Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÚRSKURÐUR Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar er alls um 280 bls. að lengd. Í 5. kafla úrskurðarins eru niðurstöður Skipulagsstofnunar dregnar sam- an og fer niðurlag þess kafla orðrétt hér á eftir: Við athugun Skipulagsstofnunar hefurverið farið yfir framlögð gögn og lagtmat á umhverfisáhrif Kárahnjúka-virkjunar á grundvelli laga og reglu- gerðar um mat á umhverfisáhrifum, annarra laga sem málið varðar og matsáætlunar um Kára- hnjúkavirkjun. Einnig hefur stofnunin tekið mið af leiðbeiningum Evrópusambandsins um athug- un matsskýrslna. Skipulagsstofnun telur að framlagðar upplýs- ingar séu ekki nægjanlegar um alla meginfram- kvæmdaþætti fyrirhugaðra framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun til að unnt sé að segja fyrir um umfang þeirra. Einnig telur Skipulagsstofn- un annmarka vera á framlögðum upplýsingum um framkvæmda- og áhrifasvæði. Skipulags- stofnun telur að þessi skortur á upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir og framkvæmda- og áhrifasvæði hafi í för með sér að ætla verði að það mat sem sérfræðingar hafa lagt á áhrif fram- kvæmdanna á einstaka umhverfisþætti kunni að vera vanáætlað þar sem þeir hafi ekki haft nauð- synlegar upplýsingar um umfang fyrirhugaðra framkvæmda þegar matið fór fram. Einnig telur Skipulagsstofnun að gera hefði þurft ítarlegri grein fyrir mögulegum og fyrirhuguðum mót- vægisaðgerðum og hugsanlegum áhrifum þeirra svo að unnt hefði verið að taka afstöðu til fram- kvæmdanna með hliðsjón af þeim. Skipulags- stofnun minnir í þessu sambandi á athugasemdir með frumvarpi því sem varð að lögum um mat á umhverfisáhrifum, en þar segir um 1. gr.: „Litið er á mat á umhverfisáhrifum sem mikilvægt tæki stjórnvalda til að ná fram markmiðum í umhverf- ismálum og stuðla að sjálfbærri þróun. Eitt af markmiðum laganna er að tryggja að Skipulags- stofnun fái nauðsynlegar upplýsingar til að geta tekið ákvörðun um tiltekið verkefni með fulla vitneskju um hvaða líkur eru á því að verkefnið hafi veruleg áhrif á umhverfið.“ Einnig vísar Skipulagsstofnun í þessu sambandi til 18. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og mat- sáætlunar um Kárahnjúkavirkjun. Skipulags- stofnun telur þó að á grundvelli framlagðra upp- lýsinga um fyrirhugaðar framkvæmdir og framkvæmda- og áhrifasvæði þeirra liggi fyrir að framkvæmdirnar séu líklegar til að hafa í för með sér veruleg neikvæð umhverfisáhrif. Sérstaklega varðar það fyrri áfanga virkjunarinnar og þá sér- staklega Hálslón og veitu Jökulsár á Dal til Jök- ulsár í Fljótsdal/Lagarfljóts. Þannig hefur komið fram við athugun Skipulagsstofnunar að fram- kvæmdir í fyrri áfanga virkjunarinnar eru líkleg- ar til að hafa varanleg neikvæð áhrif vegna jarð- vegsrofs og áfoks á víðfeðm svæði austan Jökulsár á Dal sem hafa verulegt gildi m.t.t. jarð- vegs og gróðurfars. Þessi áhrif varða marga þætti, s.s. gróður á Vesturöræfum, hreindýr, fugla og landslag, auk þess sem rof mun valda mistri á Vesturöræfum og niður í byggð. Þá hefur komið fram að framkvæmdirnar munu hafa í för með sér miklar breytingar á vatnafari sem munu hafa áhrif t.d. á grunnvatnsstöðu á láglendum svæðum meðfram Jökulsá í Fljótsdal og Lagar- fljóti sem aftur mun hafa áhrif á gróður, fuglalíf og landbúnað. Hálslón mun eyða gróðurlendi með hátt verndargildi, m.a. vegna legu þess á einu stærsta samfellda gróðursvæði yfir 500 m h.y.s. á miðhálendi Íslands. Framkvæmdir við fyrri áfanga virkjunarinnar munu raska tegund- um sem eru sjaldgæfar á svæðis- og landsvísu og þær munu breyta skilyrðum fyrir lífríki í vötnum. Framkvæmdirnar kunna einnig að hafa í för með sér veruleg áhrif á fuglalíf, m.a. vegna svæða sem fara undir lón og óbeinna áhrifa jarðvegsrofs og breytinga á vatnafari. Fram hefur komið að framkvæmdir við Hálslón eru líklegar til að hafa veruleg áhrif á hreindýr og að áhrif fram- kvæmdanna á Héraðsflóa eru líkleg til að verða veruleg á seli. Áhrifa vegna breytts ferskvatns- streymis kann að gæta suður með fjörðum á Austurlandi. Þá liggur fyrir að framkvæmdirnar munu hafa veruleg áhrif á jarðmyndanir og landslag sem njóta verndar og hafa verndargildi á svæðis-, lands- og jafnvel heimsvísu. Fyrir ligg- ur að á annað hundrað fornminja geti raskast við framkvæmdir í fyrri áfanga virkjunarinnar. Tals- verð óvissa er um áhrif framkvæmdanna á byggð og atvinnulíf á Austurlandi. Varðandi síðari áfanga virkjunarinnar hefur komið fram við athugun Skipulagsstofnunar að nokkuð skortir á að fyrir liggi nægileg gögn til að meta áhrif á helstu umhverfisþætti, s.s. á gróður, smádýr og fugla. Þó liggur jafnframt fyrir í fram- lögðum gögnum að hluti framkvæmda síðari áfanga Kárahnjúkavirkjunar mun hafa í för með sér umtalsverð áhrif á tiltekna umhverfisþætti, s.s. landslag. Niðurstaða matsskýrslu Landsvirkjunar er að umhverfisáhrif virkjunarinnar séu innan viðun- andi marka í ljósi þess efnahagslega ávinnings sem væntanleg virkjun muni skila þjóðinni og þeirrar atvinnuþróunar sem sölu orkunnar fylgir. Að mati Skipulagsstofnunar hefur ekki verið sýnt fram á að ávinningur af fyrirhuguðum fram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkjun verði slíkur að hann vegi upp þau verulegu, óafturkræfu, nei- kvæðu áhrif sem framkvæmdin mun fyrirsjáan- l s þ a h f k S k v l u k m h v v A l f o k u m u v l á H v k h v b o s S l l h S í v s v i ú S æ ú r þ f m VERULEG OG ÓAFT SKIPULAGSSTOFNUNbirti í gær úrskurð sinn ummat á umhverfisáhrifumKárahnjúkavirkjunar þar sem lagst er gegn framkvæmdunum vegna umhverfisáhrifa og ófull- nægjandi upplýsinga. Áætlanir Landsvirkjunar hafa gert ráð fyrir byggingu virkjunarinnar í tveimur áföngum eða 625 MW virkjun í fyrri áfanga og 125 MW virkjun í þeim síðari. Landsvirkjun tilkynnti fram- kvæmdina til Skipulagsstofnunar 20. apríl sl. og lagði fram mats- skýrslu. Alls bárust 362 athuga- semdir við matsskýrsluna á kynn- ingartíma og leitaði stofnunin einnig umsagna og sérfræðiálita við und- irbúning úrskurðarins. Í úrskurðinum segir að við athug- un Skipulagsstofnunar hafi komið í ljós að framkvæmdalýsing sem lögð var fram af Landsvirkjun í mats- skýrslu og fylgigögnum hafi ekki verið tæmandi um alla meginfram- kvæmdaþætti. Hvergi sé að finna aðgengilegt yfirlit yfir alla megin- framkvæmdaþætti og upplýsingar séu í sumum tilfellum misvísandi. „Skipulagsstofnun hefur leitað frek- ari upplýsinga um einstaka fram- kvæmdaþætti eftir að framkvæmd- in var kynnt til athugunar og matsskýrsla lögð fram. Nokkuð hef- ur verið bætt úr af hálfu fram- kvæmdaraðila varðandi upplýsingar um einstaka framkvæmdaþætti. Skipulagsstofnun telur þó enn ekki ljóst hvert umfang allra meg- inframkvæmdaþátta fyrirhugaðra framkvæmda við Kárahnjúkavirkj- un er. Skipulagsstofnun telur að þessi skortur á upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir hafi í för með sér að ætla verði að það mat sem sérfræðingar hafa lag framkvæmdanna á einst hverfisþætti kunni að vera að þar sem þeir hafi ekki h legar upplýsingar um fyrirhugaðra framkvæmd matið fór fram. Skipulag telur að annmarkar séu á f um upplýsingum um fyri framkvæmdir og að þær sé öllu leyti í samræmi við reglugerðar um mat á um áhrifum varðandi t.d. lýsin kvæmdar, hönnun hennar un og umfang. Þá telur framlögð gögn heldur ek samræmi við matsáætlun u hnjúkavirkjun varðandi sk í máli, á uppdráttum og ef um á skýringarmyndum,“ s skurðinum. Áhrif á náttúrufa samfélag og efnah Fjallað er í ítarlegu mál hverfisáhrif fyrirhugaðra kvæmda. Bendir stofnun framkvæmdin hafi áhrif úrufar, samfélag og ef landsvísu og svæðisbundið leiðandi ætti ekki að taka afstöðu til framkvæmdarin angrað, heldur í skýru sam helstu orsakaþætti og afle Ýmsir annmar framlögðum gö Skipulagsstofnun birti úrskurð í gær þar sem lagst er gegn byggingu 750 MW Kárahnjúkavirkjunar vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti. Skipulagsstofnun leggst gegn byggingu 750 ÚRSKURÐUR SKIPULAGSSTOFNUNAR Skipulagsstofnun hefur lagstgegn Kárahnjúkavirkjun.Þetta er niðurstaða úrskurðar, sem var birtur síðdegis í gær. Ljóst er að þessi afstaða Skipulagsstofnun- ar getur haft víðtæk áhrif. Áform um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði er eitt stærsta mál, sem hér hefur verið á dagskrá um nokkurt skeið. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma að opinber stofnun leggst gegn viðamiklum áformum stjórnvalda. Í desember komst Samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að fyrirhugaður samruni Landsbanka Íslands og Bún- aðarbanka Íslands mundi hafa skað- leg áhrif á samkeppni og bryti í bága við samkeppnislög. Í skýrslu Skipulagsstofnunar er tekið tillit til margra þátta, allt frá áhrifum virkjunar á plöntur, dýr og samfélagið til verndargildis og feg- urðar landslags. Við mat allra þess- ara þátta kemst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að Kárahnjúka- virkjun með framleiðslugetu allt að 750 megawöttum „muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og að ekki hafi verið sýnt fram á að annar ávinningur af fyrirhuguðum framkvæmdum verði slíkur að hann vegi upp þau verulegu, óafturkræfu, neikvæðu umhverfisáhrif sem fram- kvæmdin mun fyrirsjáanlega hafa. Ennfremur að upplýsingar skorti um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif hennar. Því er, með vísan til b. liðar 2. mgr. 11. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, lagst gegn framkvæmdinni.“ Sérstaka athygli vekur í hversu mörgum tilvikum stofnunin lítur svo á að Landsvirkjun hafi ekki skilað fullnægjandi upplýsingum. Hvað eft- ir annað er fundið að því að mats- skýrsla Landsvirkjunar gefi ekki nægilega góða mynd af umfangi framkvæmda eða áhrifum á náttúru og landslag. Gagnrýnt er að saman- burður við aðra kosti þar sem Lands- virkjun kemst að þeirri niðurstöðu að Kárahnjúkavirkjun sé sá hagstæðasti sé ófullnægjandi og því sé ekki hægt að leggja mat á þessa afstöðu fyrir- tækisins. Gengur Skipulagsstofnun iðulega út frá því þegar upplýsingar vantar að ganga verði út frá hinu versta í mati á áhrifum. Þá er gagnrýnt að ekki hafi verið reiknað út verðmæti þess lands, sem yrði fyrir raski ef til framkvæmda kæmi. Að auki vanti að full grein sé gerð fyrir fjárhagslegum ávinningi virkjunar og hvernig hana eigi að nýta verði ekki reist álver. „Skipu- lagsstofnun telur enn frekar hafa verið leitt í ljós við athugun stofnun- arinnar heldur en vænta mátti, þegar ákvörðun var tekin um matsáætlun um framkvæmdina síðastliðið sumar, að virði náttúrufars á áhrifasvæði framkvæmdarinnar sé hátt og áhrif framkvæmdanna á náttúrufar í mörgum tilfellum veruleg og óaftur- kræf,“ segir í úrskurðinum. „Skipu- lagsstofnun telur því að enn frekar en fyrr var ætlað að þörf sé á að fjár- hagslegt mat á náttúruverðmætum sem framkvæmdirnar myndu raska eða eyðileggja sé lagt til grundvallar mati á þjóðhagslegum áhrifum fram- kvæmdarinnar.“ Kemur einnig fram í úrskurðinum að Skipulagsstofnun er þeirrar hyggju að framkvæmdirnar muni líklega „hafa í för með sér veru- legar takmarkanir á möguleikum á svæðinu til þjóðgarðsstofnunar og -uppbyggingar“. Úrskurður Skipulagsstofnunar er mjög ítarlegur og þar eru færð fram fjölmörg rök fyrir þeirri niðurstöðu, sem stofnunin kemst að. Meðferð stofnunarinnar á málinu er hluti af því ferli, sem kveðið er á um í lögum, sem sett voru á Alþingi fyrir nokkr- um árum og hafa síðan verið endur- bætt. Kannski má segja, að nú reyni í fyrsta sinn verulega á þessa löggjöf og ekki ólíklegt að umræður skapist um lögin sem slík í kjölfar þessa úr- skurðar. Hvað sem líður úrskurði Skipulagsstofnunar væru slíkar um- ræður jákvæðar vegna þess, að ýms- ar hugmyndir eru á döfinni, sem gætu styrkt þessa löggjöf. Lögum samkvæmt má kæra úr- skurðinn til umhverfisráðherra og gaf Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, til kynna í gær- kvöldi að verið væri að meta hvort sú leið yrði farin. Í ljósi þeirra gífurlegu hagsmuna, sem hér er um að ræða, má ganga út frá því sem vísu, að Landsvirkjun kæri. Á heimasíðu Skipulagsstofnunar segir að hún eigi að vera umhverf- isráðherra til aðstoðar við yfirstjórn og framkvæmd skipulags- og bygg- ingarlaga og laga um mat á umhverf- isáhrifum. Eftir úrskurð Skipulags- stofnunar nú og Samkeppnisráðs á síðasta ári er a.m.k. alveg ljóst, að sú löggjöf, sem þessar stofnanir byggj- ast á virkar eins og Alþingi hefur væntanlega ætlast til, því að enginn getur haldið því fram nú, að stofnanir á borð við þessar gangi erinda þeirra stjórnmálamanna, sem við völd eru hverju sinni. Hins vegar er alveg ljóst, að lögin um mat á umhverfisáhrifum gera beinlínis ráð fyrir, að lokaákvörðun sé í höndum ráðherra. Það er eðlilegt, því að ráðherra sækir umboð sitt til hins þjóðkjörna Alþingis. Í kjölfar þessa úrskurðar Skipu- lagsstofnunar er ráðherra hins vegar vandi á höndum. Gangi hann þvert á niðurstöðu, sem studd er sterkum faglegum rökum og taki ákvörðun, sem byggist fyrst og fremst á póli- tískum sjónarmiðum, mun verða spurt til hvers lögin um mat á um- hverfisáhrifum séu og hvert markmið Alþingis með setningu þeirra hafi verið. Á hinn bóginn fer ekki á milli mála, að Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði eru lykilþættir í stefnu núverandi ríkisstjórnar í efnahags- og atvinnumálum, sem ætlað er að eiga mikinn þátt í nýrri efnahagslegri uppsveiflu á næstu árum. Ráðherra, sem gengur gegn ítar- lega rökstuddum úrskurði Skipulags- stofnunar verður að hafa mjög sterk rök fyrir slíkri ákvörðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.