Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERULEG eftirspurn er nú eftir starfsfólki í verslunar- og þjónustu- greinum, meðal annars vegna opn- unar Smáralindar fyrrihluta næsta mánaðar. Að öðru leyti er greini- legur samdráttur á vinnumarkaði frá því sem var á síðasta ári, einkum í sérhæfðari störfum, t.a.m. í hugbún- aðar- og fjármálagreinum. Starfsmönnum ráðningarþjónustu ber saman um að róast hafi á vinnu- markaði frá því sem var á síðasta ári og fleiri umsóknir berist um hvert starf en áður. Jafnframt að fyrirtæki séu nú mun tregari til að ráða fólk og leiti leiða til endurskipulagningar hjá sér fremur en að grípa til nýr- áðninga. Guðný Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri ráðningarþjónustunn- ar STRÁ MRI, sagði að almennt væri meiri eftirspurn nú eftir störf- um en framboð, ef afgreiðslustörf væru undanskilin, en opnun Smára- lindar gerði það að verkum að eft- irspurn væri eftir fólki í slík störf. Hins vegar væri samdráttur á vinnu- markaði almennt, einkum í sérhæfð- ari störfum eins og innan fjármála-, tölvu-, hugbúnaðar- og hátækni- geirans. Fyrirtæki hefðu verið að skera niður, bæði í almennum og sér- hæfðum störfum sem og störf milli- stjórnenda. Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðn- ingarstjóri Vinna.is, sagði að í upp- hafi ársins hefði orðið greinileg breyting á vinnumarkaðnum frá því sem verið hefði síðastliðin þrjú ár. Fyrirtæki hefðu farið að draga sam- an seglin og fækka starfsfólki og þess hefðu starfsráðningarstofurnar orðið greinilega varar, auk þess sem nýráðningar hefðu dregist saman. Undantekningin væri störf á sviði verslunar- og þjónustu. Þar hefði verið komið á jafnvægi á fyrri hluta ársins bæði vegna samdráttar í öðr- um greinum og eftirspurnar frá skólafólki eftir atvinnu. Með tilkomu Smáralindar hefði hins vegar skap- ast eftirspurn eftir starfsfólki í þess- um greinum og nú væri mjög mikill skortur á fólki í verslunar- og þjón- ustustörf. Vinnutíminn fælir fólk frá „Það má eiginlega segja að það sé slæmt ástand í þessum efnum. Það er erfitt að fá fólk í störf hvort sem það er í matvöruverslunum, bygg- ingarvöruverslunum, bensínstöðv- um eða annars staðar. Þar er skort- urinn í dag,“ sagði Agla. Hún bætti því við að vinnutíminn væri eitt af því sem áhrif hefði í þess- um efnum. Afgreiðslutími væri lang- ur og vaktavinna algeng í verslunum. Það væri mikið framboð á afþreying- arefni í þjóðfélaginu og yngra fólk í dag vildi eiga kost á að njóta þess- arar afþreyingar og væri ekki tilbúið til að vinna jafn mikla vaktavinnu og verið hefði áður. Þórir Þorvarðarson, ráðningar- stjóri hjá PricewaterhouseCoopers, sagði að ástand á vinnumarkaði væri rólegt. Ástandið nú, í samanburði við þrjú síðustu ár þegar menn hefðu ekki aðeins ráðið fyrir þá sem hættu heldur einnig bætt við, væri þannig að forsvarsmenn fyrirtækja veltu því vandlega fyrir sér hvort ráða ætti fólk í stað þess fólks sem hætti eða hvort hægt væri að skipuleggja vinn- una með öðrum hætti þannig að ekki þyrfti að koma til ráðninga. Greinilegur samdráttur á vinnumarkaði hvað varðar sérhæfð störf Mikil eftirspurn eftir fólki í afgreiðslustörf Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGuðlaug kinnbeinsbrotnaði í leik með Brøndby / B1 Arsenal fylgist með Árna Gauti Arasyni / B2 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM DÆLINGU olíu úr flaki El Grillo, sem liggur á botni Seyð- isfjarðar, lauk í gær, fjórum dög- um á undan áætlun. Að sögn Ein- ars Sveinbjörnssonar, aðstoðar- manns umhverfisráðherra, gekk dælingin vel síðustu daga, en óhagkvæm veðurskilyrði höfðu áður tafið aðgerðir. Allir 36 tankar skipsins voru kannaðir og fannst olía í 13 þeirra. Magn olíunnar reyndist vera 91 tonn sem er mun minna en áður var talið að væri í flakinu. Að sögn Einars hefur þeirri kenningu nú verið varpað fram að annaðhvort hafi El Grillo ekki verið fulllestað olíu þegar því var sökkt í síðari heimsstyrjöldinni, líkt og áður var talið, eða þá að lúgur skipsins hafi verið opnaðar og verulegt magn olíu því borist út í umhverfið skömmu eftir að skipinu var sökkt en heimildir kveða á um að stór olíuflekkur hafi verið á firðinum fyrstu dag- ana eftir að skipinu var sökkt. „Það sem skiptir máli er að nú hefur yfirvofandi olíumengun á Seyðisfirði verið bægt frá,“ sagði Einar en þetta er umfangsmesta hreinsunaraðgerð á þessu sviði sem ráðist hefur verið í hér við land. Allar áætlanir um kostnað hafa staðist sem og um fram- kvæmdatíma. Aðdráttarafl fyrir sportkafara Verkið gekk að sögn Eyjólfs Magnússonar, starfsmanns Holl- ustuverndar ríkisins, mjög vel en Eyjólfur hefur dvalið um borð í norska dæli- og köfunarskipinu Risöy frá því vinna hófst við dæl- ingu. Hann segir norska verktakann Riise Underwater Engineering AS (RUE), sem hefur séð um dælinguna úr El Grillo, hafa stað- ið faglega að verki. RUE hefur nú lokið störfum við El Grillo en þrjátíu manna flokkur norskra kafara og annarra sérfræðinga sem hefur verið að störfum við flakið frá 1. september vinnur nú að frágangi búnaðar og heldur að sögn Eyjólfs að öllum líkindum burt frá Seyðisfirði á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu er nú talið að El Grillo muni njóta aukins aðdráttarafls sportkafara þar sem 134 metra langt flakið liggur á 50 metra dýpi í miðjum Seyð- isfirði. Dælingu lokið úr El Grillo 91 tonni af olíu var dælt af hafsbotni ÓLAFUR Ólafsson, formaður Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni, segir að vaxandi þungi sé í umræðunni um að eldri borgarar bjóði fram á sérlista. Hann segir að bæði hafi verið þrýstingur um sér- framboð til Alþingis og sveitar- stjórna. Ólafur segir að fleiri og fleiri tali um að eina leiðin til að rödd eldri borgara heyrist sé að fara í sérfram- boð. „Okkur sýnist að menn hafi ekki brugðist nógu vel við okkar lögmætu óskum, sem ég kalla svo, sem eru einfaldlega að ellilaun fylgi almennri launaþróun í landinu. Það má segja að það sé meginkjarni málsins,“ seg- ir Ólafur. Hann segir að 13% kjós- enda séu á aldrinum 67 ára og eldri og að sá hópur fari vaxandi. Ólafur vill ekkert segja um hvort verið sé að skoða framboð í næstu sveitarstjórnarkosningum, en segir að undanfarna mánuði hafi þetta verið til skoðunar, bæði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Eldri borgarar íhuga sérframboð Lífeyrir fylgi almennri launaþróun KÆRUFRESTUR vegna nýs fasteigna- og brunabóta- mats rann út í gær. Um það bil 8.000 athugasemdir höfðu borist Fasteignamati ríkisins síðdegis, líklega mikill meirihluti vegna brunabótamats, að sögn Hauks Ingibergssonar, forstjóra Fasteignamatsins. Aðspurður sagði Haukur að nú biði starfsmanna stofnunarinnar að taka sérhverja athugasemd til skoð- unar og afla upplýsinga. „Fyrsta skrefið er að biðja um frekari upplýsingar frá eigandanum ef upplýsingar frá honum eru ónógar. Annað skrefið er að kanna hvaða upplýsingar eru um viðkomandi eign í landsskrá fast- eigna, í skjalasöfnum stofnunarinnar og hjá bygging- arfulltrúum. Og þriðja skrefið er skoðun á eigninni.“ Haukur segir það mismunandi í hverju tilfelli fyrir sig hversu langt þurfi að ganga til að afla nauðsynlegra upplýsinga. Hann segir þó verulega vinnu framundan við að vinna úr öllum þessum athugasemdum og búast megi við að hún muni taka nokkra mánuði. Morgunblaðið/Þorkell Örtröð var hjá Fasteignamati ríkisins í gær, síðasta dag kærufrests vegna nýs fasteigna- og brunabótamats. Erill hjá Fasteignamatinu vegna nýja matsins Um 8.000 athugasemdir bárust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.