Morgunblaðið - 15.07.2001, Side 11

Morgunblaðið - 15.07.2001, Side 11
 svo sjúkdómsvaldur bóluefnið sé orsök einhverfu. Við spyrjum hins vegar, hvað er á seyði?“ Wakefield mæltist ennfremur til þess að fleiri áður óþekktir möguleikar yrðu kannaðir, til dæmis hvort sjálfs- ofnæmissjúkdómar væru algengir í fjölskyldum einhverfra barna, hvort undirliggjandi ofnæmisviðbrögð gætu aukið hættuna á einhverfu og hvort áhættusamara væri að sprauta ungbörn með marggildu bóluefni í einni sprautu en að sprauta þau með eingildu bóluefni með nokkru milli- bili,“ segir JAMA. Auk þess segir á heimasíðu Banda- rísku læknasamtakanna: „Þar til vís- indamenn sýna fram á annað stendur það eftir að hver stóra rannsóknin á fætur annarri sýnir engin tengsl á milli MMR og einhverfu. Engin þeirra veitir hins vegar 100% vissu. „Engin faraldfræðileg rannsókn get- ur sannað að bóluefnið geti aldrei valdið einhverfu,“ er haft eftir Eliza- beth Miller. „Það er ógerningur að sýna fram á það“.“ (JAMA, maí 2001). Benjamin Estrada, aðstoðarpró- fessor í barnalækningum við Háskól- ann í Suður-Alabama, skrifar um rannsóknir á hugsanlegum tengslum MMR-bóluefnisins og einhverfu í net- fréttabréf um barnalækningar á medscape.com, en Medscape sérhæf- ir sig í miðlun læknisfræðilegs efnis á Netinu. Segir hann meðal annars í umfjöllun sinni: „Greining einhverfu er mjög erfið á fyrsta aldursári barnsins. MMR- bóluefnið er alltaf gefið á öðru ári og því mögulegt að barn greinist ein- hverft skömmu eftir að það er bólu- sett. Hins vegar eru engar sannanir fyrir orsakasamhengi þarna á milli, auk þess sem fyrirliggjandi gögn benda beinlínis til skorts á tengslum milli MMR-bólusetningar og aukinn- ar tíðni einhverfu á síðastliðnum 20 árum. Þótt ástæða þeirrar aukningar sé engan veginn ljós, bendir sífellt fleira til þess að taka megi MMR- bóluefnið af lista yfir hugsanlega sökudólga,“ segir medscape.com. (Apríl, 2001). Vísbendingar um öryggi MMR sagðar „haldlitlar“ Fyrr á þessu ári birtist ritgerð eftir Wakefield í breska tímaritinu Ad- verse Drug Reactions, þar sem því er haldið fram að leyfi fyrir MMR-bólu- efninu hafi verið ótímabært á sínum tíma, það er fyrir einum 20 árum, og að fullyrðingar um öryggi þess hafi ekki verið studdar nægjanlegum gögn- um. Fjórir háttsettir fyrrverandi og nú- verandi embættismenn við lyfjaeftirlit á vegum heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi samsinna Wakefield að þessu leyti og segja að „fylgjast hefði átt lengur með börnum sem fengu MMR-sprautuna í til- raunaskyni áður en bóluefnið var sett á markað, þar sem neikvæðar afleiðingar geti tekið marga mánuði að koma í ljós, auk þess sem vísbendingar um öryggi bóluefnisins hafi vægast sagt verið hald- litlar,“ að því er segir í skoska netmiðl- inum sundayherald.com, sem og Lancet. (Desember 2000 og janúar 2001). Umræður um vægi milli árangurs og hættu af bólusetningum eru ekki líklegar til þess að vera á undanhaldi, þar sem ný bóluefni koma sífellt til sögunnar. Hug- myndir eru uppi um að einnig þurfi að verja ungbörn gegn meningókokkum C, pneumókokkum og lifrarbólgu A, til við- bótar við þær ónæmisaðgerðir sem þegar er beitt. Langvarandi og alvarlegar auka- verkanir bóluefna eru sagðar fátíðar, en vissulega mögulegar, fræðilega séð, og almenningur mun sjálfsagt gera kröfu til enn öruggari og áhrifaríkari sjúkdóms- varna í framtíðinni, segir í leiðara í bmj.com. (Júlí, 1998) „Fyrstu vísbendingarnar um sjaldgæf- ar og langvarandi aukaverkanir koma yf- irleitt í ljós í klínískum rannsóknum á bóluefni. Rannsóknir sem gerðar eru til þess að fá leyfi fyrir skrásetningu þess eru hins vegar bæði of stuttar og ekki nógu víðtækar. Einn mögu- leikinn er því sá að gera umfangs- meiri og lengri rannsóknir til þess að finna sjaldgæfar og langvarandi aukaverkanir. Hins vegar, burtséð frá kostnaðinum, eru siðfræðilegir annmarkar á langvarandi rann- sóknum, þar sem samanburðar- hópurinn samanstendur af óbólu- settum einstaklingum,“ segir ennfremur. „Stjórnvöld og lyfjaframleiðend- ur munu í framtíðinni taka aukinn þátt í mati á sjaldgæfum og lang- varandi aukaverkunum bóluefna og verða að sannfæra almenning um óumdeilanlegt öryggi bólusetn- ingar, þar sem foreldrar ungra barna í dag þekkja ekki lengur þá skaðlegu og oft banvænu sjúk- dóma sem eru upphafleg ástæða ónæmisvarna,“ segir loks í bmj.com. Umfjöllun veldur áhyggjum Endurtekinn fréttaflutningur af meintum skaðlegum áhrifum bólu- efna veldur vaxandi áhyggjum heilbrigðisyfirvalda, sem og al- mennings, og var meðal annars til umfjöllunar á Berzelius-ráðstefn- unni í Svíþjóð í febrúar síðastliðn- um, þar sem umræðuefnið var að þessu sinni öryggi bóluefna og óþroskaðan heila. Einkenni eitrunar- innar eru samskonar og einkenni hjá einhverfum börnum,“ segir í blaðinu. Vitnað er í tölur frá Landssamtök- um einhverfra í Bretlandi, sem segja að 120.000 einhverf börn séu í land- inu, og að nýleg könnun leiði í ljós tí- földun einhverfu frá 1984–1994. Sunday Times segir það ennfrem- ur „mat vísindamanna að uppsöfnuð áhrif kvikasilfurs komi í veg fyrir eðli- legan heilaþroska og skemmi ónæm- iskerfi og meltingarfæri barnsins“. Ungbarnasprautum fjölgar Dagblaðið segir auk þessa, að árið 1970 hafi flest bresk börn verið bólu- sett gegn barnaveiki, stífkrampa, lömunarveiki, kíghósta og berklum. „Helmingur þeirra var einnig bólu- settur gegn mislingum. Árið 1992 hófst bólusetning gegn rauðum hund- um, MMR var tekið í notkun 1988, byrjað var að sprauta gegn heila- himnubólgu af völdum hemophilus influenzae b árið 1992, seinni MMR- sprautan bættist við 1996 og bóluefni gegn meningókokkum C árið 1999.“ Bresk börn fá fyrri MMR-spraut- una 12–15 mánaða, ásamt barnaveiki- og stífkrampasprautu, og þá seinni 3–5 ára, samkvæmt Sunday Times. Með nýju bólusetningarkerfi á Ís- landi eru ungbörn sprautuð gegn átta sjúkdómum fyrstu 18 mánuðiævinnar með fjórum sprautum og stendur til að bæta einu bóluefni við þá áætlun í vetur. Rannsókn fyrirskipuð á thiomersal og einhverfu Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) og bresk stjórnvöld hafa fyr- irskipað rannsókn á möguleikanum á tengslum milli bóluefna sem inni- halda kvikasilfur og aukinnar tíðni einhverfu hjá breskum börnum. Far- ið verður yfir sjúkraskrár 500 lækna- stofa og heilsugæslustöðva til þess að kanna mögulegt samhengi milli notk- unar bóluefna með rotvarnarefninu thiomersal (einnig kallað thimerosal), sem inniheldur tæplega 50% kvika- silfur, eins og fyrr er getið, og ýmissa þroskatruflana, allt frá lesblindu til einhverfu. Ekkert thiomersal er í MMR-bólu- efninu en öðru máli gildir um annað bóluefni sem breskum ungbörnum er gefið fyrstu mánuðina, allt frá tveggja mánaða aldri, segir Sunday Times. Bent er á athugun á vegum Mið- stöðvar fyrir forvarnir og sjúk- fjöldi sérfræðinga fenginn til þess að láta álit sitt í ljós. Einnig má benda á ráðstefnu um kvikasilfur í bóluefni og taugakerfis- þroska ungbarna á morgun, mánu- daginn 16. júlí, í Massachusetts á veg- um Rannsóknastofnunar í læknis- fræði (IOM). Umræða um hugsanlegar nei- kvæðar afleiðingar bólusetningar tengist einkum bólusetningum á fyrsta og öðru ári barnsins. Annars vegar er um að ræða hugmyndir um tengsl þrígildu sprautunnar MMR (sem inniheldur lifandi en veiklaðar mislinga-, hettusóttar- og rauðu- hundaveirur) og einhverfu, og áður var getið. Hins vegar hefur mikið ver- ið fjallað um áhrif kvikasilfurs í bólu- efni á taugakerfisþroska ungbarna, ef einhver eru. Breska blaðið Sunday Times greindi til dæmis frá því í maí síðast- liðnum að kvikasilfur í bóluefni gæti verið ein orsök mikillar aukningar einhverfu hjá börnum víða um heim. „Aukin tíðni einhverfu í Bretlandi, Bandaríkjunum og fleiri löndum er að mati margra vísindamanna sambæri- leg aukningu á fjölda ungbarna- sprauta. Fjöldi bóluefna inniheldur rotvarnarefnið thiomersal, sem er 49,6% kvikasilfur – efni sem kunnugt er að valdi eitrun í taugakerfinu, sér- staklega hjá ungum börnum með Morgunblaðið/Sigurður Jökull Pentavac inniheldur vörn gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, heilahimnubólgu og lömunarveiki. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 11 efni gegn meningókokkum C, en ekki hefur verið ákveðið hvert þeirra verður fyrir valinu, verði samþykkt að leyfa meningókokka-bólusetn- ingar. Kostnaður af því yrði mikill en afla verður samþykkis fjárveit- ingavaldsins svo hægt verði að byrja að bólusetja gegn meningókokkum C á næsta ári.“ Í fyrra komu upp 18 men- ingókokka-tilfelli og voru níu vegna sýkingar af gerð C, segir Guðrún. Átta tilfelli hafa komið upp það sem af er þessu ári, þar af fimm vegna meningókokka C. Til skamms tíma var ekki hægt að bólusetja börn yngri en tveggja ára gagnvart men- ingókokkum en nú er búið að þróa nýtt úrræði, svokallað tengt bóluefni, sem gagnast þeim. „Hvað lifrarbólgu B áhrærir er ekki ástæða til þess að hefja ungbarnabólusetningu gegn henni eins og er, enda er tíðni lifr- arbólgu lág á Íslandi. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að fylgjast með tíðni lifrarbólgu B í samfélaginu og endur- skoða þessa ákvörðun fari tilfellum mikið fjölgandi.“ Kvikasilfur ekki í ungbarnasprautum hér Mikil umræða hefur verið und- anfarin ár um rotvarnarefnið thiom- ersal (sem inniheldur kvikasilfur til tæplega helminga) í bóluefni, sem leiddi til þess að Bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitið (FDA) mæltist til að notkun þess yrði hætt. Segir Guðrún að ekkert bóluefnanna sem tekin voru til notkunar í nýja barna- sprautukerfinu fyrir einu og hálfu ári innihaldi kvikasilfur, að undanskildu Diftavax sem gefið er 14 ára börnum. Eins og vikið er að í samantekt um umfjöllun erlendis um bóluefni hefur getum ítrekað verið leitt að því að kvikasilfur í bóluefni geti haft slæm áhrif á þroska nýfæddra barna og leitt til ýmiss konar raskana, allt frá lesblindu til einhverfu. „Lög um ónæmisvarnir voru sett árið 1950 og eftir það var öllum börn- um boðið upp á bólusetningu. Árið 1959 kom upp kíghóstafaraldur sem leiddi til dauðsfalla, en eftir það var kíghóstinn nánast kveðinn niður. Fyrir fáeinum árum komu nokkur tilvik upp hjá fimm ára börnum og var þá byrjað að sprauta börn á þeim aldri gegn kíghósta líka,“ segir Guð- rún. Hvað barnaveiki áhrærir var fyrst reynt að bólusetja gegn henni árið 1935 vegna faraldurs en almenn barnaveikibólusetning stóð ungbörn- um til boða eftir 1950. „Barnaveiki- faraldur kom upp árin 1913 og 1923 en eftir 1950 var henni útrýmt. Bólu- setningar gegn stífkrampa hófust ár- ið 1953 og árið 1956 gegn mænusótt og síðustu tilfellin sem leiddu til löm- unar voru greind á Íslandi árið 1960.“ Guðrún segir mislingum nánast hafa verið útrýmt hér á landi eftir að bólusetningar hófust og að rauðir hundar hafi ekki látið á sér kræla í nokkur ár. Þá sé nánast ekkert um hettusóttartilfelli. Bólusetningar gegn mislingum hófust upp úr 1960 og voru öll börn sprautuð gegn þeim við tveggja ára aldur árið 1976. „Árið 1989 var MMR-sprautan tekin í notkun og þar með byrjað að sprauta öll 18 mánaða börn gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Árið 1979 var reyndar byrjað að sprauta 12 ára stelpur gegn rauðum hundum, ekki stráka. Árið 1996 braust út rauðuhundafaraldur hjá óbólusett- um börnum og í framhaldi af því var ákveðið að gefa MMR-bóluefnið aft- ur við níu ára aldur,“ segir Guðrún. Byggt á óvísindalegum rannsóknum Bandaríska matvæla- og lyfjaeft- irlitið (FDA) lagði til fyrir fáeinum misserum að framleiðslu og notkun bóluefna með rotvarnarefninu thiomersal yrði hætt vegna umræðu um meint tengsl kvikasilfurs og ein- hverfu, sem fyrr er getið. Taldi FDA að kvikasilfur í bóluefni væri langt innan öryggismarka en ráðlagði samt sem áður að notkun þess yrði hætt til þess að taka af allan vafa. Nú hefur FDA mælst til þess að notkun bóluefna með efna- samböndum sem unnin eru úr naut- gripum frá löndum þar sem kúariðu hefur orðið vart. Hins vegar, til þess að minnka líkurnar enn meira, var ákveðið hjá FDA að forðast bóluefni sem framleitt er með fyrrgreindum hætti. Lyf sem notuð er í ung- barnabólusetningu hérlendis eru ekki á lista FDA, auk þess sem fram- leiðendur umræddra lyfja eru að taka sig á og laga sig að settum reglum. Hvað varðar umræðuna um MMR og einhverfu eru rannsókn- irnar sem hrundu henni af stað mjög óvísindalegar. Aðrar rannsóknir sem fylgt hafa í kjölfarið sýna ekki tengsl milli einhverfu og bólusetningar með MMR.“ Hreyfingar gegn bólusetningum eru áberandi í Bretlandi og segir Guðrún að fjölmiðlaumfjöllun, til dæmis um meint tengsl thiomersal og einhverfu eða einhverfu og MMR, hafi verið notuð slíkum málstað til stuðnings. „Neikvæð umræða í Bret- landi um bólusetningar rétt fyrir og eftir 1980 leiddi til dæmis til umtals- verðrar fækkunar á bólusetningum gegn kíghósta. Afleiðingin var kíg- hóstafaraldur sem tengdur var að minnsta kosti 200 dauðsföllum ungra barna, og umfang hans olli miklu meiri skaða en væri nokkru sinni hægt að sýna fram á vegna hugs- anlegra alvarlegra afleiðinga bólu- setningar. Það er ekkert grín að hafa slíkar afleiðingar á samviskunni,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnalæknir, að endingu. hefur orðið vart verði hætt líka, en fjögur bóluefni sem mælst er til þess að ekki séu í notkun eru skráð hér- lendis. Um er að ræða ungbarna- bóluefnið Act-Hib, sem ætlað er gegn heilahimnubólgu, Infanrix, bóluefni gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta, sem og lifrabólgubólu- efnið Twinrix og Havrix. Guðrún segir Act-Hib og Infanrix ekki í notkun í ungbarnabólusetn- ingu hér. „Eina ástæðan fyrir því að þau urðu ekki fyrir valinu í bólusetn- ingarskemað er að Infanrix og Act- Hib eru dýrari, en það getur breyst svo þau verða hugsanlega notuð seinna. Hvað Havrix og Twinrix varðar eru ungbörn einfaldlega ekki bólusett gegn lifrarbólgu og því ekki þörf á þeim hér í ungbarnabólusetn- ingaskemanu,“ segir hún. Einnig segir Guðrún ekki hafa verið sýnt fram að Creutzfelt-Jacob- sjúkdómurinn geti smitast með bólu- efni og að mikilvægt sé að umræða um bóluefni skjóti fólki ekki skelk í bringu. „Líkurnar á smiti með bólu- efni eru bæði fjarlægar og fræði- legar og afar lítil hætta á því að efni frá nautgripum berist í bóluefnið, þar sem það er einugis notað á frum- stigum framleiðslunnar. Við höfum enga ástæðu til þess að telja þessi bóluefni hættulegri en önnur og alls ekki víst að þau bóluefni sem skráð eru hérlendis innihaldi efni úr naut- gripum frá löndum þar sem kúariðu 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.