Morgunblaðið - 15.07.2001, Page 25
vakt og geta verið kallaður út hve-
nær sem er. Prestar hafa oft þurft að
vinna lasnir því það er ekki hlaupið
að því að fá annan í staðinn til dæmis
ef á að fara að jarða einhvern. Þetta
er auðvitað álag og þá sérstaklega ef
prestakallið er fjölmennt eins og það
var þegar ég kom hingað fyrst. Þetta
hefur lagast núna eftir að það fóru að
vera fleiri en einn prestur í sóknun-
um.“
Hlutverk prestsins
Guðmundur hefur ákveðnar skoð-
anir á starfshlutverki presta. „Prest-
starfið er fyrst og fremst boðun
fagnaðarerindisins. Prestinum ber
að boða Jesú Krist, hann krossfestan
og upprisinn. Það er meginmálið að
koma þeim skilaboðum áleiðis til
fólksins. Svo er það auðvitað með-
höndlun sakramentanna. Þau eru
tvö; skírnin og heilög kvöldmáltíð, og
eru helgir leyndardómar kirkjunnar.
Síðan er það uppfræðsla ungdóms-
ins, fermingarundirbúningurinn til
dæmis, og sálgæslan. Þetta eru að-
alþættirnir og í þessu felst frumþjón-
usta prestsins sem hann verður auð-
vitað fyrst og fremst að helga sig.
Þar að auki tekur hann að sér ýmsa
sérþjónustu, sem er meira á félags-
legum grunni, eins og starf fyrir
aldraða, æskuna og fleira. Prestur-
inn er þó fyrst og fremst boðandi trú-
arinnar fyrir fagnaðarerindið. Svo er
auðvitað alls konar hjálparstarf sem
kirkjan og presturinn kemur inn í,
meðal annars að fara með hjálp safn-
aðar og líknarfélaga til þeirra sem
eru þurfandi. Presturinn lendir iðu-
lega í því að úthluta þeirri hjálp ef
hún er á safnaðargrundvelli. Svo er
auðvitað Hjálparstarf kirkjunnar
sem er miklu breiðara og nær til
allra.“
Framtíð kirkjunnar á Íslandi
Guðmundur er bjartsýnn á fram-
tíð kirkjunnar á Íslandi. „Ég held að
starf kirkjunnar hafi sjaldan eða
aldrei verið fjölbreyttara en það er í
dag. Ótrúlega margt fólk kemur ná-
lægt starfi kirkjunnar. Kórastarfið
er til dæmis mjög blómlegt og svo
eru alls konar fundir og fyrirlestrar
sem haldnir eru fyrir fullorðna og
foreldra fermingarbarna. Nú bíður
kirkjan ekki eftir að fólk komi til
hennar heldur verður sífellt algeng-
ara að prestarnir fari í skólana og
leikskólana með sinn boðskap. Það
hefur mælst vel fyrir. Söfnuðirnir
eru vel í stakk búnir fjárhagslega til
að geta launað fólk í ýmis störf, þó ég
kannski sakni alltaf sjálfboðaliða-
starfsins, að geta gefið sig í slík störf
og að fá umbunina í gleðinni yfir því
að hafa unnið gott verk. Annars held
ég að kirkjan eigi sér mjög góða
framtíð því hún hefur það erindi við
fólk að það getur ekki án hennar ver-
ið. Kirkjan er með á stærstu stund-
um í lífi fólks bæði í gleði og sorg.
Það er fullt af fólki sem sækir kirkj-
una þó að það sé verið að reyna að
halda því gagnstæða fram. Það á
ekki við lengur að kirkjurnar séu
tómar.“
Hver er sinnar gæfu smiður
Guðmundur segir lífsgæðin felast
meðal annars í því að vera sáttur við
sjálfan sig. „Allt sem á að lifa þarf að
fá sína næringu,“ segir Guðmundur
hugsandi. „Mikilvægt er að geta ver-
ið sáttur við sjálfan sig og náunga
sinn og að eiga sér einhvern tilgang í
lífinu. Til að hjónaband gangi þurfa
báðir einstaklingar að sýna hvor öðr-
um tillitssemi og mætast á miðri leið.
Það verður að taka fólki eins og það
er, horfa á jákvæðu hliðarnar og
gleyma auðvitað ekki að vefja ákveð-
inni rómantík utan um það. Það er
gaman að sjá aldrað fólk sem er
kannski jafn ástfangið og það var í
byrjun sambands. Þrátt fyrir allt
sem getur komið fyrir í hjónabandi
þá get ég ekki fundið neitt annað
samkomulagsform sem hentar bet-
ur. Prestar tala við brúðhjónin fyrir
giftingu og leggja þeim lífsreglurnar,
sérstaklega ef ungt fólk á í hlut. Það
er mjög nauðsynlegt. Fólk tekur því
ósköp vel sem prestar eru að segja
en auðvitað verður hver og einn að
finna sinn takt í lífinu. Það getur
enginn sagt öðrum raunverulega fyr-
ir verkum. Það er jú með þetta eins
og annað í lífinu að hver er sinnar
gæfu smiður.“
Höfundur er kennari
og nemi í hagnýtri fjölmiðlun.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 25
ERTU Á LEIÐ TIL ÚTLANDA?
Allt að 40%
sparnaður að
kaupa gleraugun
hjá okkur
Það tekur aðeins
15 mínútur
að útbúa öll
algengustu
gleraugu
Hvergi meira úrval
af umgjörðum
og sólgleraugum
OPTICAL STUDIO FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Ábyrgðar og þjónustuaðilar: Gleraugnaverslunin í Mjódd Gleraugnaverslun Keflavíkur Gleraugnaverslun Suðurlands
GLERAUGNAVERSLUN Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
FÆREYINGAR gerðu nýlega
samning við Evrópusambandið um
eftirlit með dýrum og matvælum
sem flutt eru inn í landið, en í
samningnum felst að lifandi dýr
sem flutt eru til Færeyja verða
fyrst að fara í gegnum höfn sem
verið hefur skráð sem dýrainn-
flutningshöfn og gangast undir
læknisskoðun í þar til gerðri skoð-
unarstöð. Þá þurfa matvæli sem
flutt eru inn í landið að koma frá
vinnslustöðvum sem hlotið hafa til-
skilda vottun frá yfirdýralækni út-
flutningslandsins.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ernu Björnsdóttur hjá Úflutnings-
ráði Íslands hafa reglur sem þess-
ar verið í gildi á Evrópska efna-
hagssvæðinu, en áður en Færeyjar
gerðu samning við Evrópusam-
bandið um þessi mál hafi verið
hægt að flytja dýr og matvæli
beint til Færeyja.
Samningurinn hefur valdið vand-
kvæðum fyrir hrossaútflytjendur á
Íslandi en hann leiðir til þess að
hrossin þurfa nú að gangast undir
læknisskoðun í eftirlitsstöð áður en
af innflutningi til Færeyja verður,
en slík skoðunarstöð er ekki til í
Færeyjum. Næsta eftirlitsstöð er í
Árósum í Danmörku og því þarf að
byrja á að flytja hrossin þangað og
lengir þetta útflutningsferlið um
marga daga.
Sömu reglur eru í gildi hvað
varðar útflutning á matvælum, en
að sögn Ólafs Friðrikssonar hjá
landbúnaðarráðuneytinu hefur Ís-
land nýlega komist á lista hjá ESB
yfir þriðju ríki sem hafa leyfi til að
flytja matvæli beint út til Evrópu-
sambandslanda. Þeir framleiðend-
ur sem það ætla að gera þurfi hins
vegar að fullnægja skilyrðum ESB
um aðstæður hér heima fyrir. Eins
og staðan er í dag fullnægja engir
íslenskir eggjaframleiðendur þess-
um skilyrðum og Ólafur segir að
um leið og þeir geti uppfyllt staðla
ESB sem yfirdýralæknir tekur út,
fái þeir að flytja út egg til Fær-
eyja.
Næsti leikur í þessum efnum sé
því í höndum íslenskra framleið-
enda, en útflutningur á eggjum til
Færeyja hefur verið nokkur þó
verð hafi verið lágt. Þau eggjabú
sem helst hafa flutt út egg til Fær-
eyja eru aðallega tvö, Stjörnuegg
og Nesbú.
Leysa þarf málið
í sameiningu
Högni Kristjánsson hjá við-
skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt-
isins segir að verið sé að reyna að
finna lausn á þeim vandkvæðum
sem hlotist hafa af útflutningi
hrossa til Færeyja vegna hins nýja
samnings Færeyinga við Evrópu-
sambandið og hafi utanríkisráð-
herra í því augnamiði tekið málið
upp við Mogens Lykketoft utanrík-
isráðherra Dana sem heimsótti Ís-
land á dögunum.
Að sögn Högna verður reynt að
leysa málið í samvinnu við Fær-
eyinga, Evrópusambandið og Dani,
en hins vegar sé ekki sé ljóst hve-
nær það takist.
Vandkvæði í útflutningi hænueggja og hrossa til Færeyja vegna reglugerðar
Ekki víst hve-
nær lausn finnst
á málinu