Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 24
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN 24 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ RINGULREIÐ, óvissa, sam-skiptaörðugleikar og al-mennur skortur á viðbún-aði gerði að verkum að ráðamenn í varnarmálaráðuneytinu yfirgáfu ekki bygginguna á þeim 35 mínútum sem liðu frá því að tveimur farþegaþotum var flogið á turna World Trade Center í New York og þeirri þriðju var flogið á byggingu varnarmálaráðuneytisins, Pentagon. Yfirstjórn loftvarna í Bandaríkjun- um barst sú orðsending frá Flug- málastjórn landsins (FAA) að far- þegaþotu sem rænt hefði verið væri stefnt að Washington 12 mínútum áð- ur en flugvélin skall á byggingunni, að því er fram kemur í yfirliti yfir rás atburða sem útbúið hefur verið á veg- um varnarmálaráðuneytisins. Don- ald H. Rumsfeld og næstráðendum hans var ekki kunnugt um hættuna. Þeir sem bera ábyrgð á öryggi Pentagon-byggingarinnar fengu heldur enga viðvörun og gripu því ekki til neinna þeirra ráðstafana sem fallnar hefðu verið til að gæta lífs og lima þeirra 20.000 manna sem þar vinna að jafnaði. Strax eftir að orðsending Flug- málastjórnar hafði borist fóru tvær orrustuþotur af gerðinni F-16 á loft. Þær tóku hins vegar ekki á loft frá Andrews-herstöðinni sem er aðeins rúma 20 kílómetra frá Pentagon- byggingunni heldur frá Langley- flugstöðinni í Virginíu í um 200 kíló- metra fjarlægð. Þetta var gert sökum þess að í Andrews-stöðinni voru eng- ar herþotur í viðbragðsstöðu til að halda uppi loftvörnum í Bandaríkjun- um. Tveimur mínútum eftir að þot- urnar voru komnar á loft var þotu American Airlines, flugi 77, flogið á Pentagon-bygginguna með þeim af- leiðingum að alls fórust 188 manns, þar af allir þeim sem um borð í þot- unni voru. Þá áttu herþoturnar eftir um 20 mínútna flug til Washington. Associated Press-fréttastofan greindi frá því á sunnudag að tvær þotur af gerðinni F-15 hefðu haldið af stað frá Otis-herstöðinni í Massa- chusetts eftir að boð hefðu borist um að tvær þotur á leið frá Boston hefðu breytt út af skilgreindri flugleið. Þessar þotur voru líkt og F-16-vél- arnar langt frá farþegaþotunum þeg- ar þeim var stýrt á skotmörk sín. Miðað við árás erlends ríkis Frekari upplýsingar um hversu illa yfirvöld varnarmála í Bandaríkjun- um voru undir árásina búin bárust um liðna helgi. Þrír hershöfðingjar úr flughernum lýstu því í viðtölum hversu gjörsamlega ófullnægjandi sá viðbúnaður og þær ráðstafanir reyndust sem skilgreindar höfðu ver- ið fyrirfram yrði ráðist á Bandaríkin. Í máli þeirra kom fram að jafnvel þótt tekist hefði að koma herþotum til Washington eða New York áður en hryðjuverkamennirnir náðu að stýra þeim á skotmörk sín væri óvíst hvort það hefði dugað til varna. Flugherinn og flugumferðarstjórn hefðu aldrei æft viðbrögð ef hryðjuverkamenn með farþegaþotur á valdi sínu ákvæðu að láta til skarar skríða með sjálfsmorðsárásum líkt og gert var síðasta þriðjudag. Æfingar þeirra hefðu ávallt miðast við að fljúga í veg fyrir óvininn utan landamæra Banda- ríkjanna, yfir Atlantshafi eða Kyrra- hafi, þannig að svigrúm gæfist til að ræða við flugmenn þotna og hafa samráð við stjórnvöld áður en gripið yrði til róttækra aðgerða gegn flug- ræningjum. Leyfi veitt til að granda þotum Heimildarmenn innan flughersins sögðu að samkvæmt þeim reglum sem mótaðar hefðu verið þyrfti að leita staðfestingar forseta Bandaríkj- anna áður en farþegaflugvél væri skotin niður. Dick Cheney, varafor- seti Bandaríkjanna, greindi frá því um helgina að George W. Bush for- seti hefði gefið út þá tilskipun sl. þriðjudag að skjóta bæri niður allar þær farþegaþotur sem ekki hlýddu fyrirskipunum um að breyta þegar í stað stefnu sinni í átt frá Washington. Heimildarmenn úr flughernum sögðu árásirnar ennfremur hafa leitt í ljós hversu ófullnægjandi loftvarn- arkerfi Bandaríkjanna væri. Það hefði verið skipulagt á dögum kalda stríðsins til að koma í veg fyrir að sprengjuflugvélar frá Sovétríkjunum næðu inn í bandaríska lofthelgi. Aldr- ei hefði við hönnun þessa kerfis verið skoðaður sá möguleiki að hryðju- verkamenn rændu farþegaþotum í innanlandsflugi í Bandaríkjunum í því skyni að valda sem mestu blóð- baði í stórborgum á borð við New York og Washington. Fátt um varnir í Pentagon En þessi sami skortur á viðbúnaði einkenndi einnig viðbrögðin á jörðu niðri. Háttsettir embættismenn í varnarmálaráðuneytinu voru lengi að gera sér ljóst hvert var raunverulegt umfang þeirra atburða sem gerst höfðu. Jafnvel þótt flestir í Pentagon- byggingunni fréttu strax af árásun- um á World Trade Center og margir hefðu kveikt á sjónvarpstækjum sín- um virðist sem fáir ef nokkrir hafi hugleitt þann möguleika að sjálf taugamiðstöð herafla Bandaríkjanna yrði einnig fyrir árás. Rumsfeld varnarmálaráðherra hélt kyrru fyrir á skrifstofu sinni í austurhluta Pentagon-byggingarinn- ar eftir að hann frétti af árásunum í New York og beið eftir því að leyni- þjónustan, CIA, myndi gera honum grein fyrir stöðunni á fundi. Nokkrir æðstu aðstoðarmenn hans fóru í flýti til miðstöðvar herstjórnarinnar sem er að finna djúpt inni í höfuðstöðvum ráðuneytisins. En þeim var hins veg- ar ekki kunnugt um að enn einni þotu hefði verið rænt og að henni væri stefnt að byggingunni. Jafnvel eftir að þotunni hafði verið flogið á húsið gerðu þessir menn sér ekki ljóst hvað varð þess valdandi að byggingin nötr- aði og reykur tók að stíga upp frá vesturhlið hennar. „Það fyrsta sem öllum kom til hug- ar var að sprengja hefði sprungið,“ sagði Victoria Clarke, talsmaður Rumsfelds varnarmálaráðherra. Það var ef til vill af þessum sökum sem John Jester yfirmaður Gæslu- sveita varnarmálaráðuneytisins, DPS, sem gæta Pentagon, ákvað að færa viðbúnaðarstig liðsafla síns upp um aðeins eina gráðu, frá „eðlilegu“ til „alpha“-stigs sem felur það eitt í sé að skoða skuli af handahófi bifreiðar í nágrenni byggingarinnar auk þess sem eftirlitsferðum lögreglusveita er fjölgað. Að auki eru menn í ráðuneytinu vanir því að mikil flugumferð sé í ná- grenni byggingarinnar. Nokkrar flugleiðir til og frá Ronald Reagan- flugvellinum í Washington liggja yfir Pentagon. Hins vegar eru engar loft- varnarbyssur til reiðu uppi á þaki byggingarinnar og ráðuneytið ræður ekki yfir sjálfstæðu ratsjárkerfi til að fylgjast með flugumferð í grenndinni. John Jester sagði að æft hefði ver- ið á þriggja mánaða fresti eða tæma Pentagon en yfirleitt hafi þá aðeins verið um að ræða að rýma hluta byggingarinnar. Þannig hefði mikið reykhaf fylgt minniháttar eldi í hús- inu fyrir um mánuði en þá hefði að- eins helmingur þessarar risastóru byggingar verið rýmdur. Endurbætur komu að gagni Jester og fleiri embættismenn tóku hins vegar fram að mannfallið í Pentagon hefði án efa orðið meira hefðu ýmsar nýlegar öryggisráðstaf- anir ekki verið gerðar. Vakin var at- hygli á því að sá hluti byggingarinnar sem varð fyrir árásinni hefði nýverið verið endurnýjaður í samræmi við áætlun um endurbyggingu Pentagon til 20 ára. Sökum stálfleyga sem kom- ið hefði verið fyrir hefðu veggir bygg- ingarinnar haldið í um 30 mínútur í stað þessa að hrynja strax er flugvélin skall á húsinu. Fólk í mörgum skrif- stofum hefði nú verið á bakvið tveggja þumlunga þykkt öryggisgler og skot- helda veggi sem trúlega hefði dregið úr manntjóni. Sjálfvirkar eldhurðir og úðarakerfi hefðu og farið í gang. Aðeins um 20 vélar í viðbragðsstöðu Á fyrstu árum kalda stríðsins voru þúsundir flugvéla um öll Bandaríkin tilbúnar til að fara á loft með skömm- um fyrirvara til að halda uppi loft- vörnum gegn sovéskum sprengju- flugvélum. Síðustu tíu árin hefur hins vegar mjög verið dregið úr þessum viðbúnaði og hafa um 20 flugvélar verið í viðbragðsstöðu á sjö flugvöll- um í Bandaríkjunum. Að sögn eins heimildarmanns voru herfræðingar í flughernum. Á fundi æðstu stjórn- enda hans nokkrum dögum fyrir árásina og þrýstu þeir á að enn yrði dregið úr þessum viðbúnaði til að unnt reyndist að nýta fjármuni sem þá losnuðu til fjárfestinga í nýjum há- tæknibúnaði. Frá árinu 1958 hefur yfirstjórn loftvarna í Bandaríkjunum verið á hendi „Varnarstjórnar norður-amer- ískrar lofthelgi“ sem á ensku nefnist NORAD og hefur aðsetur djúpt inni í fjalli einu í Colorado þar sem gert er ráð fyrir að hún gæti staðist kjarn- orkuárás. Þeir sem þar starfa fylgj- ast með ratsjám allan sólarhringinn, alla daga ársins og leita eldflauga eða dularfullra flugvéla sem kunna að stefna á Bandaríkin. Þessi viðbúnað- ur hefur hins vegar ávallt miðast við árás erlends ríkis fremur en að hugað hafi verið að innanlandsflugi. NOR- AD-kerfið vinnur náið með Flug- málastjórn Bandaríkjanna og fyrir liggja áætlanir um viðbrögð til að treysta loftvarnir skapist hætta eða óvissa. Frá því á þriðjudag hafa 26 flug- vellir með herþotum verið settir á hærra stig viðbúnaðar. Greint hefur verið frá því að í ráði sé að kalla þús- undir manna til starfa úr varaliði flughersins sem gefur til kynna að þessu viðbúnaðarstigi verði viðhaldið í marga mánuði til viðbótar. Ófullnægjandi við- búnaður og ringulreið Einungis tókst að koma fjórum herþotum á loft og þær voru enn víðs fjarri þegar hryðjuverkamenn stýrðu þremur farþega- þotum á Washington og New York á þriðju- dag. Allt fyrirkomulag loftvarna í Banda- ríkjunum miðaðist við árás af hálfu Sovétríkjanna og viðbúnaður á jörðu niðri var ófullnægjandi. Reuters Björgunarmenn meta eyðilegginguna í Pentagon eftir hryðjuverkin í síðustu viku. Washington. The Washington Post. MOHAMMED Sayyed Tantawi, sem er æðstur allra klerka innan súnní-greinar íslamstrúar, sagði í Kaíró í Egyptalandi í gær, að Banda- ríkjamenn hefðu fullan rétt til að grípa til varna eftir árásirnar í síð- ustu viku. Jóhannes Páll páfi II lýsti yfir fyrir helgi harmi sínum vegna þessa „óskaplega grimmdarverks“ en hvatti Bandaríkjastjórn um leið til að láta ekki undan hefndarþorstan- um. Aðrir kirkjuleiðtogar á Vestur- löndum hafa tekið í svipaðan streng. Á blaðamannafundi þar sem Tant- awi gerði grein fyrir afstöðu súnní- múslima til hryðjuverkanna 11. sept- ember sagði hann, að samkvæmt ísl- ömskum lögum yrði að refsa ríkjum eða hópum manna, sem gerðust sekir um hryðjuverk. Kallaði hann hryðju- verkin í Bandaríkjunum einhver þau „viðbjóðslegustu“ sem um gæti. Er Tantawi var spurður um hugs- anlegar hefndarárásir Bandaríkja- manna svaraði hann: „Það er réttur hvers ríkis að verja hendur sínar.“ Sagði hann einnig, að ríki, sem héldu verndarhendi yfir hryðjuverka- mönnum, myndu fá makleg mála- gjöld. „Þeir, sem skýla glæpamönn- um, eru glæpamenn sjálfir,“ sagði Tantawi. Íslamskir klerkar í ýmsum öðrum löndum hafa lýst þessu sama yfir, til dæmis í Sýrlandi, Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum og í Sádi-Ar- abíu. Í Íran hófust föstudagsbænirn- ar að þessu sinni ekki með vana- legum hrópum um „Dauða yfir Bandaríkjamönnum“, heldur var hryðjuverkið fordæmt. „Við verðum að skera upp herör gegn hryðjuverk- um,“ sagði hinn íhaldssami klerkur Emami Kashani en lagði um leið áherslu á, að fyrsta skilyrðið væri að koma taumhaldi á Ísrael, það væri mesta hryðjuverkaríkið. Sprengjur ekki svarið Páfi sagði, að meinin, sem hrjáðu samfélag mannanna, yrðu ekki lækn- uð með sprengjum og enn meira of- beldi. Rétta svarið væri að setjast á rökstóla og reyna að fjarlægja und- irrót hatursins. Bandaríkjamenn mættu ekki undir neinum kringum- stæðum láta hefndarþorsta og ein- angrunarhyggju taka við því mikil- væga hlutverki, sem þeir hefðu í heiminum. Aðrir leiðtogar kristinna kirkju- deilda hafa einnig hvatt til stillingar og varað við bráðræðislegum við- brögðum. Hið sama hefur Lútherska heimssambandið gert í sérstakri yf- irlýsingu. Æðsti klerkur súnní-múslima AP Mohammed Sayyed Tantawi Réttur Bandaríkja- manna að verja hend- ur sínar Kairó, Castelgandolfo. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.