Morgunblaðið - 02.08.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 02.08.2001, Síða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 57 SHANE FILAN, liðsmaður hljóm- sveitarinnar Westlife, hefur nú gef- ið þeim orðrómi, að hljómsveitin sé að líða undir lok, byr undir báða vængi. Hann hefur tekið ákvörðun um að taka sér tímabundið frí frá hljómsveitinni og einbeita sér að sólóferli sínum. Shane verður fyrstur fimmmenn- inganna til að skrifa undir samning um sólóplötu, en hann hefur samið við útgáfufyrirtæki Westlife, RCA. Talsmaður RCA-fyrirtækisins sagði samninginn fela í sér útgáfu á fimm breiðskífum með frumsömdu efni. Ef það gengur sem skyldi þyk- ir líklegt að Westlife verði látin sitja á hakanum og munu félagar hans sitja eftir með sárt ennið líkt og félagar Ronan Keatings í Boyzone. Reuters Westlife syngja sitt síðasta? Westlife; Nickie Byrne, Shane Filan, Kian Egan, Markus Feehily og Bryan McFadden. Shane Filan hyggur á sólóferil Allur á iði (Moving Target) B a r d a g a m y n d  Leikstjórn Paul Ziller. Aðal- hlutverk Don „The Dragon“ Wil- son, Bill Murphy. (90 mín.) Írland/ Bandaríkin 2000. Myndform. Bönn- uð innan 16 ára. HÉR ER á ferð ein undarlegasta mynd sem ég hef séð í háa herrans tíð – og slæðast þær nú allmargar undarlegar upp í hillur myndbanda- leiga landsins. Þetta er einhverskonar spennu- mynd með bar- dagahetjunni Don Wilson sem kýs að nota millinafnið „dreki“, svona til að undirstrika úr hvaða geira hann kemur. Drekinn Don hefur víst lumbrað á allra landa kvikindum í myndum sínum undanfarin ár en nú er komið að Írum. Og skýringin á því hvers vegna Írar urðu fyrir valinu er svo augljós og svo kostuleg, að það gerir myndina næstum þess virði að leigja hana. Yfirskynið er að Drek- inn fer og heimsækir í fyrsta sinn Netkærustu sína sem reynist írsk, rauðhærð skutla með flöskubotna fyrir augum. En raunverulega skýringin er sú að framleiðendurnir eru að nýta sér tilboð írskra yfirvalda um að veita útlendingum undanþágur frá skatt- greiðslum og ríkisstyrki ef myndir eru teknar á Írlandi og heimamenn ráðnir í tökuliðið. Varla eru írskir ráðamenn stoltir af þessari kynn- ingu á kerfi sínu og handbragði. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Barist í boði írska ríkisins CHITOSAN 5 690691 200008 30. tbl. 63. árg. 31. júlí, 2001. VERÐ 599 kr. M/VSK. Lífsreynslusaga * Heilsa * Ferðamál * Matur * Krossgátur Sveitastelpan varð forstjóri í Aþenu Í góðum gír í brekkusöng Birgitta Haukdal söngkona og Árni Johnsen Barnið mitt lenti í höndunum á villidýri Gerður Berndsen í sláandi viðtali Bíkiniið orðið 55 ára Í hjólastól eftir alvarlegt umferðarslys Förðun fyrir hádegis- boðið Að láta sér líða vel í vinnunni Eðalkettir til útflutnings

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.