Morgunblaðið - 15.07.2001, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.07.2001, Qupperneq 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 15 HINN 23. júní hófst Listasumar á Akureyri, menningarhátíð sem haldin hefur verið þar á hverju sumri frá árinu 1993. Hátíðin stend- ur til 26. ágúst og er því um sann- kallað listasumar að ræða, þar sem menningarviðburðir fara fram með skipulegum hætti lungann úr sumr- inu. Listasumarið skipuleggur og kynnir listviðburði á sviði bók- mennta, myndlistar, leiklistar, dans, tónlistar, auk ýmissa upp- ákoma, og taka margs konar félög, stofnanir, og einstaklingar þátt. Má þar nefna Sumartónleika í Akur- eyrarkirkju, sem eru hluti af Lista- sumrinu, Djassklúbb Akureyrar sem staðið hefur fyrir tónleikum á hverju sumri í tengslum við hátíð- ina, Listasafn Akureyrar og Safna- safnið sem kynna sýningar sínar í tengslum við Listasumarið, Minja- safnið, listagalleríið Kompuna og Gilfélagið, félag áhugamanna um listir og menningu á Akureyri, sem stendur fyrir ýmsum uppákomum og sýningahaldi á hátíðinni. „Listasumarið verður viku styttra í ár en í fyrra, en þá fengum við aukafjárveitingu frá bænum og dagskráin þá var nokkuð veglegri en í ár,“ segir Guðrún Pálína, en því fer þó fjarri að viðburðina skorti í sumar. „Á dagskránni í sumar eru og hafa verið mjög fjölbreytilegir liðir. Það eru sýningar í söfnunum, tónleikar í kirkjunni og á vegum Gilfélagsins og Djassklúbbsins, list- sýningar á vinnustofum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Jóns Laxdals með skipulagðri dagskrá mismun- andi viðburða sem ber yfirskriftina „Á slaginu sex“. Á vegum nokkurra myndlistarmanna í bænum er sölu- og sýningarrýmið Samlagið Listhús og einnig er bókmenntadagskrá á vegum Gilfélagsins og Sigurhæða – Húss Skáldsins og í Davíðshúsi, svo eitthvað sé nefnt.“ Listagilið miðpunktur En hvað ber hæst á Listasumrinu í sumar? „Í ágúst er sýning Per Kirkeby í Listasafni Akureyrar, Tumi Magnússon og Ráðhildur Ingadóttir verða með sýningu í Ketilhúsinu og í Komp- unni verður Pétur Magn- ússon, auk margra annara myndlistarsýninga,“ svar- ar Guðrún Pálína. „Fyrir utan myndlistina er nátt- úrulega merkileg öll sú tónlist sem er. Annars vegar er mjög vönduð tónleikaröð í Akureyrar- kirkju sem Björn Steinar Sólbergsson sér um, Sum- artónleikar í Akureyrar- kirkju. Hins vegar er Djassklúbbur Akureyrar, sem er með tónleika á hverjum fimmtudegi, og núna að auki djasshátíð sem heitir Djangodjass í ágúst. Svo má ég til með að nefna bókmenntadagskrá Gilfélagsins, en aðalviðburður hennar var bók- menntakvöld, þar sem Þorsteinn Gylfason skipulagði dagskrá um Tómas Guðmundsson og Magnús Ásgeirsson undir yfirskriftinni Endir allra funda. Dagskrár Þor- steins undanfarin ár hafa verið und- ir árlegum bókmenntaviðburðum sem kallast „Heimur ljóðsins“.“ Stór hluti af viðburðum á Lista- sumri fer fram í Listagili, menning- armiðstöð á Akureyri sem saman- stendur af nokkrum gömlum húsum sem hafa verið gerð upp og nú hýsa listviðburði og uppákomur. „Lista- sumarið fer fram að miklu leyti í Listagilinu og nágrenni, það er Ak- ureyrarkirkju og Sigurhæðum- Húsi skáldsins. Safnasafnið stendur auðvitað nokkuð fyrir utan bæinn, en það ætti ekki að hindra fólk í að leggja leið sína þangað, þar er svo vandað og fallegt safn, og sama má segja um Minjasafnið. Svo mun hluti af Djangodjassinum fara fram á Glerártorgi.“ Listasumarið setur sinn svip á Akureyrarbæ, sem von er. „Okkur hefur tek- ist að kynna Listasumarið nokkuð vel innan bæjar- ins, en við leggjum einnig mikla áherslu á að kynna það á landsvísu og út fyrir landssteinana,“ segir Guðrún Pálína. „Það hef- ur mjög mikla þýðingu fyrir menningarlíf á Ak- ureyri að þessi hátíð sé haldin hér. Viss hópur sækir alltaf viðburði, en ég vildi gjarna sjá meira af fólki í leiðtogastöðum sýna okkur áhuga, ekki bara með peningastyrk heldur einnig með þátttöku. Þó er alltaf misjafnt eftir viðburðum hvernig þátttakan er. Ég er viss um að margir eiga eftir að leggja leið sína í Listagilið vegna sýninga Listasumars og í Listasafn Akur- eyrar um þessar mundir.“ Listasumar á Akureyri starfræk- ir heimasíðu, þar sem nálgast má dagskrá hátíðarinnar ásamt öðrum upplýsingum. Slóðin er: http:// www.listagil.is Listin ræður ríkjum lungann úr sumrinu Listasumar á Akureyri hófst hinn 23. júní og stendur til loka ágúst. Inga María Leifsdóttir sló á þráðinn til Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur, stjórnanda Lista- sumarsins, og fræddist um hátíðina í ár. Frá vinnustofum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Jóns Laxdal. ingamaria@mbl.is Verk eftir Lilju Hauksdóttur, einn útskriftarnema frá AKI, Hollandi. Sýningin verður opnuð 21. júlí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.