Morgunblaðið - 15.07.2001, Side 43

Morgunblaðið - 15.07.2001, Side 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 43 „Fólk í fyrirrúmi“ sögðu fram- sóknarmenn og segja enn. Ég vil gjarnan sjá fólk í fyrirrúmi á Austur- landi. Fólk sem býr við aukna at- vinnu, betri tekjur og öruggari af- komu. Það er sú græðgi sem ég er heltekinn af og vil ljúka þessu með orðum Lúthers, sem sagði á öðrum stað við aðrar aðstæður: „…. ég get ekki annað“. Það segi ég ekki síður í ljósi þess að við blasir enn meiri fólksfækkun ef ekkert verður að gert. Hvar er söfnuður minn staddur þá? Ég þakka þér fyrir bréfið þitt, Ólafur minn, og minnist gömlu dag- anna er við sátum í guðfræðinni sam- an á fyrri ferli mínum fyrir rúmum tuttugu árum. Ég vil vera trúr sjálf- um mér og uppruna mínum sem Norðfirðingur er ég stend við mína skoðun. Ég lít svo á að náttúran sé náungi minn sem geti hjálpað mér og okkur öllum í krafti sínum. Austfirð- ingar eru ekki minni náttúruvernd- arsinnar en aðrir og við erum ekki ranglátir í afstöðu okkar er við viljum nýta okkur náttúruöflin í þágu sam- félagsins. Um leið og þessi rástöfun er gerð í virkjunar- og stóriðjumálum er jafnhliða gætt að umhverfisþátt- um og kröfum nútímans mætt til hins ítrasta eftir því sem efni og ástæður leyfa. Því tel ég Reyðarál vilja fylgja í Noral-verkefninu. Ég þakka þér að öðru leyti fyrir skrifin og óska þér og söfnuði þínum alls góðs. Verst hvað sveitirnar eru að fara illa.Ég tel um- ræðu af minni hálfu lokið á opinber- um vettvangi hvað þetta varðar, en virði skoðanir þínar í umhverfismál- um. Á þessu stigi er beðið úrskurðar skipulagsstjóra og vonandi fæst nið- urstaða sem verður til góðs fyrir byggðina og fólkið sem í hlutverki ráðsmannsins varðveitir lífið í ljósi Guðs. Með bróðurkveðju, SIGURÐUR RÚNAR RAGNARSSON, Neskaupstað. Á KVÖLDIN tóku hávaðasegg-irnir frí og andrúmsloftið sveiflaðist frá 1. maí stemmningu yfir í eilífan 17. júní. Ég var stödd á fjölþjóðlegu móti og hafði búist við að eiga náðuga daga. En það var nú ekki aldeilis. Eftir fjögurra daga stöðuga tónleika og skothríð arkaði ég niður í hótelaf- greiðsluna og spurði hvað þetta ætti að þýða og hvenær þessu lyki eig- inlega? Kurteis, dökkleit stúlka baðst innilega afsökunar – sem mér fannst létt í vasa. Hvað um væri að vera var hún sagnafá um. Sagðist eiginlega ekki vita af hverju fólkið stæði þarna. Ég bað hana að grennslast fyrir um það. Hún tók með semingi upp símann, lyfti brún- um og tók að tala hratt. Loks lauk samtalinu og hún sagði mér stutt- lega að mótmælin myndu standa næstu tíu daga óslitið og um væri að ræða kjarabaráttu. Mér létti við að heyra hið síðarnefnda – á Tenerif skipulagði nefnilega Franco valda- töku sína á Spáni og ég var farin að halda að í uppsiglingu væri kannski ný borgarastyrjöld sem ég myndi þá óvart flækjast í. Meðan ég hafði legið, sólbrennd til skaða á öxlum og baki, og hlustað með vaxandi leiða á skerandi tölvu- tónlistina hafði ég minnst hörmu- legra örlaga skáldsins García Lorca sem var myrtur af falangistum 1936, í upphafi spænsku borgarastyrjald- arinnar. En þessir dagar höfðu liðið eins og aðrir og þegar þarna var komið sögu var ég komin upp á lag með að gera leikfimiæfingar við eitt tölvulagið. Eftir umrædda upplýs- ingagjöf fór ég með lyftunni upp og reyndi að líta á jákvæðar hliðar málsins – ég yrði bráðum orðin eins og Jane Fonda í laginu þegar hún var með leikfimibrjálæðið á hástigi og lifði bara á kókaíni og kaffi. En daginn eftir hætti leikfimilag- ið að heyrast og við tók fyrrnefnt seiðandi kanaríeyskt lag. En alltaf þegar ég var einmitt farin að sjá mig í anda, dansa á svölum glæsi- hótelsins í hvítum kjól með blóm í hári, þá tók við rustaleg kjarabar- átturæða sem svipti mér samstund- is inn í beinharðan veruleikann á ný. Veðrið var alltaf óskaplega gott og loks lagaðist sólbruninn í þeim mæli að ég komst út á strönd undir sólhlíf. Þar horfði ég út á hafið og orti þunglyndislegt kvæði jafnhliða því sem ég ákvað að spyrjast sjálf fyrir um kjarabaráttuna hjá mót- mælendunum þótt ég hefði áður ákveðið að skipta mér ekki af innan- landsástandinu á eyjunni. Ég komst að því að fólkið vildi fá hærra kaup frá hendi hóteleigandans sem var búsettur í Barcelona, það vildi líka fá kaupið greitt á umsömdum tíma og einnig fá sumarfrí eins og annað fólk. Ég lét mér þetta skiljast og rölti upp á herbergið mitt til þess að lesa spennusögu eftir Elliott Roos- welt meðan skothríðin dundi utan við gluggann. Hitt hef ég ekki enn látið mér skiljast hvernig mótmælafólkinu hélst uppi að hafa í frammi svona mikinn og stöðugan hávaða frá morgni til kvölds í heila fimmtán daga, án þess að lögreglan reyndi nokkurn tíma að stöðva þessar „óspektir á almannafæri“. Ekki veit ég hvað gert yrði hér ef þessi baráttuaðferð væri höfð í frammi. Hins vegar veit ég af eigin raun að hún svínvirkar. Kampavíns- flaskan og ávextirnir sem mér voru send upp á herbergi sögðu lítið til að lægja öldur vaxandi óánægju með ástandið. Síðasta dag mótmælanna var þó dálítið gaman, – ég verð að viður- kenna það. Þá fór ég út á ilskónum mínum og blandaði mér í hóp mót- mælendanna – ópin, reiðilesturinn, flautið, púðurskotin og tónlistin heyptu óneitanlega ólgu í blóðið. Lögreglumenn, gráir fyrir járnum, stóðu allt um kring. Ég spurði einn þeirra hvaða kanaríeyska lag þetta eiginlega væri sem hefði farið svo greinilega með sigur af hólmi í þess- ari undarlegu tónleikahátíð undan- farinna daga. Lögreglumaðurinn hristi bara höfuðið og benti mér að fara burt. Ég tók þá tali einn mót- mælendanna með sömu spurningu. Hann lagði handlegginn utan um mig og leiddi mig til eins af höf- uðpaurunum. En hvorugur þeirra gat svarað spurningu minni um lag- ið. Ég slapp loks frá langri ræðu um bág kjör hótelstarfsfólksins með rauðu fánana. Í hótelanddyrinu spurði ég ungan og glæsilegan starfsmann um lagið, en hann að- eins því til svarað að lagið væri sennilega leikið af Los Sabandenos. Síðan spurði hann brosandi hvort mér fyndist þetta ekki skemmtilegt lag. Þá gafst ég upp fyrir hinum óbærilega léttleika tilverunnar og arkaði í sólinni út að hvítfyssandi Atlantshafinu – einmitt þangað, þar sem ströndin er svo ómótstæðilega lík Stokkseyrarfjörunni. Þjóðlífsþankar/Væri slíkt hægt hér? Kjarabarátta á Kanaríeyjum Það ríkti undarlegt andrúmsloft fyrir framan fimm stjörnu hótelið Júlíus Sesar á eyjunni Tenerif í Kanaríeyjaklasanum fyrir skömmu. Þar stóðu menn og konur með rauða fána sem á var letrað cc.oo, fluttu ræður, hásum spænskum röddum, blésu í flautur, skutu púðurskotum – en fyrst og fremst léku þeir háværa tónlist. Fyrstu dagana tekknó-tónlist, en er frá leið stöðugt sama lagið – kanaríeyskt lag sem ég hafði oft heyrt en gat ómögulega munað nafnið á. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ÞEIR eru orðnir margir sértrúar- söfnuðirnir í þjóðfélaginu, sem allir telja sig hinn eina guðs útvalda lýð. Allir eiga þeir sér sínar reglur, lög og kennisetningar sem einkenna þá og skilja frá öðrum. Aðventistar halda t.d. laugardag- inn heilagan í stað sunnudagsins. Mormónar skíra lifandi staðgengla fyrir dána. Vottar Jehóva einkenna sig með nafni Guðs. Hjálpræðisher- inn einkennir sig með herbúningum og titlum. Moonistar stunda skírlífi í hjónabandi og svo mætti lengi telja. Allir þessir hópar og ennþá fleiri en taldir hafa verið upp hér, telja sig hafa fengið opinberanir frá Guði al- máttugum. T.d. halda mormónar því fram að spámaður þeirra sem stofn- aði kirkjuna hafi fengið opinberun frá Guði þess efnis að aldingarðurinn Eden hafi verið í Missouri-fylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku svo eitthvað sé nefnt, og moonistar halda því fram, eftir opinberun að sjálf- sögðu, að búið sé að opna dyr helvítis og allir sem þar hafa átt að dvelja ætli að lofa því að vera góðir, jafnvel Hitler og Stalín. Ef Guð almáttugur stæði á bak við þessa sértrúarflokka mætti ætla að algert samræmi væri á milli þeirra og kenningar þeirra svipaðar, en svo er aldeilis ekki. Allir skilja þeir sig frá öðrum með kennisetningum sem eru frá sérvitrum mönnum komnar en ekki Guði. Allir sértrúarsöfnuðir bjóða fólki frelsi en það frelsi endar í ánauð og fjötrum. Sá sem ánetjast þeim er skyldugur að takast á hendur trúboð og boða vafasamar mannasetningar, greiða mánaðarlega tíund af sínum tekjum og inna af hendi ómælda sjálfboðavinnu. Meðlimum er kennd- ur nýr veruleiki sem er mjög af- markaður og fjötrar sjálfstæða hugsun og frelsi til athafna. Þeim er kennt að eingöngu glötun og tortím- ing séu utan safnaðarins og allir aðr- ir vaði í villu. Ef einhver vill yfirgefa söfnuðinn eða dregur í efa kenningar hans er hann hræddur með alls kyns hræðsluáróðri: Slysum, sjúkdómum, gjaldþroti, óhamingju og dauða. Þar sem almenn trúarþörf fólks er mikil, þyrfti að vera til vettvangur þar sem fólk gæti komið saman og deilt með öðrum trúarreynslu sinni eða viðrað nýjar hugmyndir sem gamlar í guðfræði og heimspeki. Slíkt er ekki hægt í sértrúarsöfnuð- um þar sem fólk verður að afneita mörgu og meðtaka annað skilyrðis- laust samkvæmt trúarjátningum sértrúarsafnaðanna sem hefta með því framgöngu mannsandans. Það er brýn þörf á því að trúað fólk taki höndum saman sem kirkja Guðs, og geti rætt saman um trú sína og reynslu án þess að vera hneppt í lok- aðan sértrúarflokk. Það er heldur ekki mögulegt á grundvelli lúterska eða kaþólskra kirkna, þar sem þær eiga sér einnig sínar trúarjátningar og falla einnig undir sértrú, að vísu fjölmennustu sértrúarsöfnuðina. Stuðla þarf að sameiningu guðstrúarmanna en ekki flokka- dráttum. Að lokum, sérviska ein- staka trúmanna má aldrei verða að algildum átrúnaði og hneppa fólk í ánauð sértrúar. EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35, Reykjavík. Fjötrar sértrúar Frá Einari I. Magnússyni: Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU hafa Írar hafnað Nice-sáttmálanum. Á Írlandi, því einu af aðildarlöndum ESB, skaraðist sáttmálinn svo við ákvæði stjórnarskrár, að til staðfest- ingar þurfti að bera hann undir þjóð- aratkvæði. Enn er óljóst, hvort eða hvernig ESB veitir Írlandi undan- þágu frá ákvæðum sáttmálans eða tilslökun með öðrum hætti. Á ráðstefnu ráðherra aðildarlanda ESB í Nice í fyrri hluta desember 2000 varð samkomulag um sáttmála þennan um fyrirhugaðar breytingar á skipan þess. Að sáttmálanum verð- ur m.a. nokkur tilfærsla á atkvæða- vægi, og þá áhrifavaldi, stóru aðild- arlandanna, þar eð þau afsala sér neitunarvaldi á nokkrum sviðum. Að sáttmálanum staðfestum munu lið- lega 80% ákvarðanasviða innan ESB ekki heyra undir neitunarvald aðild- arlanda, (að í Economist sagði 16. desember 2000). Jafnframt mun úr áhrifum smárra aðildarlanda verða dregið. Til myndunar skilorðsbund- ins (qualified) meirihluta mun þurfa 74,6% atkvæða. Þeim greinum stofn- skrárinnar, sem neitunarvald aðild- arlanda tekur til, nú um 70, verður fækkað um 29. II ESB á nú í viðræðum við tólf lönd um inngöngu. Féllst það 1997 á við- ræður við Pólland, Tékkland, Ung- verjaland, Eistland, Slóveníu og Kýpur og 1999 á viðræður við Lett- land, Litháen, Slóveníu, Rúmeníu, Búlgaríu og Möltu. Við inngöngu þeirra mun landsvæði ESB stækka um 34% og íbúatala þess hækka um 29%, upp í um 470 milljónir. Hins vegar mun verg landsframleiðsla (GDP) þeirra aðeins aukast um 5%, ef miðað er við núverandi gengi gjaldmiðla, (að í Economist sagði 19. maí 2001). Snemma á tíunda áratugnum gerði ESB samninga um fríverslun við tíu þessara landa. Við ESB var verslun þeirra þá að þriðjungi, en er nú að tveimur þriðju hlutum. Og mun jöfnuður á þeirri verslun hafa verið aðildarlöndum ESB hagstæður um $30 milljarða 2000. Jafnframt hefur síðan erlend (atvinnuleg) fjár- festing í umsóknarlöndunum vaxið hröðum skrefum, og nam hún $63,4 milljörðum 1998. Eftir umbyltingu stjórnarhátta í umsóknarlöndunum í upphafi tíunda áratugarins, hélt um- rót margs konar, ekki síst röskun viðskiptaleiða, aftur af hagvexti. III Viðbrögð við fyrirhugaðri út- víkkun ESB hafa verið ýmiss konar í aðildarlöndum þess. Á myndun ríkjakjarna innan ESB hefur verið vakið máls, m.a. af Jacques Delors. Mikill aðflutningur fólks til gömlu aðildarlandanna frá hinum nýju er víða áhyggjuefni, einkum í Þýskalandi og Austurríki. Af þeim sökum leggur framkvæmdastjórn ESB til, að frá væntanlegri útvíkkun líði 7 ár, uns óheftur verði aðflutn- ingur fólks frá nýjum aðildarlöndum til gamalla. Hæst mun þó hafa borið áhyggjur af breytingum á styrkjum til landbúnaðar og vanþróaðra land- svæða, einkum á Spáni og Grikk- landi. Þau framlög nema nú um 80% af árlegum útgjöldum ESB. Í aðild- arlöndum þess starfa um 5% íbúa að landbúnaði, en tilltölulega miklu fleiri í umsóknarlöndunum, t.d. 20% íbúa í Póllandi. Endurskoðun land- búnaðarstefnu ESB er fyrirhuguð 2005. Til grundvallar viðræðum sínum við umsóknarlöndin hefir ESB lög sín og reglur, acquis commun- autaire, sem taka til um 80.000 blað- síðna. Og er þeim í viðræðunum skipt upp í 31 kafla. Í lok mars 2001 voru viðræður ESB við Kýpur, Eist- land og Slóvaníu lengst komnar og við þau hafði tekist samkomulag um 18 kafla, en við Ungverjaland um 17, við Pólland um 15 og við Rúmeníu um 6. Um styrki til landbúnaðar og vanþróaðra svæða hefur enn ekki verið rætt. Verða þeir á dagskrá á fyrri hluta árs 2002, en vænst er, að viðræðum ljúki fyrir lok þess árs. Um gerða samninga verður síðan þjóðaratkvæðagreiðsla í flestum um- sóknarlöndunum. Vænst er, að á næstu árum sæki Makedónía, Króatía, Albanía, Bosnía og Júgóslavía um aðild að ESB. Og fyrirliggur, óumfjölluð, umsókn Tyrklands. HARALDUR JÓHANNSSON, Mánagötu 11, Rvk. Um biðsal ESB Frá Haraldi Jóhannssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.