Morgunblaðið - 15.07.2001, Side 22

Morgunblaðið - 15.07.2001, Side 22
22 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÆREYJAR byrjuðu aðbyggjast á áttundu öld,rúmum hundrað árum fyrren Ísland. Líkt og með Ís-land er talið að fyrir hafi verið írskir papar á eyjunum. Sagan segir að þegar víkingarnir héldu í vestur á 9. og 10. öld hafi þeir allir stefnt á Færeyjar. Hins vegar séu eyjarnar úti í miðju Atlantshafinu og því var það aðeins á færi bestu sigl- ingakappa að finna þær. Aðrir töp- uðu áttum, þá rak á haf út og þeir enduðu á Íslandi. Þessi saga er líka þekkt á Íslandi, þó í aðeins frá- brugðinni útgáfu. Nefnilega að vík- ingarnir hafi allir stefnt á Ísland en hinir sjóveiku og þeir sem ekki höfðu úthald í hina miklu siglingu voru látnir í land á miðri leið. Í Fær- eyjum. Líkt og á Íslandi tóku Færeyingar sjálfir ákvarðanir í sínum málum á þingum framan af. Í kringum 1040 voru Færeyjar hins vegar gerðar að skattlandi Magnúsar Ólafssonar Noregskonungs. Færeyingar gerðu svo sambærilegan samning við Nor- eg og Íslendingar gerðu 1262 þar sem vald hins norska konungs var viðurkennt sem æðsta vald. Árið 1380 sameinuðust konungsríkin þrjú, Danmörk, Svíþjóð og Noregur, undir einni krúnu í Kalmarsamband- inu. Árið 1661 urðu Danmörk og Noregur sérstakt konungsveldi og árið eftir voru Ísland og Færeyjar innlimaðar. Færeyjum var stjórnað af hinum allræmdu lénsherrum Gabels-bræðrum 1655–1709 og það mun vera þá sem Færeyingar hafi í fyrsta sinn haft bein samskipti við hinn danska konung. Það var til að kvarta yfir óstjórn Gabels-bræðra og nefndu Færeyingar þá sjálfa sig sem „Hið fátæka fólk útí Færey.“ Jón Sigurðsson gerir gæfumuninn Færeyingar lutu einokunarversl- un Dana líkt og Íslendingar og þing þeirra var lagt niður líkt og hér í byrjun nítjándu aldar. Árið 1814 er samið um frið eftir Napóleónstríðin. Í þessum samningum fær Svíþjóð Noreg en Danmörk heldur eftir „ný- lendunum“ Færeyjum og Íslandi. Árið 1851 tók gildi ný stjórnarskrá í Danmörku. Þessi stjórnarskrá var sett yfir Færeyjar líka sem þá var formlega danskt amt. Enginn hreyfði við mótmælum enda var fær- eyska lögþingið ekki endurreist fyrr en árið eftir. Hér á Íslandi hafði Al- þingi hins vegar verið endurreist 1843 og á því sat hinn mæti maður Jón Sigurðsson. Þegar svo átti að leika sama leikinn hér og í Færeyj- um og lögleiða dönsku stjórnar- skrána á Íslandi á þjóðfundinum 1851 mælti Jón hin fleygu orð „Jeg mótmæli“ og þingheimur tók undir með honum „Vér mótmælum allir“. Það var með þessum atburði að leið- ir Íslands og Færeyja innan danska og norska konungsveldisins skilur. Lítið gerðist í færeyskri sjálfstæð- isbaráttu eftir þetta nema hvað tvær fylkingar stúdenta í Kaupmanna- höfn eru stofnaðar og mynda síðan fyrstu færeysku stjónmálaflokkana. Þetta voru Sjálfstýrisflokkurinn, sem vildi færeyskt sjálfstæði, og Sambandsflokkurinn sem vildi áframhaldandi samband við Dan- mörku. Það dregur svo ekki til tíð- inda fyrr en í seinni heimsstyrjöld- inni. Þá var Danmörk hertekin af Þjóðverjum og Færeyjar voru líkt og Ísland herteknar af Bretum. Fyrsti fylgifiskur þessa ástands var að Bretar hótuðu að leggja hald á öll skip sem sigldu undir dönskum fána þar sem Danmörk tilheyrði Þýska- landi. Færeysk skip urðu því að taka upp annan fána til að sigla undir. Eftir deilur milli danska amtmanns- ins í Færeyjum og Færeyinga skip- uðu Bretarnir svo fyrir að færeysk skip skyldu sigla undir færeyska fánanum sem fram að því ekki hafði fengist viðurkenndur af dönskum yf- irvöldum. Í stríðinu voru Færeying- ar sambandslausir við Danmörku en gekk samt sem áður betur en nokk- urn tímann áður. Þeir þénuðu vel á siglingum fyrir Breta og sölu á fiski þangað og talsverður auður safnað- ist. Árið 1944 lýsti Ísland svo yfir sjálfstæði sem vakti mikla athygli í Færeyjum. Munurinn á stöðu Fær- eyja og Íslands var hins vegar um- talsverður. Ísland hafði fengið sína eigin stjórnarskrá árið 1874 sem tryggði Íslendingum sjálfstjórnar- rétt í ákveðnum málaflokkum. Árið 1904 fengu Íslendingar svo heima- stjórn og árið 1918 varð Ísland full- veldi með samningi um sameiginleg- an konung sem gilti fram til 1940. Velgengni í stríðinu Velgengni Færeyinga í stríðinu meðan þeir voru sambandslausir við Danmörku og árangur frændanna í norðri varð til þess að stappa stálinu í færeysku þjóðina. Danska stjórnin reyndi að endurheimta þá hluta danska konungsveldisins sem höfðu verið herteknir. Grænland var her- tekið af Bandaríkjamönnum, Fær- eyjar og Ísland af Bretum og Borg- undarhólmur af Rússum. Ísland var alveg tapað en hinum hlutunum reyndu Danir að ná aftur. Fulltrúar Færeyja fóru til Kaup- mannahafnar til viðræðna um fram- tíð Færeyja innan danska konungs- veldisins. Þessar viðræður gengu mjög illa, ekki síst vegna þess að Færeyingarnir gátu engan veginn komið sér saman um hvað það væri sem þeir vildu. Að lokum gáfust Danir upp og efndu til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Niðurstaðan kom hins vegar á óvart. Sjálfstæði kusu 50,7% á móti 49,3% sem kusu áfram- haldandi samband við Danmörku. Aðeins munaði 166 atkvæðum á fylk- ingunum. Danski forsætisráðherr- ann lýsti því yfir að nú væri komið að því að segja skilið við Færeyjar. Færeyska Lögþingið undirbjó sjálf- stæðisyfirlýsingu og tryggði sér meirihlutafylgi við sjálfstæði þegar Jákup í Jákupsstovu lýsti yfir stuðn- ingi við tillögu þvert á vilja flokks- bræðra sinna. Danski konungurinn var samt sem áður ekki sáttur við að missa enn stærri hlut úr konungsveldi sínu. Hann sakaði Fólkaflokkinn, sem stóð fyrir sjálfstæðisyfirlýsing- unni, um að hafa gerst brotlegur við dönsku stjórnarskrána. Hann lýsti aðgerðirnar ólöglegar og leysti upp þingið. Á næsta þingfundi þegar hafði átt að reka endahnútinn á sjálfstæðisyfirlýsinguna mætti að- eins einn maður, Jákup í Ják- upsstovu. Í kjölfarið á þessu var komið á heimastjórn í Færeyjum sem málamiðlun. „Frumskógarlögmálið í prentaðri útgáfu“ Fyrirkomulagið á sambandi Dan- merkur og Færeyja hefur lítið breyst síðan. Heimastjórnarlögin sem tóku gildi 1948 hafa verið við lýði síðan. Það sem er hins vegar kannski athyglivert við þessi lög er að þau styðjast ekki við dönsku stjórnarskrána sem kveður á um eitt danskt ríki. Gerð var breyting á stjórnarskránni 1953 þar sem Græn- land er skilgreint sérstaklega sem sýsla innan Danmerkur. En hvergi er þar minnst á Færeyjar. Samband Færeyja og Danmerkur er heldur hvergi tryggt með alþjóðasamning- Sjálfstæðisbarátta Færeyinga Karlmenn í þjóðbúningnum Færeyinga. Margir hafa kannski velt því fyrir sér hvernig standi á því að Færeyingar séu ekki komnir með sjálfstæði frá Dönum, svona löngu eftir að Íslendingar fengu sjálfstæði. Aðrir velta því vafalítið fyrir sér hvernig standi á því að Færeyingar vilji fá sjálfstæði frá Dönum, þjóð sem er ekki nema brot af stærð hinnar íslensku örþjóðar. Hjörtur Smárason fjallar um sjálfstæðisbaráttu Færeyinga og veltir fyrir sér hvers vegna þeir vilji einmitt sjálfstæði nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.