Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ný og betri wap þjónusta Með WAP þjónustu mbl.is er hægt að lesa í símanum nýjustu fréttir, fjármálaupplýsingar, veðurspá, atvinnuauglýsingar og fleira áhugavert. Frekari upplýsingar um WAP og SMS þjónustu er að finna á forsíðu mbl.is undir liðnum Fréttaþjónusta mbl.is. Fylgstu með því nýjasta hvar og hvenær sem er! Innlendar fréttir Erlendar fréttir Tölvur og tækni Viðskipti Gengi gjaldmiðla Vísitölur Íþróttir Atvinnuauglýsingar Komu-og brottfarartímar Veðurspá Fasteignaleit Stjörnuspá Fólkið Æ FLEIRI útgefendur freista þess nú að auka tekjur af netsíðum blaða sinna vegna mikils kostnaðar við þær og minnkandi auglýsingatekna af sjálfum pappírsútgáfum blað- anna. News International, fjölmiðla- fyrirtæki Rupert Murdoch, hefur nú í huga að taka tíu pund, um 1.500 ís- lenskar krónur, í árlega áskrift fyrir aðgang að ákveðnum hlutum vefsíða Times og Sunday Times og ætlunin er að reyna að þróa frekar þennan hluta. Eftir sem áður verður aðgangur að fréttasíðum ókeypis, en verið er að huga að áskrift fyrir einstaka hluta eins og krossgátuklúbbinn, Times Crossword Club. Fyrir áskrifendur mun klúbburinn bjóða upp á sérstakar krossgátur mánað- arlega, en einnig vera með efni dag- lega fyrir krossgátuunnendur. Blöð eins og Sun og News of the World, sem einnig eru í eigu Murdochs, eru þegar farin að taka áskriftar- greiðslur fyrir einstaka þætti á vef- síðum blaðanna. Murdoch slapp ekki við óviturleg- ar netfjárfestingar í óðanetfjárfest- ingum undanfarin misseri og fyrir- tæki hans fór illa út úr nokkrum þeirra, til dæmis Firedup.com, einn af mörgum uppboðsstöðum Netsins. Guardian hefur það eftir talsmanni News International að eftir að allir hafi trúað á auglýsingatekjur af Netinu, sem ekki skiluðu sér, sé áherslan nú að færast yfir á áskrift- artekjur og þeirri leið fylgi News International einnig. Önnur tekjuleið er einnig að taka gjald fyrir aðgang að gagnabönkum netmiðlanna. Financial Times, sem þykir hafa mjög góðar opnar netsíð- ur, býður einnig upp á margvíslegt efni tengt fjármálaheiminum á síð- um sínum gegn gjaldi. Álitið er að blaðið hafi tekjur af því, en nýlega dró netdeild blaðsins saman seglin og sagði upp fólki. Murdoch íhugar netáskriftir að blöðunum London. Morgunblaðið. LÚTERSKA heimssambandið (LWF) var stofnað nokkru eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk eða árið 1947 og átti lúterska kirkjan á Íslandi þátt í stofnun þess. Forseti sambandsins, dr. Christian Krause, sem jafnframt er biskup í borginni Braunschweig í Þýska- landi, er nú í einkaheimsókn á Ís- landi. Krause segir sambandið vera stækkandi samfélag, en í dag eiga 133 kirkjur í 73 löndum aðild að heimssambandinu. Í kirkjunum eru alls um 65 milljónir lúters- trúarmanna. Fyrir hönd þeirra kirkna sem eru í sambandinu starfar heims- sambandið að ýmsum málefnum, til að mynda málefnum flótta- manna, mannréttindamálum og þróunarmálum ýmiss konar. Til að mynda stendur Lúterska heims- sambandið fyrir mestu flótta- mannaaðstoð í heimi fyrir utan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (SÞ). „Á tímum alþjóða- væðingar trúum við á samstöðu kristinna manna við að hjálpa þeim sem minna mega sín,“ segir Krause. „Við lifum á tímum mikils óróa og á síðustu árum hefur heim- urinn tekið miklum breytingum. Við stöndum því sífellt frammi fyr- ir nýjum áskorunum og kristnir menn þurfa að taka saman höndum til að takast á við þær.“ Árið 1999 undirrituðu fulltrúar Lúterska heimssambandsins sam- eiginlega yfirlýsingu um réttlæt- ingu af trú sem fulltrúar róm- versk-kaþólsku kirkjunnar undirrituðu einnig. Dr. Krause segir yfirlýsinguna hafa verið há- punktinn á meira en 30 ára ferli, en viðræður Lúterska heimssam- bandsins og rómversk-kaþólsku kirkjunnar hófust árið 1965. „Með yfirlýsingunni komumst við að samkomulagi um þann grundvall- arsannleika sem felst í réttlæting- arkenningunni. Við viðurkennum nú sannfæringu hvors annars, við erum jafningjar,“ segir Krause að- spurður um það hvaða atriði það hafi verið sem skiptu sköpum í yf- irlýsingunni. „Við dýrkum Guð á ólíkan hátt en viðurkennum nú að annar skilningurinn er ekki hafinn yfir hinn. Við sameinumst í Kristi drottni vorum.“ Þegar dr. Krause er inntur eftir því hvað heimssambandið geri í því vandamáli sem vaxandi kynþátta- fordómar í Evrópu, Norður-Amer- íku og Ástralíu eru samfara þeim mikla fjölda flóttamanna sem streymir til álfanna segir hann að sambandið vinni af miklum krafti í málum flóttamanna um allan heim. „Baráttan gegn kynþáttafordóm- um er alltaf nátengd straumi flóttamanna. Við trúum því að það eigi alltaf að hjálpa fólki að lifa með reisn hvort sem það er í þeirra eigin heimalandi eða því landi sem það hefur leitað hælis í. Það er hluti af umboði okkar að hjálpa fólki sem þarf á okkar hjálp að halda óháð kynþætti, trúar- brögðum eða stjórnmálaskoðunum þess,“ segir hann. Hvenær kviknar líf? Biskupinn telur fjölda nýrra áskorana blasa við heimssamband- inu nú þegar líftækni fleygir fram. Hann segir siðferðilegar spurning- ar tengdar vandamálum líffræði og læknisfræði vera áleitnar. „Við þurfum að nýju að spyrja og skilgreina á hvaða tímapunkti líf kviknar. Þetta er mikilvæg spurning. Ég get aðeins sagt til um hver afstaða þýsku kirkjunnar er, ég tala ekki fyrir hönd allra þeirra kirkna sem eiga aðild að sambandinu. Afstaða lútersku kirkjunnar í mínu heimalandi er sú að líf kvikni strax við frjóvgun. Eftir það á ekki að hafa áhrif á þróun þess á nokkurn hátt.“ Á hinn bóginn segir Krause að lút- erska kirkjan taki allt aðra afstöðu til getnaðarvarna en kaþólska kirkjan. „Við undirstrikum mikil- vægi þess að nota getnaðarvarnir. Ég tel okkur hafa siðferðilega skyldu til að hvetja til notkunar verja til að hindra útbreiðslu al- næmisveirunnar. Ekki síst í Afríku þar sem sjúkdómurinn er orðið jafn skelfilegt vandamál og raun ber vitni.“ Þá er Krause inntur eftir því hver afstaða Lúterska heimssam- bandsins til réttindabaráttu sam- kynhneigðra sé. Hann svarar því til að hann eigi erfitt með að svara fyrir sambandið í heild en vill tala um afstöðu lútersku kirkjunnar í Þýskalandi. Hann segir afstöðu hennar vera að virða beri sæmd samkynhneigðra. „Við teljum að hjónaband karls og konu sé alls ólíkt sambandi fólks af sama kyni. Við viljum ekki veita sambandi samkynhneigðra blessun kirkjunn- ar og ég tel að lúterska kirkjan á Íslandi taki sömu afstöðu,“ segir hann. „Í Þýskalandi hafa nýverið verið sett lög sem viðurkennir samband samkynhneigðra fyrir lögum. Á hinn bóginn erum við algerlega mótfallin því að samkynhneigðum sé mismunað á nokkurn hátt. Þá höfum við einnig barist gegn of- sóknum gegn samkynhneigðum, til að mynda höfum við veitt þeim hjálparhönd í Namibíu þar sem samkynhneigðum karlmönnum hefur verið kennt um útbreiðslu al- næmis í landinu.“ Að lokum er biskupinn spurður út í hvernig heimssambandið hafi brugðist við þeim vanda sem upp er sprottinn í Ísrael og svæðum Palestínumanna eftir að nýtt tíma- bil ofbeldis og óróa hófst þar í september síðastliðnum. Krause segir að sambandið veiti mikla að- stoð á hernumdu svæðunum. „Við rekum einn stærsta spítalann á Vesturbakkanum, auk þess sem við rekum þar skóla og starfsþjálf- unarmiðstöð. Á þessu svæði er fjöldi starfsfólks á okkar vegum. Við höfum enn fremur tekið þá ákvörðun að hörfa ekki frá þessu svæði því við teljum að nærvera kristinna manna á svæðinu sé mik- ilvæg,“ segir dr. Krause að lokum. Ný vandamál í breyttum heimi Forseti Lúterska heimssambandsins, dr. Christian Krause, er nú staddur í einka- heimsókn hér á landi. Biskupsstofa bauð blaðamönnum í kaffi í tilefni af heimsókninni og Hrafnhildur Huld Smáradóttir þáði boðið. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Dr. Christian Krause, forseti Lúterska heimssambandsins. Forseti Lúterska heimssambandsins á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.