Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ É g ímynda mér, að við eigum okkur öll eitt- hvert athvarf, þar sem við fínstillum sálina og endurnýj- um okkar innri mann. Sumir eiga meira að segja fleira en eitt slíkt athvarf. Barn átti ég athvarf hjá tré í garðshorni í Siglufirði. Það er gott tré, hélt mér á floti við- kvæmum árum saman og hefur þagað yfir öllum mínum leynd- armálum fram á þennan dag. Síðar eignaðist ég önnur athvörf; veri þau í tveggja bakka veðrum Matthíasar Johannessen, Stokks- eyrarfjörunni, eða hesthús- inu, sem gefa mér grið frá gráum dögum. Ég hef líka verið svo lán- samur að eiga vini, sem hafa opnað mér ný at- hvörf og veitt mér hlutdeild í þeirri hugsvölun, sem þau veita. Einn slíkur var Sveinn Björns- son, lögreglumaður og listmálari. Það var í Krísuvík, sem Sveinn fann sitt athvarf. Þar, í Bláu ráðs- mannshúsi, átti hann sitt lista- mannsóðal og sótti megin í dulúð umhverfisins og litbrigði jarð- arinnar. Það var ævintýri að heimsækja Svein í Krísuvík. Þegar búið var að líta inn í vinnustofuna og skoða nýjustu viðfangsefni listamannsins voru lífið og tilveran krufin til mergjar með viskítári og harðfiski í eldhúsinu uppi. Síðan var gengið til stofu, þar sem myndlistin og skáldskapurinn tóku völdin með skringilegum útúrdúrum um menn og málefni. Svo var lesið í dul- armögn umhverfisins í góðlátlegri gönguferð. Í þessu andrúmi var Sveinn kóngur, þarna átti hann ríki og álfur. Krísuvíkin tók undir skellihlátrana í Sveini, stakk sér óhrædd undir hrjúft yfirborðið og fann sér bólfesti í viðkvæmu og listfengu hjarta hans. Og það var fyrir Svein að Krísu- víkurkirkja var dubbuð upp. Það var hann sem skóp henni upprisu. Nú hvílir hann hjá henni í grasi grónum garðinum og strengurinn liggur um sáluhliðið heim til Bláa hússins. En Sveinn hefur ekkert farið. Synir hans börðust af harðfylgi fyrir því að Bláa húsið fengi að lifa áfram og á endanum báru bæjaryf- irvöld í Hafnarfirði gæfu til þess að sjá ekki annað. Nú er húsið hluti af Sveinssafni og þar má komast í snertingu við innileikann í athvarfi listamannsins. Þeir bræður hafa lagt metnað sinn í að hvika í engu frá þeim anda, sem faðir þeirra bjó þessu húsi. Ég hygg því, að það sé ein- stakt um margt. Vinnustofan á neðri hæðinni á varla sinn líka hér á landi. Þar er ekkert verið að færa hlutina í einhvern búning. Þetta er vinnustofan eins og Sveinn bjó við hana. Litirnir, klossarnir, trön- urnar, stóllinn og pípan og við vegg hljómflutningstækin, sem fleygðu Louis Armstrong, Grieg og Jóni Leifs yfir listamanninn, þar sem hann gekk á hólm við strigann. Allt er þetta svo óbreytt og áþreifanlegt, að nærvera lista- mannsins verður ljóslifandi um leið. Og á efri hæðinni má sjá, hvern- ig hann bjó um sig í þessu athvarfi sínu. Þar fann hann sér hugsvölun innan um bækur og listaverk og þar skeytti hann skapi sínu á tölv- unni, þegar sá gállinn var á honum að honum svall móður yfir því, sem honum fannst miður fara í þjóð- félaginu. Það var ekkert verið að skera utan af hlutunum í ádrep- unum þeim. Þetta er allt saman þarna. Bókin á náttborðinu. Líka teppin, sem hann bjó til. Það fer óhjákvæmilega svo að mitt í þessu öllu mæti maður Sveini. Skömmu eftir að Bláa húsið fékkst til Sveinssafns mættu iðn- aðarmenn til að færa til betri vegar eitt og annað, sem gengið var úr sér. Eitt sinn er þeir settust að kaffidrykkju í eldhúsinu var kaffið allt í einu orðið dísætt, án þess að nokkur mannshönd hefði þar um vélað. Þetta var tekið sem vottur um velþóknun listamannsins, sem drakk kaffið mjög sætt og bætti mola út í til öryggis. Um allt húsið eru svo verk Sveins og annarra, sem hann viðaði að sér. Þar skipa heið- urssess verk eftir frænku hans, Júlíönu Sveinsdóttur. Þessi verk eru ekki bara á veggjum, heldur málaði Sveinn hurðirnar í húsinu og á ganginum niðri svífur bláfugl- inn hans í loftinu. Stigi hússins er svo listaverk út af fyrir sig, þar sem hver trappa er annarri ólík. Sveinn Björnsson var mjög heil- steyptur maður og listamaður. Hálfkák var ekki hans verklag. Hann gekk fantasíunnni á hönd af fullkomnu hispursleysi og hvarf svo frá henni aftur til litanna af fullri einurð. Þessa sér alls stað í Bláa húsinu. Nú er Erlendur Sveinsson, son- ur listamannsins, að leggja síðustu hönd á kvikmynd um málarann, þar sem Sveinn Björnsson er í að- alhlutverki. Það verður punkt- urinn yfir iið, þegar gestir Bláa hússins geta heyrt listamanninn og séð á sjónvarpsskjánum í stofunni. Brezkir vinir mínir hafa heillast af list Sveins Björnssonar og skreyta nú myndir úr almanaki Sveins- safns garðskála þeirra í London. Á dögunum vorum við enn á ferð í Krísuvík og áttum þess þá kost að sjá ófullgerða kafla úr myndinni um málarann. Höfðu Bretarnir á orði, að það hefði verið einstök reynsla ofan á skoðunarferð um húsið og umhverfi þess að sjá og heyra listamanninn sjálfan lýsa af- stöðu sinni til lífsins og listanna. Nú er list Sveins orðin þeim at- hvarf í tveimur löndum, því garð- skálinn í London er útibú frá Bláa húsinu í Krísuvík. Það er ekkert minna en guðsþakkarvert að fá í farangur sinn hlutdeild í svona at- hvarfi. Hún víkkar véböndin og veitir skjól, sem okkur öllum er svo nauðsynlegt á þessum síðustu og verstu tímum, þegar fáfengileikinn flæðir yfir allt og hæst bylur í tóm- um tunnum. Athvarf í mann- heimum Hér segir af athvörfum, sem gefa mönn- um grið frá gráum dögum, og list Sveins Björnssonar og Bláa húsið í Krísuvík eru talandi dæmi um. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn @mbl.is STJÓRNENDUR bæjarins hafa afrekað ýmislegt á undanförn- um misserum. Þeir hafa til dæmis gert vel við unga fólkið, sem kemur til með að erfa bæinn. Það hafa verið byggðar nýjar hallir fyrir íþróttir og gömul mannvirki á því sviði hafa fengið andlitslyft- ingu. Skautahöll er ris- in í Innbænum, sund- laugin hefur verið endurbyggð, ný Strýta er risin og unnið er að uppsetningu á nýrri stólalyftu í fjallinu. Kostnaður við allt þetta er mældur í milljörðum. Ofan í kaupin þurftu stjórnendur bæjar- félagsins að draga forystumenn íþróttahreyfingarinnar upp úr skítn- um, þegar Þór, KA, golfklúbburinn og fleiri félög voru að sökkva í skulda- fen. Björgunaraðgerðir kostuðu bæj- arsjóð tugi milljóna króna. Fólkið sem gerði mikið úr litlu Þetta er í sjálfu sér gott og blessað. Ég er stuðningsmaður þess, að hér blómstri kröftugt íþróttalíf, þannig að orka æskunnar fái útrás til heil- brigðra verka. En eitt hefur gleymst í þessari framkvæmdagleði. Nefnilega gamla fólkið. Fólkið sem gerði mikið úr litlu; lagði grunninn að því velferð- arþjóðfélagi sem við búum í. Þetta fólk hefur ekki hátt, gerir ekki miklar kröfur til samfélagsins. Þess vegna hafa stjórnendur samfélagsins kom- ist upp með að skerða hlut þess. Það fær ekki þá hlutdeild í aflanum, sem það á skilið. Það er ekki hægt að ganga að mörgu vísu í henni veröld nú til dags. En eitt er víst; tíminn líður. Við eld- umst öll, hvort sem okk- ur líkar betur eða verr. Því verður ekki breytt og elsta kynslóð- in á það skilið, að geta átt áhyggjulaust ævi- kvöld. Stjórnendur Ak- ureyrarbæjar hafa ekki afrekað mikið um tíðina, til að svo geti orðið. Mannvirkin í Skjald- arvík grotna niður Síðasta afrekið var að taka á leigu byggingar Náttúrulækninga- félagsins í Kjarnaskógi, Kjarnalund. Þangað voru fluttir, nauðugir sumir, allir þeir sem byggt höfðu Skjaldarvík í mis- langan tíma. Eftir standa mannvirkin þar og grotna niður í hirðuleysi. Mannvirki, sem höfðinginn Stefán Jónsson gaf bænum á sínum tíma, ásamt jörðinni Skjaldarvík. Ég veit að þessi mannvirki stand- ast ekki kröfur tímans. Þau gengu úr sér af því viðhaldi þeirra var ekki sinnt. Því er ekki gengið í það með krafti, að gera þessi mannvirki nothæf? Það gæti verið fyrsti áfanginn í átaki til að bæta aðbúnað aldraðra. Það er að vísu rétt, að stjórnendur Akureyrarbæjar hafa styrkt heimilis- þjónustu fyrir aldraða, sem er hið besta mál. Þannig hafa margir átt þess kost, að dvelja í eigin húsi, þar sem þeim líður best. En þetta dugir ekki til. Það kemur að því, að aldraðir þurfa dvalarheimili, þar sem vakað er yfir velferð þeirra allan sólarhring- inn. Hjá því verður ekki komist. Þar kreppir skórinn heldur betur. Það er langur biðlisti eftir slíku rými. Mér er sagt, að um það bil áttatíu Akureyr- ingar bíði þess, að komast á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Á meðan eru þeir upp á ættingja og heimahjúkrun komnir. Þannig líður þeim ekki vel. Þeir búa við óöryggi, sem þeir eiga ekki skilið. Þeir eru utangátta. Ekki eru það launin sem lokka Nú má enginn skilja orð mín svo, að ég sé að gera lítið úr þeirri þjónstu sem aldraðir Akureyringar njóta. Þvert á móti dáist ég að því fólki, sem leggur gamla fólkinu lið. Ekki eru það launin, sem reka það til verka, svo mikið er víst. Þau eru til hábor- innar skammar. Þess vegna hlýtur það fólk, sem annast aldraða, að hafa fengið ómælda fórnfýsi í vöggugjöf. Aldraðir hafa skilað sínu til sam- félagsins. Á hátíðarstundum er gjarnan sagt, að sú kynslóð, sem skapaði byltingu síðustu aldar, eigi svo sannarlega skilið áhyggjulaust ævikvöld. Raunveruleikinn er annar, ekki bara hér á Akureyri, því hlið- stæður er að finna um allt land. Lof- gjörðin um aldraða er því orðagjálf- ur, enn sem komið er, því miður. En það er mál til komið, að verkin verði látin tala. Þess vegna skora ég á stjórnendur Akureyrarbæjar, að blása til sóknar til hagsbóta fyrir aldraða. Því fyrr því betra. Fólkið sem gleymdist Sverrir Leósson Aldraðir Fólkið sem gerði mikið úr litlu, segir Sverrir Leósson, hefur gleymst í þessari fram- kvæmdagleði. Höfundur er útgerðarmaður. ÞAÐ er ætíð stór stund þegar nýr fullbú- inn grunnskóli er tekinn í notkun. Borgaskóli er annar verðlaunaskólinn sem er byggður samkvæmt niðurstöðu úr tveggja þrepa samkeppni um hönnun einsetins grunnskóla í Engja- hverfi. Þriðji verðlaunaskól- inn, Víkurskóli, er í byggingu í Víkurhverfi og fyrstu nemendur hófu þar nám núna í lok ágúst. Það var ákveðið haustið 1994 að halda opna tveggja þrepa samkeppni um einsetinn grunnskóla fyrir Borgar- holtshverfin þrjú. Arktitektar brugð- ust svo sannarlega vel við þar sem 54 tillögur voru sendar inn, síðan voru valdar sex tillögur til frekari úr- vinnslu. Það var tillaga Glámu/Kím, sem hlaut önnur verðlaun og stendur skólabyggingin á afar fallegum stað í Borgahverfi með útsýni yfir sundin og til Esjunnar. Þessir þrír skólar í Borgarholts- hverfunum eru allir ólíkir að útliti og gerð þó að grunnhugmynd að þeim sé sú sama. Grunnhugmyndin að þess- um skólum hefur í raun verið leiðar- ljós við undirbúning viðbygginga við alla hina tvísetnu skóla borgarinnar á undanförnum sex árum varðandi ein- setningu þeirra. Hornsteinn hverfisins Hönnuðir Borgaskóla lögðu áherslu á að skólabygging ætti að vera hornsteinn hvers íbúðarhverfis og því nauðsynlegt að gera hana að virkum hluta umhverfisins og daglegs lífs íbúanna. Kjarninn í hugmynda- fræði þeirra varðandi bygginguna er gott aðgengi íbúa að mismunandi hlutum skólahússins og koma þannig einnig til móts við kröf- ur samtímans um aukin og bætt tengsl foreldra og íbúa við skólann. Lista- og verknámshús er sérstætt og tengt með tengibyggingu við bóknámshúsið. Þetta auðveldar að opna verk- námshúsið á kvöldin eða á sumrin fyrir margvíslega notkun svo sem námskeið fyrir eldri borgara eða á veg- um ÍTR sem og Sumar- skólans. Sama gildir um íþróttahúsið. Góð tengsl forsalar, hátíðarsalar og fé- lagsaðstöðu í miðju skólans og mögu- leiki á að loka þá aðstöðu frá kennslu- rými skapar einnig svigrúm á ýmiss konar starfsemi utan hefðbundins skólatíma. Þá er mötuneytiseldhús og matarafgreiðsla til nemenda í beinum tengslum við forsalinn og hátíðarsal- inn. Jafnframt er hugsað fyrir samveru nemenda utan kennslustofa með skemmtilegum hætti, þannig nýtast stórar gluggakistur meðfram öllum göngum fyrir nemendur til að tylla sér og spjalla eða lesa, tefla og spila. Samspil lóðar og húss Eitt megineinkenni byggingarinn- ar er hvernig hún umlykur skólalóð- ina og skapar þannig í raun eina sam- stæða heild húss og lóðar. E.t.v. höfum við ekki séð þetta samspil lóðar og skólahúss síðan Austurbæjarskól- inn var byggður. Þar sem lóðin liggur á móti suðri og er vel skýlt af hús- unum er ekki vafi að hún nýtist nem- endum til margháttaðra leikja og at- hafna. Þá er steypt hringsvæði á lóðinni með tröppum í kring sem nýt- ast sem sæti, t.d. ef sýnt er leikrit ut- andyra eða íþróttir stundaðar. Í umsögn dómnefndar 1995 segir m.a. um hönnun Borgaskóla: Höfundi tekst vel að samræma sveigjanleika skólans og skólastarfsins og hann leysir viðfangsefnið ágætlega og á hagkvæman og skemmtilegan hátt. Það er mikil birta í þessu húsi og það skýlir vel lóð skólans, sem er prýði- lega útfærð og auðvelt er að hafa yf- irsýn yfir hana frá skólahúsinu. Félags- og menningarmiðstöð Það er ekki vafi í mínum huga að þessi skólabygging á að geta verið nemendum og íbúum hverfisins al- hliða félags- og menningarmiðstöð. Í þrjú ár hafa nemendur úr hverf- inu verið í bráðabirgðahúsnæði á skólalóðinni og sl. vetur að hluta í ný- byggingunni. Það er því mikil gleði og ánægja sem ríkir meðal rúmlega þrjú hundruð nemenda skólans að fá glæsilegt skólahús til ráðstöfunar. Ég óska nemendum og öllu starfs- fólki skólans hjartanlega til hamingju með skólann og þakka þeim jafnframt fyrir umburðarlyndi og þolinmæði meðan á byggingunni stóð. Að lokum þetta: Það er nauðsyn- legt að hinn ytri rammi skólastarfs- ins, skólabyggingin, sé vel úr garði gerð en fyrst og síðast skiptir starfið sem unnið er innan skólans öllu máli um farsæld í námi. Fjölskylduvænn grunnskóli vígður Sigrún Magnúsdóttir Borgaskóli Þessi skólabygging, segir Sigrún Magnús- dóttir, á að geta verið nemendum og íbúum hverfisins alhliða félags- og menningarmiðstöð. Höfundur er formaður fræðsluráðs Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.