Morgunblaðið - 15.07.2001, Síða 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FORSPRAKKI Spainheitir Josh Haden.Hann er sonur hinsmargrómaða djass-
bassaleikara Charlie Haden
sem m.a. hefur leikið með
Ornette Coleman, Denny
Zeitlin, Alice Coltrane og
Keith Jarrett.
Þrátt fyrir að hafa tekið
upp hljóðfæri föður síns var
það ekki djassinn sem átti
upphaflega hug Josh heldur
pönkið.
Eftir að hafa eytt nokkr-
um árum í að leika pönk
fannst Josh komin tími til
að kalla fram fíngerðari til-
finningar en reiði. Hann
hafði þá leikið á bassa í ein
14 ár og fannst hljóð-
færakunnátta sín orðin of
mikil til þess að geta talist í
hópi pönkara. Hann hóf að
safna saman frumsömdu
efni hljómsveitalaus og
hafði í raun lítinn áhuga að
koma saman sveit.
Það var ekki fyrr en
hann kynntist núverandi
samstarfsfélaga sínum,
gítarleikaranum Ken
Boudakian, í Kaliforníuhá-
skólanum í Irvine árið ’93
sem hann fékk áhuga á hljóm-
sveitarstarfi á ný. Þeir félagar
fengu til liðs við sig bassaleik-
arann Merlo Podlewski og tromm-
arann Hartzell og hljómsveitin
Spain var stofnuð.
Þar sem djasstónarnir um-
kringdu Josh á uppeldisárum hans
af skiljanlegum ástæðum er tónlist
hans undir miklum djassáhrifum.
Þó ekki svo mikið í vali hljóma,
heldur þá frekar í vinnuaðferðum
og öðru slíku, því sveitin leggur
mikið upp úr því að allt sé spilað
beint inn á band. Og að hljóðfærin
og hljóðfæraleikurinn séu „lífræn“
en ekki stafræn eins og liðsmenn
sveitarinnar orða það sjálfir.
Einnig eru greinileg áhrif frá
tregablús, bandarískri sveita-
tónlist og rokktónlist sjöunda ára-
tugarins. Þar sem liðsmönnum
sveitarinnar fannst lög Josh’s vera
sefandi og undurfögur fannst þeim
vel við hæfi að skíra sveitina í höf-
uðið á því landi sem þeim fannst
bera alla sömu kosti og lagasmíð-
arnar.
Allt sem þarf
er ástarsorg?
Eftir nokkra tónleika gerði
Spain fljótlega samning við Rest-
less útgáfuna og fyrsta breið-
skífan, The Blue Moods of Spain,
kom út árið ’95. Platan þótti nokk-
uð fín, en sumir gagnrýnendur
settu út á hve þunn, flöt og tilfinn-
ingalaus söngur Josh var. En
aðdáendurnir heilluðust af eintón-
aðri rödd hans og þótti hún henta
vel til þess að tjá þá stemmningu
sem í lögunum er. Lagasmíðarnar
þóttu þó framúrskarandi og áferð
laganna heillandi. Helst var tónlist
Spain líkt við Cowboy Junkies,
The Tindersticks eða Velvet Und-
erground.
Kjarni flestra textanna var
skilningsrík upprisa úr ástarsorg
þar sem frásöguhátturinn var til-
finningaþrunginn og opinskár.
Hingað til hafa allir textar Josh
verið tengdir ástinni, á einn eða
annan hátt.
Leitað innvortis
Eftir útgáfu fyrstu plötunnar
lagði sveitin í tónleikaferð um
Bandaríkin, Evrópu og Ástralíu.
Þegar þar kom til sögu höfðu orð-
ið trommaraskipti, og hafði núver-
andi liðsmaður Joey Waronker
komið sér ofan á trommustólinn.
Eftir að hinni löngu tónleikaferð
lauk lagðist Josh Haden í mikla
sjálfsskoðun. Þótt að hann
hafi ekki komist að neinni
endanlegri niðurstöðu, frek-
ar en einhver annar sem
reynir, um tilgang tilvistar
sinnar og hvata þá skilaði
innvortis leitin sér í dýpri
laga- og textasmíðum.
Það liðu því fjögur ár frá
fyrstu og annarri skífu
Spain. Þessi önnur plata,
She haunts my dreams, þyk-
ir með eindæmum góð. Plat-
an var tekin upp á eyju við
strendur Svíþjóðar og eru
allir aukahljóðfæraleik-
ararnir á plötunni sænskir.
Á plötunni náði Josh að
fullkomna söngstíl sinn, sem
nú er jafn mjúkur og tals-
máti hans. Það hentar stíl
sveitarinnar mun betur og
gerir hann persónulegri, þar
sem hlustandinn fær það
jafnvel á tilfinninguna að
það sé verið að hvísla í eyra
sér.
Textarnir urðu ögn dul-
arfyllri en áður og sagði
Josh það vera skírskotun í
textasmíðar sveitatónlist-
arinnar, þar sem hin raun-
verulega meining væri oft
falin undir yfirborðinu.
Textarnir gefa þó ýmislegt í
skyn, en opinbera aldrei neitt.
Einnig var léttara yfir textasmíð-
unum en áður og textarnir krydd-
aðir spaugilegum textabrotum inn
á milli.
Á dögunum kom svo út þriðja
breiðskífa sveitarinnar, I Believe,
og er kveðið við sama tóninn og á
plötunni á undan.
Þó virðist sem Josh Haden sé
loksins búinn að jafna sig á ást-
arsorginni og sé farinn að leiða
hugan meira að almættinu, a.m.k.
gefa sum lagaheiti plötunnar það í
skyn.
Það verður svo að koma í ljós
síðar hvort Josh finni loksins svör-
in sem hann leitaði að áður hjá al-
mættinu eða hvort hann nái að
sætta sig við svarleysið á end-
anum, eins og allir hinir.
Hjartans mál
Áhugi á tregafullri sveitalagatónlist hefur aukist
undanfarið. Birgir Örn Steinarsson segir frá
bandarísku sveitinni Spain sem sækir innblástur
sinn í djass, sveitatónlist og rokk sjöunda áratug-
arins.
Tónlist á sunnudegi
Birgir Örn Steinarsson
JOSH Harnett heitir náungi nokk-
ur sem leikur í stórmyndinni Pearl
Harbour sem nú er verið að sýna
víða um land. Einnig leikur hann í
kvikmyndinni Virgin Suicides sem
Háskólabíó sýnir, og margar ung-
meyjarnar ættu að þekkja hann úr
unglingamyndunum The Faculty og
Halloween H2O: 20 Years Later.
Josh, sem heitir Joshua Daniel,
er fæddur 21. júlí 1978 í San
Fransisco. Hann er víst á föstu með
ungri leikkonu, fyrrverandi sund-
drottningu og fyrirsætu, sem heitir
Estella Warren og leikur Daena í
kvikmyndinni Planet of the Apes
sem margir bíða eftir með eftir-
væntingu og sýnd verður með
haustinu. Stúlkan sú er fædd 23.
desember 1978 í Kanada og er því
steingeit.
Steingeit og krabbi eru í eðli sínu
ólík, en þau gætu lært margt hvort
af öðru og átt saman ánægjulegt
ástarsamband. Þau eru bæði skiln-
ingsrík og umburðarlynd, íhalds-
söm og hagsýn, en steingeitinni
gæti þótt nóg um tilfinningaflækjur
krabbans, þar sem hún er yfirveguð
og svöl. Bæði þarfnast þau öryggis,
en á meðan Josh myndi beina þeim
þörfum að fjölskyldunni og tilfinn-
ingunum, leitar Estella að öryggi í
starfi og klifur metorðastigann.
Sambandið snýst framan af að
mestu um fjölskylduna og vinnuna.
Þegar kemur að heimili, dagleg-
um þörfum og venjum, þá eru þau
líkari, en Josh hefur tungl í vatns-
bera en Estella í vog. Bæði vilja
þau stjórna tilfinningum sínum en
eru þó bæði jákvæð og vinaleg.
Hlutlægni ætti samt að vera mikill
kostur í þeirra sambandi, þau ættu
að geta talað um tilfinningamál án
þess að falla í gryfju tilfinninga-
seminnar eða fásinnu. Einnig hafa
þau bæði þörf fyrir að fara út og
hitta fólk. Lífsstíllinn þeirra verður
að öllum líkindum líflegur, sam-
vinnuverkefni verða ofarlega á
baugi, þar sem allt sýst um fólk, list
og menningu. Ef þau uppfylla þess-
ar samfélagslegu þarfir sínar ættu
þau að verða tilfinningalega full-
nægð. Með tíð og tíma ætti þeim
því að takast að koma á jafnvægi í
sambandinu og veita hvort öðru
langþráð öryggi.
Hlutlægir
öryggis-
fíklar
Josh leitar ör-
yggis í fjöl-
skyldu og til-
finningum ...
... en Estella í
framanum og
frægðinni.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Á leikferð um landið:
!" #" $% $&''()&
% *+ "" ,% &-- ..'//**!""0+1!2/!
333 & ( $4 & (
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM
e. Ray Cooney
Lau 21. júlí kl. 20 – LAUS SÆTI
Fö 27. júlí kl 20 – LAUS SÆTI
SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU
Fi 19 júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Su 22. júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fi 26. júlí kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI
Ath. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
Sumarsöngleikurinn
HEDWIG KL. 20.30
Fös 20/7 örfá sæti laus
Lau 21/7 AUKASÝNING örfá sæti laus
Lau 28/7 nokkur sæti laus
Lau 11/8
Fös 17/8
Lau 25/8
Fös 31/8
Ath. aðeins sýnt í sumar!
„í einu orði lýst meistaraleg“ S.H. Mbl
„stjarna er fædd“ DV
„hvergi er slegið af trukkinu“ A.E. DV
„óborganleg“ S.S. Fréttablaðið
Barinn opnar kl. 19.30, tveir fyrir einn tilboð til kl. 20.
Plötusnúðar leika fyrir sýningu og í hléi.
Hádegisleikhúsið
RÚM FYRIR EINN
Sýningar hefjast aftur 15. ágúst
Miðasalan er opin frá kl 10-14 í Iðnó og 14-18 í
Loftkastalanum alla virka daga og frá kl. 14 fram
að sýningu á sýningarkvöldum.
Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er
530 3032 eða 530 3037.
midasala@leik.is — www.leik.is
Miðasölusími er 530 3030