Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKILVÆGUM áfanga á langri og torsóttrigöngu Kínverja í átt til alþjóðlegrar viðurkenn-ingar var náð á föstudag þegar mikilvægasta stofnun alþjóðlegs íþróttastarfs, Alþjóðaólympíunefndin, IOC, samþykkti á fundi sínum í Moskvu umsókn Peking um að halda Ólympíuleikana árið 2008. Eftir 1949 reyndi Alþýðulýðveldið Kína fyrst í stað að hljóta alþjóðlega við- urkenningu með stjórnmálasambandi við önnur ríki og eitt af fyrstu vestrænu ríkjunum sem veitti þeim hana var Danmörk. Árið 1971 fengu stjórnvöld í Peking sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Síðustu 15 árin hafa Kínverjar lagt áherslu á að fá aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO og virðist nú sem markmiðið náist í nóvember. En þegar höfuðborg Kína reyndi fyrir átta árum í fyrsta sinn að fá að halda Ólympíuleikana árið 2000 var umsókn- inni hafnað og sem kunnugt er voru leikarnir haldnir í Sydney í Ástralíu. Kínverjar urðu fyrir miklum vonbrigð- um og fannst að þeir hefðu verið barðir, þeir hefðu „misst andlitið“ ... og að missa andlitið er alvarlegt mál fyrir Kín- verja. En þótt furðulegt megi heita tókst að yfirvinna til- finninguna fyrir því að alþjóðasamfélagið hefði ekki viljað leyfa 1,3 milljörðum Kínverja að taka þátt í góðu sam- kvæmi og við tók brennandi ósk um að fá viðurkenningu, einnig á sviði íþrótta. Peking lagði því inn umsókn um Ól- ympíuleikana árið 2008. Allir lögðu sig fram og að lokum lét IOC sannfærast um að höfuðborg Kína væri rétti staðurinn til að halda leikana eftir sjö ár. Nagandi minnimáttarkennd Kínverja er nú horfin og þeir eru stoltir af því að alþjóðasamfélagið hefur loksins viðurkennt Kína sem jafnréttháan þátttakanda á leikvangi alþjóðamála. Þeir munu leggja ofurkapp á verk- efnið sem þeim hefur verið fengið, að halda bestu og stór- kostlegustu sumarleika í allri sögu Ólympíuleikanna fyrir íþróttaunnendur. Nær allir íbúar landsins styðja að leikarnir verði haldnir í Peking, einnig Kínverjar búsettir erlendis og Kínverjar á Taívan. Ríkisstjórnin og borgarstjórn Peking hafa þegar varið miklu fé og vinnu í undirbúning fyrir verkið og munu nú tvíeflast. Framlög til innviða á höfuðborgarsvæðinu, til umhverfismála og íþróttamannvirkja sem þarf fyrir leik- ana, verða aukin og staðið við fyrirheit. Hagvöxtur í öllu Kína mun í kjölfarið verða enn meiri en ella – og hann hef- ur reyndar alls ekki verið svo lítill síðustu 20 árin. Spillingin og væntingar Meiri hagvöxtur, sem hafa mun áhrif á alla, einnig betl- arana á götum Peking, eykur síðan almennt ánægju Kín- verja með lífið og tilveruna. Ekki síst ef stjórnvöldum tekst að kveða niður spillingu eða að minnsta kosti draga úr henni í valdakerfinu. Spilling er mesta vandamálið í Kína, finnst flestum íbúum landsins. En þeir hafa einnig haft áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi sem aukinn hag- vöxtur gæti haldið aftur af. Vöxturinn hefur fært fólki frelsi og Kínverjar hafa feng- ið að kynnast því síðustu árin. Það mun enn aukast næstu sjö árin sem verða feit (án þess að undangengin sjö ár hafi verið mögur) en um leið vex þörfin fyrir aukið persónu- frelsi. Frelsi og tjáning þess eru ekki fyrirbæri sem hafa einkennt Kína, íbúarnir hafa lítið þekkt til slíkra hluta í sögunni og alls ekki eftir 1949. Fólk hefur því tekið hverju lítilræði á sviði meira einstaklingsfrelsis með miklu þakk- læti. En þessi þróun hófst fyrst árið 1979 er þáverandi stjórnandi landsins, Deng Xiaoping, taldi kommúnista- flokkinn á að breyta stefnunni. Kína átti framvegis að opna sig fyrir umheiminum, læra af öðrum þjóðum og leika eftir sömu reglum og þær. Afleiðingin hefur verið að einstaklingsfrelsi hefur aukist – ungir Kínverjar geta nú valið sjálfir hvaða menntunar þeir afla sér og síðan hvaða vinnu þeir vilja stunda. Kín- verjar geta nú valið hvar þeir vilja búa, hverjum þeir vilja búa með ef þeir kjósa svo, hvernig þeir vilja haga lífi sínu, hvað þeir gera við peningana sína, hvert þeir vilja ferðast o.s.frv. Enn er langt í land þangað til Kínverjar njóta sömu per- sónuréttinda og Danir. Vissulega er hafin lýðræðisþróun í stjórnmálum, fólk í meira en milljón smáborgum og hér- uðum velur sjálft leiðtoga sína og hefur tekist það. Komm- únistaflokknum þykir það súrt í broti. Allir sem náð hafa 18 ára aldri geta kosið og boðið sig fram í sveitarstjórn- arkosningum ef þeir fá 10 eða fleiri kjósendur á staðnum til að mæla með sér. Hlutfall kjörinna fulltrúa sem ekki eru í kommúnistaflokknum hefur vaxið geysilega hratt. Zhu Rongji forsætisráðherra segir að lýðræðisþróunin með beinum kosningum og frelsi til að bjóða sig fram skuli halda áfram, hún eigi að færast upp eftir kerfinu til stór- borganna, héraðsstjórnanna og hasla sér völl á landsvísu, „því fyrr því betra“. Ríkisvaldið einokar enn fjölmiðla, bókaútgáfu, dagblöð, útvarp, sjónvarp og kvikmyndir. Fjölmiðlar hafa einnig fundið að svigrúm þeirra hefur aukist þótt tjáningarfrelsi þeirra sé mun minna en í Danmörku. Verið er að ger- breyta réttarkerfinu, meðal annars með danskri aðstoð og á það að tryggja sérhverjum borgara réttlæti og gera alla jafna fyrir lögunum. Nú verður að minnsta kosti tryggt að allir viti hvað megi og hvað ekki. Lögreglumenn eru einnig endurmenntaðir og þeim kennt að þeir eigi að koma vel fram við borgarana og að lögreglumenn eigi einnig að fara að lögum og hlíta reglum. Þetta er bæði gott og slæmt, því ekki eru öll lög og regl- ur með þeim hætti sem við eigum að venjast á Vesturlönd- um. Munurinn er að fyrir 1979 voru nánast engin lög í Kína önnur en stjórnarskráin frá 1953 en nú er stöðugt verið að afgreiða ný lög og fyrirmæli á þingi. Verulegur hluti þeirra er samþykktur með það í huga að Kína er nú orðinn órjúfanlegur hluti af alþjóðasamfélag- inu. Og það er ekki hægt að snúa við ... þróunin heldur áfram og verður enn öflugri næstu árin, einkum næstu sjö árin, þegar augu heimsbyggðarinnar munu beinast að gestgjafahlutverki Pekingbúa á Ólympíuleikunum 2008. Kynslóðaskipti í vændum Þegar í haust verða kynslóðaskipti í forystu Kína þegar kommúnistaflokkurinn heldur þing til að velja frambjóð- endur til embætta í forystunni, en kínverska þingið mun síðan kjósa milli þeirra í mars 2003. Og þeir sem eru í bið- röðinni eru yngri, betur menntaðir, margir á Vesturlönd- um, frjálslyndir tæknihyggjumenn sem vilja að stefnt verði áfram að hagvexti og þróun í átt til aukinnar áherslu á einstaklinginn. En þeir vilja einnig að áfram verði barist gegn því að ákveðin svæði og þjóðir fái að slíta sig frá rík- inu. Uígúrar í héraðinu Xinjiang í norðvesturhluta Kína fá ekki að verða sjálfstæðir, Tíbet verður áfram hluti af Kína og vonin um að Taívan muni, eins og Hong Kong og Makaó árin 1997 og 1999, sameinast ríkinu mun ekki dvína. En ummælin um Taívan-deiluna verða ekki jafn mikið í anda „stríðsyfirlýsinga“, meiri áhersla verður lögð á að ná fram friðsamlegri lausn með samningum og samstarfið yfir Taívan-sund á eftir að eflast mjög næstu sjö árin. Þeir sem þekktu Kína eins og það var munu verða ákaflega undr- andi þegar þeir heilsa aftur upp á Peking (og þá um leið Kína) við setningu Ólympíuleikanna 2008. Því er hægt að slá föstu. Ákvörðun IOC í Moskvu á föstudag mun reynast mik- ilvægari fyrir Kína og umheiminn en nefndarmennirnir 119 gerðu sér grein fyrir þegar umsókn Peking var sam- þykkt. Reuters Fulltrúar Kína á fundinum í Moskvu á föstudag fagna því að Peking skyldi fá að halda Ólympíuleikana 2008. SJÖ FEIT ÁR Í VÆNDUM Alþjóðaólympíunefndin ákvað á fundi sínum á föstudag að Peking fengi að halda sumarleikana árið 2008. Í grein Niels Peters Arskogs, fréttaritara Morg- unblaðsins í Peking, segir að ákvörðunin geti skipt sköpum fyrir framtíð Kína. ÞÝSKALAND er með mígreni: efnahagurinn stendur sig verr en í nokkru öðru landi á evrusvæðinu, stækkun Evrópusambandsins (ESB) virðist fremur vera ógnun en tækifæri, lágt gengi evrunnar veldur ugg, ráðamenn í Brussel vilja skera niður öflugar niður- greiðslur af hálfu þýska ríkisvalds- ins. Ekkert virðist vera í lagi. Léleg frammistaða Þjóðverja í efnahagsmálum er ekki nein ímyndun heldur staðreynd. Ef not- aðar eru upplýsingar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, IMF, og kann- aðar hagtölur um áratuginn 1992–2002 var vöxtur í Evrópu- sambandinu að meðaltali 2,3% en aðeins 1,7% í Þýskalandi. Senni- legt er að munurinn verði enn meiri á fjárlagaárinu sem nú stendur yfir. Enn hvimleiðari er að Frakkland (já Frakkland! Það liggur við að maður heyri stunurn- ar!) stendur sig miklu betur en Þýskaland. Fyrst Heimsbikarinn, svo þetta! Hvers vegna er hagvöxturinn meiri í Frakklandi þótt, svo að far- ið sé frjálslega með líkingu Maós, sami máninn skíni á Frakka og Þjóðverja? Bæði ríkin fást við sömu tækifærin og vandkvæðin. Eru franskir stjórnmálamenn klárari? Kraftmeiri? Nei en það getur verið að þeir séu leiknari. Þeir tala mikið um jafnrétti en ólíkt Þjóðverjum gera þeir lítið í málinu. Jafnvel pólitísk mistök þeirra enda vel. Tökum sem dæmi 35 stunda vinnuvikuna. Í staðinn fyrir að draga úr framleiðni Frakka hefur aukinn sveigjanleiki sem henni fylgdi orðið grundvöllur mikilvægra umbóta í framleiðni. Enn meira vandamál er að evr- an er áfram í dapurlegu ástandi. Gert var ráð fyrir að hún myndi ef ekki steypa dollaranum af stóli þá að minnsta kosti ögra yfirráðum Bandaríkjamanna í fjármálaheim- inum. Engin merki eru enn um að það eigi eftir að gerast. Menn greinir enn á um það hve langt nið- ur evran geti sigið. Engan þarf því að undra að í Þýskalandi, þar sem 50 ára traust gjaldmiðilsstefna færði þjóðinni stolt og hagsæld, hafi menn áhyggjur af veikri stöðu evrunnar. Einnig hefur þessi veika staða valdið á ný ótta við að efnahags- legum stöðugleika Þýskalands sé ógnað með samstarfi við lönd þar sem ekki sé nein hefð fyrir traustri peningastefnu. Vandi evrunnar á samt ekki rætur sínar í ríkjum sem grunuð eru um að fylgja slæmri stefnu í þessum efnum, Frakk- landi, Ítalíu, Grikklandi eða Spáni, svo að nefndir séu algengustu sökudólgarnir. Ekki er heldur hægt að varpa sökinni á ríki eins og Finnland eða Írland þar sem verðbólga hefur aukist en efnahag- urinn er með blóma. Orsakir þess að evran er veik eru:  Ekki tókst að taka evruna upp í einu vetfangi, því hófust endalausar umræður og það jók óvissu í staðinn fyrir að menn stæðu frammi fyrir gerðum hlut. Mánuðirnir sem munu enn líða þangað til farið verður að nota seðla og mynt nýja gjaldmiðilsins munu verða notaðir til að búa til enn fleiri hræðslusögur sem hljóta að halda niðri gengi evrunnar.  Krafan um að Wim Duisen- berg verði áfram bankastjóri seðlabanka Evrópu. Herra Duis- enberg gerir eða segir nánast í hverri viku eitthvað sem sýnar hvað dómgreind hans er léleg. Þversögnin er sú að hann var frambjóðandi þeirra sem vilja trausta gjaldmiðilsstefnu í banka- stjóraembættið.  Ólík þróun í Bandaríkjunum og Evrópu. Bandaríkin virðast ætla að komast hjá kreppu, þau virðast nú ætla að komast upp úr öldudalnum og ná aftur upp öflug- um hagvexti. Evrópa á hinn bóginn svamlar enn um í vatnsskorpunni. Evran er fyrst og fremst veik af því að Evrópa er sjálf veikburða. Hvað veldur þessum veikleika? Það er sannarlega ekki hættan á að milljarðar af illa fengnum ítölskum lírum eða frönskum frönkum muni koma undan rúm- dýnunum í janúar og verða skipt yfir í dollara eins og sagt er. Kjarn- inn í vanda evrunnar er Þýskaland. Sameining þýsku ríkjanna kost- aði of fjár sem hægt hefði verið að festa í hátækni og hagvexti. Stækkun ESB gæti orðið jafndýr. Væntanleg aðildarríki geta ekki beðið eftir því að fá sinn hluta af miklum niðurgreiðslum sam- bandsins. Réttu viðbrögðin núna væru að nota kostnaðinn sem fylgir upptöku nýrra ríkja sem af- sökun fyrir því að afnema niður- greiðslur og aðrar aðgerðir gegn markaðslögmálunum í ESB og skapa þannig stærri og betra markaðssvæði. Eitt af því sem kemur í veg fyrir að það gerist er að Þjóðverjar eru allt of uppteknir af því að bægja frá sér pólskum, tékkneskum og ungverskum verkamönnum til að hvetja til slíkra umbóta. Þýskir skattgreið- endur munu því áfram borga fyrir niðurgreiðslur sem gagnast ekki Þjóðverjum. Afskiptasemi framkvæmda- stjórnarinnar í Brussel að undan- förnu af þýskum málum er illa séð meðal Þjóðverja en hún vill að þeir dragi úr niðurgreiðslum til hálf- gerðra ríkisfyrirtækja eins og sambandsríkjabankanna og hefur sektað Volkswagen fyrir að brjóta gegn samkeppnisreglum. Brussel- valdið virðist þó vera frjálslynt og dyggðugt ef horft er af sjónarhóli erlendra fjárfesta. Hverjir berjast fyrir auknu viðskiptafrelsi og sam- keppni í Evrópu? Framkvæmda- stjórnarmennirnir van Miert og Monti. Hver berst fyrir djörfum aðgerðum í efnhagsmálum eins og stækkun sambandsins? Forseti framkvæmdastjórnarinnar, Prodi. Erfiðleikar Þjóðverja eru að sjálfsögðu ýktir. Umbæturnar á skattareglum fyrirtækja munu hjálpa en það tekur tíma. Smám saman mun evran hafa mikilvæg, jákvæð áhrif á efnahagsmálin og tengja Evrópu við betri fjármála- markaði og lækka kostnað við verslun yfir landamæri. Jafnvel þótt evran sé í lægð minnir hún Evrópumenn (og alla heimsbúa) á að álfan er geysistórt markaðs- svæði sem er að renna saman í eitt. Þjóðverjar eru mikilvægasti þátt- takandinn í samstarfinu og munu hagnast ef þeir notfæra sér þró- unina. Þjóðverjar ættu að líta á Brusselvaldið sem frelsandi afl er mun ná fram því sem ella væri úti- lokað fyrir þá af stjórnmálaástæð- um að hrinda í framkvæmd á heimavígstöðvunum. Í skugga marksins eftir Rudi Dornbusch Rudi Dornbusch er Ford- prófessor í hagfræði við MIT- háskólann og var áður aðal- ráðgjafi í hagfræði hjá Alþjóða- bankanum og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Engan þarf því að undra að í Þýskalandi, þar sem 50 ára traust gjaldmiðilsstefna færði þjóðinni stolt og hagsæld, hafi menn áhyggjur af veikri stöðu evrunnar. ©Project Syndicate

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.