Morgunblaðið - 15.07.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.07.2001, Qupperneq 21
milljón orð af frönsku yfir á ensku. Ég var ekki vön að gera kostnaðar- áætlanir í iðnaði og hafði í raun frekar lítinn áhuga á þessu, en ég gerði þetta nú samt fyrir þá og setti saman smá áætlun. Þeir litu á hana, hlógu og tvö- földuðu hana svo.“ ESTeam fæðist Eftir nokkrar tilraunir með hug- búnað utanaðkomandi aðila ákvað Guðrún að hanna eigin hugbúnað. Hún bað þrjá doktorsnema í Grikk- landi að koma til Svíþjóðar að vinna með sér. Eftir nokkrar vikur ákváðu þau að flytja til Grikklands til að klára verkefnið. „Við unnum dag og nótt í þrjá mán- uði og þegar við skiluðum af okkur vinnunni þýddi kerfið 70 milljón orð á 24 tímum. Þrátt fyrir að margt hefði mátt bæta hrifust yfirmenn fyrirtæk- isins af frammistöðunni og fengu okk- ur verkefni upp á 2,5 milljónir dollara (250 millj. kr.) til að þýða allan tölvu- bankann þeirra á ensku. Það frábæra var hinn sterki stuðn- ingur frá fyrirtækinu. Þeir voru alltaf til í að hjálpa mér og gerðu sér full- komlega grein fyrir mikilvægi verk- efnisins. Þeir höfðu engar áhyggjur af eignarhluta eða neinu slíku og leyfðu mér að eiga öll réttindi á hug- búnaðinum. Þetta er einstakt fyrir- tæki og ég á enn gott samstarf við þá.“ Tölvuforritun byggist að miklu leyti á því að setja upp röklegar leiðir upplýsinga að niðurstöðu. Leiðin að góðu þýðingarforriti felst meðal ann- ars í því að fara handan við hefð- bundna rökfræði. „Rökhugsun mannsins er óskap- lega mikilvæg, en þegar við sköpum eitthvað nýtt verðum við oft að brjóta reglur rökfræðinnar. Við verðum að skapa hluti sem eru ómögulegir sam- kvæmt rökfræðinni og útvíkkum þannig heim hins mögulega. Hvernig fórum við til tunglsins? Það var rök- lega ómögulegt fyrir hundrað árum. Einu sinni var röklega ómögulegt að jörðin væri hnöttur. Rökhugsunin er spurning um trú. Við trúum því sem við vitum og það sem við vitum er rökrétt. En vitneskja okkar um okk- ur sjálf og heiminn er enn svo ósköp takmörkuð.“ Sóun á orku og mannauði „Mér finnst afar mikilvægt að láta ekki rökhyggjuna ná tökum á hugsun minni vegna þess að ég verð að geta skapað. Þegar upp kemur torleysan- legt vandamál verð ég oft hreinlega að stíga fram hjá rökhugsuninni. Svo fer ég aftur til baka til að finna mögu- leika á því að framkvæma hugmynd- ina. Þannig vinn ég með verkfræðing- unum mínum. Ég kasta fram hugmyndum sem ramba á barmi fá- ránleikans og þeir finna smám saman leið að lausninni.“ Trú Guðrúnar á möguleikum Ís- lendinga í þekkingariðnaði er mikil og hefur hún sterkar skoðanir á fram- tíð íslensks atvinnulífs. „Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að skilja að það er ekkert vit að fara út í harðan iðnað sem hámenntuð þjóð í dag. Við sitjum í miðju Atlants- hafinu með tengiliði bæði við Evrópu og Bandaríkin. Við getum orðið því- líkt upplýsingasamfélag að það er eins og gullnáma. Og svo er verið að tala um að bæta við einhverjum álver- um og koma 1.000-1.500 manns í vinnu þar. Ég spyr bara, hvar ætla menn að finna þetta fólk? Við verðum náttúrlega að flytja það inn frá vanþróuðum löndum sem eru að keppast við að byggja upp sinn stór- iðnað á meðan önnur Evrópulönd eru á fullu við að leggja hann niður. Mér finnst þetta sárt því ég vil að Ísland byggi upp menntakerfið sitt og ég vil að við höldum áfram á því stigi sem við erum. Við höfum alltaf verið þjóð sem hugsar í orðum. Við höfum verið skáld, rithöfundar og staðið framarlega á því sviði. Við er- um alveg fullkomlega fær um að verða mjög öflugt ríki í upplýsinga- samfélaginu. Við höfum kunnáttuna og staðsetninguna.“ Landsbyggðin á sér góða von Þegar minnst er á umræðuna um landsbyggðarflóttann og tal um skort á tækifærum þar, segir Guðrún að ekkert standi í vegi fyrir því að fólk geti unnið hvar sem er yfir Netið. Systir hennar, Hildur, vinnur sjálf í fjarvinnslu frá Stykkishómi og hefur þaðan samskipti við aðalstöðvarnar í Aþenu og flýgur þangað nokkrum sinnum á ári. „Þetta er ekkert vandamál, við er- um með starfsmenn í fjórum löndum; Englandi, Svíþjóð, Íslandi og Grikk- landi, sem er langt utan við hefðbund- inn viðskiptaheim. Við eigum enga viðskiptavini í Grikklandi en nýtum okkur Netið til hins ýtrasta. Þessi umræða um landsbyggðina er fáránleg. Reykjavík er góð borg en það þýðir ekkert að safna öllu saman á einn punkt. Við þurfum að hafa landið lifandi og ef ég get unnið frá Aþenu með Stykkishólmi hlýtur Reykjavík að geta unnið með Akur- eyri, Ísafirði, Patreksfirði, Bolungar- vík, öllum þessum stöðum, yfir Netið. Þetta gerist á augnabliki. Ég hef einnig rætt þann möguleika að erlend fyrirtæki gætu nýtt raf- magnið á Íslandi fyrir tölvurnar sínar og reist tölvuskemmur þar sem Ís- lendingar rækju tölvubúnað þeirra. Það væri góð nýting á rafmagni. Einnig myndast þar miklir mögu- leikar fyrir íslenska þjónustu við kerfin.“ Tungutækni í notkun á Íslandi Menntamál eru Guðrúnu mjög hugleikin. Telur hún að Íslendingar séu þar á góðri leið og halda verði áfram að leggja áherslu á þau. Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fé til þess að hefja kennslu og vísinda- störf í tungutækni við Háskóla Ís- lands. Kennslan hefst á komandi vetri sem hluti af íslenskuskor. Hugbún- aður ESTeam verður notaður í vís- indasamstarfi milli ríkisstofnana og háskólans og eins við kennslu. Í þessu sambandi hefur Guðrún setið fundi með Háskóla Íslands, utanríkisráðu- neytinu og menntamálaráðherra. „Þegar ég ræddi við menntamála- ráðherra gerði ég mér grein fyrir hví- líkur maður hann er og hvað hann hefur ríka þekkingu. Styðji ríkis- stjórnin betur við bakið á honum get- ur hann gert kraftaverk fyrir menntakerfið. Grundvallarforsendan fyrir því að Ísland vaxi er að skjóta stoðum undir nám og undir krakkana sem eru í mennta- og grunnskóla í dag og styðja þau vel.“ Fólk má ekki verða kjötklessur Guðrún hefur áhyggjur af hárri tíðni ólæsi og fáfræði í mörgum rík- ustu löndum heims. „Þetta er mikið vandamál. Það er oft á tíðum svo þeg- ar velmegunarríkjum líður vel, að fólk nennir ekki lengur að hugsa. Það fer í gegnum skólakerfið án þess að læra að lesa og án þess að læra nokk- urn skapaðan hlut. Við rákumst á það í Svíþjóð í kringum 1980, að stærð- fræðikunnáttu og grundvallarþekk- ingu var að verða afskaplega áfátt. Til dæmis hafa Bandaríkjamenn yfirleitt aðeins áhuga á einum hlut, peningum. Þeir hafa svo mikinn áhuga á þeim að þeir gera sér ekki lengur grein fyrir því að leiðin að þeim er að geta unnið fyrir sínu. Hún felst ekki í því að braska á verðbréfamarkaðnum eða slíkum gervispilum. Þú þarft að hafa kunnáttu og geta valdið þinni vinnu fyrst og fremst. Fyrir land eins og Ís- land má ekkert svona gerast. Hér mega ekki verða nein dauðyfli. Vegna þess að við erum svo fá verða allir að leggja sig fram til að ná árangri.“ Guðrún telur að fólk verði að fylgj- ast með þjóðmálum og atburðum líð- andi stundar og vera virkt, vilji það hafa einhver áhrif á umhverfi sitt. „Það er enginn sem gerir neitt í þínum málum nema þú sjálfur. Það er reglan í lífinu. Það að reikna með að allt verði borið upp í hendurnar á fólki leiðir aðeins til vonbrigða. Þess vegna á maður aldrei að vera of linur við börnin sín. Maður verður að láta þau hafa fyrir hlutunum. Börn hafa gott af því að reyna svolítið á sig.“ Börn þurfa að fá að vinna Þegar Guðrún var níu ára hjálpaði hún frænku sinni við hreingerningar á Rannsóknastofnun Háskólans. Það var henni dýrmæt reynsla. „Mér fannst það bara gott mál, ég hafði gaman að því og hún gaf mér smá vasapening fyrir. Meðan ég var þarna var ég að skoða söfnin. Þar voru heilar uppi á vegg og allt voða spenn- andi. Ég held að ég hafi verið komin í fyrstu vinnuna mína fjórtán eða fimmtán ára. Að láta börn vinna í þrælkun eins og í Asíulöndum er hræðilegt, en að leyfa börnum að vinna í hófi, eins og hefur verið gert í bæjarvinnunni, er gott. Krakkar læra að hugsa svolítið um sig, fá smá pen- ing og öðlast sjálfstæði.“ Guðrúnu þykir ekki skynsamlegt að lengja grunnskólaárið og telur eina tilgang þess að útvega barna- pössun fyrir foreldrana, börnin læri ekki meira í skólanum þótt þau eyði þar lengri tíma. „Auðvitað er gott að börnin séu í fríi samtímis foreldrunum. Í gamla daga var til mjög einföld lausn. Krakkar voru sendir í sveit. Þar lærði maður svo margt og braggaðist. Ég hef til dæmis aldrei haft áhyggjur af því að verða atvinnulaus eða ósjálf- bjarga. Maður öðlast sjálfsöryggi af því að vita að maður getur staðið á eigin fótum. Krakkar þurfa að fá smá styrk af því að hafa farið í sveit og verið svolítið í burtu frá foreldrum sínum.“ Elskar starfið og matseldina Þegar ég spyr Guðrúnu hvort hana langi einhvern tíma til að yfirgefa upplýsingasamfélagið og gerast bóndi eða trillukona úti á landi, hlær hún og hristir höfuðið. „Auðvitað er gott að komast aftur á bernskuslóð- irnar, fjöllin hér á Íslandi gefa mér svo mikla orku. En ég hef engan áhuga á því að slíta mig burt frá vinnunni minni eða, eins og mér hefur svo oft verið boðið, að selja fyrirtækið mitt, vegna þess að ég elska það sem ég er að gera. Ég nýt þess fram í fing- urgóma og vona að ég haldi því áfram lengi enn.“ Guðrún hefur mjög gaman af elda- mennsku og gerir oft tilraunir með mat. Hún segir einnig íslenska kokka vera í heimsklassa. „Þegar ég er þreytt í vinnunni fer ég inn í eldhúsið í einbýlishúsinu sem við störfum í og elda fyrir allt liðið. Þá verða verkfræðingarnir mínir yfir sig hrifnir vegna þess að þeim finnst svo gott að borða matinn minn. Við viljum hafa fyrirtækið heimilislegt.“ Hinn harði heimur viðskiptanna er Guðrúnu fjarlægur. Í fyrsta lagi er þýðingargeirinn ólíkur öðrum geirum nútímatölvuiðnaðar vegna þess að þeir sem starfa innan hans þekkjast á fræðilegum grundvelli. Því er sam- keppnin öll hin drengilegasta. Auk þess er rekstrarkostnaðar fyrirtæk- isins mjög lágur og rekstrarumhverf- ið því mjög sveigjanlegt. „Launin eru stærsti kostnaðarliðurinn hjá mér. Ég borga öllum mjög vel af því að mér finnst að allir eigi að þéna vel þegar fyrirtækinu gengur vel. Þegar tekjur minnka drögum við saman seglin en ég hef aldrei misst starfs- kraft vegna þess að þeir vita að við náum flugi á ný. Það eru eðlilegar sveiflur í tekjum og þegar við þénum meira tvöfalda ég launin eins og skot. Ég nenni ekki að safna peningum í haug. Mér finnst peningar til þess eins að eyða þeim. Þessi ofuráhersla á uppsöfnun auðs finnst mér frekar klén.“ Hamingjan býr ekki í auðæfum Stjórnmálaskoðanir Guðrúnar fel- ast í andúð á hvers kyns öfgum, bæði til hægri og vinstri. „Þegar ég flúði héðan 1976 fannst mér kassaárátta Íslendinga svo leið- inleg. Ég fór svo til Svíþjóðar og rakst á verndandi, sósíalískt samfélag og þá andúð á peningum sem þar var ríkjandi. Í raun tel ég að allt sé gott í hófi. Verndun sósíalismans er ekki spennandi, en þensla kapítalismans er það ekki heldur. Ég tel þó að nú sé að komast á jafnvægi hér á Íslandi og fólk hugsi meira um að eiga gott líf frekar en fermetrafjölda. Hamingjan felst í því að vera ánægður með sjálf- an sig og lífið. Maður verður aldrei hamingjusamur ef maður er að leita að því hjá einhverjum öðrum eða í hlutum. Maður má aldrei öfunda fólk. Við erum öll ólík og þannig á það að vera.“ svavar@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 21 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol, 9. ágúst í eina eða 2 vikur. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 39.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gist- ing, skattar, 9. ágúst, vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 9. ágúst, 2 vikur. Verð kr. 49.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, 9. ágúst, vikuferð. Aðeins 22 sæti Stökktu til Costa del Sol 9. ágúst í 1 eða 2 vikur frá kr. 39.985

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.