Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ H ÚN ferðaðist 120 daga á síð- asta ári en það örlar ekki á þreytu í augum Guðrúnar Magnúsdóttur. Fyrirtæki hennar, ESTeam, krefst þrotlausrar vinnu og fer Guðrún um allan heim til þess að halda fyrirlestra í háskólum og ræða við ráðamenn ríkja og stór- fyrirtækja. Guðrún er náttúrubarn og í henni býr sá margrómaði frum- kraftur sem Íslendingar státa af á tyllidögum. Hún er brosmild og stutt í smitandi hláturinn. Með Guðrúnu er systir hennar, Hildur Vésteinsdóttir, sem er eini starfsmaður ESTeam á Íslandi og starfar í Stykkishólmi. Vestfirðingur í húð og hár „Ég fæddist á Gullþórisstöðum í Þorskafirði sem nú er löngu farinn í eyði. Þegar ég var fjögurra ára flutt- um við til Reykjavíkur og var sú ferð allmerkileg vegna þess að það var enginn vegur í Gilsfirðinum og því keyrt á fjöru í gegnum fjörðinn. Draumur minn er að byggja sum- arbústað í Þorskafirði á næstu árum. Mann langar alltaf til baka á æsku- stöðvarnar og ég elska að koma í Gufudalssveit að hitta skyldmenni mín sem búa þar enn.“ Guðrún á ekki langt að sækja kraft sinn og framkvæmdasemi því að hún er barnabarn Kristínar Petreu Sveinsdóttur sem var elsta kona Ís- lands síðustu tvö ár ævi sinnar. Krist- ín lést 18. nóvember 2000, þá 106 ára að aldri. „Ég dáist mjög að Kristínu því hún átti orðatiltæki sem ég hef til- einkað mér. Alveg fram á dauðadag sagði hún: „Ég get gert allt sem ég vil.“ Frá Kristínu eru nú sprottnir næstum 150 niðjar.“ Guðrún eyddi æskusumrum sínum í Þorskafirðinum og þótti svo vænt um sveitina að stundum kom hún ekki til Reykjavíkur fyrr en nokkru eftir skólasetningu. „Ég var mikið fyrir það að vera úti í náttúrunni og hlaupa um fjöllin, hirða hey á sumrin, læra að slá með orfi og ljá og hreinsa og vitja neta.“ Tápmikill táningur Á unglingsárunum fór náttúru- barnið í Guðrúnu að láta í sér heyra og sveitastúlkan lét ekki hefðir og höft halda aftur af sér. „Ég var alger villingur í menntaskóla vegna þess að á táningsárunum nennir maður ekk- ert að læra, það er svo auðvelt. Ég hafði áhuga á svo mörgu, og var því á sífelldu flakki. Ég stökk milli Eng- lands og Íslands, vann hér og þar, og bjó í London sem sautján-átján ára unglingur. Ég fór í mína fyrstu utan- landsferð með vinkonu minni þegar ég var fjórtán ára. Það var heill hópur af fermingarunglingum sem fengu að fara með prestinum til Mallorca með tveggja daga dvöl í London. Þetta kveikti svolítið í mér með utanlands- ferðir.“ Þegar Guðrún var rétt rúmlega tví- tug giftist hún Halldóri Sveinssyni og bjó með honum í tíu ár. Faðir hans bjó í Gautaborg og bauð þeim í brúð- kaupsferð um Evrópu. Þau ílentust síðan í Gautaborg og ætluðu að vera þar í tvö til þrjú ár. „Ég ætlaði að læra auglýsinga- teiknun, en fór þess í stað í háskólann í Gautaborg að læra sænsku, ensku og málvísindi. Tungumál voru alltaf mikið áhugamál hjá mér og mér þykir þau afar mikilvæg.“ Þrjóskan flytur fjöll Eftir námið kenndi Guðrún sænsku í sænskum menntaskóla og tungutækni við Gautaborgarháskóla. Hún taldi að skoða þyrfti möguleika á því að þróa betur vinnslu tölva með tungumálið. „Ég sendi bréf til Höskuldar Þrá- inssonar prófessors og spurði hvaða álit hann hefði á doktorsnámi í tungu- tækni. Ég heimsótti einnig Baldur Jónsson hjá Íslenskri málnefnd sem hafði byrjað að vinna tungumál á tölv- um hérna heima í kringum 1960. Höskuldur sagði eitthvað í þá átt að atvinnumöguleikar í þessum geira væru ekki miklir, að minnsta kosti ekki á Íslandi. Baldur spurði mig „Hvaðan ertu, góða?“ Ég sagðist vera að vestan. Sagði hann að þá væri ég svo þrjósk að ég gæti gert hvað sem ég vildi.“ Upp úr þessu fór Guðrún í dokt- orsnám í tungutæknideild Gauta- borgarháskóla. Yfir þeirri deild var prófessor Sture Allén. „Við Sture unnum mjög mikið saman. Hann var ötull stuðningsmaður minn og hjálp- aði mér mikið áfram. Ég dáist mjög að því hvað Sture hefur unnið hart að því að byggja upp tungutæknina í Gautaborg sem nú er í fremstu röð á því sviði í heiminum.“ Tungumál lýsa ólíkum heimum Tungutæknin er nú mjög vaxandi grein, bæði innan þekkingariðnaðar- ins og einnig hjá háskólum. Guðrún hefur undanfarin ár helgað störf sín framförum í tungutækni. „Í máladeildum háskóla er heima- tungumálið í fyrirrúmi og á eftir því kemur tölvan. Tungumálið er hráefn- ið og tölvan er verkfærið sem vinnur með hráefnið. Sérstök hugbúnaðar- gerð fyrir tungutækni er mjög krefj- andi og erfið forritun og menn þurfa að sérhæfa sig í gervigreind og hafa sérstakan áhuga á tölfræðiforritun og fleiru. Þessi forritun er það sem er kallað NP hard, sem merkir í raun að ómögulegt er að forrita samkvæmt lögmálum tölva. Því verður að teygja sig út fyrir hefðbundna hugsun.“ Í upphafi voru tölvur ætlaðar sem þýðingartæki, því hernaðaryfirvöld álitu að ef hægt væri að þýða mál yfir á kóða hlyti að vera hægt að skrá nið- ur tungumál á tölvutæku formi og þýða beint milli mála með tölvum. En vandinn er sá að tungumál lýsa ólík- um heimum. „Til dæmis eiga menn í Sahara ekkert orð yfir snjó. Eins eiga menn mjög ólík orð yfir liti. Frumbyggjar Ástralíu eiga um 120 orð yfir ólíkar tegundir rauðra, brúnna og gulra lita, sem finnast í leirtegundum á meðan þeir eiga engin orð yfir svart og hvítt. Ekkert þýðingarkerfi getur því kom- ið til með að vera skáldlegt eða þýtt blæbrigði málsins. Maður verður að vinna með staðlaða texta. Við vitum að vélrænt er ekki hægt að þýða vel neitt sem hefur dýpri merkingu en það sem liggur í augum uppi. Það er spennandi að leiða hugann að því að mikið af þeim hugmyndum og aðferðum sem eru ríkjandi innan tungutækninnar eru sprottnar úr hugmyndum Platóns um merkingu og hinar æðri hugmyndir sem felast í öllum hlutum og orðum.“ Enn ein þýðingarlausnin Fræðistörf eru Guðrúnu mjög kær og segist hún lengi vel ekki hafa viljað hætta kennslu og rannsóknum þrátt fyrir að margir hafi boðið henni gull og græna skóga. „Um áramótin 1994-1995 hafði belgískt fyrirtæki innan samsteyp- unnar Thomson Corporation sam- band við mig með faxi. Ég leit á það og sagði við sjálfa mig „Ah, eitt fyrirtæk- ið í viðbót sem vill fá þýðingakerfi og lausn fyrir morgundaginn. Ég nenni þessu ekki lengur.“ Ég hringdi samt í þá, því ég var á leiðinni til Parísar, sagðist eiga leið hjá og bauðst til að koma við hjá þeim. Þeir báðu mig í guðs bænum að koma og þegar ég kom fann ég fyrirtæki sem var óskap- lega framarlega tæknilega séð og hafði mikið bolmagn og kunnáttu á tölvusviðinu. Þar að auki vanmátu þeir ekki erfiðleikana við verkefnið. Þeir báðu mig um að líta á textana þeirra. Þeir voru með tölvubanka á mörgum Evrópumálum sem Banda- ríkjamenn og margir aðrir skildu ekki. Þýski tölvubankinn var ekki skiljanlegur í Frakklandi og svo framvegis. Ef eitthvað átti að skiljast þurfti að handþýða skjölin.“ Þegar Guðrún sá það verk sem fyr- ir lá, gerði hún sér grein fyrir því að þetta magn upplýsinga var ekki hægt að þýða af manneskjum vegna þess að um var að ræða hundruð milljóna orða á mismunandi tungumálum. Þýðingarkostnaðurinn yrði geigvæn- legur. „Nokkuð einfalt yrði þó að þýða með tölvu. Því sagði ég þeim að prófa sig áfram með ólíkan hugbúnað og athuga málið. Þeir hringdu í mig seinna um árið og báðu mig um að gera fjárhagsáætlun fyrir að þýða 70 „Ég get gert allt sem ég vil“ Guðrún Magnúsdóttir á og rekur fyrirtækið ES- Team sem sérhæfir sig í þýðingarhugbúnaði. Hún hefur mikla trú á möguleikum Íslendinga í iðnaði orðsins og læt- ur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Svavar Knútur Kristinsson hitti Guðrúnu að máli og ræddi við hana um upplýsingasamfélagið, þungaiðnað, lands- byggðina og drauma hennar um framtíð lands og þjóðar. Morgunblaðið/BilliGuðrún nýtur þess að komast aftur á æskuslóðir og dreymir um að byggja sér sumarhús í Þorskafirði. Guðrún Magnúsdóttir, forstjóri og eigandi fyrirtækisins ESTeam. Við hlið henn- ar situr systir hennar, Hildur Vésteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.