Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ STEINGRÍMUR J. Sigfússon for- maður Vinstri grænna segir að niðurstaða skipu- lagsstjóra sé skynsamleg mið- að við þau gögn sem Skipulags- stofnun hefur í höndum og segist hann ekki trúa öðru en að stjórnvöld láti sér þetta að kenningu verða og hætti við virkj- unaráformin. Allt of margt mæli gegn framkvæmdunum eins og þær eru lagðar upp af framkvæmdaaðila, þetta sé risavaxin framkvæmd og skammur tími hafi gefist til að rann- saka áhrif hennar. Því hafi fagleg rök hnigið að því að fallast ekki á þessar framkvæmdir eins og stend- ur. Steingrímur segir niðurstöðuna í sjálfu sér ekki koma á óvart. „Ég batt auðvitað vonir við þetta en þorði þó varla að treysta því að embættið treysti sér í það að taka svo afger- andi afstöðu. Ég tel að fyrir þessu hafi skipulagsstjóri mjög góð rök og þetta er algerlega í samræmi við mínar athugasemdir til hans sem borgari í þessu landi, en ég hvatti skipulagsstjóra til þess að fallast ekki á þessar framkvæmdir eins og þær eru lagðar upp af hálfu fram- kvæmdaaðila.“ Steingrímur segir að róðurinn hljóti að þyngjast mikið hjá stjórn- völdum hyggist þau ganga gegn þessari niðurstöðu skipulagsyfir- valda og þeirra stjórnvalda sem fara með mat á umhverfisáhrifum. Verði það gert sé verið að varpa mikilli rýrð á matsferlið og gildandi löggjöf og þá muni vakna efasemdir um að stjórnvöld vilji vinna málefnalega og faglega að undirbúningi slíkra fram- kvæmda. „Hér er um opinbera fram- kvæmd að ræða, þar sem Lands- virkjun er að hálfu í eigu ríkisins og auk þess er um að ræða áform sem stjórnvöld hafa rekið áfram. Ég skora því á ríkisstjórnina og Lands- virkjun að taka þessu sem faglegri og efnislegri niðurstöðu og sætta sig við hana. Allt annað væri að mínu mati hrein fásinna,“ segir Steingrím- ur. Tryggja verður að ekki komi bakslag í atvinnu- og byggðamálum Steingrímur telur æskilegt að hrint verði af stað öflugri fram- kvæmdaáætlun um aðgerðir á Aust- urlandi til þess að tryggja að þessi niðurstaða valdi ekki bakslagi í at- vinnu- og byggðaþróun þar. „Burt- séð frá afstöðu manna til þessara áforma er ljóst að það hafa verið vaktar miklar væntingar hjá ýmsum og málum gjarnan verið stillt upp sem spurningu um álver eða dauða en ég hef varað mjög við því. Ábyrgð þeirra sem hafa rekið þetta áfram undir þeim formerkjum er auðvitað mjög mikil, en nú skiptir máli að menn sameinist um kraftmikla fram- kvæmdaáætlun um að bæta sam- göngur, byggja upp menntun á æðri skólastigum og taka á öðrum þáttum atvinnu-, félags- og byggðamála á Austurlandi og undirstrika með því að Austfirðingar verði ekki skildir eftir á köldum klaka,“segir Stein- grímur. Steingrímur J. Sigfússon Niðurstaða skipulags- stjóra skyn- samleg hníga í þennan farveg. Ég vísa al- gerlega á bug þeim aðdróttunum sem ég las út úr ummælum for- sætisráðherra í fréttum ljósvaka- miðla en þau virtust benda til þess að hér væri ekki staðið rétt að málum. Ég tel að þetta sé sigur þeirra sem vilja láta náttúruna njóta vafans. Hér er um fortaks- lausa og afdráttarlausa niðurstöðu að ræða og við í Samfylkingunni höfum lagt mikla áherslu á að það verði staðið faglega og málefna- lega að ákvörðunartöku í þessu máli og mér virðist sem þau skil- yrði hafi verið uppfyllt. Erfitt að hnekkja niðurstöðu Skipulagsstjóra Össur telur að erfitt verði að hnekkja niðurstöðu skipulags- stjóra þar sem nú liggi fyrir hið eiginlega umhverfismat frá hendi fagstofnunar en vissulega sé möguleikinn á að kæra niðurstöð- una fyrir hendi. „Það er svo í höndum ráðherra að taka endan- lega afstöðu en mér sýnist hin málefnalega niðurstaða og þau rök sem fyrir henni eru færð vera með þeim hætti að önnur niðurstaða, pöntuð úr skrifstofu forsætisráð- herra, gæti ekki byggst á öðru en hreinum pólitískum sjónarmiðum,“ segir hann. Össuri finnst ekki ólíklegt að stjórnvöld láti reyna á kærumögu- leika í málinu, en það fari þó eftir því hvaða rökum þau telji sig reiðubúin að beita gegn niðurstöðu skipulagsstjóra. „Núna tel ég að stjórnvöld ættu að huga að því að hrinda af stað stækkun Norðuráls og afla til þess orku án þess að ganga þumlung á friðlandið í Þjórsárverum og í tengslum við þetta ætti jafnframt að kanna stækkun á ÍSALI, enda ætti að vera hægt að útvega orku í hvoru- tveggja og það myndi henta vel miðað við hvernig hagsveiflan hef- ur þróast. Þá tel ég að stjórnvöld ættu að gera átak í að byggja upp atvinnulíf á Austfjörðum, Austfirð- ingar eru eðlilega sárir yfir þess- um niðurstöðum enda hefur rík- isstjórnin dregið þá á asnaeyrunum og nánast lofað þeim niðurstöðum í málinu sem svo hef- ur komið í ljós að hún er ekki fær um að útvega. Ríkisstjórnin skuld- ar þess vegna Austfirðingum að ráðast í öflugt átak til þess að byggja upp atvinnulíf á þessu svæði,“ segir Össur. INGIBJÖRG Gunnars- dóttir, doktorsnemi í næringarfræði við Há- skóla Íslands, hlaut í sumar verðlaun frá evr- ópskum samtökum um sykursýki og næringar- rannsóknir fyrir rann- sóknir sínar á tengslum fæðingarþyngdar og sjúkdóma meðal Íslend- inga. Samtökin heita „Diabetes and Nutri- tion Study Group“ (DNSG) og voru verð- launin veitt á árlegri ráðstefnu samtakanna sem að þessu sinni var haldin í 19. sinn í Düs- seldorf í Þýskalandi. Létt börn lenda í áhættuhópi síðar „Aðaláhersla þeirra er að vísu á sykursýki en þetta er allt svo tengt þannig að rannsóknir mínar falla al- veg þar inn í,“ sagði Ingibjörg. Hún segir að verðlaunin hafi verið pen- ingaverðlaun og þótt upphæðin hafi ef til vill ekki verið ýkja há sé gaman að fá á þennan hátt viðurkenningu fyr- ir störf sín. Rannsókn- irnar eru unnar á rann- sóknastofu í næringarfræði við Landspítala og Háskóla Íslands undir hand- leiðslu Ingu Þórsdóttur í samstarfi við Hjarta- vernd, Vilmund Guðna- son forstöðulækni og Rafn Benediktsson, sér- fræðing í lyflækningum. „Faðir þessara kenn- inga er breskur og heit- ir David Barker en þær ganga út á að þeir sem fæðast léttir séu í meiri hættu á að fá sjúkdóma síðar á æv- inni,“ sagði Ingibjörg og bætti við að þar væri átt við börn eftir fulla með- göngu en ekki þau sem fæðast fyrir tímann. „Við höfum unnið í samvinnu við Hjartavernd og leituðum uppi fæðingarþyngd hjá fólki sem tók þátt í rannsókn hjá þeim og tengdum við þeirra upplýsingar. Bryndís Eva Birgisdóttir hefur skoðað sykursýk- ina en ég hef skoðað tengslin við há- þrýsting og hjartasjúkdóma,“ segir Ingibjörg og tiltekur að við rannsókn- ir af þessu tagi sé gert ráð fyrir öðr- um hlutum sem spilað geti inn í, svo sem félagslegar aðstæður, reykingar o.fl. Hún segir jafnframt að sam- bandið milli fæðingarþyngdar og sjúkdóma síðar meir sé veikara hér á landi en annars staðar. „Bæði er það af því að við fæðumst þung og líka af því að við höfum sennilega verið vel nærð alla öldina. Við sjáum glitta í sambandið en það er ekki eins sterkt og annars staðar,“ sagði hún og bætti við að fæðingarþyngdin skipti mestu í þessu sambandi. Fiskmeti hafi áhrif á meðgöngu „Við erum næstþyngst í heimi, ég held að Færeyingarnir séu þeir einu sem eru þyngri en við, þannig að það gæti verið að vernda okkur. Tíðni sykursýki er t.d. miklu lægri hér en annars staðar og hjartasjúkdómar óalgengari en í nágrannalöndunum.“ Ingibjörg taldi að margir þættir hjálpuðust að í þessum efnum en góð næring á meðgöngu væri örugglega einn af þeim. Hún segir að þyngd barna ráðist að nokkru af meðgöngu- lengd en Færeyingur að nafni Sjurð- ur Olson hafi rannsakað áhrif Omega-3 fitusýru á hana. „Konur sem fá auka Omega-3 fitusýru, eins og fæst úr fiski, ganga lengur með og börnin verða þ.a.l. stærri og þyngri. Það kann svo að hafa góð áhrif síðar meir,“ sagði hún en tiltók að vitanlega væru fleiri þættir sem réðu þyngd barna svo sem gott mataræði á með- göngu og fleira. Ingibjörg segir að búið sé að senda þrjár greinar til birtingar í erlend tímarit um þessar rannsóknir. Hún segir ekki fyllilega ákveðið hvað verk- efnið komi til með að heita en slær fram heitinu „Fæðingarþyngd og næring fyrstu árin og tengsl við áhættuþætti hjarta- og æðasjúk- dóma“ og áætlar að lok þess verði í byrjun ársins 2003. Rannsakar tengsl fæðingarþyngdar og sjúkdóma síðar á ævinni Minna samband talið vera hérlendis en erlendis Ingibjörg Gunnarsdóttir SALA á tóbaki fyrstu sex mán- uði ársins dróst saman um nokkur prósentustig miðað við sama tíma í fyrra, að því er kemur fram á heimasíðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Mestur munur er á sölu munntóbaks, sem dregist hefur saman um rúm 20%, úr 15 kíló- um í 12 kíló. Sala á vindlingum dróst hins vegar saman um 3,29% og sala á vindlum dróst saman um 2,52%. Sala á reyk- tóbaki, þ.e. píputóbaki og tób- aki sem reykingamenn vefja sjálfir í vindlinga, dróst saman um 8,82%. Aukin áfengisneysla Sala á áfengi hefur aukist töluvert frá því á sama tíma í fyrra, en samtals hefur sala alkóhóllítra aukist um 6,43%. Mest er aukningin í sölu létt- vína, en þar er hún 16,69%. Aukningin er mest í sölu rauð- víns eða um 22% þar sem 399.302 lítrar af rauðvíni voru seldir á fyrstu sex mánuðum ársins 2000 en 480.765 á sama tímabili í ár. Sala á sterku áfengi jókst mun minna eða 1,22% og sala á bjór jókst um 6,08%. Sé litið á selda alkóhól- lítra kemur í ljós að 96.425 alkó- hóllítrar hafa verið seldir af léttvíni það sem af er árinu 2001, 130.225 af sterku víni og 243.372 alkóhóllítrar af bjór. Sala á tóbaki dregst saman MAÐUR sem vann við að smíða bretti hjá Búlandstindi á Djúpavogi fékk nagla í síðuna um klukkan níu í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Djúpavogi var ákveðið að óska eftir sjúkraflugi. Ekið var með manninn til Hornafjarðar. Þar náði TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, í manninn og flutti hann á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Vakthafandi læknir á slysadeild sagði að maðurinn hefði gengið undir aðgerð í gær en hann væri ekki tal- inn í lífshættu. Varð fyrir nagla úr naglabyssu REGLUR um styrki vegna náms- dvalar fjarri lögheimili hafa verið gerðar skýrari með setningu nýrr- ar reglugerðar. Jafnframt eru undanþáguheimildir rýmkaðar fyr- ir nemendur, sem búa fjarri lög- heimili þegar þeir þurfa að sýna fram á tengsl við lögheimilisstað. Haustið 2000 var gefin út endur- skoðuð reglugerð þar sem settar voru aðgengilegri reglur og kveðið var á um skilvirkari framkvæmd en verið hafði. Meðal þeirra breyt- inga sem voru gerðar má nefna, að hætt var að synja nemendum á 2.-4. ári í framhaldsskólanámi um styrk, þó að sambærileg náms- braut væri í boði í heimabyggð. Nemendum, sem voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, var gefinn kostur á jöfnunarstyrk til náms annars staðar á landinu að loknu eins árs framhaldsskólanámi. Jafnframt var aðhald og eftirlit hert. Sem dæmi má nefna að gerð var krafa um lágmarksástundun. Samhliða þessum breytingum var Lánasjóði íslenskra námsmanna falin umsýsla og framkvæmd fyrir námsstyrkjanefnd. Reglugerðin nú er sett eftir end- urskoðun eldri reglugerðar með tilliti til þeirrar reynslu sem fékkst síðastliðinn vetur. Með henni er einnig leitast við að fylgja eftir því aukna frelsi sem nem- endum var boðið upp á síðastliðið haust. Alls fengu 2.430 nemendur jöfnunarstyrk þá, en í vor hafði þeim fækkað niður í 2.210. Einstakir styrkir voru frá tæp- um 50.000 krónum til tæplega 85.000 króna á önn. Hæsti styrkur vegna náms báðar annir skólaárið 2000-2001 nam því 169.000 krónum á nemanda. Þessa styrki fengu þeir, sem óháð inntaki náms, áttu ekki annarra kosta völ en að vista sig fjarri lögheimili sínu, kysu þeir að stunda framhaldsskólanám. Fjárveitingar til jöfnunar á námskostnaði hafa hækkað Fjárveitingar til jöfnunar á námskostnaði hafa hækkað að raungildi á undanförnum árum. Á fjárlögum 2001 hækkaði framlagið þannig um 98,7 milljónir króna eða tæp 29% frá fyrra ári og hafði þá hækkað um rúmlega 70% frá árinu á undan. Áætluð upphæð jöfnunar- styrkja vegna skólaársins 2001- 2002 er um 360 milljónir króna og stuðningur við skipulagaðan akst- ur á vegum skóla um 40 milljónir króna. Móttaka umsókna fyrir næsta skólaár hefst 1. september og er umsóknarfrestur til 31. október. Skýrari reglur um styrki vegna námsdvalar Ný reglugerð sett um námskostnað SEX tilboð hafa borist Vegagerðinni vegna framkvæmda við Kröfluveg. Það lægsta er frá Iðufelli ehf. og hljóðar upp á rúmlega 23 milljónir króna, en það hæsta er frá Sniðli hf., upp á tæplega 40 milljónir. Önnur tilboð eru frá Jarðverki ehf. upp á rúmlega 29 milljónir, Klæðningu ehf. og Alverki ehf. upp á rúmlega 32 milljónir hvort um sig og Sandöxi ehf. upp á tæplega 39 milljónir. Kostnaðaráætlun verkkaupa nemur tæplega 36 milljónum. Sex tilboð í framkvæmdir við Kröfluveg LAUST fyrir klukkan hálftólf á mánudagskvöld var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt að farið hefði ver- ið í póstkassa í Breiðholti. Engu var stolið en bréf frá ríkisskattstjóra var opnað. Líklegt þykir að viðkomandi hafi vonast eftir að í bréfinu væri ávísun frá skattayfirvöldum en svo var ekki. Opnaði bréf frá skattinum í óleyfi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.