Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 39 Mikill afsláttur! Stendur til 3. ágúst. SUMIR íslenskir stjórnmálamenn virð- ast líta á stjórnmál sem nokkurs konar knattspyrnuleik, alltaf eigi að standa með samflokksmönnum sínum og gegn þeim sem eru í öðrum flokk- um. Þeir standa með samherjum sínum og verja þá af fullum krafti, jafnvel þótt þeir hafi gerst sekir um spillingu. Af sama krafti ráðast þeir hins vegar á andstæðinga sína sem uppvísir verða að misferli. Bent á tvöfalt siðgæði Sem betur fer er Davíð Oddsson forsætisráðherra ekki í þessum hópi manna. Hann tók hart á máli Árna Johnsen og varði hann ekki, enda var framferði Árna óverjandi. Fjöl- miðlar fjölluðu einnig yfirleitt með ábyrgum hætti um málið og lögðu sig fram við að upplýsa almenning. Davíð sá hins vegar ástæðu til að benda á tvöfalt siðgæði margra ís- lenskra vinstri manna sem telja spillingu bara vera spillingu ef hún er hægra megin. Sem kunnugt er benti hann í helgarviðtali DV á fjög- ur dæmi um vinstri menn sem hefðu augljóslega gerst sekir um spillingu en ekki sagt af sér og þannig ekki axlað ábyrgð, líkt og Árni Johnsen hafði tilkynnt að hann myndi gera. Skemmtileg staðfesting Nú vill svo skemmtilega til að með viðbrögðum sínum við þessum ummælum Davíðs hafa tveir stjórn- málamenn sannað með glæsilegum hætti að þeir hafa þetta tvöfalda sið- gæði. Í viðtali í DV sagði Steingrím- ur J. Sigfússon, Vinstrigrænum, Davíð vera að fara með umræðuna í „leðjuslag“ og að hann væri „að leggja að jöfnu algerlega ósambæri- lega hluti“. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, sagði Davíð vera að gera tilraun til að fegra mynd Árna með þeim ósmekklega hætti að „draga fjölda nafngreindra ein- staklinga á sakamannabekk“. Með þessum ummælum verja þingmennirnir samherja sína með miklum upphrópunum um ósmekk- legheit Davíðs án þess að svara með einu orði rökstuðningi hans. Þeir virðast telja ósmekklegt að fjalla um spillingarmál vinstri manna. Ummæli Davíðs voru ekki bara sönn, heldur mikilvæg. Bæði vegna þess að sagt hefur verið opinberlega að spillingarmál komi oftast upp í Sjálfstæðisflokknum og vegna þess að mál Árna Johnsen hefur sýnt að ekki er fjallað um spillingarmál á sama hátt eftir því hvort um er að ræða hægri eða vinstri menn. Mismunandi um- fjöllun Þegar ástæða hefur verið til að fjalla um spillingarmál vinstri manna, t.d. vegna þess að þeir hafa verið í framboði, hafa sam- herjar þeirra varið þá, burtséð frá öllum stað- reyndum og rökum. Þeir hafa snúið vörn í sókn og talað um „skít- kast“ hægri manna. Þetta gerðist bæði þegar Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fram til embættis for- seta og þegar Helgi Hjörvar og Hrannar B. Arnarsson buðu sig fram í borgarstjórn. Í hvorugu þessara tilvika voru ýmsir fjöl- miðlar jafnduglegir og nú við að upplýsa málin svo kjósendur fengju upplýsingar um spillinguna. Þeir voru þess í stað duglegir við að fjalla um að „harka væri hlaupin í kosn- ingabaráttuna“ og taka viðtöl við alla þá sem sökuðu hægri mennina um skítkast. Ekki ber að líta svo á að Árni Johnsen hafi almennt fengið ósann- gjarna meðferð í fjölmiðlum. Fjöl- miðlar hafa yfirleitt staðið sig mjög vel í hans máli og það hefði verið beinlínis rangt að hlífa honum. Hins vegar hlýtur að vera eðlileg krafa að framvegis sé fjallað á sama hátt um spillingarmál vinstri manna og fjöl- miðlar sem þykjast vilja standa undir nafni sýni ekki hlutdrægni með aðgerðaleysi sínu eins og þeir hafa gjarnan gert. Órökstuddur spuni Í ummælum Steingríms og Bryn- dísar má einnig sjá nokkuð fag- mannlega notkun þeirra á pólitísku bragði sem kalla má „spuna“, sem er þýðing á enska orðinu „spin“. Gengur það út á að koma með stað- hæfingar sem festast gjarnan vel í minni. Er þá treyst á að eingöngu með því að setja þessar staðhæfing- ar fram takist að festa þær í vitund fólks. Oft er spuni af þessu tagi órökstuddur. Steingrímur kallaði ummæli Davíðs „leðjuslag“ þótt þau væru sönn og hefðu tilgang í um- ræðunum. Bryndís sagði að ummæli Davíðs einkenndust af því að honum væri „órótt“ þótt ekkert í viðtalinu benti til þess. Einnig kallaði hún ummælin stefnubreytingu því það væri ekki lengur stefnan að Árni skyldi axla ábyrgð og víkja. Davíð hafði þó aldrei sagt neitt í þá veru þótt hann hefði sagt að Árni hefði þegar tekið út þyngri refsingu en menn hefðu að jafnaði fengið. Viðbrögð Steingríms og Bryndís- ar hafa gefið kjósendum gott tæki- færi til að bera saman siðgæði þeirra og forystumanna Sjálfstæð- isflokksins, sem hafa tekið rök og siðgæði fram yfir flokkslínur. Pólitískur fótboltaleikur Gunnlaugur Jónsson Stjórnmál Ummæli Davíðs, segir Gunnlaugur Jónsson, voru ekki bara sönn, heldur mikilvæg. Höfundur er framkvæmdastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.