Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 13
Ónæmisvakar til gegn 20 sjúkdómum UM þessar mundir er bóluefni til gegn rúmlega 20 smitsjúkdómum á borð við inflúensu, kíghósta, rauða hunda, hundaæði, heilabólgu og lifr- arbólgu B. Miklar framfarir í sam- eindalíffræði hafa gert vísindamönn- um kleift að nota nýstárlegar aðferðir í eilífri glímu mannsins við banvæna sjúkdóma og megintilgangur bólu- efna er að fá ónæmiskerfið til þess að framleiða mótefni gegn raunveruleg- um sjúkdómsvaldandi örverum. Í hefðbundnari bóluefnum er að finna svokallaðar veiklaðar örverur, sem fá að fjölga sér lítillega eftir að þeim er sprautað í mannslíkamann, en þær valda ekki sýkingu. Berkla- bóluefni er eitt dæmi. Önnur gerð er bóluefni með heilum en dauðum örverum sem búið er að hluta sundur. Þeim er ætlað að virka hvetjandi á ónæmiskerfið og eru til dæmis notaðar gegn kíghósta. Þriðja gerð hefðbundnari bóluefna hefur síðan að geyma óvirk eiturefni örvera, og hefur verið notuð í baráttunni við stífkrampa og barnaveiki frá því um aldamótin 1900. Ný og annarrar kynslóðar bóluefni Í nýlegum rannsóknum hefur sjónum verið beint að bóluefni með völdum hlutum örvera. Kostur þeirra er sá að ónæmiskerfið bregst ekki við öllum mótefnisvökum örverunnar, sem getur verið skaðlegt, heldur einungis tilteknum hluta þeirra. Bóluefni af því taginu er nú á boðstólum gegn inflúensu og lifrarbólgu B. Annað dæmi er svokallað tengt bóluefni, sem meðal annars er gefið gegn lungnabólgu og heilahimnubólgu. Ónæmiskerfi ungbarna getur ekki myndað mótefni gegn fjölsykrum í yfirborði baktería sem valda umræddum sjúkdómum því það er ekki fyrr en við fimm ára aldur að ónæmiskerfið getur greint fjölsykrur. Vísindamenn hafa því þróað bólu- efni sem tengir tiltekin eggjahvítu- efni, oft prótein sem ónæmiskerfið þekkir eins og stífkrampaprótein, við hjúp fjölsykru sem við það ber kennsl á efnið sem mótefnisvaka og myndar ónæmi. Framfarir á sviði læknavísindanna hafa einnig gert mögulegt að breyta erfðaefni sjúkdómsvaldandi örvera og fjarlægja lykilgen en sú aðferð gerir líkamanum kleift að mynda mótefni án sýkingar. Einnig er hægt að koma litningi fyrir í erfðaefni lífveru og hvetja hana þannig til myndunar fjölda óþekktra próteina, eða mótefnisvaka, sem líka hvetja ónæmiskerfið. Enn ein aðferðin er sú að fjarlægja erfðaefni örveru og breyta því svo það geymi aðeins hluta upprunalegs erfðaefnis. Halda vísindamenn því fram að með því að sprauta hinum ein- angraða hluta erfðaefnisins í mannslíkamann muni frum- ur hans nota það til þess að mynda mótefni gegn sjúk- dómum. Eru vonir bundnar við að bóluefni af þessu tagi, gjarnan kennd við DNA, veiti ævilanga vörn, en nú standa yfir tilraunir í mönnum með slík bóluefni gegn malaríu, inflúensu og HIV. Kortlagning erfðamengja ýmissa sjúkdómsvalda er langt komin, sem líka vekur vonir um langvarandi ónæmi, og loks má nefna svokölluð æt bóluefni sem ræktuð hafa verið í kartöflum, banönum og tómötum og vonast er til að hvetji ónæmiskerfið til varnar á áhrifaríkan og örugg- an hátt gegn alls kyns meltingarfærasýkingum, til dæmis af völdum saurgerla. Morgunblaðið/Ásdís MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 13 Tenglar www.cdc.gov www.fda.gov www.house.gov www.iom.edu www.jama.ama-assn.org www.journals.uchicago.edu www.landlaeknir.is www.lyfjastofnun.is www.medscape.com www.niaid.gov www.netdoktor.is www.thelancet.com www.who.int www.independent.co.uk www.itn.co.uk www.news.bbc.co.uk www.sundaytimes.co.uk www.sundayherald.co.uk SVEINBJÖRN Gizurarson,prófessor í lyfjafræði við Há-skóla Íslands, hefur unnið að rannsóknum og þróun á bóluefnum undanfarin ár og segir óumdeilt að bóluefni hafi áhrif á ónæmiskerfið. „En þegar spurt er hvort bóluefni geti framkallað einhvern sjúkdóm, svo sem sjálfsofnæmissjúkdóm, er mín persónulega skoðun sú að svo sé ekki. Að vísu geta slæmar melt- ingarfærasýkingar framkallað gigt, en það er af völdum sýkingar, ekki bólusetningar.“ Sveinbjörn segir að fyrir nokkrum árum hafi sumir læknar sjálfir blandað tveimur ein- gildum bóluefnum saman í eina sprautu til þess að fækka stungum. Slíkt hafi hins vegar ekki gefið góða raun því að hluti bóluefnisins hafi reynst óvirkur þegar upp var staðið. „Hið sama getur gerst þeg- ar einstaklingar eru sprautaðir í veikindum. Ónæmiskerfið myndar í raun einskonar „skjöld“ þannig að það lítur allt annað utanaðkomandi áreiti öðrum augum, þar með talið af völdum bóluefna. Í MMR- bóluefninu sem nú er í notkun hef- ur verið brugðist við þessu með því að að hækka gildi sumra mót- efnavakanna umfram það sem nauðsynlegt er í eingildum spraut- um, sem á að tryggja æskilega svörun ónæmiskerfisins. Mislinga- veiran í MMR-bóluefninu er til dæmis fljótari að fjölga sér en hin- ar og því þarf hlutfallslegt magn hettusóttar- og rauðuhundaveir- anna að hækka,“ segir hann. Bóluefni framkallar ekki sjúkdóm Morgunblaðið/RAX Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.