingarfærum verður líka vart. Fjallað er um þetta efni á heima- síðu Bandarísku læknasamtakanna (AMA), nánar tiltekið í tímariti sam- takanna JAMA, jama.ama-assn.org, (maí, 2001) þar sem segir að skömmu eftir að Wakefield og fleiri gerðu hug- myndir sínar heyrinkunnar hafi tekið að berast samhljóða sögur frá for- eldrum, læknismenntuðum í sumum tilvikum, sem héldu fram að börn þeirra hefðu veikst eftir MMR- sprautuna. „Nokkrar faraldsfræði- legar rannsóknir voru gerðar í fram- haldi af þessu og niðurstöðum þeirra safnað saman í skýrslu Rannsókna- stofnunar í læknisfræði (IOM). Eng- ar þeirra hafa sýnt fram á að MMR- bólusetning geti hugsanlega leitt til einhverfu,“ segir í tímaritinu. „Engar sönnur hafa verið færðar á það að einhverfueinkenni geri frekar vart við sig í kjölfar sprautunnar,“ hefur JAMA ennfremur eftir dr. Elizabeth Miller, sem starfar hjá op- inberri rannsóknastofu í lýðheilsu í Bretlandi. „Bætti hún því við að í hópi 500 barna sem greinst hefðu með ein- hverfu í Norður-Thames í Englandi hefðu álíka stórir hópar verið bólu- settir með MMR áður en einhverfu- umræðan kom upp meðal foreldra og helmingur á eftir. Jafnstórt hlutfall barna í umræddum hópi hefði síðan aldrei verið bólusett með MMR.“ (Greint var frá þessu í Lancet 1999). Tímarit Bandarísku læknasamtak- anna, JAMA, vitnar aukinheldur í könnun sem gerð var í Kaliforníu milli 1980 og 1994, þegar mikillar aukningar á einhverfu varð vart í rík- inu, en hlutfall barna bólusettra með MMR hélst nokkuð stöðugt á sama tíma. Tóku höfundarnir fram að ef tengsl væru þarna á milli hefði hlut- fall einhverfra og hlutfall bólusettra átt að fylgjast að. Engar sannanir en „hvað er á seyði?“ JAMA greinir jafnframt frá því að Wakefield hafi haldið því fram við yf- irheyrslur í bandaríska þinginu um öryggi MMR-bóluefnisins sem kallað var eftir í vetur, að gera þyrfti fleiri klínískar rannsóknir áður en faralds- fræðilegar rannsóknir tækju af allan vafa um tengsl einhverfu og MMR. „Sagði [Wakefield] að samkvæmt gögnum sem kynnt hefðu verið á ný- legri ráðstefnu um einhverfu í New York hefði mislingavírus fundist hjá 93% einhverfra barna í tilteknum rannsóknarhópi, miðað við 11% í sam- anburðarhópi. Wakefield sagði enn- fremur að IOM og Elizabeth Miller hefðu mistúlkað rannsóknir sínar. „Við höldum því ekki fram að MMR- Morgunblaðið/Sigurður Jökull Ungbarnabólusetningar hafa verið mikið til umfjöllunar í Bretlandi og Banda- ríkjunum síðustu misserin. Bóluefni 10 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝ bólusetningaráætlun vartekin í notkun á Íslandi hinn1. janúar árið 2000. Sam- kvæmt henni fá ungbörn þrjár sprautur fyrsta aldursárið, það er gegn kíghósta, barnaveiki, stíf- krampa, heilahimnubólgu af völdum hemophilus influenzae b og löm- unarveiki. Um er að ræða bóluefnið Pentavac, sem er fimmgilt og inni- heldur því vörn gegn fyrrnefndum fimm sjúkdómum í hverri sprautu um sig. Við 18 mánaða aldur er boðið upp á hina þrígildu MMR-sprautu, Prior- ix, sem ætluð er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Næsta barnasprauta er við fimm ára aldur, Di-Te-Kik, gegn barnaveiki, stíf- krampa og kíghósta, og við níu ára aldur (samkvæmt núgildandi kerfi) er sprautað öðru sinni með Priorix gegn MMR. Síðasta sprautan er svo gefin 14 ára með Diftavax, sem fram- haldsbólusetning fyrir fullorðna gegn barnaveiki og stífkrampa, ásamt Imovax lömunarveikibóluefni. Guðrún Sigmundsdóttir, smit- sjúkdómalæknir og settur sótt- varnalæknir í fjarveru Haraldar Briem, segir núverandi bólusetning- arskema hafa verið sett upp í sam- ræmi við þróun í nágrannalönd- unum. „Ungbarnabólusetningar geta verið nokkuð breytilegar milli landa og fara meðal annars eftir tíðni sjúk- dóma í hverju samfélagi fyrir sig. Hér á landi höfum við valið bólusetn- ingaráætlun sem er með svipuðum hætti og í Skandinavíu,“ segir hún. Færri stungur Ákveðið hefur verið að seinka seinni MMR-sprautunni til 12 ára aldurs og segir Guðrún það gert til þess að stúlkur á barneignaraldri hafi meira mótefni gegn rauðum hundum. Með nýju bólusetning- arkerfi er sprautum fækkað úr 12 í fjórar fyrstu 18 mánuði barnsins, en til álita hefur komið að ungbörn verði í framtíðinni bólusett gegn fleiri sjúkdómum, svo sem af völdum men- ingókokka C, pneumókokka og lifr- arbólgu. Pneumókokkar geta valdið eyrnabólgu, auk þess sem þeir valda lungnasýkingum, bólgu í kinnholum og í örfáum tilvikum heilahimnu- bólgu og segir Guðrún ólíklegt að farið verði út í ungbarnabólusetn- ingu gegn þeim hér. „Þau bóluefni sem til eru á mark- aðinum gegn pneumókokkum eru einungis virk gegn litlum hluta allrar eyrnabólgu og dauðsföll af völdum pneumókokkasýkinga í börnum fá- tíð.“ Guðrún segir ekki ástæðu til þess að sprauta ungbörn hér á landi gegn lifrarbólgu A, sem smitast með mat- vælum, en að öðru máli gegni um meningókokka-sýkingar. Eitt til tvö dauðsföll verða á ári hverju af þeirra völdum hérlendis, að hennar sögn. „Til eru að minnsta kosti þrjú bólu- Umræða um bóluefni má ekki vekja hræðslu Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnalæknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.