Morgunblaðið - 15.07.2001, Side 34
MINNINGAR
34 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður Lilja Ei-ríksdóttir fædd-
ist á Kraga á Rang-
árvöllum hinn 6.
nóvember 1910. Hún
lést á Droplaugar-
stöðum hinn 18. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Eirík-
ur Pálsson, sem var
ættaður af Rangár-
völlum, bóndi á
Kraga, og Þuríður
Magnúsdóttir, ættuð
úr Þykkvabænum.
Lilja var yngst átta
systkina, en þau voru
auk hennar: Helga, Margrét, Pál-
ína, Sigríður, Sólrún, Magnús og
Sigurbergur. Þau eru nú öll látin
nema Sigríður sem lifir enn í hárri
elli, eða 104 ára. Einnig áttu þau
systkinin uppeldissystur, Salóme
Petru Kristjánsdóttur, sem bjó á
heimilinu frá nítján vikna til ní-
tján ára aldurs, eða til ársins 1941.
Hinn 9. febrúar 1935 giftist
Lilja Óskari Guðjónssyni, verka-
manni frá Reykjavík. Börn þeirra
voru þrjú: 1) Ester, f. 11. septem-
ber 1933, gift Friðgeiri Guð-
mundssyni, skrif-
stofumanni hjá Ísal
hf., þau eiga tvö
börn og eitt barna-
barn. 2) María, f. 31.
október 1935. Hún
giftist Jóni Albert
Jónssyni, sjómanni
en þau slitu samvist-
um. Þau eignuðust
saman fjögur börn
en eitt þeirra er nú
látið. Barnabörnin
eru þrjú. 3) Samúel
Ellert, f. 10. septem-
ber 1940, fyrrum
múrari að iðn,
kvæntur Sigrúnu Sigtryggsdótt-
ur. Þau eiga fjögur börn, þrjú
saman og eitt sem er Sigrúnar.
Barnabörnin eru níu. Lilja og
Óskar slitu samvistum. Lilja gift-
ist seinni manni sínum, Ingvari
Jónssyni, póstmanni, seinna póst-
varðstjóra, 1. maí 1954. Ingvar
lést 19. nóvember 1972.
Lilja fluttist á Droplaugarstaði
1997 þar sem hún dvaldist fjögur
síðustu árin.
Útför Lilju fór fram frá Aðvent-
kirkjunni í Reykjavík 25. júní.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Foreldrar ömmu Lilju bjuggu á
Kraga á Rangárvöllum, sem var
jörð í túnjaðri prófastssetursins
Odda á Rangárvöllum, en á Odda
var tvíbýli þá. Kragi, sem nú er
kominn í eyði, var Lilju og þeim
systkinunum gott æskuheimili. Þau
nutu góðs af návistinni við Odda.
Þaðan fengu þau meðal annars
barnaskólamenntun sína. En það
var einmitt prestsfrúin á Odda sem
kenndi Lilju.
Eins og tíðkaðist á þeim tíma fór
Lilja snemma að heiman til vinnu.
Fyrst, þá einungis um 14 ára að
aldri, var hún í vist á Stórólfshvoli
nálægt Hvolsvelli, sem þá var setur
sýslumannsins í Rangárvallasýslu.
Síðar fór hún suður í Hafnir á Suð-
urnesjum til systur sinnar Sigríðar
sem þar bjó, en þar stundaði Lilja
vinnu í fiski. En fljótlega lá leiðin til
Reykjavíkur. Þar bjó Lilja fyrst hjá
móðursystur sinni, Guðnýju, á
Lokastígnum og var vinnukona hjá
henni.
Um 1930-31 kynntist Lilja Óskari
Júlíusi Guðjónssyni verkamanni frá
Reykjavík og felldu þau hugi sam-
an. Þau giftust, stofnuðu heimili í
Reykjavík og eignuðust þrjú börn:
Á þeim tíma sem Lilja og Óskar
kynntust og hófu búskap saman
kynntust þau Aðventsöfnuðinum og
tóku skírn í söfnuðinn 28. mars
1936 af Olaf Frenning. Þau fylgdu
söfnuðinum af trúmennsku. Um
tíma tók Óskar að sér starf fyrir
söfnuðinn sem bóksali og ferðaðist
um landið í þeim erindagjörðum.
En um 1945 slitu þau Lilja og
Óskar samvistum. Seinni manni
sínum, Ingvari Jónssyni, póst-
manni, seinna póstvarðstjóra,
kynntist Lilja nokkrum árum síðar.
Þau giftust og bjuggu í Garðastræti
9 og síðar í Stigahlíð 10 frá 1957.
Ingvar lést 19. nóvember 1972 en
Lilja bjó ein í Stigahlíðinni þar til
hún fluttist á Droplaugarstaði 1997.
Amma Lilja var eftirminnilegur
persónuleiki. Einstaklega hlý og
glaðlynd og góð heim að sækja, en
einnig sterkur einstaklingur sem
vildi ekki vera upp á aðra komin en
sjá sjálf fyrir sér og sínum. Oft var
lífsbaráttan hörð á kreppuárunum
og ekki síst þegar hún varð ein með
börnin. Hún var sístarfandi, ann-
aðist ræstingar fyrir fyrirtæki í
borginni en þurfti þá að taka
yngsta barnið, Samúel Ellert, með
sér.
Guð var nálægur þriggja barna
einstæðri móður í erfiði hennar.
Eftirminnlegasta atvikið þegar
vernd Guðs var áþreifanleg átti sér
stað nokkrum árum áður, á stríðs-
árunum, þegar Samúel Ellert var
mjög lítill. Þá var hann settur út í
vagni en þegar loftvarnaflautur
tóku að hljóma þótti Lilju rétt að
taka hann inn. Síðar kom í ljós að
nákvæmlega þar sem vagnin hafði
staðið hafði þungur hlutur fallið
sem hefði getað orðið barninu að
fjörtjóni hefði vagninn ekki verið
færður. Slíkir viðburðir gleymast
ekki.
Seinna, eftir að hún giftist Ingv-
ari, tók Lilja að sér innheimtustörf
fyrir Byggingarvörur hf. sem hún
sinnti til margra ára.
Gegnum erfiði og áþreifanlega
nálægð Guðs mótast persónuleikar
og af Lilju stafaði jákvæður andi og
viljakraftur og löngun til þess að
gera öðrum gott. Hún var einstak-
lega gestrisin og félagslynd per-
sóna enda afar gestkvæmt á heim-
ilinu og naut hún þess mjög að veita
vel og sjá vel um gesti sína.
Ég man ekki eftir henni örðuvísi
en brosandi, örlátri og þakklátri.
Hún var ein af þessum hetjum
hversdagslífsins sem eru þeim
blessun sem fá að umgangast þær.
Trúfesti Lilju gagnvart söfnuðin-
um hennar var einstök. Hún studdi
safnaðarstarfið af örlæti með gjöf-
um sínum þó oft hafi það ekki verið
auðvelt. Guð launi henni trú-
mennsku hennar.
Um margra ára skeið var Árni
Stefánsson frá Vestmannaeyjum
Lilju mikil stoð og stytta. Árni
hafði verið samstarfsmaður Ingv-
ars, seinni manns Lilju, hjá póst-
inum en þau féllu frá á líkum tíma,
eiginkona Árna og Ingvar. Varð
Árni þá kostgangari hjá Lilju og
tókst mikil og góð vinátta með þeim
sem stóð allt til þess er Árni lést
skyndilega.
Auk þess að vera tíður gestur hjá
Lilju bauð Árni henni oft í bíltúr í
lengri og skemmri ferðir og saman
skoðuðu þau landið. Og oft sóttu
þau kirkjuna saman.
Fráfall hans var Lilju mjög
þungbært. Nú er hún sofnuð þessi
góða og trúaða kona og líf hennar
falið frelsaranum. Og nú bíður hún
þess að hann kalli hana fram til
dýrðarríkis síns þegar hann kemur
í skýjum himinsins til þess að sækja
hana til sín, svo og alla sem tekið
hafa við útréttri náðarhendi hans.
Við þökkum kærleiksríkt líf þess-
arar góðu konu og biðjum fyrir sér-
stakar kveðjur til stjórnenda og
starfsfólks Droplaugarstaða, þar
sem Lilja dvaldi síðustu árin, fyrir
góða þjónustu og aðhlynningu.
Elsku amma og langamma.
Blessuð sé minning þín.
Kær kveðja,
Erna S. Jónsdóttir og
María Ösp Ívarsdóttir.
SIGRÍÐUR LILJA
EIRÍKSDÓTTIR
Þessar línur eru rit-
aðar með miklum
trega því nú er horf-
inn á braut einn af
okkar elstu og kær-
ustu vinum, Hrafnkell
eða Keli eins og hann var oft kall-
aður. Við kynntumst honum um 13
ára aldurinn í Réttarholtsskóla
þegar sjö bekkjarfélagar tóku sig
saman og reyndu fyrir sér í hlut-
verkaspili. Hrafnkell var sjálfkjör-
inn í það hlutverk að stjórna leikn-
um því – að okkur hinum ólöstuð-
HRAFNKELL
GUNNARSSON
✝ Hrafnkell Gunn-arsson fæddist í
Kópavogi 22. sept-
ember 1977. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 21.
júní síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Bústaðakirkju
28. júní.
um – hann hafði til að
bera góða frásagnar-
gáfu, jafnlyndi, sann-
girni og þann hæfilega
skammt af aga sem
hlutverkið krafðist.
Við spiluðum oft í
kjallaraherberginu
hans Kela á Sogaveg-
inum og þar var oft
heilmikið brallað.
Það var alltaf gott
að koma í foreldrahús
Hrafnkels þar sem
manni var ávallt tekið
með virktum. Þar sem
Keli var potturinn og
pannan í þessu þá kölluðum við
hann stundum í gríni drifskaftið.
Jafnvel þótt við færum hver í sinn
skóla eftir grunnskólann þá héld-
um við góðu sambandi og hittumst
til að gera eitthvað skemmtilegt en
Keli lagði sig fram við að halda
vinskapinn.
Fljótlega eftir að við kynntumst
Hrafnkeli fór að koma í ljós með-
fædd körfuboltagáfa, sem ásamt
með miklu keppnisskapi myndaði
skemmtilega blöndu, sérstaklega ef
maður var með honum í liði. Hann
var líka stríðinn og vílaði ekki fyrir
sér að beita kröftum, sem hann
fékk fyrr en við hinir, í þeim til-
gangi. Hrafnkell var einn sá fyrsti í
vinahópnum til að stofna til fjöl-
skyldu. Það var gaman að fylgjast
með honum sinna föðurhlutverkinu
en einhvern veginn var honum það
svo eðlilegt. Hann hafði til þess
umhyggju og aga og frammistaða
hans á því sviði á eflaust eftir að
verða fyrirmynd okkar í framtíð-
inni.
Það er mikill missir að Hrafnkeli
og nú er myndað skarð sem ekki
verður fyllt en það hefur verið mik-
ill heiður og ánægja að þekkja slík-
an gæðadreng. Þegar okkur verður
hugsað til Hrafnkels þá minnumst
við þess hve glaðlyndur, hlýr og
traustur vinur hann var. Okkar
innilegustu samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Hrafnkels.
Pétur Snæbjörnsson,
Þorgeir Gestsson.
! "#
"$$%
!" # !$%%&!
"! " "%'())"
( !'())" * +" * !!%%&!
* !! %,-! !%&! * !. /0'())"
!!% !%&! "! 1" ,)%'())"
,!,-! & ,!,!,-!2
!"!
#
$
!"# !$ " %& '())*
!"#
* )) &
!"#$
!
! "" #" "" $"
!" $" % " !
& ' " ! $"
" '! ! '() *" % $"
% $"
$ + " +) ",
!!"
!
! "
$ !"
%& " ' ! ()*+
%& %% ,- % ! .%
(& ,- %
! /*0
%