Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 33
✝ Auður Guðjóns-dóttir fæddist í Skaftafelli í Vest- mannaeyjum 7. apr- íl 1918. Hún lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Ísafirði 30. maí síðastliðinn. Útför Auðar fór fram 12. júní frá Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu. Auður Guðjónsdóttir fæddist á Skaftafelli í Vestmannaeyjum og var fjórða elst af ellefu systkinum. Ung að árum gerðist hún meðlimur í Hvítasunnu- kirkjunni Betel ásamt systkinum sínum, foreldrum og ömmu. Fjölskyldan á Skaftafelli var söng- elsk fjölskylda og ung lærði mamma að spila á gítar þótt það væru bara hin svokölluðu vinnukonugrip. En það að geta spilað veitti henni óblandna ánægju og ég man að hún sagði oft að á kvöldin þegar allir voru komnir upp í rúm hefði hún setið á eldhúsborðinu og sungið og spilað angurvær ættjarðarlög. Hún ílentist hér á Ísafirði eftir stríð og gerðist ráðskona hjá pabba sem þá var ekkjumaður með þrjú börn og giftu þau sig árið 1946. Eins og í Vestmannaeyjum tók mamma virkan þátt í safnaðarstarfinu hér í Hvítasunnukirkjunni Salem og var alltaf boðin og búin að taka til hend- inni við hvaða þjónustur og störf sem henni voru falin eða henni fannst hún ætti að gera. Þó var það söng- urinn og hljóðfæraslátturinn sem bar mest á. Og þó að barnahópurinn væri stór, því þau áttu sex börn sam- an, hafði hún alltaf tíma fyrir okkur krakkana, heimilið og safnaðarstarf- ið. Pabbi og mamma áttu land í Arnardal og þar reis sumarbústað- ur sem ég er mjög hreykin af að hafa fæðst í. Sextán ár samfellt fluttu þau búferlum úr Sundstræt- inu og út í Arnardal á vorin og komu ekki heim fyrr en eftir göngur á haustin. En eftir það var farið um hverja einustu helgi í mörg ár. Þar þurfti hún engar áhyggjur að hafa af okkur og þar gátum við verið frjáls. Það að geta verið í sveitinni svona meira og minna yfir sumarið AUÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR var alveg meiriháttar. Mamma var mikið gefin fyrir blóm og tré og langaði að læra garðyrkju sem aldrei varð af en þarna í sveit- inni gat hún látið draum sinn rætast að einhverju leyti og ræktaði þar alls konar blóm og tré, grænmeti og kartöflur. Eins var hún með fallegan blómagarð við gamla húsið í Sundstrætinu. Sá náttúruunnandi sem hún var sá hún sköpun Guðs í hverju litlu blómi og tré og kenndi okkur að meta þessa sköpun og að við gætum komið til Drottins Guðs hvar sem við værum og að Hann væri alls staðar nálægur. Hún kenndi okkur að ganga vel um náttúruna og löngu áður en farið var að flokka ruslið hér í bæ að ráði var hún byrjuð. Söngurinn fylgdi henni alla tíð og það var mikið sungið í Sundstrætinu. Oft var setið á kvöldin og um helgar, sungið og spilað og við tvær sungum mikið saman. Erfði ég þá gjöf frá henni að geta flakkað á milli radda og þannig sungum við alltaf saman, tvíraddað. Eins fræddi hún okkur á orði Guðs. Hún kenndi okkur að elska og meta Jesú Krist sem hinn eina og sanna frelsara, halda fast í Hann og leggja allt okkar traust á Hann, sama hverjar kringumstæð- urnar væru. Það eitt er ómetanlegt. Hún bað fyrir okkur börnunum sín- um, mökum og barnabörnum og ég veit að við vorum í huga hennar og bænum á hverjum degi. Hvert sem við fórum gegnum árin lagði hún okkur alltaf í hendi Drottins og treysti því að Hann myndi vernda okkur og varðveita. Ég er stolt af að hafa átt hana fyrir móður og hafa fengið að alast upp á þennan hátt. Í mörg ár var hún útivinnandi og vann þá mest í rækju og frystihúsum og eins á gamla elliheimilinu og við ræstingar. Rétt eftir áttræðisafmælið hennar var hún greind með Alzheimersjúk- dóm og fékk þá meðhöndlun og lyf samkvæmt því en fyrir rúmu ári var hún lögð inn á öldrunardeild Sjúkra- húss Ísafjarðar. Baráttan við Alz- heimersjúkdóminn var orðin að stað- reynd og smám saman braut hann niður þessa þróttmiklu og dugmiklu konu. Lyfin sem höfðu hægt á framþróun sjúkdómsins um eins og hálfs árs skeið voru hætt að virka og nú lá leiðin einungis niður á við. Þeg- ar ég lít til baka sé ég að sjúkdóms- ferlið var tíu til tólf ára tímabil, en þá, þegar ýmsar breytingar fóru að gera vart við sig hjá henni, gerði hvorki ég né aðrir aðstandendur okkur grein fyrir því hver ástæðan var. Hún var þá sett á alls konar lyf til varnar kvíða, hræðslu og óróleika sem gerðu mismunandi mikið gagn. Það var erfitt að sjá hvernig hún breyttist í skapi og háttum og sér- staklega var þetta síðasta ár erfitt fyrir hana, þar sem henni leið illa andlega og líkamlega og lengi ákall- aði hún Drottin og beið eftir kalli Hans. Þótt það væri erfitt að horfa upp á móður sína hverfa inn í heim minnisleysis og vita það að oft þekkti hún mig ekki með nafni þótt hún átt- aði sig á að ég var ein af dætrunum, en stundum var ég bara góð kona sem heimsótti hana, þá átti hún líka góðar stundir og þær stundir voru mjög dýrmætar. Þá sungum við saman sálma og kóra sem hún mundi og falleg ætt- jarðarlög, lásum í Biblíunni, rifjuð- um upp góðar stundir í Arnardaln- um og skoðuðum gamlar og nýjar myndir af systkinum hennar, börn- um og barnabörnum. Einn morguninn í maí eftir að hún hafði verið mikið veik og ég svaf hjá henni í herberginu, vaknaði hún kl. hálfsjö. Ég heyrði hana tala eitthvað við sjálfa sig svo ég settist við rúmið hjá henni og spurði hvernig henni liði. Hún sagði að sér liði vel og var ánægð á svipinn. Síðan spurði hún mig hvort mamma sín og pabbi væru ekki dáin og ég játti því, það væru nokkuð mörg árin liðin síðan þau fóru og að nú væru þau hjá Guði og eins systkini hennar þrjú sem voru dáin og nú væru þau öll syngjandi hjá Jesú. Þá brosti hún svo fallega og sagði: „Já, auðvitað.“ Hún vissi hvert hún stefndi og það var enginn efi í hjarta hennar að einn daginn myndi hún hitta mömmu sína og pabba og systkini sín hjá þeim eina sanna Guði sem hafði verið styrkur hennar og hlíf alla tíð. Þrátt fyrir söknuð og ákveðið tómarúm er ég þakklát fyrir að vita það að núna er hún í Paradís þar sem enginn kvíði, sársauki eða kvöl er, heldur einungis gleði og fögnuður. Og ég kveð ástkæra móður með þau fyrirheit í hjarta að við eigum eftir að sameinast að nýju og vera saman um alla eilífð. Auður Arna. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 33 Dauðinn er svo skrítinn, alla vega finnst okkur það sem lifum enn. Hvernig getur líf horfið, orðið ekki að neinu, verið til einskis? Hve grimmt að fá að smakka á lífsins veigum, elska – út af lífinu, en verða svo að deyja – fara frá þeim sem maður elskar eða þeir frá okkur. Þetta er sjón- arhorn lifandi manneskju. Ég átti þrjár ömmur og nú eru þær allar dánar. Þeim hefur sjálf- sagt fundist skrítið að þurfa að deyja fyrst þær voru á annað borð lifandi. En ég trúi því að þessi dauðagáta sé þeim nú ljós og að þær séu sáttar í eilífðinni. Prjón- andi sokka og ullarpeysur eða eld- andi grjónagraut og bakandi sól- arlummur með rúsínum. Ég held meira að segja að dauð- inn hafi verið ömmu Önnu kær- kominn þegar hann frelsaði hana frá vanheilsu og verkjum, einsemd og andlegri hrörnun. Það er ekki auðvelt að vera gamall í nútíma- samfélagi. Líkaminn svíkur, heilsan bilar og maður verður háður öldrunar- þjónustu samfélagsins, elliheimili eða heimaþjónustu sem sér um að koma í mann mat og losa mann við hann, þrífa mann og minna mann á að taka lyfin svo maður deyi nú ekki frá þessum herlegheitum. Maður er dagsverk, eins og kýr sem þarf að mjólka eða gras sem þarf að slá. Maður er hlutur. Að- standendur hafa lítinn tíma, vinnu- dagurinn er langur og fjarlægð- irnar miklar. Svo er maður eitthvað svo hægur, lítið inni í mál- um nútímans, nöldrandi um að „fólk komi aldrei“ og ekki fær um að segja ungviðinu brandara eða spila Gameboy-spil. Maður er einn. Þá er svo ljúft að láta sig dreyma, leita í fortíðina þegar maður var ungur og tápmikill, gagnlegur. Svo sígur maður dýpra í sinn innri heim þar til maður þekkir ekki hinn ytri. Elsku amma Anna. Mér finnst svo leiðinlegt að hafa ekki verið meira með þér undanfarin ár. Ég hugsa stundum um það að ef ég hefði ekki verið að bjástra við þetta nám mitt og búið í útlöndum þá hefði ég getað verið nær þér, farið mér þér í gönguferðir, skoðað handavinnuna þína og rabbað um allt og ekkert. Þá hefðir þú kannski ekki flúið frá þessari ver- öld löngu áður en líkaminn gaf sig. Þetta verður ekki aftur tekið, það er samt hægt að reyna að skilja það sem liðið er og læra af því. Ég man hvað það var mikið æv- intýri fyrir mig að koma og dvelja ANNA BJÖRNSDÓTTIR ✝ Anna Björnsdótt-ir fæddist á Eld- járnsstöðum í Blöndudal 20. des- ember 1909. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi 18. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Holtastaðakirkju í Langadal 30. júní. á Skriðulandi. Eins og í alvöru ævintýri var það skemmtilegt og spennandi en líka svo- lítið kvíðablandið að vera burtu frá mömmu og pabba og þurfa að mæta nátt- úrunni með steyttum hnefa eins og öll hörkutólin í sveitinni. En það var alltaf huggun að vita að ég ætti þig að hvað sem á dyndi. Þegar ég kom varstu alltaf búin að færa til kistuna og búa um mig á gólfinu fyrir framan gluggann í herberginu þínu. Á morgnana vaknaði ég við jarmið í lömbunum og við að þú varst að læðast fram úr til að bera fram morgunverð fyrir okkur hin. Þú borðaðir aldrei fyrr en allir aðrir voru búnir – hugsaðir alltaf um aðra fyrst. Eftir að ég var búin að skófla í mig haframjölinu fékk ég koss frá þér og síðan fórum við Bjössi frændi út á vit ævintýranna. Náðum í egg út í fjárhúsin hans Björnssons, gáfum heimalningun- um, löbbuðum upp á Sjónarhól, fórum í reiðtúr eða renndum fyrir silung í Síkinu. Á leiðinni heim tíndum við stundum blóm handa þér, helst vatnasóleyjar, og það gladdi þig mikið. Þú varst alltaf að gefa okkur eitthvað og ég man að stærstu jólapakkarnir voru alltaf frá þér. Kjólar sem þú hafðir saumað, peysur sem þú hafðir prjónað og súkkulaði. Eitt sinn var ég á Skriðulandi og ég sé að þú ert eitt- hvað að seilast inn í skáp. Ég sé að þar eru tvær tyggjóplötur, svona rosalega girnilegar, teinóttar með myndum á bréfinu sem maður gat fest á handleggina. Svona fékk ég afar sjaldan og varð alveg voða- lega hissa yfir því að þú ættir svona. Þú varst sposk á svip og sagðir að þú ætlaðir að geyma þetta fyrir eitthvert sérstakt til- efni. Ég sagði Bjössa frænda frá þessum tyggjóplötum og einhvern veginn komumst við að þeirri nið- urstöðu að engum væri greiði gerður með því að þær lægju bara þarna inni í skápnum þínum óhreyfðar. Við stálum tyggjóplöt- unum. Hlupum síðan í næstu heysátu þar sem við gæddum okkur á þeim. Þegar við komum heim um kvöldið létum við eins og ekkert væri en þú hafðir greinilega kom- ist að þessu, sagðir samt ekki neitt heldur gafst okkur sárt augnaráð. Ég gleymi því aldrei. Ég gleymi þér aldrei. Þakka þér fyrir að taka föður minn að þér og vera honum góð móðir. Þú hefur kunnað vel til verka því betri mann en pabba er ekki hægt að hugsa sér. Þakka þér fyrir allar minningarnar sem ylja, öll hlýju faðmlögin og ullarsokk- ana, góða grjónagrautinn og verndandi nærveruna. Guð blessi þig að eilífu. Þín Unnur Anna.Fyrrum sveitungi minn, Helgi Vatnar Helgason á Grímsstöð- um í Mývatnssveit, er horfinn sjónum okkar yfir móðuna miklu. Vatnar, eins og hann var nefndur í daglegu tali, skipaði sér í raðir fremstu skíðagöngumanna landsins á sinni tíð og langar mig að heiðra minningu hans með frásögn af einu atviki á þeim vettvangi. Snemma á árinu 1949 réði Skíða- samband Íslands sænskan þjálfara, Wigström að nafni, sem mývetnskir skíðamenn hlutu tilsögn hjá. Einn þeirra var Vatnar. Þar sem ég hafði dvalið einn vetur í Svíþjóð leiddi það af sjálfu sér að ég færi á æfingar með honum sem túlkur, sem aftur fæddi það af sér að ég lenti í röðum kepp- enda. Afleiðingin af veru Wigström hér fyrir norðan varð sú að Héraðs- samband Suður-Þingeyinga sendi HELGI VATNAR HELGASON ✝ Helgi VatnarHelgason fædd- ist 9. desember 1924 á Grímsstöðum í Mý- vatnssveit. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Reykjahlíðarkirkju 7. júlí. tólf göngumenn á Skíðamót Íslands sem fram fór við Kolviðar- hól um páskana 1949 og var mér falin farar- stjórn þeirra. Það gekk í garð mikil ótíð og sluppum við suður með síðasta flugi frá Akureyri fyrir páska. Næsta dag héld- um við að Kolviðarhóli að kanna aðstæður, en þá brast á stórhríð svo ófært varð í bæinn. Það gerðist einnig þegar boðgangan fór fram að fremsti maður okkar lenti í lækjar- gili á endasprettinum og féll úr keppni vegna meiðsla. Morguninn sem 18 km gangan átti að fara fram boðaði staðarhaldari Kolviðarhóls alla fararstjórana á sinn fund. Til- efnið var vistaþrot á Hólnum. Hann gat fengið bíl með vistir upp í Svína- hraun en þangað varð að sækja þær á sleða og bað hann um einn mann frá hverju liði til þeirrar ferðar. Mér fannst mér bera skylda til að fara sjálfur en það tóku félagar mínir ekki í mál og færðu fram þau rök að þar sem ég hefði rásnúmer 1 í göng- unni yrði það lagt okkur mjög illa ef ég mætti ekki. Um þetta var þráttað aftur og fram og niðurstaðan varð sú að Vatnari var fórnað til ferðarinnar, en hvers vegna? Það man ég ekki lengur. Vatnar var mjög lágvaxinn maður en svaraði sér vel, seigur og þolinn svo af bar og naut sín best við erfiðar aðstæður. 18 km göngunni var frest- að fram eftir degi vegna veðurs og voru Vatnar og ferðafélagar hans komnir með vistirnar þegar gangan hófst síðla dags. Vatnari fannst ein- boðið að hlaupa þennan spöl með okkur og þar sýndi hann sína réttu hlið. Hann varð annar í göngunni, næstur á eftir Jóhanni Stranda- manni, og þar af leiðandi á undan öll- um sínum félögum sem heima sátu í makindum meðan hann stritaði með sleðann. Vatnar vann oftar til verðlauna á sínum keppnisferli. Þrátt fyrir erfið bústörf einyrkjans, eða ef til vill vegna þeirra, en um þau hef ég ekki skjallegar heimildir, gleymist ekki frammistaða hans á Kolviðarhóli 1949 þeim sem fylgdu honum í þeirri keppni. Að lokum flyt ég systur hans, ætt- ingjum og vinum innilegar samúðar- kveðjur og óska Vatnari velfarnaðar á nýju tilverustigi. Jón Sigurðsson frá Arnarvatni. Skreytingar við öll tækifæri Langirimi 21, Grafarvogi 587 9300 Samúðarskreytingar Samúðarvendir Kransar Kistuskreytingar Brúðarvendir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.