Morgunblaðið - 02.08.2001, Side 10

Morgunblaðið - 02.08.2001, Side 10
ÚRSKURÐUR SKIPULAGSSTOFNUNAR 10 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kárahnjúkavirkjun Í kjölfar úrskurðar Skipulagsstofnunar um að leggjast gegn framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun leitaði Morgunblaðið álits ýmissa á málinu. Í samtölum við forsvarsmenn náttúruvernd- arsamtaka og byggðarlaga og annarra aðila kemur berlega í ljós að úrskurðurinn kemur misvel við menn. Morgunblaðið/RAX „ÞETTA er tíma- mótaúrskurður. Af þessum tæp- lega 130 úrskurð- um sem gengið hafa frá Skipu- lagsstofnun síðan 1994 er þessi ekki aðeins sá um- fangsmesti held- ur einnig sá besti,“ segir Aðalheiður Jóhannsdóttir lögfræðingur en hún stundar nám í umhverfisrétti við Uppsalaháskóla. Hún telur að úrskurður Skipu- lagsstofnunar sé nákvæmlega í sam- ræmi við gildandi lög um mat á um- hverfisáhrifum og greinilegt sé að í honum sé notuð önnur aðferðafræði en hafi verið notuð í öðrum úrskurð- um er hafi varðað umfangsmiklar framkvæmdir hér á landi. Henni sýnist að horfið sé frá því að opinber- ir umsagnaraðilar og almenningur þurfi að færa sönnur á að viðkom- andi framkvæmd hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Jafn- framt sé ekki lögð eins skýr krafa á framkvæmdaraðila að hann sýni fram á að framkvæmdin muni ekki hafa í för með sér mikil umhverfis- áhrif. En það hafi verið einkennandi í stærri úrskurðum, einkum þegar mikið hafi skort á að fullnægjandi gögn hafi verið til staðar eins og staðan sé í þessu máli. „Þetta er að mínu mati fyrsti úr- skurðurinn þar sem byggt er á al- mennri varúðarnálgun eins og vera ber. Það má segja að það sé með mjög afgerandi hætti byggt á álitum og umsögnum sérfræðistofnana og annarra sérfræðinga í landinu,“ bendir Aðalheiður á. Hún segir að einnig komi fram í úrskurðarorðinu að ekki sé einungis talið að fram- kvæmdin hafi í för með sér umtals- verð umhverfisáhrif heldur segi þar einnig að það vanti enn þá töluvert af gögnum. „Að mínu mati er þessi úr- skurður ein hlutlægasta lýsingin á umhverfisáhrifum sem ég hef séð.“ Staða iðnaðarráðherra ef umhverfisráðherra staðfestir Aðalheiður telur að væntanlega muni einhver kæra úrskurðinn og málið fari þá á borð umhverfisráð- herra. Umhverfisráðherra geti þá staðfest úrskurðinn, með eða án breytinga, en geti einnig fellt hann úr gildi, að hluta eða öllu leyti. Hún segir að það sem sé svo áhugavert í lagalegum skilningi sé hver verði staða iðnaðarráðherra ef umhverfisráðherra staðfesti úrskurð Skipulagsstofnunar. „Það hef ég ver- ið að skoða sérstaklega vegna þess að í 2. mgr. 11. gr. laganna er gert ráð fyrir því að ef framkvæmd hefur í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif er þar með ekki hægt að fallast á hana og það er niðurstaðan í þessu máli,“ segir hún. Að hennar sögn eru skilin milli formlegs og efnislegs leyfisveitingarvalds óskýr, meðal annars vegna 2. mgr. 11. gr. laganna. Formlega leyfisveitingavaldið liggi enn hjá viðkomandi leyfisveitendum en efnislega sé hluti af því komið til Skipulagsstofnunar eða eftir atvik- um umhverfisráðherra. „Spurningin er hvaða heimildir leyfisveitandi eigi eftir þegar úr- skurður skipulagsstjóra er genginn. Er úrskurður skipulagsstjóra kom- inn inn í efnisheimildir í leyfinu hjá leyfisráði?“ segir Aðalheiður og bendir jafnframt á að það athugun- arefni bíði seinni tíma. Nú sé staðan sú að kæra megi úrskurðinn til um- hverfisráðherra. En ef umhverfis- ráðherra staðfestir úrskurð skipu- lagsstjóra geti leikið vafi á hvaða heimildir séu eftir fyrir iðnaðarráð- herra til að gefa út virkjanaleyfi.“ Aðalheiður Jóhannsdóttir Þetta er tímamóta- úrskurður Náttúruverndar- samtök Íslands telja niðurstöðu Skipulagsstofn- unar að leggjast gegn fram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkj- un stærsta sigur sem unninn hefur verið fyrir náttúruvernd á Íslandi, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá samtökunum. Árni Finnsson, formaður samtak- anna, segir niðurstöðu skipulags- stjóra mikið fagnaðarefni. „Þó að Landsvirkjun kæri þennan úrskurð tel ég að nær útilokað sé fyrir um- hverfisráðherra að ganga gegn hon- um, enda er niðurstaða skipulags- stjóra rökstudd ítarlega og ljóst að hann gerir ekki svona nema að mjög vel athuguðu máli. Ég sé heldur ekki að Norsk Hydro sem hefur í öllu ferl- inu reynt að gæta að orðspori sínu sem umhverfisvænt fyrirtæki geti tekið þátt í verkefni sem hefur fengið jafneindregna höfnun. Ég held að þeir fjölmörgu sem hafa lagt þessu málefni lið undanfarin misseri eigi mikinn heiður skilinn og að við séum að vinna hér sigur sem byggist á þeirri þekkingu og reynslu sem fólk hefur öðlast í deilunni um Fljótsdals- virkjun og Eyjabakka. Við Íslend- ingar erum að gera okkur betur grein fyrir því hve mikils virði há- lendið er lítt snortið og ég held að það sé mikil tregða meðal almenn- ings að fara út í einhverjar fram- kvæmdir fyrr en ljóst er að þær valdi ekki miklum skaða,“ segir Árni. Í tilkynningu Náttúruverndar- samtakanna kemur fram að nú gefist tími til að meta vandlega þann kost sem felist í stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. Árni Finnsson Úrskurð- urinn mikið fagn- aðarefni „MÍN viðbrögð eru auðvitað þau að ég fagna nið- urstöðu skipu- lagsstjóra. Hún kemur mér þó í sjálfu sér ekki á óvart því hún er í raun í fullu sam- ræmi við þær upplýsingar sem koma fram í mats- skýrslunni sjálfri og í fullu samræmi við niðurstöður sérfræðinga sem Landvernd fékk til liðs við sig til að meta og rýna í þessa skýrslu og gefa álit sitt á henni,“ segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Land- verndar. Ólöf segir að ekki hafi tekist að sýna með óyggjandi rökum að þessi virkjun komi til með að skila þeim arði og efnhagslegum ávinningi sem settur er fram í skýrslunni og er illa rökstuddur að hennar mati. Hún tekur undir mat Skipulags- stofnunar um að ýmsa þætti hefði þurft að rannsaka betur. Rannsókn- in hafi verið gerð yfir stuttan tíma og í mörgum þáttum og gefi því ekki næga mynd af áhrifunum. „Samt sem áður, eins og fram- kvæmdaaðilar benda á, eru þetta mestu rannsóknir sem hafa verið gerðar í sambandi við mat á um- hverfisáhrifum á Íslandi. Og þrátt fyrir að það vanti ýmsar upplýsingar er alveg augljóst að miðað við þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir er þessi framkvæmd óviðunandi,“ segir hún. Ólöf telur að nú þegar niðurstaða Skipulagsstofnunar liggi fyrir ættu menn að skoða þann raunhæfa kost að þarna verði reistur þjóðgarður. Þá telur hún að stjórnvöld ættu að bregðast fljótt við og reyna að líta á fleiri hliðar á atvinnuástandinu á Austfjörðum í stað þess að einblína um of á þessa einu framkvæmd. Frestur til að skila inn kæru vegna úrskurðar skipulagsstjóra rennur út 5. september en að mati Ólafar er ekki ólíklegt að Lands- virkjun kæri úrskurðinn sem þá færi inn á borð til umhverfisráðherra. „Ég treysti því að ríkisstjórn Ís- lands með umhverfisráðherra í far- arbroddi í þessu máli skoði máli ít- arlega frá faglegu sjónarmiði og komi með lausnir í samræmi við það, en geri líka um leið átak til að finna leiðir í atvinnumálum Austfirðinga,“ segir hún. Ólöf bætir við að mikilvægt sé að bíða eftir rammaáætlun ríkisstjórn- arinnar um nýtingu vatnsfalls og jarðvarma. „Þar er hefur verið unnin mjög góð vinna sem kemur til með gefa stjórnvöldum alveg nýja sýn og nýj- an þátt til ákvarðanatöku um stór- iðjuframkvæmdir. Það er afskaplega rýr grunnur til ákvarðanatöku sem liggur fyrir nú,“ segir Ólöf. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Niðurstaðan kemur ekki á óvart „MÉR finnst úr-skurður skipu- lagsstjóra afar sérkennilegur. Ég get ekki betur séð en að þarna sé tekin afskaplega skýr afstaða,“ segir Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, um úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúka- virkjunar. Smári segir að flest af því sem fram komi í umhverfismatsskýrslunni og meginmáli skipti sé dregið í efa. Á sama tíma sé tekið undir mjög margt af því sem fram komi í athugasemd- unum. „Þetta leiðir svona til þess að mað- ur veltir því fyrir sér hvort hérna sé kannski frekar um pólitíska niður- stöðu að ræða en faglega,“ segir hann. Smári segir miklu máli skipta hvernig Landsvirkjun taki á málinu. Smári Geirsson Tekin afskaplega skýr afstaða „ÞETTA eru auðvitað mjög stór tíðindi að Skipulagsstofn- un skuli hafna framkvæmd- inni,“ segir Geir A. Gunnlaugs- son, fram- kvæmdastjóri Hæfis. Hann segir að menn muni fylgjast grannt með því hver við- brögð Landsvirkjunar verða í kjöl- farið. „Þeir munu að sjálfsögðu þurfa að fara vel yfir þennan úrskurð og síðan munu þeir meta hvað þeir gera í þessu máli. Það er auðvitað ljóst að þetta getur haft mjög af- gerandi áhrif á þetta verkefni. Forsenda verkefnisins hefur verið sú að að jökulsárnar í Fljótsdal og í Dal yrðu virkjaðar. Ef það er ekki hægt verða menn auðvitað að meta stöðuna og munu gera það á næstu dögum,“ segir Geir. Hann segir ljóst að úrskurður- inn geti haft mikil áhrif á þá möguleika sem menn hafa talið sig hafa til að nýta fallvötnin. „Við munum hafa samráð við Landsvirkjun um næstu skref í málinu“. Geir segist ekki vilja leggja dóm á það hvort Landsvirkjun muni kæra úskurðinn. „Ég get ekki lagt dóm á það á þessu stigi. Það er náttúrlega þeirra mál hvaða leiðir þeir fara þó að þeir geri það að sjálfsögðu í samráði við aðra aðila sem að þessu verki koma.“ Geir vill ekki leggja dóm á úrskurð skipulagsstjóra sérstaklega og það orðalag sem fram kemur í úr- skurðinum um að upplýsingar um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif hennar séu ófullnægjandi. „Ég hef ekki kynnt mér það svo nákvæmlega þar sem það hefur fyrst og fremst verið í höndum Landsvirkjunar. Á minni könnu hefur fyrst og fremst verið um- hverfismatið fyrir verksmiðjuna,“ segir Geir. Geir A. Gunnlaugsson Getur haft afgerandi áhrif

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.