Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GÍFURLEG stemmning var í Laug- ardalshöll í gærkvöldi á tónleikum José Carreras, Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur, Kórs Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hver krókur og kimi Hallarinnar var set- inn, og þrátt fyrir hita í salnum og erfiðleika fólks að finna rétt sæti í upphafi tónleikanna virtist ekki vanta neitt á gleði tónleikagesta, sem spöruðu hvorki klappið né bravóhrópin. Vantar á hljóminn í Höllinni Brynhildur Jónsdóttir keypti sér miða á tónleikana í gær. „Þetta var skyndileg hugdetta; ég heyrði að það væru lausir miðar og ákvað að drífa mig. Ég hef hlustað svolítið á tenórana þrjá en ekki á Carreras neitt sérstaklega, en hlakka til,“ sagði Brynhildur fyrir tónleika. Í hléi sagði hún að sér litist vel á það sem komið væri. „Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum með eitt eða neitt annað en hljóminn. Þetta eru þriðju sinfóníutónleikarnir sem ég fer á í Höllinni, og það vantar alltaf gæsa- húðartilfinninguna – það hríslast ekkert um mann. Carreras er góður en Diddú finnst mér svolítið óstyrk, en hún hefur afskaplega fallega rödd.“ Carreras stenst væntingar Birgi Runólfssyni og Elínu Mar- teinsdóttur fannst mjög gaman á tónleikunum. „Carreras stenst væntingarnar vel sem söngvari, maður er kannski vanari að heyra hann syngja eitthvað annað en óp- erutónlist, en hann er samt góður,“ segir Birgir, „og Diddú stendur sig líka ágætlega,“ segir Elín. „Fyrir mína parta er þetta alveg frábært; stórkostlega skemmtilegir tónleikar,“ segir Þórður H. Ólafs- son. „Ég hef bara því miður allt of lítið hlustað á Carreras áður, en þetta er afar vel gert, – ekki bara hann heldur líka Sinfóníuhljóm- sveitin, og Diddú, hún stendur sig vel.“ Diddú á heims- mælikvarða Elín Brynjólfsdóttir, Sigrún Böðv- arsdóttir og Ragnhildur Ásgríms- dóttir voru ánægðar með tónleikana og hafa allar hlustað á svona tónlist og fylgst svolítið með þessum stóru nöfnum í söngnum. Þeim finnst Carreras góður og Diddú líka. „Diddú er náttúrulega á heims- mælikvarða, hún er alveg yndisleg og hún slær alveg í gegn hérna.“ Vinkonurnar þrjár eru þó sammála um að hljómburður hússins sé slæm- ur. „Hann kæfir sönginn,“ segja þær og taka undir með Agli Ólafssyni sem sagði í kynningu í upphafi tón- leika, að nú væri þörf á almennilegu tónlistarhúsi. Þörf á tónlistarhúsi Elísabet Þórisdóttir segir að sér finnist vanta talsvert á hljóminn í Laugardalshöll „Þetta endurspeglar þörfina á tónlistarhúsi, bæði hvað varðar skipulagið hér og annað. Tónninn flæðir ekki út af sviðinu og kórinn virkar of langt í burtu. Það væri líka gaman að vita hvort þessi fjöldi, 4.000 manns, skilaði sér á tón- leika í nýju góðu tónlistarhúsi að hlusta á íslenska listamenn eða hvort við þurfum erlend nöfn til að fylla húsið. Ég hef oft orðið vitni að yndislegum tónlistarviðburðum og það hefur ekki þótt stór nöfn til.“ Ég get mikið lært Tenór úr Skagafirðinum, Óskar Pétursson, lætur sig ekki vanta á svona viðburð. „Mér líst vel á Carreras. Ég kom að norðan til að heyra í honum og vita hvort ég gæti ekki lært eitthvað í leiðinni, – ég sé að ég get mikið lært. Röddin hans er þó farin að eld- ast aðeins, en hann heldur því sem hann náði þegar hann reis upp eftir veikindin og það alveg með glans.“ Diddú er gamall söngfélagi Óskars, hvað segir hann um hana? „Ég elska hana alltaf jafnheitt, hún er yndisleg og stendur sig glæsilega.“ Carreras og Diddú skiptust á um að syngja aukalög í tónleikalok og klykktu út með dúettinum Libiamo úr La traviata eftir Giuseppe Verdi, við gríðarleg fagnaðarlæti tónleika- gesta. Gestir á tónleikum José Carreras, Diddúar, Óperukórsins og Sinfóníunnar í gærkvöldi Ragnhildur, Sigrún og Elín: „Carreras er góður og Diddú líka.“ Óskar: „Ég get mikið lært.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Elín Marteinsdóttir og Birgir Runólfsson: „Carreras stenst væntingar.“ „Stórkostlega skemmti- legir tónleikar“ ÞAÐ verða að teljast töluverð tíðindi er José Carreras kemur í heimsókn og ef Domingo kæmi ein- hvern tíma til Íslands hafa tenór- arnir þrír sungið hér, því fyrir nokkrum árum söng Pavarotti í Laugardalshöllinni. Það er sagt um vinina þrjá að Pavarotti sé nátt- úrubarnið, Domingo kunnáttumað- urinn en Carreras fagurkerinn. Tónleikarnir hófust á Steðja- kórnum úr Il trovatore, sem Kór Íslensku óperunnar söng af glæsi- brag. Carreras söng því næst tvö lög, Luna Nova og Era de Maggio eftir Michele Costa, og tók strax salinn. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng vals úr Rómeó og Júlíu eftir Goun- od með glæsibrag. Carreras söng því næst hinn fagra sorgarsöng Fredericos eftir Cilea á mjög inni- legan máta og þarna gat að heyra hina sterku túlkun hjá Carreras. Næstu þrjú verk voru eftir Verdi. Þar var fyrst forleikurinn að I Vespri Siciliani, sem hljómsveitin lék vel undir stjórn Davids Gimén- ez, og síðan söng Sigrún Bolero úr sömu óperu með miklum bravúr. Síðasta lagið fyrir hlé er eitt fárra sönglaga sem Verdi samdi og heitir L’Esula, samið 1829 við texta eftir Temistocle Solera, er gerði textann að óperunum Nabucco og I lomb- ardi. Þetta fallega lag, sem trúlega hefur ekki heyrst hér á landi fyrr, var fallega flutt og af djúpri sann- færingu. Eftir hlé söng Carreras tvö lög af léttara taginu, Serenada (Come un sogno d’or) eftir Toselli og Vurria eftir Rendine, sem undirrit- aður kann engin skil á. Sigrún söng Chi bel sogno úr óperunni La Rondine eftir Puccini og fór þar á kostum. Musica proibita eftir Gast- aldon var hreint út sagt glæsilega sungið af Carreras og þar á eftir var flutt sérkennileg samsuða, hljómsveitarverk eftir Jiménez, er var skemmtilega flutt af Sinfóníu- hljómsveitinni undir stjórn Gimén- ez. Eftir að Carreras hafði sungið Alma de Dios eftir Serrano og Sig- rún Vilja Lied eftir Léhar sungu Carreras og Sigrún sinn eina dúett, Lippen Schweigen eftir Léhar. Tónleikunum lauk með Core n’ grato eftir Cardillo, sem Carreras söng glæsilega. Í heild voru þetta sérstæðir tón- leikar og mörg viðfangsefnanna lítt þekkt hér á landi en á söng meist- arans, Carreras, og Sigrúnar bar engan skugga. Hljómsveitin undir stjórn Giménez fylgdi söngvurun- um mjög vel og átti góða spretti í forleiknum að I Vespri Siciliani eft- ir Verdi. Kór Íslensku óperunnar söng aðeins í tveimur verkum og var auðvitað sérlega góður í Steðja- kórnum. Söng Carreras bar hæst í Lamento di Federico eftir Cilea, L’Esule eftir Verdi, Musica proib- ita eftir Gastaldon og allra glæsi- legastur var hann í Core n’ grato eftir Cardillo. Það eina sem finna mætti að var að það hefðu mátt vera fleiri dúettar á efnisskránni, því í valsinum eftir Gounod, Il bel sogno eftir Puccini og Vilja Lied var Sigrún í essinu sínu og söng af- burðavel, sömuleiðis í dúettinum Lippen Schweigen eftir Léhar. TÓNLIST L a u g a r d a l s h ö l l José Carreras, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn David Giménez og Kór Íslensku óperunnar, kórstjóri Garðar Cortes, fluttu söngverk eftir ítölsk, frönsk, þýsk og spænsk tónskáld. Mánudaginn 17. september. SÖNGTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Árni Sæberg „Á söng meistarans, Carreras, og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur bar engan skugga.“ Á sönginn bar engan skugga Morgunblaðið/Þorkell José Carreras á sviðinu í Laugardalshöll í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.