Morgunblaðið - 02.08.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 02.08.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isRúnar Kristinsson verður ́frá keppni í tvo mánuði / B1 Kristín Rós Hákonardóttir með tvö gull á EM fatlaðra í sundi / B1 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í HEILDARGREIÐSLUR til lækna að meðtöldum rekstrarkostnaði námu um 8,1 milljarði kr. á árinu 2000 en voru um 4,3 milljarðar kr. á árinu 1992 og hafa því hækkað um 86% á þessum tíma. Þetta kemur fram í út- tekt Ríkisendurskoðunar á greiðslum opinberra aðila til lækna á árinu 2000 sem gerð var að beiðni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Könnunin náði til 1.037 lækna en 854 lækna árið 1992. Heildargreiðslur eru blanda af beinum launagreiðslum, verktakagreiðslum og greiðslum frá sjúklingum. Greiðslur til lækna hækkuðu um 53% Að frádregnum rekstrarkostnaði vegna verktakagreiðslna námu með- allaunagreiðslur til lækna á árinu 2000 6,5 milljónum kr. en voru á árinu 1992 4,2 milljónir kr. sem er 53% hækkun. Í úttekt Ríkisendurskoðun- ar segir að sú hækkun sé í samræmi við almenna launaþróun hér á landi á tímabilinu 1993 til 2000. Meðallaun lækna á fyrrnefndu tímabili hafa hækkað umfram neysluvísitölu um 25%. Háls-, nef- og eyrnalæknar fengu hæstu meðaltalsgreiðsluna, um 14,4 milljónir kr., á árinu 2000 en svæfinga- og gjörgæslulæknar 11,8 milljónir kr. og augnlæknar um 11,6 milljónir kr. Hæstu heildargreiðsluna í fyrra fékk svæfinga- og gjörgæslu- læknir, alls 38,3 milljónir kr. Athygli vekur að meðallauna- greiðslur til heimilislækna hafa lækk- að mest umfram launavísitölu 1993– 2000, eða um 17%, en laun skurð- lækna hækkað mest, um 17%. Hæstu laun sem þekkjast í sér- greinum í úttekt Ríkisendurskoðunar eru laun rannsóknarlæknis, um 19,3 milljónir kr., og fæðingar- og kven- sjúkdómalæknis, um 15,9 milljónir kr. Hæstu meðallaun í úttektinni eru laun skurðlækna og svæfinga- og gjörgæslulækna, um 8,7 milljónir kr., en næst koma þvagfæralæknar með um 8,1 milljón kr. Verulegur munur er á hæstu og lægstu meðallaunum lækna eftir sérgreinum og getur munurinn numið allt að tvöföldum meðallaunum. Fram kemur í úttektinni að 51% af launum lækna er greitt vegna vinnu á sjúkrahúsum, 26% af heilbrigðis- stofnunum og heilsugæslustöðvum, 18% af læknastofum og 3% af skólum o.fl. Við samanburð á heildarlaunum lækna með sérgreinar, sem starfa innan og utan Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar og Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, kom í ljós að þau eru um 20% hærri hjá þeim sem starfa án svonefndra fastlaunasamninga þrátt fyrir að læknar með fastlaunasamn- inga, er starfa eingöngu hjá sjúkra- húsunum, hafi um 27% hærri launa- greiðslur frá þeim. Að mati Ríkisendurskoðunar má áætla að heildarvinnuframlag lækna sem starfa utan sjúkrahúsanna sé um 15– 25% meira en lækna með fastlauna- samninga. Þegar heildargreiðslur til lækna eru sundurliðaðar kemur í ljós að föst heildarlaun þeirra voru 3,2 milljarðar í fyrra, sem er um 40% af heildar- greiðslunum. Á árinu 1992 var hlutfall fastra launa af heildargreiðslum 26% og hefur hlutur fastra launa af heild- argreiðslum því aukist um 14 pró- sentustig. Greiðslur vegna yfirvinnu og álags vegna vakta námu í fyrra um 2,1 milljarði kr. sem er 26% af heild- argreiðslum sem er sama hlutfall og árið 1992, verktakagreiðslur námu um 2,3 milljörðum kr. sem er 29% af heildargreiðslum en þetta hlutfall var 34% á árinu 1992, hluti sjúklinga í greiðslum til sérfræðinga og heimilis- lækna var tæpar 570 milljónir kr. Meðallaunagreiðslur til lækna 6,5 milljónir á síðasta ári Heildargreiðslur til lækna 8,1 milljarður TALVERÐAR skemmdir urðu á þaki í fiskverkunarhúsinu Hafnar- búðinni við Hrannargötu 4 í Kefla- vík í gær. Að sögn Brunavarna Suðurnesja barst tilkynning um eldinn laust eftir klukkan 5 í gær- dag. Greiðlega gekk að ráða nið- urlögum eldsins og var búið að slökkva hann einum og hálfum tíma eftir að slökkvilið kom á stað- inn. Að sögn slökkviliðsmanna leit þetta ekki vel út í fyrstu og var út- lit fyrir að eldurinn myndi breiðast út í samliggjandi hús og í önnur fyrirtæki. Skemmdir urðu einnig af völdum vatns og reyks en slökkva þurfti eldinn ofan frá þar sem ekki var unnt að komast að honum ann- ars staðar frá. Við það rann vatn greiðlega um húsakynnin. Ekki er vitað um skemmdir á samliggjandi húsum en bjarga þurfti frystum sjávarafurðum úr nærliggjandi húsi. Eldsupptök eru enn ókunn en hugsanlegt er að þau megi rekja til bilunar í rafmagni. Rannsókn máls- ins er í höndum lögreglu. Eldur í fiskverkunarhúsi í Keflavík Skemmdir tals- verðar á þaki Ljósmynd/Páll Ketilsson DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, sagðist í fréttum Ríkisútvarpsins í gær rétt vera farinn að lesa yfir úr- skurð Skipulags- stofnunar. „Ég held að það sé of fljótt að segja til um það hvort hún er að dæma allar framkvæmdir í virkjunarmálum norðan jökla úr leik. Það væri þá mjög mikil ákvörðun og mikið vald sem þessi stofnun væri búin að taka sér ef hún væri að gera það,“ sagði ráðherrann. Spurður hvaða mat hann legði á ályktun í tilkynningu Landsvirkjunar að Skipulagsstofnun væri hér með búin að dæma virkjunarmál norðan Vatnajökuls úr leik, sagðist Davíð ekki hafa séð tilkynningu Landsvirkj- unar þessa efnis: „En samkvæmt lokasíðum skýrslunnar sýnist mér þó að þannig mætti leggja út af efninu og þá er það gríðarmikil ákvörðun sem ókjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að taka á sínum kontór og mikill má máttur þeirra vera.“ Of fljótt að segja til um niðurstöður ÞESSAR kynjaverur sem standa í túnfætinum á Ósi í Bolungarvík hafa í sumar vakið óskipta athygli vegfarenda. Að sögn Högna Jóns- sonar, bónda á Ósi, heitir kerlingin Sigurást Ermenga en karlinn er kallaður Þursi. Hann kvað það meira til gamans gert að búa þau skötuhjú til og væru þau hvorki fuglahræður né tröllafælur. „Þetta var nú bara svona hug- detta, mamma sá eitthvað líkt þessu úti í Þýskalandi,“ sagði hann og bætti við að þetta væri annað sum- arið sem svona væri gert. Hann sagði jafnframt að þetta mætti kalla samvinnuverkefni þriggja bæja í sveitinni því heyrúllurnar kæmu frá þeim á Ósi, handleggirnir frá Geira- stöðum og fatnaðurinn frá Flötum. Kann að fjölga í fjölskyldunni Högni segir að þau skötuhjú fái að standa uppi fram eftir hausti, en það ráðist dálítið af því hvernig heyið haldi sér. Það mun vera nokk- uð um að vegfarendur sem eiga þarna leið um Vestfjarðaveg stoppi og virði parið betur fyrir sér, enda um myndarfólk að ræða. Högni seg- ir uppi hugmyndir um að það fjölgi í fjölskyldunni hjá þeim og við bætist „eitt lítið kvikindi“. Stúlkan heitir Hekla Gunnarsdóttir og er sex ára, en glöggt má sjá af samanburðinum hvað þau hjónin eru tröllvaxin. Tröllin í túnfætinum Morgunblaðið/Ómar HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagðist eiga von á því að þessi úrskurður Skipulagsstofnunar yrði kærður. „Þá heldur ferlið áfram samkvæmt lögum og við verðum að bíða og sjá hvað út úr því kemur. Ég get ekki sagt að þessi úrskurður Skipulagsstofn- unar komi mér sérstaklega mikið á óvart eftir að hafa lesið umfjöllun Náttúruverndar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og fleiri um málið. Mér sýnist að það sé mjög byggt á þeim umsögnum.“ Samkvæmt lögunum um umhverf- ismat tekur umhverfisráðherra end- anlega ákvörðun ef úrskurður Skipu- lagsstofnunar er kærður. „Ég held að það hljóti að teljast eðlilegt að mál af þessari stærðargráðu endi á því borði. Hér er um að ræða stærstu virkjun sem nokkurn tímann hefur verið ætlunin að ráðast í hér. Það er eðlilegt að um það mál séu skiptar skoðanir,“ sagði Halldór. Kemur mér ekki mikið á óvart Úrskurður Skipulagsstofnunar vegna Kárahnjúkavirkjunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.