Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNNIÐ er að viðgerðum á eldri hlutanum við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði þessa dagana og eru verklok áætluð 30. september nk. Áætlaður kostnaður við verkið er 30 milljónir króna. Már Pétursson, formaður byggingarnefndar Hafnar- fjarðar, segir að verkið sé í gjörgæslu. Í verkinu felst endurnýjun á gluggum á austur- og norð- urhlið, á austur-vestur álmu og á austur- og norðurhlið á norður-suður álmu. Þá verð- ur sett upp múreinangrunar- kerfi með steiningu, steypu- viðgerðir á sömu hliðum, ásamt uppsteypu trappa yfir eldri með snjóbræðslu við norðurhlið hússins. Á fundi byggingarnefndar Hafnarfjarðarbæjar 24. júlí sl. var bókað að „bygging- arnefnd átelur Fram- kvæmdasýslu ríkisins og byggingarstjóra fyrir að hefja framkvæmdir án þess að tilskilin leyfi séu fyrir hendi.“ Þá segir jafnframt í fund- argerð nefndarinnar: „Í bréfi frá Framkvæmda- sýslu ríkisins dags. 24.07. 2001 er beðið um óskil- greindan frest á að skila inn gögnum. Byggingarnefnd veitir leyfi til að halda áfram framkvæmdum enda verði aðal- og séruppdráttum skil- að inn án ástæðulauss drátt- ar.“ Hafsteinn Kristjánsson, byggingatæknifræðingur hjá Línuhönnun hf., en það fyr- irtæki sér um hönnun vegna viðgerða á skólanum, segir að sendar hafi verið inn teikningar vegna snjó- bræðslu í tröppum, en það hefði gleymst að tilkynna til byggingarfulltrúa að klæða ætti skólann með múrein- angrunarkerfi. Gleymdist að tilkynna um klæðningu „Það gleymdist að til- kynna þetta,en við fengum alla vega bráðabirgðaleyfi til að halda áfram með klæðn- inguna. Það eina sem gerist er að veggirnir þykkjast um 12,5 cm en það verður engin útlitsbreyting á skólanum að neinu leyti. Þessi klæðning er til þess að verja steyp- una.“ Már Pétursson, formaður byggingarnefndar Hafnar- fjarðarbæjar, segir að það hafi verið ofarlega í huga byggingarnefndar að stöðva framkvæmdirnar. „En þar sem við töldum að þar sem um opinberan aðila [Framkvæmdasýsla ríkisins] væri að ræða þá væri í lagi að stöðva þær ekki. Þó fannst okkur full ástæða til að finna að þessu og það sem gerist núna er að verkið er í gjörgæslu. Byggingarfulltrú- inn mun fylgjast nákvæm- lega með hvað er að gerast. Þetta er ekki stórt eða flókið deilumál en okkur þótti ekki gott að aðili eins og Fram- kvæmdasýsla ríkisins fylgdi ekki fyrirskrifuðum laga- reglum um framgang verka.“ Unnið að viðgerð við Flensborg Verkið í gjörgæslu Hafnarfjörður VÆNTANLEGT bílastæða- hús við Suðurgötu í Reykja- vík hefur verið töluvert rætt undanfarna daga, en í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins lýsti Einar Bragi, íbúi við Suðurgötu, þeirri skoðun sinni að réttast væri að færa þennan sögufræga stað til upprunalegs horfs í stað þess að reisa þar bíla- stæðahús. Ljóst er að tölu- vert rask mun verða í nán- asta umhverfi hússins verði af framkvæmdunum og meðal annars þarf að flytja burt gömul tré sem standa við Suðurgötu 4 og óvíst er hvort tekst að setja þau nið- ur aftur á sama stað að verki loknu. Kristín Ein- arsdóttir, framkvæmda- stjóri miðborgar, hefur bent á að væntanlegt bílastæða- hús muni nýtast öllum í mið- borginni en þar sé mikill bílastæðaskortur. Á myndunum tveimur má sjá svæðið þar sem til stend- ur að bílastæðahúsið verði reist neðanjarðar. Fremst á efri myndinni sést vænt- anlegt hótel við Aðalstræti og mun bílastæðahúsið verða undir því og ná að Suðurgötu 8A, en einungis stendur til að húsið verði undir Suðurgötunni vest- anverðri. Á neðri myndinni sjást glögglega hin öldnu tré sem þarf að flytja burt meðan á byggingu bílastæðahússins stendur. Trén sem um ræðir eru fremst á myndinni og standa fyrir neðan Suð- urgötu 4. Ekki stendur til að hrófla við hlyninum sem stendur austanmegin við Suðurgötu þar sem áður var Suðurgata 5. Bílastæðahúsi ætlaður staður undir Suðurgötu Morgunblaðið/Sigurður Jökull Morgunblaðið/Sigurður Jökull Miðborg JÓHANN Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands, segir að borgaryfir- völd sinni mjög illa og hafi lít- inn skilning á umhverfismál- um borgarinnar. Segir hann þetta vegna framkvæmda mislægra slaufugatnamóta við Vestur- landsveg og Víkurveg en þar verður minnsta fjarlægð frá vegbrún einnar afreinar að bakka Úlfarsár um 50 metrar. Framkvæmdin fór í um- hverfismat og féllst Skipu- lagsstofnun á hana á sínum tíma. Í úrskurði stofnunarinnar kemur m.a. fram að Náttúru- fræðistofnun Íslands leggi til að mannvirkið verði hvergi nærri ánni en 150 metrar. Þá bendi Náttúrufræðistofnun á að svæðið meðfram Úlfarsá sé borgarverndað sem útivist- arsvæði og hafi auk þess verið sett á skrá yfir náttúruminjar sem ástæða sé til að vernda að mati sérfræðinga. Náttúruvernd ríkisins og Fuglaverndarfélag Íslands komust að svipaðri niður- stöðu. Jóhann segir að fuglalíf á svæðinu geti skaðast en við Úlfarsá sé mikilvæg vetrar- stöð fyrir gulendur en sú teg- und sé á válista sem fugl í yf- irvofandi hættu vegna stofnsmæðar. Snúið út úr athugasemdunum „Í svörum framkvæmda- aðila er bara snúið út úr at- hugasemdum Fuglaverndar- félagsins. Borgarfriðun á ánni var aflétt til að hægt yrði að hafa veginn nánast ofan í henni en ein afreinin er ekki nema í 50 metra fjarlægð frá ánni. Þetta sýnir bara hversu þessi borgarfriðun er létt- væg. Það er bara hægt að breyta henni með einu penna- striki ef mönnum dettur það í hug. Borgin hefur verið mjög slök í öllum málefnum Úlfars- árinnar og almennt í um- hverfismálum að mínu mati.“ Jóhann Óli segir að Fugla- verndarfélagið leggist þó ekki gegn veginum sem slíkum heldur aðeins hversu ein af- reinin verður nálægt ánni. Í úrskurði Skipulagsstofn- unar um mat á umhverfis- áhrifum segir að stofnunin telji að borgaryfirvöld þurfi að marka um það stefnu í að- alskipulagi í samráði við Náttúruvernd ríkisins hvort áfram skuli gert ráð fyrir verndun á afmörkuðu svæði meðfram ánni. Er Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, borgarfulltrúi R- lista og nefndarmaður í skipulags- og byggingar- nefnd, var spurð hvort borg- aryfirvöld hefðu rætt við Náttúruvernd ríkisins sagðist hún ekki hafa verið inni í þeirri umræðu. Óhjákvæmilegt að mannvirkið yrði með þessum hætti „Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að gatnamótin myndu færast nær. Það hefur marg- oft verið rætt, bæði í borg- arráði og í skipulagsnefnd- inni, að það væri óhjákvæmilegt að þetta um- ferðarmannvirki yrði með þessum hætti. Hins vegur stendur sú stefnumörkun borgarinnar að jafnaði skuli miðað við 150–250 metra. Þetta er í rauninni einstakt afmarkað tilfelli.“ Um tilmæli umsagnaraðila þess efnis að gatnamótin væru of nálægt bakka Úlfars- ár sagði hún: „Þetta eru umsagnir þess- ara umsagnaraðila og menn munu auðvitað taka tillit til þess að svo miklu leyti sem það er hægt með því að reyna að lágmarka umhverfisáhrif- in. Við búum hins vegar í borg og verðum að taka mið af því líka.“ Formaður Fuglaverndarfélags Íslands Telur að fuglalíf geti skaðast við gatnagerð Grafarholt BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar veitti í gær tvær viður- kenningar fyrir merkt framlag til umhverfisins. Þetta er í fyrsta sinn sem slík viður- kenning er veitt og er tilefnið 25 ára afmæli Garðabæjar. Verðlaunin hlutu hjónin Sig- urður Þorkelsson og Kristín Gestsdóttir í Grænagarði á Garðaholti fyrir ræktun á Garðaholti og stjórnendur Víf- ilsstaðaspítala fyrir trjálund sem vel hefur verið hlúð að í gegnum árin. Í fréttatilkynningu frá Garðabæ kemur fram að hjón- in Sigurður og Kristín hafa stundað ræktun á Garðaholt- inu frá árinu 1955. Með óbil- andi trú á ræktunarstarfið hefur þeim tekist að koma upp skógarlundi, sem notaður er sem gott dæmi um ræktun við erfiðar aðstæður. Aðspurð sögðust Sigurður og Kristín hafa farið að planta trjám á Garðaholtinu strax árið 1955 og bentu á að holtin í kringum Reykjavík væru kjörin til skógræktar því að þar væri nægur raki í jarðveginum en jarðvegurinn á Garðaholti hefði þó verið grýttur og rýr. Ræktunin á holtinu hefur ver- ið þeirra helsta áhugamál í gegnum tíðina og hafa þau haft af henni mikla ánægju. „Sumir stunda golf í frístund- um sínum, en hjá okkur varð trjárækt fyrir valinu,“ segir Sigurður. Þau taka fram að ein stærsta ánægjan við að búa á Garðaholtinu sé hið fjölbreytta fuglalíf sem þar er að finna en þarna verpa um 25 tegundir fugla og 14 innan lóðarmarka hjónanna. Í gær voru einnig veittar viðurkenningar fyrir snyrti- legt umhverfi í Garðabæ árið 2001 en þetta er í fjórtánda sinn sem slíkar viðurkenning- ar eru veittar. Eigendur Ara- túns 7, Bakkaflatar 7, Mark- arflatar 12 og Markarflatar 15 hlutu viðurkenningar fyrir lóð- ir íbúðarhúsnæðis, Landssími Íslands, Skeiðarási 2, hlaut viðurkenningu fyrir lóð at- vinnuhúsnæðis og Langamýri 1–23 var valin snyrtilegasta gatan í Garðabæ árið 2001. Verðlaun fyrir merkt framlag til umhverfisins Með óbilandi trú á ræktunarstarfið Morgunblaðið/Jim Smart Hjónin Sigurður Þorkelsson og Kristín Gestsdóttir tóku við verðlaunum fyrir framlag sitt til ræktunar í gær. Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.