Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 53
BRÉF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 53 FRÉTTIR FRAMUNDAN er verslunar- mannahelgin og margir eru í óðaönn að skipuleggja fríið og skemmt- unina um helgina. Frí sem á að innihalda gleði, hlátur og skemmtun. Frí sem er ætlað að skilja eftir góðar minningar um ánægjulegar samverustundir. Við blasa auglýs- ingar um hvers kyns útihátíðir og af nógu er að taka. Í boði eru dansleikir fram eftir nóttu með vinsælustu hljómsveitum landsins, skemmtun og uppákomur við allra hæfi. Það er því kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að fara og skemmta sér saman. En þrátt fyrir að auðveldlega sé hægt að finna skemmtun um verslunar- mannahelgina sem hæfir öllum fjöl- skyldumeðlimum er enn of algengt að unglingar sem ekki hafa náð til- greindum lágmarksaldri fari einir og án eftirlits fullorðinna á útihá- tíðir. Fjöldi unglinga fer eftirlits- laus á útihátíð með áfengi og gott skap í farangrinum. Góða skapinu er ætlað að endast helgina á enda en því miður er það ekki alltaf raunin. Ölvaður unglingur á frekar á hættu að verða fyrir líkamsárás, nauðgun og hvers kyns obeldi. Ölvaður ung- lingur er kjörið fórnarlamb fíkni- efna og því miður er það staðreynd að unglingar komast oft í kynni við fíkniefni á útihátíðum. Þannig getur það sem vera átti góð skemmtun breyst í hina verstu martröð á skömmum tíma. Unglingar vilja skýr skilaboð. Kaupum ekki áfengi fyrir unglinga. Með því erum við að samþykkja áfengisdrykkju þeirra. Ég hvet for- eldra til að sýna gott fordæmi og segja nei við eftirlitslausum ferðum unglinga á útihátíðir. Við getum haft áhrif á það hvernig minningar við og börnin okkar tökum heim með okkur að lokinni verslunar- mannahelgi. Hvort börnin koma ánægð heim eftir góða og heilbrigða skemmtun eða hvort þau koma heim niðurbrotin eftir nauðgun, líkams- árás eða neyslu fíkniefna. Elskum óhikað og verjum helginni saman. MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Nönnustíg 13, Hafnarfirði. Góðar minningar Frá Maríu Guðmundsdóttur: María Guðmundsdóttir Nú býðst þér ótrúlegt ferðatækifæri til þessarar heillandi borgar. Þú bókar 2 sæti til Mílanó þann 10. ágúst, en greiðir bara fyrir 1, og kemst til einnar mest spennandi borgar Evrópu á frábærum kjörum. Frá Mílanó liggja þér allar leiðir opnar um Evrópu og hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3. og 4. stjörnu hótela. Tveir fyrir einn til Mílanó 10. ágúst frá kr. 15.207 Verð kr. 15.207 Flugsæti p.mann, m.v. 2 fyrir 1. 30.414.- / 2 = 15.207.- Skattar kr. 2.495, ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.- Forfallagjald, kr. 1.800.- Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Aðeins 19 sæti í boði SÍÐASTI fyrirmyndar-ökumað- urinn verður valinn á morgun, föstudag, en valið er liður í umferð- arátaki Sjóvá-Almennra, Olís, Plús- ferða og Rásar 2. Þegar hafa fjórir ökumenn fengið þennan titil en þeir sem fyrir valinu verða fá að launum ferðavinninga. „Markmiðið með átakinu er að fjölga þeim sem aka til fyr- irmyndar, en einungis þeir sem hafa límmiða átaksins í afturrúð- unni geta hlotið utanlandsferð,“ segir m.a. í frétt frá Sjóvá- Almennum. Límmiðarnir eru fáan- legir á þjónustustöðvum Olís um landið allt. Hér afhendir Sumarliði Guðbjörnsson, deildarstjóri bif- reiðatjóna Sjóvá-Almennra, Baldri Ingvarssyni ferð til Portúgals, en hann hafði ekið til fyrirmyndar á Miklubraut í síðustu viku. Með þeim er Svanhildur Hólm Valsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Fimmti fyrirmyndaröku- maðurinn valinn á morgun LAUGARDAGINN 4. ágúst kl. 14– 16 efnir Alviðra, í samvinnu við UMFÍ til skógargöngu um Þrastar- skóg. Hreinn Óskarsson skógfræðingur, sem starfar sem sérfræðingur á Mó- gilsá, leiðir gönguna. Gangan er létt og á flestra færi, boðið er upp á kakó, ketilkaffi og kleinur. Gangan hefst við söluskál- ann Þrastalund. Þátttökugjald er kr. 600 fyrir full- orðna, 400 fyrir 12–15 ára og eru veitingar innifaldar í verði. Skógarganga um Þrastaskóg ÞINGVALLAVATNSSIGLING- AR hafa í sumar, eins og undan- farin ár, boðið upp á útsýnissigl- ingar með bátnum Himbrimanum á Þingvallavatni. Sigling á vatninu er vinsæl afþreying meðal þeirra sem dvelja í tjöldum og sumarbú- stöðum í uppsveitum Árnessýslu eða aka Þingvallahringinn. Þessar ferðir verða í boði um helgina. „Ferðir Himbrimans um versl- unarmannahelgina eru kl. 11, 14 og 17 laugardag, sunnudag og mánudag og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Lagt er upp í sigl- ingarnar frá bryggjunni á Skála- brekku í Þingvallasveit. Á hring- ferð um Þingvallavatn er spjallað um það helsta sem fyrir augu ber í landslaginu, sagðar sögur af mannlífi við vatnið og lífríki þess undir yfirborðinu. Á siglingunni geta svangir ferðalangar keypt heimabakaðar skonsur með reyktri Þingvallableikju og sporð- rennt með heitu kakói. Hægt er að velja um þrjár mis- langar ferðir; allt frá 40 mínútna eyjasiglingu til tveggja og hálfrar klukkustundar hringferðar um vatnið með viðkomu í Arnarfelli, þar sem farið er í létta fjallgöngu. Á vefsíðu Þingvallavatnssigl- inga er auðvelt að nálgast frekari upplýsingar um útsýnissiglingar Himbrimans á Þingvallavatni. Slóðin er www.himbriminn.is,“ segir í fréttatilkynningu. Himbriminn á Þing- vallavatni um helgina FERÐAFÉLAGIÐ Útivist býður upp á fjölbreytt úrval ferða um verslunarmannahelgina. Í flestar þeirra er farið á laug- ardagsmorgninum 4. ágúst og komið til baka 6. ágúst. Um er að ræða ferð í náttúruperluna, Núpsstaðarskóga þar sem tjaldað er við skógana og gengið um nágrennið m.a. að Tví- litahyl, að Súlutindum og víðar. Ferðir verða á Fimmvörðuháls og í fjölskylduparadísina, Goðaland - Bása. Í Fimmvörðuhálsferðinni verður gist fyrri nóttina í Fimm- vörðuskála Útivistar og seinni nótt- ina í Básum, en í Básaferðinni er hægt að velja um gistingu í Útivist- arskálunum eða tjöldum. Á föstu- dagskvöldinu er brottför í fjögurra daga ferð um Hólamannaleið milli Barkárdals og Hóla. Þann 4. ágúst er farin fjögurra daga trússferð um svokallaðan Strútsstíg, sem er ný gönguleið Útiivstar frá Eldgjá í Hvanngil en í þeirri ferð er gist eina nótt í tjöldum og tvær í skála m.a. í nýjum skála á Álftavatnakróki. Undirbúningsfundur fyrir Strúts- stígsferðina og fleiri slíkar er mið- vikudagskvöldið 1. ágúst kl. 20:00 á Hallveigarstíg 1. Dagsferð Útivistar um verslunarmannahelgina er ganga á Ármannsfell mánudaginn 6. ágúst kl.10:30. Útivist með margar ferðir um helgina ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.