Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 22
FERÐALÖG 22 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ KAFFIHÚSIÐ Sjávarpakkhúsið opnaði seint í júní á Stykkishólmi. Húsið er eins og nafnið gefur til kynna fyrrum pakkhús sem hefur nú verið gert upp. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar“ segir Bjarni Daníelsson annar eigenda kaffihússins. „Við erum með einfaldan matseðil þar sem aðallinn okkar er tvenns kon- ar súpur sem hafa notið mikilla vinsælda. Súpurnar eru mjög mat- armiklar, annars vegar sjáv- arréttasúpa og hins vegar kjöt- súpa. Sjávarréttir eru áberandi á matseðlinum og eiga eftir að vera meira áberandi þegar við höfum fengið tíma til að þróa matseð- ilinn.“ Hús með langa sögu Bjarni segir viðtökurnar hafa verið góðar undanfarinn mán- uðinn. „Það eru bæði heimamenn og ferðafólk sem kemur, heima- menn virðast kunna vel að meta þennan stað. Húsið sem við erum í heitir Sjávarpakkhúsið, og hefur Fyrrum pakkhúsi breytt í kaffihús Stykkishólmur ERFITT er að trúa því að óreyndu, að litla húsið að Árbraut 29, við bakka Blöndu, sem eitt sinn var fjós og hlaða Kvennaskólans, geymi kynstrin öll af gömlum heimaunnum munum, klæðum og hannyrðum svo og ýmiss konar áhöldum tengdum heimilisiðnaði. Heimilisiðnaðarsafnið á Blöndu- ósi er því afar sérstakt auk þess sem það er eina heildstæða text- ílsafnið á Íslandi. Í sumar eru 25 ár frá því kven- félagskonur í Austur-Húnavatns- sýslu stofnuðu safnið, sem var opn- að á 100 ára afmæli Blönduóss. Í dag er safnið sjálfseignarstofnun. Fyrir dyrum stendur að reisa viðbyggingu við safnið og hafist verður handa innan örfárra vikna, segir Elín S. Sigurðardóttir for- stöðumaður ánægð í bragði... „Stækkun hefur lengi verið á döf- inni, ekki veitir af því margt af því sem safnið á, er geymt í kössum hér og þar.“ Safnaleiði gerir ekki vart við sig Gestir dvelja að meðaltali um eina til tvær klukkustundir í þessu litla safni, sem í fyrstu hljómaði sem óhemjulangur tími en hann var fljótur að líða, safnaleiði gerði ekki vart við sig, aldrei þessu vant, athyglin hélst allan tímann og undrun viðstaddra leyndi sér ekki þegar Elín dró úr skúffum og skápum hvern listmuninn á fætur öðrum, meðal annars útsaumaða óhreinatauspoka, sem hún segir hafa verið algenga undir óhrein föt ungbarna og voru oft í stíl við puntuhandklæði sem hún sýnir okkur ennfremur, listavel gerð. Þá blasa við útsaumaðir vöggukjólar, kaffidúkar, löberar og alls kyns smádúkar svo fátt eitt sé talið. Maður á varla orð yfir myndar- skapinn. Í hvað eru konur dagsins eiginlega að eyða tímanum og er það þess virði? „Hér er að finna alls kyns bró- derí og tóvinnu sem konur alls staðar að af landinu hafa unnið og safninu hefur áskotnast. Mest er unnið af konum innan héraðs en í auknum mæli berast munir annars staðar frá. Margir munanna eru frá aldamótum og allt fram á okkar dag.“ Svo dregur forstöðumaðurinn upp sýnishorn af nærklæðum kvenna fyrr á tímum, útsaumuð eru þau að sjálfsögðu og undurfal- leg, til sýnis er m.a. handsaumuð samfella úr örþunnu lérefti og kot sem er undanfari brjóstahalda nú- tímans, að sögn Elínar. Líklegt er að ungum nútímakonum þættu þau vera fínustu ballklæði. Áður en við göngum í næsta her- bergi, beinast augun að kvenbún- ingum frá seinni hluta 19. aldar svo sem skautbúningum, upphlut og peysufötum sem án efa margar nútímakonur vildu ennfremur eignast en því miður, þeir eru ekki til sölu. Má bjóða kaffi og kleinur? Maður finnur næstum lyktina af Halldóru Bjarnadóttur þegar gengið er í Halldórustofu, og fáir yrðu hissa þótt hún kæmi askvað- andi með kaffi og nýbakaðar klein- ur. Í stofunni sem kennd er við hana er að finna ýmsar einkaeigur Halldóru, sem hún ánafnaði safn- inu, margt er þar fallegra hluta og sérstakra, til dæmis ritvél, sjöl, sendibréf, gömul leðurtaska föður hennar, Bretaskápur og fyrsta bútasaumsteppið á Íslandi sem hún hafði að eigin sögn: „aðeins yf- ir rúminu á jólum, annars aldrei.“ Elín segir sögur af þessari merku konu sem lést árið 1981, 108 ára, elst allra Íslendinga, og sýnir okkur svuntudúk, þann fínasta sem hefur verið unnin á Íslandi, úr ull meira að segja. „Halldóra var mik- ill safnari og ferðaðist mikið um Ís- land og sankaði að sér því hún vildi halda menningu kvenna á lofti. Sýningar hélt hún víða um land og fór með tóvinnu kvenna mjög gjarnan til útlanda og hafði til sýn- is.“ Tæki og tól í kjallara Í kjallara safnsins er einnig margt merkra muna, svo sem rokkar, spunavél, prjónavél, snældur og fleira. Ýmiss konar teppi, ofin eða útsaumuð skreyta kjallarann og þar hangir fatnaður vel á sig kominn miðað við aldur. Með öllu er ómögulegt að segja frá öllu því sem fyrir augu og eyru ber í Heimilisiðnaðarsafninu á Blöndósi, en tækifæri er enn til heimsókna. Safnið verður opið ferðamönnum til 20. ágúst, milli 13 og 17 á daginn og á öðrum tímum er opnað fyrir hópa. Á veturna er það smáfólkið í skólunum sem kemur og skyggnist aftur í aldir í þessu litla húsi sem samt er svo stórt. Til stendur að reisa viðbyggingu við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi Í litlu húsi á Blönduósi er að finna kynstrin öll af heimaunnum munum, klæðum og hannyrðum. Hrönn Marinósdóttir fræddist m.a. um kot sem var undanfari brjóstahalda nútímans. Í stofunni hjá Hall- dóru Bjarnadóttur Viðstaddir hlusta með athygli á Elínu forstöðukonu segja sög- ur af Halldóru Bjarnadóttur. Morgunblaðið/Hrönn Marinósdóttir Í Halldórustofu er til dæmis ritvél, sjöl, sendibréf, gömul leðurtaska föður hennar, Bretaskápur og fyrsta bútasaumsteppið á Íslandi. TENGLAR ..................................................... Símanúmer safnsins er 452 4067 og á Upplýsingamiðstöð Blönduóss fást einnig upplýsingar í síma 452 4520
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.