Morgunblaðið - 15.07.2001, Side 23
um eða sáttmálum líkt og gert hefur
verið í tilfelli Álandseyja og Finn-
lands. Þetta gerir það að verkum að
danska ríkisstjórnin getur einhliða
afturkallað samninginn og Færey-
ingar hafa ekkert um það að segja.
Nokkuð sem þeir eru ekki sérlega
hrifnir af og hefur Högni Hoydal,
ráðherra sjálfstæðismála og Norð-
urlandasamstarfs í færeysku heima-
stjórninni, kallað heimastjórnarlög-
in „Frumskógarlögmálið í prentaðri
útgáfu“.
Stjórnarskráin nýtur heldur ekki
sérlega mikilla vinsælda í Færeyj-
um. Hún var samþykkt í Danmörku
á sínum tíma, hafnað á Íslandi en
bara komið á í Færeyjum án þess að
spyrja nokkurn álits. 5. júní er
þjóðhátíðardagur Dana og kallast
stjórnarskrárdagurinn en þann dag
tók stjórnarskráin gildi. Þessi dagur
er líka lögboðinn frídagur í Færeyj-
um þótt þeir sjálfir líti á Ólafsvöku í
lok júlí sem sína þjóðhátíð. Ráðherra
menntamála í Færeyjum þar til fyrir
skömmu, Tórbjørn Jacobsen, gaf út
yfirlýsingu nú í vor þar sem hann af-
lýsti 5. júní. Hann sagði þetta dansk-
an þjóðhátíðardag en ekki færeysk-
an og því væri engin ástæða fyrir því
að halda hann hátíðlegan í Færeyj-
um. Þessi einhliða ákvörðun ráð-
herrans var þó dregin til baka af rík-
isstjórninni og mun 5. júní vera
hátíðisdagur í Færeyjum enn um
sinn.
Færeyingar eru hins vegar komn-
ir á fullan skrið í sjálfstæðisbarátt-
unni þótt illa gangi að semja við
Dani um hvernig gera eigi hlutina.
Eitt af undirbúingsverkefnunum er
að semja færeyska stjórnarskrá.
Annað stórt verkefni er lækkun fjár-
hagsstuðnings Dana til Færeyinga.
Vinna að undirbúningi sjálfstæðis
Færeyja hefur staðið yfir frá 1998
en slitnað hefur upp úr samninga-
viðræðum við Dani ítrekað. Stærsta
vandamálið virðist það að Færeying-
ar vilja fá aðlögunartíma til 2012 til
að minnka fjárstuðninginn og kjósa
þá um sjálfstæði en Danir segja að
vilji Færeyingar stefna á sjálfstæði
þá verði skorið á allan fjárhags-
stuðning á þremur til fjórum árum
og hann orðinn enginn árið 2005.
Það er eitthvað sem færeyskur efna-
hagur ræður ekki við þó hann gangi
vel.
Það sem er áhugavert að velta
fyrir sér í þessu máli er að ef svona
mikið fjármagn streymir frá dönsku
ríkisstjórninni til þeirra færeysku,
af hverju vilja þá Færeyingar losna
og Danir halda í þá? Miðað við þetta
fjárstreymi þá skildi maður ætla að
Færeyingar myndu vilja vera áfram
hluti af danska ríkinu og njóta
áframhaldandi fjárstuðnings og að
Danir vildu losna undan þeirri fjár-
hagslegu byrði sem Færeyjar eru
þeim. Hvað veldur? Hvers vegna
taka Færeyingar upp á því nú að
berjast fyrir sjálfstæði eftir 50 ára
heimastjórn? Og hvers vegna vill
danska ríkisstjórnin ekki losna við
þá? Sérstaklega þegar haft er í huga
að Danir styrkja færeysku stjórnina
með um 14 milljörðum íslenskra
króna á ári og í nýlegri skoðana-
könnun kom fram að 2 af hverjum 3
Dönum sem spurðir voru vildu losna
við Færeyjar og aðeins 20 prósent
vildu halda í þá.
Færeyskt efnahagslíf
Fyrst ber að hafa í huga hvernig
Færeyingar sjá sjálfa sig. Annars
vegar er um að ræða hin nútíma
Færeying, þann sem fer vel klæddur
til vinnu á nýja fjölskyldubílnum
klukkan níu og kemur til baka
klukkan fimm. Hins vegar er um að
ræða hinn hefðbundna Færeying,
þann sem migið hefur í saltan sjó.
Það er sá sem eftir vinnu kastar
„vinnugallanum“, fer í færeysku
prjónapeysuna sína og út að veiða
lunda, fisk eða með öðrum hætti að
draga björg í bú. Enn þann dag í dag
er stór hluti matvæla Færeyinga
framleiddur heimavið með þessum
hætti. Þegar kemur að grindhvala-
drápunum fá allir frí í vinnu og skól-
um til að taka þátt og búið er að
koma upp kerfi sem tryggir að allir
bæjarbúar í hverju samfélagi fái
hlut af kjötinu.
Á níunda áratugnum var mikill
uppgangur í Færeyjum, togarar
voru keyptir, fiskvinnsluhús reist,
brýr byggðar og göng grafin. Stór
hluti af þessu var fjármagnaður með
erlendum lánum með ríkisábyrgð.
Færeyingar nutu hér dansks láns-
traust sem var mun meira en þeir
sjálfir gátu staðið undir. Það var svo
ekki fyrr en árið 1992 að bæði Fær-
eyingar og Danir vöknuðu af værum
blundi. Það var komið að skuldadög-
um. Efnahagurinn hrundi, 500 fjöl-
skyldur misstu heimili sín og um
7.000 Færeyingar, eða um 15% af
allri þjóðinni, fluttu af landi brott.
Danska ríkisstjórnin sá að ef ekki
yrði gripið til ráðstafana myndi
skellurinn enda hjá henni og Den
Danske Bank, dönskum ríkisbanka
sem átti dótturbanka með mikil um-
svif í Færeyjum og geta eyðilagt
danskt lánstraust á alþjóðavett-
vangi. Færeyska ríkisstjórnin var
því kölluð á fund sem endaði með því
að hún tók yfir 30 prósenta eign-
arhlut í dótturbankanum og um leið
stóran hlut ábyrgðarinnar. Þetta
varð mikið hitamál í bæði Færeyjum
og Danmörku og hver kenndi öðrum
um. Síðar hefur komið í ljós að fær-
eysku stjórninni voru gefnar upp
misvísandi upplýsingar til að skuldin
lenti þar en danska ríkisstjórnin og
Den Danske Bank slyppu við skell-
inn. Í ítarlegri rannsókn sem sett
var af stað varð niðurstaðan sú að
danska ríkisstjórnin greiddi fær-
eysku stjórninni 900 milljónir
danskra króna í skaðabætur og 500
milljónir af skuldum færeysku
stjórnarinnar til Danmerkur yrðu
aðeins greiddar ef olía fyndist og þá
vaxtalaust.
Þetta varð til þess að eyðileggja
það traust sem ríkt hafði milli Fær-
eyja og Danmerkur. Allt það sem
Danmörk hafði staðið fyrir í Fær-
eyjum, hið efnahagslega og hið póli-
tíska var hrunið. Fjölskyldurnar
drógu fram lífið með því að lifa nær
eingöngu á eigin framleiðslu í mat
og nota hverja einustu krónu af
launum sínum til að greiða niður
skuldir. Hin hefðbundnu færeysku
gildi og venjur voru það sem gerði
Færeyingum kleift að vinna sig svo
hratt út úr vandanum. Neyslan í
Færeyjum breyttist úr 20% um-
frameyðslu á ári í að verða 7% minni
en þjóðartekjur. Í dag er tekjuaf-
gangur um 500 milljónir danskar á
ári af færeysku fjárlögunum en
styrkurinn frá dönsku stjórninni
nemur 1,2 milljörðum danskra króna
eða um þriðjungi af tekjum fær-
eysku stjórnarinnar. Afgangurinn af
styrknum fer í að greiða niður
skuldir.
Brostið traust, efnahagslegt og
pólitískt hrun og endurreisn Fær-
eyja með því að reiða sig á hin hefð-
bundnu færeysku gildi og færeysku
venjur varð til þess að raddir um
sjálfstæði Færeyja frá Danmörku
urðu háværari en nokkurn tímann
fyrr. Færeyingar höfðu öðlast aukna
trú á eigið ágæti og á að þeir gætu
bjargað sér sjálfir og áhugi almenn-
ings í Danmörku á að halda Fær-
eyjum nánast hvarf. Í samningnum
um skaðabæturnar eftir bankamálið
svokallaða 1998 var ákvæði þar sem
danska ríksstjórnin samþykkti að
færeyska stjórnin myndi vinna að
undirbúningi sjálfstæðis eyjanna. Sú
vinna var strax sett í gang og Hvíta-
bók var skrifuð sem var áætlun um
hvernig skyldi staðið að verki. Áætl-
unin gekk vel eftir og hverjum hlut-
anum á eftir öðrum var hrundið í
framkvæmd. Það var svo ekki fyrr
en kom að samningaviðræðunum við
Dani að allt sigldi í strand. Fær-
eyingar boðuðu til kosninga sem
halda átti 26. maí síðastliðinn um
sjálfstæði Færeyinga. Fyrstu skoð-
aanakannanir sýndu fylgi með sjálf-
stæði en Poul Nyrup Rasmussen,
forsætisráðherra Dana, var fljótur
að ná fylgi niður fyrir helming með
hótunum um að skera á allan fjár-
stuðning ef úrslitin yrðu já. Það fór
því svo að kosningunum var frestað
um óákveðinn tíma.
Staða Færeyja tengist Grænlandi
En hvaða ástæður geta verið fyrir
því að dönsku ríkisstjórninni er
svona mikið í mun að halda í Fær-
eyjar þegar þær gera ekkert annað
en að kosta þá peninga? Ekki trygg-
ir það henni atkvæði því meirihluti
danskra kjósenda álítur Færeyinga
lifa af skattpeningum sínum og vilja
því losna við þá hið snarasta. Ekki er
það heldur olíuauðurinn því Dan-
mörk viðurkenndi fullan rétt Fær-
eyinga til olíunnar árið 1992. En eitt-
hvað hljóta þær að gera annað en að
kosta dönsku ríkisstjórnina peninga.
Almenn þjóðernishyggja og vilji til
að geta státað af konungsveldinu
Danmörku eru ekki ástæður sem
geta staðið einar og sér þannig að
leita verður víðar. Veigamikill þátt-
ur sem hefur áhrif þarna er staða
Grænlands innan danska konungs-
ríkisins. Grænland hefur verið með
heimastjórn frá því árið 1979 en ekki
hefur verið nein krafa um sjálfstæði.
Hins vegar ef Færeyjar fá sjálfstæði
frá Dönum gæti það mjög vel orðið
til þess að Grænland myndi fylgja í
kjölfarið og hefja sína sjálfstæðis-
baráttu fyrir alvöru. Það þarf því að
skoða hvaða þýðingu Grænland og
Færeyjar saman hafa fyrir danska
ríkið.
Vera Grænlands og Færeyja inn-
an danska konungsveldisins stækk-
ar það margfalt. Grænland eitt og
sér er fimmtíu sinnum stærra en
Danmörk eða jafn stórt og allt Evr-
ópusambandið samanlagt. Þegar
Grænland sagði sig úr Evrópusam-
bandinu árið 1983 minnkaði land-
fræðilegt flatarmál sambandsins um
helming. Aðeins Rússland af ríkjum
Evrópu ræður yfir stærra landsvæði
en Danmörk. Þetta styrkir mjög
samningsstöðu Dana á alþjóðavett-
vangi þar sem Danmörk er aðeins
smáríki í samfélagi þjóðanna. Fyrir
nokkrum árum gerði færeyski hag-
fræðingurinn Jonhard Eliasen rann-
sókn á því hvaða efnahagslega þýð-
ingu Færeyjar og Grænland hafa
fyrir Danmörku í varnarsamstarfi
NATO. Hann komst að því að fram-
lag Danmerkur til varnarsamstarfs
NATO nam 2,3% af þjóðartekjum
Dana á tímabilinu 1976–1989. Ef
miðað er við nokkuð sambærileg
lönd eins og Holland og Noreg þá
leggja þessar þjóðir til um 3% af
þjóðartekjum sínum til varnarsam-
starfs. Danmörk fær afslátt á fjár-
útgjöldum gegn því að leggja til
Færeyjar og Grænland til sam-
starfsins. Sparnaðurinn er 360 millj-
örðum íslenskra króna meiri á um-
ræddu tímabili en framlag dönsku
ríkisstjórnarinnar var til beggja
landa samanlagt. Sé þetta hlutfall
óbreytt er danskra ríkisstjórnin að
spara sér marga milljarða á hverju
ári meðan þeir halda óbreyttu sam-
bandi við Grænland og Færeyjar en
ekki að tapa milljörðum eins og fjár-
styrkurinn einn og sér gefur til
kynna.
Annar mikilvægur þáttur er hern-
aðarlegt mikilvægi eyjanna fyrir
Bandaríkjamenn. Ríkisstjórn Bush
stefnir að því að koma upp eld-
flaugavarnarkerfi til að verja
Bandaríkin gegn hugsanlegri óvina-
árás. Til þess að geta sett upp þetta
kerfi er ein herstöð sérstaklega mik-
ilvæg. Það er Thule-herstöðin á
Norðvestur-Grænlandi. En til að
geta sett upp kerfið þar þarf rík-
isstjórn Bush samþykki danskra
stjórnvalda. Jafn áköf og ríkisstjórn
Bush er að koma upp eldflaugavarn-
arkerfinu er ríkisstjórn Pútíns í
Rússlandi áköf í að koma í veg fyrir
það. Það er því mikilvægt fyrir
Rússa að Danir gefi ekki leyfi fyrir
því að Thule-stöðin verði notuð.
Þetta setur smáríkið Danmörku í
lykilstöðu í öllum samningaviðræð-
um við þessi stórveldi. Án Græn-
lands hefði skoðun eða hugmyndir
danskra stjórnmálamanna afskap-
lega lítið vægi í samanburði við nú-
verandi stöðu. Fái Færeyjar sjálf-
stæði raskast þetta jafnvægi og
líkurnar aukast á að Danir missi líka
Grænland. Því er mjög mikilvægt
fyrir Danmörku að halda Færeyj-
um. Hvað úr verður mun hins vegar
framtíðin ein leiða í ljós.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Brostið traust,
efnahagslegt og
pólitískt hrun og
endurreisn Færeyja
með því að reiða sig
á hin hefðbundnu
færeysku gildi og
færeysku venjur varð
til þess að raddir um
sjálfstæði Færeyja frá
Danmörku urðu há-
værari en nokkurn
tímann fyrr.
Morgunblaðið/RAX
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 23