Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 31 KATALÓNSKI óperu-söngvarinn José Carr-eras kom til Íslandsskömmu eftir hádegi í fyrradag, en í gærkvöldi söng hann á tónleikum í Laugardalshöll með Diddú, Sinfóníuhljómsveit Íslands og kór Íslensku óperunnar. Carr- eras kom hingað frá London, þar sem hann söng á tónleikum á PROMS hátíðinni á laugardags- kvöld, en eftir tónleikana hér held- ur hann til Noregs. Á blaðamannafundi á Hótel Sögu á sunnudag, lýsti Carreras ánægju sinni með að vera kominn í fyrsta sinn til Íslands. „Þetta starf er mér köllun“ „Það er mér sérstakt gleðiefni að heimsækja þennan hluta Evrópu, fólk á þessum slóðum er listfengt og næmt, og á Norðurlöndunum finn ég alltaf fyrir vinsemd og hrifningu tónleikagesta.“ Aðspurður um hvort hann væri enn að læra ný hlutverk segist José Carreras von- andi aldrei láta af því. „Ég reyni eins og ég get að kynna mér og læra ný hlutverk, og gömul hlutverk sem ég hef ekki sungið áður. Það er mik- ilvægt fyrir mig að geta boðið upp á eitthvað nýtt á sviðinu og vera ekki alltaf í sömu hlutverkunum. Ég reyni alltaf að leita að nýjum mögu- leikum, og líka að læra upp á nýtt það sem ég söng fyrir löngu síðan; – þar á meðal Verdi-hlutverk eins og Stiffelio, Il Corsaro, I due foscari og fyrir tveimur árum söng ég nýtt hlutverk í óperunni Sly eftir Wolf- Ferrari. Ég er mjög stoltur af þessu; – það kemur í veg fyrir að ég festist í sömu rútínunni og er mér alltaf ný ögrun.“ Carreras segist aldrei fá nóg af söngnum. „Þetta starf er mér köllun á sinn hátt, það að syngja gefur mér tækifæri til að tjá mig og miðla einhverju til fólks. Sumir mála, aðrir skrifa, ég syng og verð aldrei þreyttur á því. Hlust- endur mínir verða kannski þreyttir á mér, – en ég er ekki orðinn þreytt- ur á því að syngja.“ „Aldrei að rífast við sóprana“ Carreras segist vera gæfusamur tenór og hafa fengið tækifæri til að syngja með mörgum bestu söngv- urum samtímans og nefnir nokkrar uppáhaldssöngkonur, Mirellu Freni, Agnesi Baltsa, Renötu Scotto og Birgit Nilsson. „Það er erfitt að nefna einn sérstakan uppá- haldsmótsöngvara af öllum þeim ágætu söngvurum sem ég hef unnið með, en þó held ég að af ýmsum ástæðum sé Montserrat Caballé mér kærust. Hún hjálpaði mér mik- ið þegar ég var að byrja minn feril og vinátta okkar hefur verið náin og persónuleg. Annars á ég alltaf góð samskipti við sóprana, því mér var eitt sinn gefið það heillaráð að rífast aldrei við sóprana.“ Hljómsveitarstjórinn á tónleik- unum, David Giménez, er systur- sonur Carreras. „Ég hef alltaf hvatt hann áfram, og hann er stórkostleg- ur stjórnandi, sem ég er stoltur af, – það væri ekkert öðru vísi þótt við værum ekkert skyldir.“ „Roberto Alagna í miklu uppáhaldi hjá mér“ Spurningunni um arftaka tenór- anna þriggja reynist erfitt að svara. „Það er heill hellingur af góðum tenórum að syngja í dag. Roberto Alagna er í miklu uppáhaldi hjá mér, en það eru fleiri góðir eins og José Cura, Marcello Alvarez, Pedro Vargas; – ég er örugglega að gleyma einhverjum, – en það er allt- af þörf fyrir nýja tenóra til að halda óperuhefðinni við.“ En hvað er það sem skilur milli góðs og frægs tenórs og súperten- órs eins og þeir Domingo, Pavarotti og Carerras eru? „Það er hinn almenni hlustandi held ég, sem ákveður þetta. Og ef ég held sjálfum mér utan við þetta segi ég, að það sé ekki nóg að hafa frábæra rödd, frábæra tækni og helga sig starfinu miskunnarlaust, – það þarf meira til. Það eru náð- argáfan og persónutöfrarnir sem geta ráðið þessu, ef hægt er að nota það til að fanga áheyrendur. Þetta er ekki alltaf bara spurning um að vera frábær söngvari.“ Carreras segir hverja tónleika sérstaka. „Það á ekki síst við þegar maður er að syngja fyrir nýja áheyrendur, – það er alltaf ögrun, því auðvitað vill maður gleðja þessa áheyrendur, standa undir vænting- um þeirra og öðlast virðingu þeirra.“ Aðspurður um það hvort söngur- inn sé streituvaldandi starf, eða af- slappandi, segir Carreras það vera hvort tveggja. „Það er auðvitað erfitt að eiga allt sitt undir þessum tveimur og hálfa sentimetra í hálsinum á sér. Hljóð- færaleikara skilja hljóðfærin sín eftir að lokinni æfingu, og eru lausir við þau í bili. Við, söngvarar, göng- um með hljóðfærið á okkur hvert sem við förum, og því er það mun viðkvæmara fyrir öllu álagi og áreiti. Þetta getur vissulega skapað spennu. En engu að síður er það ótrúleg hamingja sem fylgir því að geta tjáð sig með söng og skapað sérstakt samband við hlustandann. Það eru forréttindi.“ José Carreras hefur unnið með öllum mestu hljómsveitarstjórum samtímans. „Ég hef verið lánsamur að fá að vinna með frábærum stjórnendum; Leonard Bernstein, Riccardo Muti, Zubin Mehta og fleirum. En sá sem stóð mér næst var Herbert von Karajan, – ég lærði mikið af honum og við áttum gott og persónulegt samband. Samstarf með honum var alltaf sérstök upp- lifun og um leið bestu stundir lífs míns.“ Carreras veiktist af hvítblæði ár- ið 1987, en með seiglu tókst honum að komast á fætur og skapa sér enn stærri áheyrendahóp en nokkurn tíma áður. Á árunum eftir veikindin starfaði hann sérstaklega mikið með Karajan og saman unnu þeir að fjölmörgum óperuhljóðritunum á geisladiska. „Karajan studdi mig mjög, og á meðan ég var veikur fylgdist hann stöðugt með mér. Þetta er ein fallegasta hliðin á ferli mínum, – sambandið við Karajan.“ Aðspurður um menningarað- stæður á Vesturlöndum segir Carreras brýnt að vel sé stutt við bakið á menningunni. „Því meira sem löndin þróast, því öflugra verð- ur menningarlífið og líf almennings verður betra. Ríkisstjórnir um heim allan verða að styðja betur við menningu þjóða sinna. En hörm- ungaratburðir eins og urðu í síðustu viku sýna okkur að það er að fleiru að hyggja. En sem listamaður segi ég að stjórnvöld hvarvetna verða að leggja meira af mörkum til lista al- mennt.“ Carreras syngur nú á um 60 tón- leikum á ári, en aðeins í einni eða tveimur óperuuppfærslum. Þó hef- ur hann sungið um dagana öll helstu tenórhlutverk óperubók- menntanna. En eitt þeirra stendur upp úr. „Don José í Carmen. Þetta er hlutverk sem er ekki nóg að syngja, – það krefst líka mikils leiks. Don José þarf að ganga í gegnum mikla dramatík og átök innra með sér, og það gerir hlut- verkið sérstaklega áhugavert, og þess vegna finnst mér vænt um það.“ Carreras segir ómögulegt að segja til um það hve lengi enn hann muni syngja. „Þetta fer allt eftir því hvernig hlutirnir þróast. Ég vildi gjarnan geta sungið í 3,4,5,6 ár í við- bót. Ég veit að mig mun alltaf langa til að syngja, en ég á nána vini sem hjálpa mér við þessa ákvörðun. Maður verður að horfast í augu við raunveruleikann og skilja og sætta sig við takmörk sín. En ég vona bara að ég þurfi ekki að hætta of fljótt.“ „Ég syng og verð aldrei þreyttur á því“ Morgunblaðið/Jim Smart Sigrún Hjálmtýsdóttir segir sönginn með José Carreras stærsta við- burðinn á söngferli sínum. Hér eru þau Diddú og Carreras á blaða- mannafundi á Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag. José Carreras steig hröðum skrefum inn á Hótel Sögu um kl. 15.40 á sunnudag, nýkominn til landsins. Tíu mín- útum seinna var hann sestur á blaðamanna- fund. Þar var Bergþóra Jónsdóttir og átti þess kost ásamt öðrum fjöl- miðlamönnum að spyrja þennan geð- þekka stórsöngvara um lífið og sönginn. begga@mbl.is gerðum sem geta verið hryðju- verk, skemmdarverk, glæpir, slys og annað hættuástand. Meðal annarra atriða má nefna: Endurskoðun á flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Tækjakostur endurmetinn svo og þjálfun starfsmanna. Ný reglugerð undirbúin um að- gang að varnarsvæðum. Nýtt skipurit lögreglu, toll- gæslu og Flugmálastjórnar með aukinni áherslu á öryggismál. Myndavélakerfi stórbætt. Komið upp girðingu til að að- skilja flugvallarsvæði frá þjón- ustusvæði. Sérhæft öryggisstarfsfólk ráðið til lögreglu og Flugmálastjórnar. Varðandi ráðningu starfsmanna segja þeir Björn Ingi og Jóhann að við útgáfu aðgangsskírteina nýrra starfsmanna skrifi þeir undir heimild þess efnis að leitað sé upplýsinga í skráningarkerfi lögreglunnar, þ.e. að ferill manna sé kannaður. Segja þeir þessa til- högun nýja og hafi með slíkri heimild verið komið í veg fyrir að fólk með fortíð er tengist afbrot- um hafi verið ráðið til starfa. Flugvallarstjórinn segir að allir sem starfa á flugvellinum eigi í raun að taka þátt í því að tryggja öryggi flugvallarins og eru allir hvattir til að vera á varðbergi og hugsa um öryggismál. Það sé unnt með því að láta vita ef þeir komi auga á galla í flugverndinni, þeir segi ekki öðrum frá öryggis- málum vallarins og taki ekki við óþekktum hlutum til geymslu. Þýðir aukin fjárútlát Jóhann segir ljóst að hertar að- gerðir kosti sitt. Fleiri lögreglu- og tollgæslumenn séu á hverri vakt og það vindi fljótt upp á sig í kostnaði. Embættið muni því ræða við utanríkisráðuneytið um hvernig unnt verði að mæta þeim kostnaðarauka sem verði sýnilega umfram heimildir fjárlaga. Í lokin leggja þeir Jóhann og Björn Ingi aftur áherslu á að tímabært hafi verið að taka upp strangari reglur um aðgang á flugvallarsvæðinu öllu. Flugvöll- urinn sé alþjóðlegt umhverfi sem verði að lúta ákveðnum aga og reglum sem tíðkist um heim all- an. Þess vegna hafi þessi ákveðna stefna verið mörkuð af utanrík- isráðuneytinu fyrir um tveimur árum og árangurinn sé sú endur- skoðun sem fram hafi farið og leitt hafi til og muni leiða til margvíslegra umbóta í allri um- gengni og öryggi. Líta megi á þann sérstaka viðbúnað sem grip- ið hefur verið til vegna árásanna í Bandaríkjunum sem staðfestingu á því að menn séu þar á réttri braut. Í lokin má geta þess að Fram- kvæmdasýsla ríkisins lauk nýlega fyrir hönd utanríkisráðuneytisins þarfagreiningu fyrir stjórnsýslu- hús á Keflavíkurflugvelli. Þar yrðu til húsa undir sama þaki þeir aðilar sem sjá um öryggismál á vallarsvæðinu auk þess að skapa aðstöðu fyrir almannavarnir á svæðinu en sem stendur er stjórnstöð Almannavarna fyrir Keflavíkurflugvöll í skúr við gömlu flugstöðina. Jafnframt yrðu greiningarstöðvar þá á hin- um borgaralega hluta flugvallar- ins.og nú sé á loka- tt við að- gerðir til að vernda farþega, áhafnir og fólk á jörðu niðri og stofnanir gegn ólögmætum að- gerð í m umferð varnar- Keflavík markanir eru í gildi um hin þágu öryggis. Jóhannes a verið í endurskoðun um tanríkisráðuneytisins. joto@mbl.is ar neyðarljósabúnað. Samvinna er einnig milli m og í Keflavík. Morgunblaðið/RAX R. Benediktsson sýslumaður. Í baksýn sjást farþegar á leið gegnum tollhlið. lvarðstjóri skoðar vegabréf í nýjum tölvubún- sjá má hvort það er falsað eða ekta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.