Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMBOÐ á forntónlist, þ.e. tón- list fram að tímum Bachs, hefur færzt mjög í aukana á seinni áratug- um, samfara þeirri endurreisn á „upphaflegum“ flutningsmáta sem nú má heita nærri einráður í tónlist fyrir 1750. A.m.k. gildir það um úrval hljómplötuverzlana, sem aukizt hefur verulega frá því sem var á 7.–8. ára- tug síðustu aldar. Eitthvað hefur Íslendingum hins vegar gengið treglegar að fá að kynn- ast forntónlist í lifandi mynd. Inn- lendir hljómlistarhópar eins og Mus- ica antiqua, Voces Thules og Bachsveitin í Skálholti eru teljandi á fingrum annarrar handar, og heilu árin geta liðið milli heimsókna er- lendra flytjenda hingað. Sýnir það betur en flest annað hvað „þú álfu okkar yngsta land“ er enn langt úr al- þjóðaleið, hvað sem líður öllum sam- gönguframförum. Með fullri sanngirni verður þó líka að viðurkenna, að tónlist miðalda og endurreisnartímans höfði enn aðeins til minnihluta tónlistarunnenda, og liggja því óhjákvæmilega markaðs- sjónarmið að baki fátíðra heimsókna að utan. Það er segin saga, að oftar en ekki þurfi að koma til styrkir frá menningarsjóðum eða sendiráðum umræddra landa, eins og þegar sænska sendiráðið studdi komu tólf- menninganna í Ensemble Villancico hingað frá Stokkhólmi í febrúar 1997. Sömuleiðis hlaut ferð miðalda- dúósins Alba hingað fjárstuðning úr Dansk-íslenzka sjóðnum. Dúóið hef- ur komið tvisvar áður fram á Íslandi, 1997 í Skálholti og 1998 í Hallgríms- kirkju, og var söngkonan við hlið píp- arans og trommarans Pouls Høxbros í fyrri skiptin sænska altsöngkonan Agnethe Christensen, auk velska hörpuleikarans Helen Davies 1998, þar sem hópur úr Vox Feminae Margrétar Pálmadóttur myndaði nunnukór í tónverkum Hildigerðar abbadísar frá Bingen, er fagnaði 900 ára afmæli það ár. Að þessu sinni söng hins vegar landa Christensens, Miriam Andersén, er einnig lék á gotneska hörpu frá um 1400. Réttmæti erlends miðaldatónlist- arinnslags á þjóðlagahátíð Siglfirð- inga ætti að vera augljóst. Elztu ís- lenzku þjóðlögin eru frá miðöldum, líkt og fornbókmenntir okkar, og þar eð lifandi þjóðlagasönghefð meðal al- þýðu er tæpast lengur til hér á landi, og þaðan af síður hljóðfærasláttur, veitir ekki af erlendum bakgrunni að nánast eina söng- og hljóðfærahópn- um sem sinnt hefur íslenzkum þjóð- lögum hin síðustu ár, þ.e.a.s. Emblu, er fram kom á fyrstu þjóðlagahátíð- inni í fyrra og aftur nú í sumar. Má á vissan hátt segja, að með hvoru tveggja framtaki sé verið að fylla dulítið í hörmulegar þjóðmenningar- eyður vegna skilvísrar upprætingar lútherskra klerka fyrri tíma á alþýð- legri tón- og dansmennt. Hvað dansinn varðar lögðu þau Høxbro einnig til fróðlegt námskeið í miðaldahringdönsunum estampie og bran(s)le, sem líkt og fleiri hinna 10 námskeiða hátíðarinnar, eins og kvæðamennskutilsögn Steindórs Andersens, fóru fram í gagnfræða- skólahúsi bæjarins. Oftast við góða þátttöku og meiri en í fyrra. Dans- kennsla Høxbros byggðist á biblíu forndansakönnuða, Orchésographie eftir Thoinot Arbeau (Langres 1589), við eigin undirleik á pípu og bumbu og vakti mikla kátínu. Mætti vel hugsa sér álíka leiðbeiningar í sagna- dönsum, vikivökum og basse danse (sbr. Vera mátt góður) á komandi há- tíðum frá innlendu fróðleiksfólki á við Kolfinnu Sigurvinsdóttur, sem kenndi börnum og fullorðnum í fyrra. Að ekki sé talað um þjóðdansa frá Skandinavíu og víðar úr N- og A- Evrópu, þar sem kunna að leynast vísbendingar um forntónlistarmenn- ingu norðurhjarans er finnast ekki í fræðibókum. Rammi hinna fjölsóttu miðaftans- tónleika Ölbu-dúósins (af lat. falbus, hvítur, og vísað til dagrenningarbirtu og morgunlokkna trúbadúra) var harla óvenjulegur, því uppákoman fór fram í gömlu innansvalbúnu timb- urhúsi við hlið Síldarminjasafnsins þar sem verið er að innrétta Bræðsluminjasafnið Grána. Kald- ranalegur mjölsnigill blasti við áheyrendum fyrir aftan flytjendur innan um risavaxin tannhjól, svo minnti eilítið á Krupp-verksmiðju- umgjörð umdeildrar Niflungahrings- uppsetningar Chérauds í Bayreuth á 8. áratug síðustu aldar. En hljóm- burðurinn var furðugóður, og svala- hringurinn vakti spurningu um hvort hér mætti ekki flytja Shakespeare- leikrit í stíl við Globe-leikhúsið ný- endurreista í Lundúnum. Dagskráin hófst á hljóðfæraút- setningu á miðaldasekvenzu úr sænsk-finnsku söngbókinni Piae Cantiones frá 1582, Laus Virginis nati sonat cum iubilo. Sekvenzur nutu fyrrum þvílíkrar alþýðuhylli – sumpart vegna tengsla við veraldleg- an söng og dans eins og lai og estam- pie – að tilhlýðilegt þótti að fjarlægja þær úr messuhaldi í andsiðbót kaþ- ólsku kirkjunnar á 16. öld, enda mátti vel skynja múglægan munaðarund- irtón úr rúmbukenndum bumbu- slætti Høxbros (3+3+2) við eigin írskleitan flúrblástur á einhenda ga- loubet-flautu, makalaust hljóðfæri sem spannar nærri tvær krómatískar áttundir þrátt fyrir aðeins 3 fingra- göt. Þarna birtist ljóslifandi „pipe and tabor“-hefð síðmiðalda, sem hús- um reið (jafnt í kastala, kirkju og koti) allt frá 12. til 15. aldar. Miriam Andersén söng næst ang- urværan en bráðfallegan enskan ást- arsöng frá lokum 13. aldar, Brid one breere, við eigin harpslátt. Andersén er menntuð í forntónlistarmekkanu Schola Cantorum Basiliensis í Sviss og fór mjög sannfærandi jafnt með þetta sem seinni framlög sín til tón- leikahaldsins. Eftir „Bjergtrolden“, lipra syrpu Høxbros úr 3 dönskum þjóðlögum á galoubet og „bones“ kastaníettur í fjór- og sexskiptum töktum, kynnti hann með skondnum myndrænum fettum og hljóðlíking- um „Den bjergtagna“, hrikalega sænska ballöðu um ill örlög stúlku sem gekk í björg og bjó með álfum. Söng þar Andersén við hörpuundir- leik og pípu í dæmigerðri punktaðri hrynjandi og sérkennilega tatara- blendinni módal-tóntegund, sem kveikti spurningu um hvort rætur Liljulagsins forna kynnu að leynast í afdölum Jamtalands, fallist menn ekki á möglega misritun í handriti Labordes. Alfons spaki („El Sabio“) Kastala- landskonungur kom við sögu í næstu þrem lögum úr 200 Maríusöngva handriti tónskálda hans frá 13. öld, þar sem brá fyrir allvirtúósum sam- leik pípu og trommu. Hirð konungs var á sínum tíma mikil gróðrarstía tónlistar, og sóttu hljómlistarmenn þangað úr allri álfu, líkt og seinna til Ferrara og Versala á 16. og 17. öld. Furðunútímalegt lagferli var yfir ensku Maríuvísunni frá svipuðum tíma, On hir is mi lif, einskonar iðr- unarsöng bersyndugs öldungs á ell- eftu stundu. „Got in vil hohen vreu- den saz“ hét síðan merkur nótna- fundur, hypolýdískur lofsöngur um Eirík Menved Danakonung (Eiríks- sonar klippings myrta) eftir þýzka meistarasöngvarann Rumelant, er sunginn var við samtímis undirblást- ur á tvær galoubetflautur þar sem bordúnstónn færðist milli handa til skiptis. „Glorieuse Vierge Marie“, Maríu- lag eftir norðurfranska trouvère- söngvarann Adam de la Halle (d. 1288), kunnan fyrir söngleik sinn „Le jeu de Robin et Marion“, var ægifag- urt áheyrnar, og merkisviðburður var að „La tierche estampie Real“ úr 7 laga safni frá um 1300, sem mun geyma hvorki meira né minna en elztu varðveittu hljóðfæranótur í vestrænni tónlistarsögu. Fór þar dórískt lag í punktaðri 6/8 taktteg- und og minnti hrynjandin svolítið á hinn þriggja alda yngri andkaþólska níðsöng Lilliburlero. Loks flutti dúó- ið hljóðfæraútsetningu á tveim Mar- íu-cantígum í sama takti en með mun heitari og suðrænni áferð. Það var engin spurning um aðild og rétt þessara flytjenda. Mun fleiri hafa í seinni tíð þótzt kallaðir til forn- tónlistariðkunar en reynzt hafa út- valdir. Alba-dúó Høxbros og Ander- séns má óhikað telja meðal hinna seinni, hvort heldur að innlifun, stíl- tilfinningu eða flutningstækni. Hér gat að heyra túlkun í úrvalsflokki, og sá þar varla snöggan blett á. Mikill fengur var að framkomu dúósins á þessari tónlistarhátíð, enda þökkuðu nærstaddir fyrir eftirminnilega upp- lifun með því að klappa fram tvö seið- andi aukalög. Söngvaseiður miðalda TÓNLIST Þ j ó ð l a g a h á t í ð á S i g l u f i r ð i Hrafninn og dúfan: Norrænar ball- öður og miðaldasöngvar. Dúóið ALBA (Poul Høxbro, pípur, tromma; Miriam Andersén, harpa og söngur). Bræðsluminjasafnið Grána, föstudaginn 13. júlí kl. 21. MIÐALDATÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson JÓHANN Friðgeir Valdimars-son tenórsöngvari og Guðmundur Sigurðsson org-anisti eru gestir Hádegistón- leika í Hallgrímskirkju á hádegi í dag, eða kl. 12.00. Efnisskrá tón- leikanna er fjölbreytt. „Þetta verða allar helstu rjómaterturnar fyrir tenór í kirkjulega bransanum,“ segir Jóhann Friðgeir. Agnus dei eftir Bi- zet, aria di chiesa eða kirkjuarían Pietà, signore eftir Stradella, svo tökum við náttúrlega Ave Maria eftir Bach og Gonoud, Ombra mai fu eftir Händel og Næturljóð eftir Chopin. Það er það eina sem sungið er á ís- lensku.“ Er þetta sama Næturljóðið og MA-kvartettinn söng á sínum tíma? „Já, og ljóðið er mjög fallegt,“ seg- ir Jóhann Friðgeir. „Svo leik ég á orgelið nokkur frekar innhverf resi- tatív og sálmforleiki eftir Bach og Buxtehude,“ bætir Guðmundur við. Hafið þið unnið saman áður? „Já,“ segir Jóhann Friðgeir. „Ég kynntist Guðmundi fyrir fjórum ár- um í gegnum söng við brúðkaup og jarðarfarir og í annarri kirkjulegri tónlist og gerði mér strax grein fyrir því að hann er algjör snillingur. Hann er það; þótt hann sé alveg hörmulegur húmoristi.“ „Ert það ekki þú Jóhann sem allt- af er verið að líkja við Kristján Jó- hannsson?“ „Nei, það er verið að líkja Krist- jáni við mig!“ Hér leysist samtalið um stund upp í galgopahátt, hlátur og skemmtileg- heit, meðal annars með eftirhermum úr Formúlunni. Það verður að segj- ast eins og er að sjaldan er menning- arumræðan jafnhláturmild og í þessu samtali; en áfram með tal um samstarf: „Það er alveg stórkostlegt að vinna með Jóhanni,“ segir Guð- mundur. „Hann er í mínum huga einn af fremstu söngvurum Íslands og á heimsmælikvarða, og á skilið góð tækifæri til að koma sér á fram- færi og ég vona að hann fái þau tæki- færi. Hann er mikill listamaður og drengur góður, og alltaf ljúft að vinna með honum. Þetta er létt og auðvelt, og ekki til hroki í honum, bara skemmtilegir taktar og ekkert vesen. Það er allt uppi á borðinu hjá okkur; ef honum finnst ég ekki spila rétt, gerir hann athugasemdir við það, og ef mér finnst hann vera að syngja öðruvísi en hann ætti að vera að gera, segi ég honum það.“ „Já, við erum semsagt vanir að vinna saman,“ segir Jóhann Frið- geir, „og alltaf stutt í húmorinn. Annars er ég alinn upp í kirkjumús- íkinni í Bústaðakirkju. Ég er í söngn- um mikið til fyrir tilstilli Guðna heit- ins Guðmundssonar organista, sem hvatti mig áfram, og mér finnst það mjög ánægjulegt að til standi að Guðmundur taki við hans starfi sem organisti í Bústaðakirkju.“ „Þetta er rétt,“ segir Guðmundur, „það má orða það þannig að Bústaða- kirkja hafi lýst áhuga sínum á að fá mig í starf organista, og við eigum í viðræðum núna um það.“ En ertu ekki enn í námi? „Jú, ég á ár eftir í mastersnámi í orgelleik í Westminster Choir coll- ege í Prinston í New Jersey í Banda- ríkjunum, og þeir þyrftu að bíða eftir mér þennan tíma. Ég kann mjög vel við mig í Princeton, þetta er góður skóli.“ En segðu mér Guðmundur, hvern- ig fara saman rödd Jóhanns Frið- geirs og orgelið í Hallgrímskirkju? „Mjög vel, reyndar þarf svolítið að stúdera raddval og blöndun radd- anna, en hljómborðið niðri gerir það að verkum að maður heyrir vel hvernig hljómurinn verður. Ég held að þessi samstilling hafi tekist vel hjá okkur og Hallgrímskirkja er al- veg einstök upp á þetta að gera.“ „Fólk talar um það að Hallgríms- kirkja hafi ekki góðan hljómburð,“ segir Jóhann Friðgeir, „en ég er ekki sammála því. Maður verður bara að kunna að beita sér rétt og ofgera sér alls ekki. Maður þarf í raun ekki að beita sér, hvert smátíst berst.“ „Það er mikil ögrun að spila í Hallgríms- kirkju,“ bætir Guðmundur við, „og ég er þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri. Þetta er gríðarlega gam- an.“ En Jóhann Friðgeir, þú ætlar að heimsækja Listasumar á Akureyri um helgina, er ekki svo? „Jú, þetta verður loftárás á Ak- ureyringa. Ég hlakka rosalega til að koma norður. Að koma norður er fyrir söngvara eins og að koma heim. Akureyringar eru söngelskasta fólk á landinu. Mér finnst mjög gaman að fá þetta tækifæri. Listasumar sér um þetta í tengslum við verslunar- mannahelgina. Tónleikarnir eiga að vera í Deiglunni kl. 21 á laugardags- kvöldið, en það er að verða uppselt, og rætt um að flytja tónleikana í stærra húsnæði, jafnvel Sjallann. Ég ætla að syngja flottustu íslensku lög- in sköpuð fyrir tenórinn, Hamra- borgina, Sjá dagar koma og aríur á borð við Nessun dorma, og lög eins og Caruso og fleira sem Pavarotti hefur verið að syngja. Þannig að þetta verður á léttu nótunum líka. Við Jónas Þórir Þórisson sem leik- ur með mér fyrir norðan höfum unn- ið mikið saman. Hann er algjör snill- ingur í músík, alveg frá a-ö. Hann er fljótur að grípa og fylgir manni alltaf vel. Ég ætla að frumflytja eitt lag eftir hann á tónleikunum. Annars verða aríurnar sem ég syng aðallega eftir Puccini. Þetta verður allt bara íslenskt og ítalskt – óskalög tenórs- ins. Svo syng ég Stúku- og Brekku- söng á íþróttavellinum á sunnudags- kvöldið.“ Verður þú, Jóhann, eitthvað á ferð í útlöndum eins og Guðmundur? „Já, ég er að fara til Ítalíu og verð þar í nokkra mánuði að að syngja á tónleikum og til að syngja fyrir óperuhús.“ Ljúfur tenór og snilldar organisti vinna vel saman Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Guðmundur Sigurðsson organisti hafa mörg járn í eldinum. Bergþóra Jónsdóttir komst að því hvað Jóhann á við með „rjómatertum í Hall- grímskirkju og loftárás á Akureyri“ og framtíð- aráformum Guðmundar, sem boðin hefur verið staða organista í Bústaðakirkju Morgunblaðið/Ásdís Jóhann Friðgeir Valdimarsson: „Ég gerði mér strax grein fyrir því að Guðmundur er algjör snillingur.“ begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.