Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ                 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er með ólíkindum hve blaða- menn og fjölmiðlar hafa ráðist með miklu offorsi á Árna Johnsen og í at- ganginum hafa þeir leitað að öllum þeim aur sem hægt væri að nota á einn eða annan hátt til þess að sverta nafn hans og gera sök stærri ef það væri nokkur möguleiki. Það er að vísu ekki til afsökun fyr- ir því sem hann gerði og þykir mér trúlegt að hann fái að gjalda þess um ókomin ár en einhvers staðar skal nema staðar, hans mál eru komin í þann farveg sem þeim er ætlað og munu hafa sinn gang. Mér hefur oft þessa dagana dottið í hug hópur af hugleysingjum sem ráðast margir að einum og er hann er kominn í götuna byrja barsmíð- arnar fyrir alvöru og ekki er hætt fyrr en fórnarlambið er tekið frá þeim og er þeim slétt sama um af- leiðingar gerða sinna. Mér fannst lágkúran mest þegar Ríkissjónvarp- ið tók viðtal við mann frá Blindra- félaginu og gat hann gat vart haldið vatni yfir hve Árni hefði verið frekur að heimta að viðskipti þeirra færu fram án virðisauka. Ef honum hefði verið svo í mun að halda lög og regl- ur sem hann lét í veðri vaka hefði hann átt að segja nei, það hefði ég gert. Það sem var rúsínan í pylsu- endanum var að fréttamaðurinn spilaði lag eitt sem Geir H. Haarde söng á geisladisk Árna og var ég að velta fyrir mér hvor ætlunin hefði verið að koma höggi á Geir, það var ekki spilaður bútur úr laginu heldur allt lagið í fréttatímanum. Skyldu forráðamenn þessarar stofnunar hafa munað eftir að greiða stefgjöld fyrir þennan flutning? Eins fannst mér það vera ansi langsótt þegar leitað var tengsla Árna við Ístak, að skýra þau með því að Páll hefði á einhverjum tíma búið í Eyjum og þarna væru vinir að hygla hvor öðrum. Það virðist vera gleymt að borgarstjórn hefur um marga ára skeið látið Ístak fá verk án tilboða og hefur það einu gilt hverjir hafa verið við stjórn borg- arinnar. Það skyldi þó aldrei vera að Ístak hefði bara verið best til þess fallið að framkvæma komandi verk vegna reynslu og stöðugleika fyrir- tækisins því það hefur verið þannig að þegar önnur fyrirtæki hafa dans- að hrunadansinn hefur Ístak staðið traustum fótum og skilað sínu fljótt og vel. Mér er það til efs að ýmsar fram- kvæmdir sem Árni hefur ýtt úr vör og með ráðum og dáð komið í höfn hefðu nokkurn tímann verið fram- kvæmdar án hans og held ég að það séu margir sem hann hefur rétt hjálparhönd í gegnum tíðina sem væru illa staddir ef hans hefði ekki notið við. Þá hefur það gilt einu hvar í pólitíkinni eða samfélaginu viðkom- andi hafa staðið. En það er með þetta einsog margt annað að góð- verkin gleymast. Margir hafa kveðið níð um Árna vegna þessara mála og hafa það ver- ið kunnir menn sem það hafa gert og það hlýtur að vera gott ef menn hafa góðan tíma til þess að sinna skálda- gyðjunni en fegurri mætti kveðskap- urinn vera. Það mun alltaf vera svo að þeir sem eru framarlega í þjóðlífinu fá mikla athygli og víst er að margir eru þeir sem hafa af því fulla atvinnu að skrifa um og fylgjast með frammámönnum þessa lands og hafa bara góðar tekjur af þessari iðju sinni. Þess vegna finnst mér að um- fjöllun þeirra eigi að vera vönduð og ekki í slíkum æsifréttastíl sem ein- kennt hefur allar þessa fréttir, nema ef vera skyldi Mogginn, það eru kannski bestu blaðamennirnir þar í vinnu. Það er merkilegt hve ófrægingar- og undirróðursmenn eru fljótir að grípa ógæfu annarra og nýta sér til framdráttar en það er kannski eðli mannsins að gera sér mat úr slíkum hlutum. Ekki er það fagurt eða eft- irbreytnivert og þessa dagana hafa fréttamenn verið að klappa sér á öxl- ina og hrósa sér af gerðum sínum. En það er staðfast mat mitt og ann- arra sem ég hef rætt við að þessi að- för að Árna hafi verið gerð með off- orsi og rætni sem virðist hafa haft þann eina tilgang að koma honum á kné og helst að hann eigi sér engrar viðreisnar von og það síðasta sem ég hef heyrt þessa dagana er að núna eigi að reyna að koma í veg fyrir að hann skemmti á þjóðhátíð. Ég vona bara að Eyjamenn séu ennþá þannig að þeir styðji sína og láti ekki segja sér fyrir verkum frekar en fyrri dag- inn, víst er að Árni á það skilið. Ég hef ekki verið neinn sérlegur stuðningsmaður Árna í gegnum tíð- ina en það er öruggt mál að ég mun kjósa hann ef hann býður sig fram á þing aftur, vonandi verður það sem fyrst. SIGURLAUGUR ÞORSTEINSSON, Dvergaborgum 3, Reykjavík. Til varnar Árna Johnsen Frá Sigurlaugi Þorsteinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.