Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 41 ✝ Gísli Svavarssonfæddist 15. febr- úar 1943 í Reykjavík. Hann lést á krabba- meinsdeild Lands- spítalans við Hring- braut 8. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Svavar Gíslason bifreiða- stjóri, f. 9. apríl 1915, d. 26. nóvember 1983, og Guðrún Gísladóttir húsmóðir, f. 4. september 1915, d. 2. mars 1980. Syst- ur Gísla eru Guðrún Ólöf, f. 11. febrúar 1947, maki Lárus Tryggvason, f. 26. mars 1946, og Millý, f. 2. október 1951, maki Hákon Helgason, f. 6. októ- ber 1949. Gísli kvæntist Guðlaugu Bjarnadóttur 15. febrúar 1963. Foreldrar hennar eru Bjarni K. Bjarnason vélstjóri, f. 4. septem- ber 1911, d. 8. nóvember 1985, og Jakobína Kristmundsdóttir hár- greiðslumeistari, f. 19. október 1918. Börn Gísla og Guðlaugar eru: Svavar, f. 30. apríl 1961. Kvæntist Agnesi Þóru Guðmunds- dóttur, þau slitu samvistum en eiga saman þrjú börn: 1) Birgi Þór, f. 18. sept- ember 1982, Berg- lindi Ósk, f. 27. mars 1986, og Brynjar Örn, f. 26. apríl 1987. Sambýliskona Svav- ars er Katarina Hörnfeldt. 2) Guð- laug Rún, f. 10. mars 1975, maki Árni Gunnar Ragnarsson. Þau áttu eitt barn, Dag Frey, f. 10. ágúst 2001, d. 16. ágúst 2001. 3) Bjarni Jakob, f. 13. september 1976. Gísli starfaði sem bifreiðastjóri mestan hluta ævi sinnar. Fyrstu árin keyrði hann almennings- vagna í Reykjavík, keyrði svo rút- ur um landið í 9 ár, lengst af hjá Norðurleið. 21. desember 1973 fékk hann atvinnuleyfi sem leigu- bílstjóri og keyrði lengst af hjá Hreyfli. Útför Gísla fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi og tengdapabbi. Við vissum að þegar þú varðst veikur fyrir um einu ári að baráttan yrði erfið. Þær áhyggjur okkar reyndust því miður á rökum reistar. Við gátum ekki annað en dáðst að kraftinum og bjartsýninni í gegnum alla meðferðina og eftir ferðirnar til Svíþjóðar fannst okkur eins og allt væri á réttri leið. En annað kom á daginn. Þrátt fyrir að læknar og hjúkrunarfólk gerðu allt sem í þeirra valdi stóð báru veikindin þig ofurliði. Á meðan á öllu þessu stóð misstir þú aldrei baráttukraftinn og umfram allt húmorinn sem fylgdi þér alla daga. Það var alltaf hægt að treysta á þig ef okkur vantaði eitthvað. Okk- ur þykir óskaplega vænt um þig, elsku pabbi, og vitum að nú er bar- áttan á enda og þú færð loksins hvíld. Eitt langar okkur að segja þér, elsku pabbi. Meðan þú varst sem mest veikur á spítalanum fæddist lít- ill afastrákur. Við gáfum honum nafnið Dagur Freyr. Þú fékkst því miður ekki að kynnast honum, því hann var aðeins hjá okkur í 6 daga. Okkur fannst það mjög sárt að fá ekki að deila með þér okkar mestu gleði og okkar mestu sorg. Vonandi færðu að kynnast afastráknum þar sem þið eruð núna. Þú hafðir alltaf svo gaman af að sjá Formúlu 1 keppni í sjónvarpinu. Þó að við höfum ekki verið sammála um hver væri besti ökumaðurinn var alltaf gaman að ræða við þig eftir hverja keppni. Vonandi færðu að fylgjast með Formúlunni þar sem þú ert núna, þó að keppendurnir séu ekki þeir sömu. Þú færð að sjá Ayrt- on Senna og fleiri kappa meðan við verðum að láta Hakkinen og Schu- macher duga. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku pabbi, við kveðjum þig með söknuði. Guðlaug Rún og Árni Gunnar. Síðasta samtal okkar, pabbi minn, var í gegnum síma en þá var ég að segja þér að ég væri á leið frá Kaup- mannahöfn til Berlínar í helgarferð. Ef ég hefði vitað að þetta yrði í síð- asta sinn sem við töluðum saman hefði ég viljað segja svo miklu meira. Það síðasta sem þú sagðir við mig var að þér þætti vænt um mig og þú hlakkaðir til að heyra aftur frá mér. Þú varst nýkominn heim af spítalan- um og allt virtist vera á réttri leið. Fimm dögum seinna, þegar fyrsti skóladagur var liðinn, hringdi Svav- ar bróðir og tilkynnti mér að þú hefð- ir verið færður á gjörgæsludeild, þér væri haldið sofandi og að útlitið væri ekki gott. Ástæðan var lungnabólga. Þær vikur sem þú barðist fyrir lífi þínu á gjörgæsludeildinni var ég sannfærður um að þú myndir ná þér á strik aftur. Síðastliðið ár hefur ver- ið þér, mömmu og okkur öllum mjög erfitt og aðdragandinn að veikindum þínum langur. Í einhverja daga vaknaðir þú og gat ég talað við þig og þú kinkað kolli til baka. Ef bara við hefðum getað talað saman. Það var svo margt sem mig langaði að segja við þig og ræða okkar á milli. Ég gleymi aldrei þeim ófáu morgnum sem við sátum saman inni í eldhúsi og spjölluðum saman um allt milli himins og jarðar. Ég hef alltaf getað komið til þín og mömmu ef mér líður illa einhverra hluta vegna og þið hafið alltaf verið til staðar fyrir mig og hvatt mig áfram. Þú varst mér góður faðir og vinur. Því gleymi ég aldrei. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að segja þér hversu mikið ég elska þig og hvað þú ert mér mikils virði. Ég er þakklátur fyrir að hafa getað verið hjá þér þann tíma sem þú lást á gjörgæslu, haldið í hönd þína og getað kvatt þig með þeim orðum sem ég hvíslaði til þín. Ég sakna þín sárt og vona að þú hafir heyrt til mín þegar ég talaði til þín undir lokin. Ég kveð þig að sinni, elsku pabbi minn. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Hvíl þú í friði, þinn Bjarni. Elsku bróðir, nú vitum við að þér líður vel. Það er ekki hægt að rifja upp allt. Þú hafðir alveg sérstakan húmor. Bílar voru alltaf þitt áhuga- mál, þeir voru allir flottir, með hvít- um dekkjahringjum, og það var allt- af viðkvæðið þegar keyptur var nýr bíll, „mælaborðið er æðislegt“. Það var einn góðviðrisdag að þú komst og kallaðir á krakkana í Skipó og gafst þeim tyggjó. Þegar við vor- um búin að tyggja í smástund, lést þú okkur vita að vatnskassinn í bíln- um þínum væri götóttur og að þú þyrftir að fá tyggjóið til að bæta í götin. Það mætti telja upp mörg svona atvik en það yrði of langt mál. Ég man alltaf þá stund þegar þú komst heim úr vinnunni og gafst mér þrí- hjólið. Þegar þú giftir dóttur þína 9. júní sl. varstu nýkominn úr meðferð í Sví- þjóð, þá sagðir þú við okkur: Nú hef ég lært þrjú orð í sænsku, Scania, Volvo, Saab. Þá vissum við að þú hafðir engu gleymt. Að leiðarlokum þökkum við þér þær góðu stundir sem við áttum saman. Elsku Laulau, Svavar, Guðlaug Rún, Bjarni Jakob, Árni Gunnar og barnabörn, við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjallaheiða með sælu sumrin löng. Þar angar blómabreiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég, þar aðeins við mig kann ég, þar batt mitt tryggðaband, því þar er allt sem ann ég. Það er mitt draumaland. (Jón Trausti.) Ólöf og Millý. GÍSLI SVAVARSSON                           !" #   $  % &      ' &         (     (   !" " # $ % &'   )** + %   ," #  - %     .     //" #   " ,"00" 1                    %       $ '( % "  %) "%*'  ) %) *   " &   )  + %% " %) $ '( % "  )  ,! %)  "  )  !&"%  ) %) " (  )-   *') %) .  . .  .  .  - % %  ( %   (   !"*/* 0 )  ") (1   232 4 (  (    3   4  %   / " #   " ,"00" 5   %          6" #   " 7"70" 8  (     2   2        9    3   4 " " & -%  )- %) 4  ' $  56) )-    7 %)   )- %) )- 8 )-  "% " %)%) 9 ' )-     -  4% )- %)    )   & $ %)     .  .   &         (     (   $!:*;"8:* " &  2<= >        :" #   9 %    ;   $ '+   . %)   %  )& 5 '  )&%) $ '( % $ '( % >   )&  &  )&  +  )&%)  +$      )&%) )   )  8 &  )& :   . %) " &%  )& 5  )& 8) "  %%) .  . .  .  .  ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ' &   (     (  ?> @$;!:*9!?? 5-'2=      $  **  +  % %   ," #   >  % . .  . .  .  .   -   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.