Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 21 NÝTT Dale-bómullarprjónagarn er komið á markað. Garnið er samsett úr 50% bómull, 10% silki og 40% vis- cose, sem gerir það léttara og slit- sterkara en ella. Garnið er til í 15 lit- um í 50 g hnotum. Bómullargarn KOMIN er á markaðinn lakkvörnin Toughseal. Efnið er borið á bílinn á svipaðan hátt og bón og þarf þá ekki að bóna bílinn næstu tvö árin. Það er Teflon.is sem flytur inn. Lakkvörn KOMNAR eru á markaðinn nýjar blautþurrkur frá Fresh’n Soft. Um er að ræða andlitsþurrkur sem inni- halda E- vítamín ásamt ýms- um mýkj- andi og rakagef- andi efnum. Dreifing- araðili Fresh’n Soft er P.B. Björns- son heildverslun. Nýtt Blautþurrkur ÍSLENDINGAR borða minna af grænmeti en nokkur önnur þjóð í Vestur-Evrópu og lítið virðist okkur hafa orðið ágengt í að auka grænmet- is- og ávaxtaneyslu hér síðustu árin. Þrátt fyrir að grænmetisneysla hafi tvöfaldast frá árinu 1975 hefur hún staðið í stað síðustu þrjú árin og neysla ávaxta minnkaði lítillega í fyrra frá því sem var 1999, sam- kvæmt tölum um fæðuframboð á Ís- landi sem Manneldisráð hefur birt. Laufey Steingrímsdóttir forstöðu- maður Manneldisráðs segir tölur um grænmetis- og ávaxtaneyslu valda vonbrigðum, sérstaklega í ljósi þess að framboð og gæði grænmetis og ávaxta hefur aukist. „Hollusta og kostir þessara fæðutegunda koma alltaf betur í ljós, meðal annars hvernig neysla þess minnkar líkur á sjúkdómum eins og hjartasjúkdóm- um og krabbameini. Því er til mikils að vinna að reyna að breyta þessu.“ Hún telur það vel hægt og nefnir Finnland sem dæmi. „Finnar borð- uðu lengi vel mjög lítið af grænmeti eða álíka mikið og við. Þá var ákveðið að í mötuneytum á vegum sveitar- félaga eða ríkisins væri í boði heilsu- samlegt fæði með miklu grænmeti og ávöxtum. Þetta náði meðal annars til skólamötuneyta og á skömmum tíma fór grænmetisneyslan hjá þeim langt fram úr okkar.“ Drekkum að meðaltali hálfan lítra af gosi á dag Mjólkurneysla Íslendinga hefur minnkað stöðugt ár frá ári, og þá sér- staklega nýmjólkurneysla. „Við máttum vel við þessari breytingu því mjólk var lengi allt of fyrirferðarmik- il í okkar mataræði, og þá sérstak- lega feit mjólk. Núna er heildar- magnið komið í ágætt horf og því ekki æskilegt að þessi þróun haldi áfram. Við notum þó enn of mikið af feitum mjólkurvörum, drekkum nán- ast tvöfalt meira af nýmjólk en hinar Norðurlandaþjóðirnar en minnst af léttmjólk og fituminni vörum.“ Laufey segir sérstöðu okkar varð- andi feitu vörurnar ekkert fagnaðar- efni. „Þær fituminni veita okkur kalk og önnur hollustuefni mjólkurinnar án óþarfa fitu sem stuðlar að offitu og hækkar kólesterólið.“ Gosdrykkja- neysla Íslendinga hefur aukist jafnt og þétt frá því farið var að kanna fæðuframboðið árið 1956 og var árið 1999 komin upp í tæplega hálfan lítra á dag. „Ég er ekki viss um að fólk al- mennt átti sig á hvað mikill sykur er í öllu þessu gosi en í hálfs lítra flösku eru 50 grömm sem er um hálffullur kaffibolli af hvítasykri.“ Markaðs- setningu á gosdrykkjum telur Lauf- ey vera óvenju aðgangsharða. „Gosið kemur inn í hvers kyns tilboð, hvort sem það eru pitsur eða annar skyndi- matur. Nýlega sá ég að þegar keypt er gasgrill fylgja 24 lítrar af gosi með í kaupbæti! Þessu er nánast þröngv- að upp á okkur.“ Óskandi væri að ávextir og grænmeti væri markaðs- sett af sömu áfergju og gosið. „Þá fengjum við ef til vill tilbúið salat sent heim með pitsunni og í tilboðum ham- borgarastaðanna væri hægt að fá ávöxt eða salat í staðinn fyrir frönsku kartöflurnar.“ Manneldisráð birti nýlega tölur um fæðuframboð á Íslandi árið 2000 Aukin gosdrykkja og minni ávaxtaneysla #/1. #/2$ #/2. #/,$ #/,. #//$ #//. -$$$      #,$ #1$ #0$ #-$ #$$ ,$ 1$ 0$ -$ $ #/1#                     !    "#  $      % &'  !    $   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.