Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG HEF verið sóknarprest-ur í Árbæjarkirkju í 30ár,“ segir GuðmundurÞorsteinsson lágt en meðþeirri festu, hógværð og rósemi sem einkennir framkomu hans. Það er eitthvað í fari Guð- mundar sem vekur strax virðingu og traust. Hér fer maður sem þarf ekki að hækka róminn til þess að fá menn til að hlusta. Skapmikill prakkari „Ég var heldur erfitt barn. Mér var sagt það að minnsta kosti,“ segir Guðmundur hlæjandi. „Ég vona að mér hafi tekist ágætlega að temja mig með árunum og að láta mér lynda við minn innri mann. Ég var svolítill prakkari í mér, frekar óstýri- látur og skapmikill. Það var ýmislegt sem kom upp á ef mér sinnaðist við einhvern. Ég hljóp kannski inn að borði og tók dúkinn af með öllu því sem á honum var. Ég man eftir því að það var gamall maður á heimilinu sem ég leitaði oft til. Ef illa lá á mér þá fór ég alltaf upp á loft til gamla mannsins því hann hafði oft einn lag á mér. Hann gat sefað mig með sinni hægð og rólegheitum. Þetta er nú að- eins eitt af mörgu sem sannar það hve gott er að kynslóðirnar búi sam- an. Stórfjölskyldan hafði nefnilega margt til síns ágætis. Ég tók eftir, þegar ég var prestur í Borgarfirð- inum, að börn sem komu frá heim- ilum þar sem afi og amma voru heima líka voru miklu betur í stakk búin til að hefja námið. Þau voru yf- irleitt læs þegar þau komu í skólann og kunnu heilmikið af ljóðum. Það var alveg greinilegt að afi og amma höfðu gefið sér tíma til þess að sinna þeim.“ Byrjaði snemma að sækja kirkju Guðmundur er Húnvetningur og er fæddur í Steinnesi í Sveinsstaða- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu. „Faðir minn var prestur og prófast- ur þar. Hann þjónaði meðal annars á Þingeyrum, því fræga setri þar sem fyrsta klaustrið var stofnað og náði fótfestu á Íslandi. Það hét Þingeyr- arklaustur var þarna frá árinu 1133 til siðaskipta árið 1551. Geysileg bók- menntaiðja var stunduð í klaustrinu og var það í miklu áliti. Þar voru sög- ur Noregskonunganna til dæmis skrifaðar og ýmsar sögur heilagra manna. Klaustrið var mér alltaf mjög hugleikið því bernskukirkjan mín var á Þingeyrum. Ætli ég hafi ekki verið árs gamall þegar ég fór að sækja kirkjuna. Hún er ein sú falleg- asta á landinu, hlaðin úr höggnu grjóti sem var sótt langa leið úr svo- kölluðum Ásbjarnarnesbjörgum og dregið með uxum á ís yfir Hópið og til Þingeyra. Það var einn maður sem byggði þessa kirkju og telst það óskaplega mikið framtak. Ásgeir Einarsson hét hann og var bóndi á Þingeyrum. Í henni eru alveg geysi- lega fallegir munir. Altarisstafninn er frá miðöldum, sennilega einn af tveimur í heiminum og svo er þarna skírnarfontur og predikunarstóll frá lokum 17. aldar. Þetta var og er afar merkilegur staður og má líkja hon- um á vissan hátt við Hóla og Skál- holt.“ Langaði til að verða kennari „Á tímabili ætlaði ég mér jafnvel að fara í annað en guðfræði en það breyttist. Mig langaði að læra forn- málin, grísku og latínu, og verða kannski menntaskólakennari. Þetta var að brjótast í mér á tímabili en ég tók guðfræðina fram yfir. Ég er samt sem áður búinn að kenna mikið um ævina fyrir utan það að fræða ferm- ingarbörnin. Meðan ég var á Hvann- eyri kenndi ég við bændaskólann þar og við háskóladeildina líka. Ég kenndi einnig í farskóla því það vant- aði kennara í barnaskólann. Það var út af fyrir sig ákveðin reynsla því þá voru auðvitað ekki neinar aldurs- skiptingar í hópa heldur voru krakk- arnir allir í sama hópnum. Það gat verið mjög erfitt og ég var svolítinn tíma að venjast því. Krakkarnir voru á hinum og þessum stað í náminu. Það var ósköp gaman að þessu. Námsárangur krakkanna var mjög góður og hafa margir þeirra orðið miklir menntamenn. Ég var einnig prófdómari í ýmsum skólum, til dæmis við Samvinnuskólann á Bif- röst og þá í húmanískum fræðum, tungumálunum og sögu. Eftir að ég kom suður kenndi ég fyrst aðeins við Árbæjarskóla og síðan við Laugar- lækjaskóla. Mér hefur alltaf þótt af- ar skemmtilegt að kenna. Ég held að það eigi nokkuð vel við mig. Kannski gengur það í ættir því pabbi minn var góður kennari og hélt unglinga- skóla á heimilinu þegar ég var að alast upp.“ Vígðist á Hvanneyri Þegar Guðmundur var í háskólan- um festi hann ráð sitt og kvæntist. „Konan mín, Ásta Bjarnadóttir, er héðan úr Reykjavík og er sjúkraliði að mennt. Ég vígðist svo á Hvann- eyri í Borgarfirði árið 1956 og áttum við hjónin þá eitt barn. Hvanneyri var hálfgerður draumastaður okkar hjóna vegna þess að hann var nærri því mitt á milli foreldra minna sem voru í Húnavatnssýslunni og for- eldra konu minnar sem voru hér í Reykjavík. Þetta er ekki fjölmennt prestakall en þarna var mjög nota- legt að vera. Það er fallegt í Borg- arfirðinum og skemmtilegt og mynd- arlegt fólk þarna. Við þekktum hvern einasta mann. Alveg stórgáf- aðar ættir í Lundarreykjadal og víð- ar. Á Hvanneyri áttum við okkar bestu ár og vorum þar í rúm fjórtán ár eða til ársins 1970. Ég var með svolítinn búskap og hafði löggilt býli sem heitir Staðarhóll. Býlinu fylgdi þriggja hektara tún og 200 hest- burða engi. Presthjónin sem voru þarna á undan okkur höfðu látið byggja fjós og fjárhús. Það kom að góðum notum og var ég með kindur og notaði sumarfríið til að heyja. Ég kunni vel til verka fannst mér enda alvanur því í sveitinni heima,“ segir Guðmundur dreyminn á svip. Fékk lömunarveiki 17 ára gamall „Á námsárunum var ég í fæði og húsnæði hjá afskaplega góðu fólki. Ég var þá svo óheppinn að fá Ak- ureyrarveikina svokölluðu. Ég lá í átta vikur í rúminu því þá var um að gera að liggja og hreyfa sig sem minnst til þess að ég hreinlega lam- aðist ekki. Ég hafði herbergi hjá fólkinu uppi á lofti í húsinu en þau tóku mig niður í stofu og létu mig liggja í stofunni allan tímann meðan ég var veikur til þess að gera mér auðveldara fyrir. Það var erfitt fyrir ungling að liggja svona lengi aðgerð- arlaus en ég var heppinn og slapp vel. Það hafði á vissan hátt haft áhrif á þá ákvörðun mína að verða prest- ur.“ Reisti þrjár kirkjur Guðmundur hefur greinilega ekki slegið slöku við í starfinu og hefur verið iðinn við uppbyggingu innan kirkjunnar. „Á meðan ég var á Hvanneyri voru reistar tvær kirkjur. Önnur er á Bæ í Bæjarsveit, þar sem gerð var tilraun til klausturstofnun- ar um miðja 11. öldina, og hin er í Lundi í Lundarreykjadal. Kirkjurn- ar eru því orðnar þrjár sem ég hef átt þátt í að reisa og byggja upp því sú síðasta er Árbæjarkirkja hérna í Ár- bænum. Það kostaði heilmikla vinnu og fjáröflun en það var gaman. Auð- vitað verður presturinn að vera í far- arbroddi við að hvetja og drífa þetta áfram, að minnsta kosti áhugalega séð. Eftir að ég kom hingað suður varð það mitt stærsta verkefni að byggja kirkju í Árbænum. Það var nú meira en að segja það. Það vant- aði alltaf peninga og alltaf var stöðug fjáröflun í gangi með öllu hugsanlegu móti. Fólk var afar góðfúst og vann stór hópur manna sjálfboðaliðastörf hérna í söfnuðinum við uppbyggingu kirkjunnar. Það var ekki um annað að ræða því það voru engir peningar til að ráða starfsmenn. Mér er minn- isstætt þegar fólk var að koma hing- að með naglbíta til að vinna í kirkju- grunninum í sjálfboðaliðsstarfi. Þetta var allt fólk sem lagði sig mjög fram við að koma kirkjunni upp. Mikið var gert af því að selja tómar flöskur, halda kaffi- og kökubasar, spilakvöld og allt þar á milli. Það varð að byggja þessa kirkju upp með fjáröflunarstarfsemi svo hér var fjáröflunarnefnd, kirkjubyggingar- nefnd og svo sóknarnefndin auðvit- að. Einnig safnaðarfélögin; kven- félagið og bræðrafélagið. Sóknar- gjöldin voru þá svo lág að það var ekkert hægt að gera fyrir þau. En þetta tók allt tímann sinn.“ Nam klaustursögu í Danmörku „Kirkjusaga hefur verið mikið áhugamál hjá mér,“ segir Guðmund- ur glaðlega. „Árið 1964-1965 fórum við fjölskyldan til Árósa þar sem mig langaði til þess að læra meira um klaustursögu. Ég sótti fyrirlestra um veturinn og vann á ríkisbókasafni Dana. Mig langaði að finna hvaðan við höfum fengið þessa hreyfingu hingað til Íslands. Það tókst svona ágætlega en það er erfitt að finna al- gjöra sönnun. Mér sýnist að hreyf- ingin hafi farið frá Englandi og í gegnum Noreg og þaðan til Íslands. Við vorum í átta mánuði úti og skiptu þrír nágrannaprestar því á milli sín að þjóna prestakallinu fyrir mig á meðan. Þetta var mjög góður tími. Ég hef þó ekki sinnt þessu áhuga- máli mínu í þó nokkurn tíma því þetta mikla starf hér í Árbænum kom í veg fyrir það. Það er spurning hvað ég geri í framtíðinni. Þá hef ég tíma til að fara á söfn, lesa og kannski skrifa án þess að ég ætli að fara út í að skrifa ævisögu. Það hefur aldrei hvarflað að mér,“ segir Guð- mundur og hlær við. Starfið í Árbænum „Það var mikil breyting að koma hingað til Reykjavíkur. Þá kynntist ég tiltölulega þröngum hópi enda voru hérna um 12.000 manns áður en Grafarvoginum var skipt út. Héðan færði fólk sig til í borginni án þess að kveðja kóng né prest. Allt í einu var fólkið farið og annað komið í staðinn. Það er rosalega mikill munur á því að þekkja hvern einasta sóknarmann í fámennu prestakalli og að fara í tíu sinnum fjölmennara eins og Árbæj- arprestakallið var þegar ég kom hingað. Upphaflega taldist allt hérna austan Elliðaánna og að borgar- mörkunum til Árbæjarsóknar. Þetta var eins og lítið sveitarfélag á stærð við Akranes og Keflavík. Menn nefndu það bæði í gamni og alvöru að við ættum að stofna sérsveitarfélag hér fyrir ofan Elliðaárnar. Það hefur þó orðið mikil breyting frá því ég kom. Nú eru hér nærri 9.000 manns og tveir prestar.“ Margs að minnast og margt að þakka Guðmundur segir ýmislegt hafa borið við á langri starfsævi sinni, þá bæði skemmtilegir atburðir sem og erfiðir. „Einhvern tímann fór raf- magnið af hjá okkur í aftansöng á að- fangadag og kom svo aftur þegar verið var að tóna jólaguðspjallið „Lífið var ljós mannanna“. Svo var ég einu sinni að gifta út í Árbæjar- safnskirkju á aðfangadag í blindhríð og hjónaefnin komu í tvíhjólatrukk og ég á jeppa. Það var svo mikill snjór að við óðum þarna næstum upp fyrir mitti í safninu því garðarnir sem eru háir voru sneisafullir af snjó. Margt skemmtilegt gerðist en preststarfið getur einnig verið mjög erfitt. Það erfiðasta og hryggilegasta sem presturinn lendir í er að þurfa að tilkynna mannslát sem hefur bor- ið skyndilega að. Það er nánast eins og að henda sprengju inn á heimili fólks. Það er merkilegt hvað maður mætir miklum styrk hjá fólkinu og er eins og því gefist eitthvað. Auðvitað er það líka álag að vera á stöðugri Á tímamótum Morgunblaðið/Þorkell Séra Guðmundur stóð fyrir byggingu þriggja kirkna á prestsferli sínum. Síðust og stærst var Árbæjarkirkja. Guðmundur Þorsteinsson, prestur í Árbæjarkirkju og dómprófastur í Reykjavík, lét af störfum síðastliðin áramót og lauk þar með langri og farsælli starfsævi. Sólveig Hildur Björnsdóttir skyggndist með honum inn í veröld liðinna daga og ræddi við hann um upp- vöxtinn, áhugamálin, prest- störfin og kirkjuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.