Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BEZTU og merkustu tónverk mannsandans – sérstaklega meist- araverk 18. og 19. aldar – eiga þessi árin á hættu að fara á mis við yngri kynslóð. Raunar meir en nokkru sinni fyrr, ef marka má neikvæð við- horf ungmenna, aldurssamsetningu tónleikagesta og minnkandi sölu sí- gildra hljómplatna. Meðal orsaka hefur, auk almennrar efnis- og neyzluhyggju Vesturlandabúa og æskudýrkunar atvinnulífsins, verið bent á, að íslenzka skólakerfið hefur brugðizt kynningarhlutverki sínu og ríkisútvarpinu verið haldið í langvar- andi fjársvelti – á sama tíma og stór- aukið flæði hvers kyns skyndiafþrey- ingartilboða hefur fengið að kaffæra eða útiloka bitastæðara viðfangsefni, ekki sízt á tónlistarsviðinu. Hér veitir sannarlega ekki af auknu skjóli gegn skrumi. Við slíkar aðstæður er því miður ekki lengur nóg að ætla beztu tónlist- inni að „bjarga sér“ einni og óstuddri. Henni þarf að halda að fólki, finna nýjar nálgunarleiðir í kynningu og sýna fram á margvís- lega tilhöfðunarfleti út frá forsend- um gjörbreytts hlustunarumhverfis. Því jafnvel þótt tónlistin skýri sig á endanum sjálf, þarf núorðið æ oftar yfir ákveðinn félagslegan þröskuld að stíga. Það er því ekki nema heillavæn- legt tímanna tákn, ef tónleikahaldar- ar taka til sinna ráða og stokka upp hefðbundnu formi sígildra tónleika með einhverju móti, svo sporna megi gegn áðurlýstri vanþróun. Fordæmi eru nokkur fyrir um munnlegar kynningar flytjenda, þar sem sér- staklega tónleikaröð Jónasar Ingi- mundarsonar, „Kvöldstund við pí- anóið“, hefur notið verðskuldaðrar athygli. Á fyrstu tónleikum hins ný- stofnaða Kammerhóps Salarins var bryddað upp á þeirri nýjung að láta tónskáld spjalla hálfa klukkustund á undan um höfund og verk. Atli Heim- ir Sveinsson reið þar á vaðið, og fórst honum það skýrt og skorinort úr hendi með m.a. anekdótum og stef- kynningum af hljómborði. Hinu mætti svo velta fyrir sér upp á fram- tíðina, hvort ekki mætti einnig nýta sér margmiðlunarmöguleika Salar- ins og varpa upp myndum á tjald af ef ekki tóndæmum þá a.m.k. mynd- rænu efni um höfundinn, umhverfi hans, hljóðfæri o.þ.h. Dagskrá umrædds síðdegis bauð upp á æskuverk Beethovens frá 1795 og tilbrigðaverk frá 1801, en fyrst léku Sigrún Eðvaldsdóttir og Miklós Dalmay miðskeiðsverk, fiðlusónötu nr. 2 í c-moll úr þriggja verka setti Op. 30 frá 1802 tileinkuðu Alexandar I Rússakeisara. Hin sjöunda sónata tónskáldsins af alls tíu fyrir fiðlu og píanó heyrðist síðast óma í Salnum í maí í meðförum Sigubjörns Bern- harðssonar og Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur. Þessi spræka, inn- blásna og aðgengilega smíð er afar andstæðurík, en samt tempruð af heiðríkri klassískri heildarsýn. Verk- ið var glimrandi vel leikið af rytm- ískum þrótti og hrífandi andstæðum, og varla hægt að nefna sneggri bletti en að Tríókafli scherzósins hefði hvað kontrasta varðar kannski mátt streyma aðeins meira legató, úr því allur tæknilegur frágangur væri hér sem síðar á prógramminu í úrvals- flokki, enda toppspilari í hverju rúmi. Tilbrigðin sjö um „Bei Männern, welche Liebe fühlen“ (úr Töfraflautu Mozarts) fyrir selló og píanó var mjög fallega mótað af þeim Peter Máté og Höllu Bryndísi. Ekki var síður þokki yfir samleik hennar og Auðar Hafsteinsdóttur á móti píanó- leik Nínu Margrétar Grímsdóttur í Tríóinu í c-moll Op. 1 nr. 3 frá 1795 tileinkuðu Lichnowsky fursta í sér- lega vel balanseruðum flutningi. Það eina sem e.t.v. lét sig vanta hjá þess- um geysiflinku spilurum, og gilti það um öll verkin þrjú, væri ögn djarfari mótun í tíma og styrk, þar sem einnig væri lengur staldrað við á ákveðnum mörkum hendinga og undirkafla. Hvað þetta varðar var leikið svolítið beint af augum. Hins vegar verður líklega að telja téðan agnúa eðlilegan fylgifisk af naumari samæfingartíma en æskilegast væri, enda sígildur dragbítur hér á landi, m.a. vegna hins þrönga fjárhagslega stakks sem íslenzku tónlistarfólki er jafnan snið- inn. Að langflestu leyti var þó mjög vel af stað farið með þessari athyglis- verðu nýjung í hérlendu tónleika- haldi, og vonandi að áheyrendur kunni að meta hana að sama skapi. Hvað athygli yngri kynslóðar varðar mætti svo e.t.v. bæta við þeirri frómu ósk, að alvarlegu tónskáldin okkar finni sér einn góðan veðurdag tilefni til að semja kammertónverk sem höfðað gætu sérstaklega til ungs fólks. Morgunblaðið/GolliKammerhópur Salarins hélt sína fyrstu tónleika síðastliðinn sunnudag. Skjól gegn skrumi TÓNLIST S a l u r i n n Beethoven: Fiðlusónata í c Op. 30,2; 7 tilbrigði um „Bei Männern, welche Liebe fühlen“ WoO 46 f. pí- anó og selló; Píanótríó í c Op. 1,3. Kammerhópur Salarins: Miklós Dalmay, Peter Máté og Nína Mar- grét Grímsdóttir, píanó; Sigrún Eð- valdsdóttir og Auður Hafsteins- dóttir, fiðla; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Tónleikaspjall: Atli Heimir Sveinsson. Sunnudag- inn 16. september kl. 16:30. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson SMÁSAGNASAFNIÐ „Túlkur tregans“ kom nýverið út á vegum bókaútgáfunnar Bjarts í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, bók- menntafræðings og rithöfundar. Hann hefur getið sér orð fyrir vand- aðar þýðingar sínar og er þessi engin undantekning þar á. „Túlkur tregans“ er fyrsta verk Jumpha Lahiri, ungrar konu sem fæddist í London en er af ættum ind- verskra innflytjenda. Hún fluttist til Bandaríkjanna þegar hún var á barnsaldri en dvaldi oft og tíðum um lengri eða skemmri tíma í Indlandi og hefur því óvenju fjölmenningarlegan bakgrunn. Lahiri hlaut Pulitzer- verðlaunin fyrir þessa frumraun sína og bókin hefur vakið töluverða athygli og notið mikilla vinsælda meðal les- enda. Lahiri notar gjarnan sambönd tveggja einstaklinga til þess að varpa ljósi á aðstæður og innra líf söguper- sóna. Einnig afhjúpa samböndin þau siðferðislegu gildi sem mannskepnan þarf að kljást við á lífsleiðinni. Sex af níu sögum fjalla um hjónabönd sem eru af ýmsum toga, en segja má að þau lýsi ólíkum möguleikum í þróun hjónabanda indverskra innflytjenda innan þess ramma sem indverskar siðvenjur hafa markað. Enda á hefðin ætíð sterk ítök í sögupersónunum, sem þó hafa gengið mislangt í að laga sig að vestrænum lífsháttum, venjum og siðferðisgildum. Sögurnar „Tímabundið ástand“, „Túlkur tregans“, „Sexí“ og „Þetta blessaða hús“ fjalla um einstaklinga sem hafa samið sig að vestrænum háttum að því marki að brestur er kominn í hefðbundin indversk gildi, t.d. varðandi ólík hlutverk kynjanna. Vestræn áhrif myndgerast í menntun og starfsframa en arfleifðin gerir áþreifanlega vart við sig í lýsingum á heimilishaldi, matargerð, trúarbrögð- um og klæðnaði. Framhjáhaldi eru gerð nokkur skil í „Sexí“ og „Túlki tregans“, enda virðist næsta óhjá- kvæmilegt að eitthvað fari úrskeiðis í fyrirfram ákvörðuðum ráðahag að indverskum sið, þegar honum er stillt upp andspænis rómantískum goð- sögnum um ást og kynþokka amer- íska draumsins, í gerólíku samfélags- mynstri. Þessum árekstri tekst Lahiri að lýsa einkar vel með þeim táknum sem tengjast tungumálinu, túlkun þess og skilningi en skilningurinn grundvall- ast fremur á menningarlæsi en bók- stafsmerkingu. Þannig er hinum íhaldssama, indverska „túlki tregans“ í samnefndri sögu ómögulegt að túlka andlegan veruleika hinnar „amerík- aniseruðu“ konu sem hann veitir leið- sögn um land forfeðra sinna. Honum og þeirri kynslóð sem hann tilheyrir er teflt fram sem andstæðu við dreng- inn Rohin í sögunni „Sexí“ en Rohin elst upp í nýja heiminum og er þar af leiðandi búinn að uppgötva grundvall- armuninn á indverskum samböndum og vestrænum. Með sinn flókna menningarlega bakgrunn er hann mun næmari túlkur, sem bendir bandarískri stúlku réttilega á að raunveruleg merkins orðsins „sexí“ sé „að elska einhvern sem maður þekkir ekki“ (bls. 115) eins og Vest- urlandabúum hættir gjarnan til þegar þeir dragast að einhverjum kynferð- islega – öfugt við Indverja sem giftast einhverjum sem þeir þekkja ekki en læra svo ef til vill að elska viðkomandi seinna. Örlögin hafa þröngvað skiln- ingi á báðum þessum veruleikum upp á Rohin, sem bregst við óþægilegu misræmi heimsins á sinn barnslega og táknræna hátt með því að leita stöðugleika í heimsmyndinni. Hann lærir nöfn höfuðborga allra landa ut- an að, sem verður táknrænt fyrir við- leitni hans til að fóta sig í heiminum. Í bókinni eru einnig athyglisverð dæmi um einstaklinga sem tekst ágætlega að miðla málum ólíkra strauma í lífi sínu, svo sem í lokasög- unni „Þriðja og síðasta heimsálfan“ en sú saga tilheyrir þó öðrum tímum en nú ríkja. Sömuleiðis tekst Lahiri að fjalla á afar afhjúpandi máta um þrönga heims- og sögusýn Vestur- landabúa, svo sem í sögunni „Þegar herra Pirzada kom í mat“. Aðalsögu- hetjan, lítil stúlka, á erfitt með að skilja áherslu kennarans síns á löngu liðið frelsisstríð Bandaríkjanna þegar börn á borð við hana sjálfa eru fórn- arlömb raunverulegs stríðs sem eng- inn hefur áhuga á í landi forfeðra hennar. Þó skerpir það mun meira skilning hennar á stríðsátökum, hún uppgötvar t.d. afstæði skilgreininga á þjóðerni og sjálfsvitund því að allt í einu eru sumir Indverjar ekki Ind- verjar lengur heldur Pakistanar – jafnvel þótt þeir búi í Bandaríkjunum. Enda er tilvist herra Pirzadap svo sundruð að hann gengur með tvö úr til þess að henda reiður á framvindu einkalífs síns í tveimur heimsálfum. Allar sögur bókarinnar eiga það sammerkt að fjalla um tilveru sem mörkuð er af ólíkum sjónarmiðum tveggja menningarheima og stundum jafnvel ólíkra tímabila og kynslóða. Tilfinning fyrir framandleika er sterk og sögupersónur þurfa flestar að feta óljósa slóð milli málamiðlana og vænt- inga þessarar hvikulu heimsmyndar. Sem slíkar eru sögupersónurnar túlk- ar ósamræmanlegra þátta veru- leikans, eins og titilsaga bókarinnar er til vitnis um. Styrkur þessara smá- sagna er þó einkum vísun í sammann- legan veruleika sem einkennist af misræmi í væntingum, óhjákvæmi- legum árekstrum og vitsmunalegri fjarlægð, sem flestir þekkja úr sínu eigin lífi, hvaðan svo sem þeir koma. Sá framandleiki sem þeir sem búa við tvo menningarheima þurfa sífellt að brúa er því jafnframt tákn fyrir bar- áttu okkar allra við að búa til heil- steypta mynd úr brotum lífs okkar eins og þau skara líf annarra einstak- linga. Fríða Björk Ingvarsdótt ir Bilin brúuð BÆKUR S m á s ö g u r Eftir Jumpha Lahiri. Íslensk þýð- ing, Rúnar Helgi Vignisson. Bjartur 2001, 203 bls. TÚLKUR TREGANS EINAR Kárason og Hallgrímur Helgason munu báðir gefa út nýjar skáldsögur í haust. Frá Einari kem- ur út skáldsagan Óvinafagnaður og gerist að sögn á Sturlungaöld. Einar hefur ekki sent frá sér skáldsögu í 2 ár en síðast kom út skáldsag- an Norðurljós. Hallgrímur sendir frá sér skáldsögu sem enn ber titilinn Höfundur Ís- lands en það mun þó vera vinnu- heiti og gæti breyst að sögn útgefanda. Í Höf- undi Íslands seg- ir frá manni sem vaknar upp einn daginn og kemst að því að hann er höfundur fastur í eigin ritverki. Þetta er fyrsta skáldsaga Hall- gríms frá því 101 Reykjavík kom út 1996 en áður hafði hann skrifað Þetta er allt að koma og Hella. Und- anfarin ár hefur Hallgrímur einbeitt sér að leikritaskrifum sbr. Skálda- nótt og Rúm fyrir einn. Það er Mál og menning sem gefur út. Senda frá sér nýjar skáldsögur Einar Kárason Hallgrímur Helgason Einar Kárason og Hallgrímur Helgason JÖRG E. Sondermann heldur áfram að flytja orgelverk Bachs í Breið- holtskirkju eftir sumarhlé og verða fyrstu tónleikarnir í kvöld, þriðju- dagskvöld, kl. 20:30. Flutt verður Prelúdía í G dúr, Fúga í g moll, Toccata í G dúr, Sálmforleikur á 2 Clav. e Ped., Són- ata nr. 5 í C dúr, tveir Sálmforleik- ir, Tríó í G dúr og Prelúdía og fúga í D dúr. Jörg E. Sond- ermann starfaði sem organisti í Hveragerðis- og Kotstrandarsókn- um. Aðgangseyrir 900 kr. rennur sem fyrr til Hjálparstarfs kirkjunnar. Meiri Bach í Breiðholts- kirkju Jörg E. Sondermann ÍRSKA gamanleikritið Með fulla vasa af grjóti, með þeim Hilmi Snæ Guðnasyni og Stefáni Karli Stefánssyni, er nú komið aftur á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu. Sýning- in gekk fyrir fullu húsi á liðnu vori og í sumar fór hún um landið. Með fulla vasa af grjóti er sýnt á Stóra sviðinu. Þá er verið að sýna söngleikinn Syngjandi í rigningunni á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Rúnar Freyr Gíslason fer með aðalhlutverkið ásamt Þórunni Lárusdóttur, Stef- áni Karli Stefánssyni, Selmu Björnsdóttur, Pálma Gestssyni, Kjartani Guðjónssyni og fjölda annarra leikara, dansara og hljóm- listarmanna. Sýningarfjöldi á báðum þessum sýningum er takmarkaður. Tvær sýningar á fjalirnar eftir sumarfrí NÆSTU tónleikar í tónleikaröð Sel- fosskirkju nú í haust verða í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Við org- elið er dr. Douglas Brotchie, organ- isti Háteigskirku. Douglas leikur níu verk sjö höf- unda, allt frá tíma endurreisnar, Obrecht, til vorra daga, Jón Nordal og Egil Hovland. Aðgangur er ókeypis. Douglas Brotchie í Selfosskirkju RANNSÓKNARKVÖLD Félags ís- lenskra fræða verður haldið í Sögu- félagshúsinu í Fischersundi annað- kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Þá flytur Haraldur Bernharðsson mál- fræðingur erindi sem nefnist „Vern- erslögmál í gotnesku“. Lögmál það er danski málfræðing- urinn Karl Verner skilgreindi 1875 er eitt best þekkta lög- mál sögulegra mál- vísinda. Lengi hafa menn undrast hve óreglulega virkni Vernerslögmáls birtist í gotnesku, hinum forna fulltrúa austurkvíslar germönsku málaættarinnar og hafa ýmsar tilgátur hafa verið settar fram. Haraldur Bernharðsson er MA í ís- lenskri málfræði frá Háskóla Íslands, MA í málvísindum frá Corn- ell-háskóla í Bandaríkjunum og lauk nýlega doktorsprófi frá Corn- ell-háskóla í Bandaríkjunum. Hann kenndi forníslensku við Corn- ell-háskóla 1994-98 og hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands og Menntaskólann í Reykjavík. Nú starfar hann hjá Hugvísindastofnun Háskóla Íslands á rannsóknarstöðu- styrk frá Rannsóknarráði Íslands. Erindi um Verners- lögmálið Haraldur Bernharðsson ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.