Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „MAÐUR verður að vera harður,“ segir Jón Valgeir Williams, sem hjó sundur sin á öðrum fæti í aflraunakeppninni Suðurnesjatröllið í Hafnarfirði á föstudag en hélt þó áfram keppni. Fyrsta grein mótsins var skógarhögg og vildi svo óheppilega til, að öxin hljóp í fót Jóni og gegnum sin. Ekið var með Jón á Landspítala –háskólasjúkrahús í Fossvogi og þar gerð á honum aðgerð, en sinin hafði skot- ist upp í fótinn. Þurfti að sækja sinarendann upp í fótinn og sauma endana saman. Þrátt fyrir að Jón Valgeir gengi nú eigi heill til skógar, þótti honum ótækt að missa af seinni grein dagsins, sem var krossfestulyfta, sem svo er kölluð. Þarf þá að halda þungum hlutum í hvorri hendi beint út frá skrokknum eins lengi og maður getur. Hann segist ekki hafa sagt hjúkrunarfólkinu að hann ætlaði að halda áfram að keppa. Honum hafi verið sagt að vera bara heima, nema hann treysti sér til að fara eitthvað út, og hann hefði auðvitað gripið það tækifæri. „Maður verður bara að hafa gaman af þessu,“ segir hann. Spurður um hvort hann hafi ekki verið kvalinn í slas- aða fætinum þar sem hann stóð í hinn. Þrátt fyrir að standa á öðrum fæti, með ný- samansaumaða sundurhoggna sin í hinum fætinum, tókst Jóni Valgeiri að halda lóð- unum í 40 sekúndur og ná 5. sæti í kross- festulyftunni en keppendur voru sjö. Fjarri góðu gamni næstu vikur Síðari keppnisdaginn var Jón Valgeir hins vegar fjarri góðu gamni. „Daginn eftir var maður kominn heldur betur á slæmt stig þannig að maður lét það vera að taka þátt í neinu öðru.“ Jón Valgeir er ekki búinn að vera lengi í þessari íþróttagrein. Hann tók þátt í aflrauna- keppni fyrsta sinni í fyrrasumar. „Svo hef ég farið vaxandi í sumar og er búinn að rokka frá fjórða upp í annað sæti.“ Hann segist hafa stundað stífa líkamsrækt og lyftingar í þrjú ár. Áður hafi hann bara stundað líkamsrækt til að halda sér í formi. Eftir að hann kynntist aflraununum hefur hann æft með Magnúsi Ver Magnússyni, hinum þekkta aflrauna- manni. „Hann er búinn að vera minn kennari og sýna mér hvernig á að gera þetta. Enda hef ég bætt mig svakalega.“ Jón Valgeir býst við því að verða fimm vik- ur í gifsi. „Ég er strax orðinn pirraður, mér líður bara eins og ég sé í hjólastól.“ Aflraunir á öðrum fæti Jón Valgeir Williams SEX innbrot voru framin í höf- uðborginni, þar af þrjú þeirra í apótek aðfaranótt sunnudags. Tveir sautján ára piltar voru staðnir að innbroti í apótek í austurborginni og voru þeir handteknir og færðir í fanga- geymslur lögreglu. Þá uppgötvaðist innbrot í apótek í vesturbænum, þar sem rúða hafði verið brotin en engu stolið. Síðar um nóttina upp- götvaðist innbrot í annað apó- tek í vesturbænum og hafði lyfjum verið stolið. Framið var innbrot inn í veit- ingastað í Grafarvogi aðfara- nótt sunnudags og skemmdir unnar á dyrakarmi og af- greiðsluborði og munum stolið. Þá var brotist inn á mynd- bandaleigu í austurbænum. Ennfremur var brotist inn í fyrirtæki í austurbænum um kl. 5 á sunnudagsmorgun, þar sem stolið var tölvubúnaði. Brotist inn í 3 apótek Vægur skjálfti við Mývatn SIGURJÓN Sighvats- son var sofandi heima hjá sér í Los Angeles klukkan sjö að morgni þegar hringt var í hann og honum sagt frá hryðjuverkunum í New York og Wash- ington sl. þriðjudag. Sigurjón segir að þetta sé jafnvel ennþá hálf óraunverulegt fyr- ir fólk, ekki síst vegna umfangs árásanna. Fyrirtæki Sigur- jóns, Palomar Pictur- es, á mikil viðskipti við New York og hjá hon- um starfa fjölmargir, sem koma frá New York og eiga marga nána ættingja þar. „ Við ákváðum að hafa það þannig, að þeir sem vildu kæmu í vinnuna aðr- ir ekki.“ Hann segir að u.þ.b. helm- ingurinn af starfs- mönnum hafi komið til vinnu. Að sögn Sigur- jóns átti enginn starfs- manna fyrirtækisins ættingja sem unnu í World Trade Center en þegar lengra líði komi í í ljós ýmis per- sónuleg tengsl við fórnarlömb hryðju- verkanna. Til dæmis hafi tveir nánir kunn- ingjar hans sjálfs átt nána ættingja meðal fórnarlambanna. Tengdasonur annars hafi verið í World Trade Center og eig- inkona og tengdamóðir hins hafi verið í flugvélinni, sem lenti á seinni turninum. Persónuleg tengsl við fórnarlömbin teygi sig mjög víða. Sigurjón telur að auk þess að hafa mikil áhrif á viðskiptalífið komi hryðjuverkin til með að „gjörbreyta því hvernig við búum hér í Am- eríku“. Það muni verða gífurlegar breytingar á öllum samgöngum í heild, t.d. vegna aukinna öryggis- ráðstafana. Hann telur að breyting verði á hinu „opna þjóðfélagi“ Bandaríkjanna. „Það sem hefur allt- af verið aðlaðandi við Bandaríkin sem þjóðfélag er í raun hvað Banda- ríkin eru opið þjóðfélag. Það er svo auðvelt að hreyfa sig innan þessa þjóðfélagskerfis. Það er allt mögu- legt í þessu landi.“ Sigurjón telur að sú tilfinning sem fylgt hefur hinum ameríska lífsstíl muni breytast. Hann bendir á að kannski hafi Bandaríkjamenn verið verndaðir fyrir þessari hlið tilverunnar, þeir séu nú að reyna það sem Evrópu- menn hafi búið við lengi, þótt ekki hafi verið af þessari stærðargráðu. „Það verður ákveðin hugsanabreyt- ing í þessu þjóðfélagi,“ segir hann. „Það er mjög þungur tónn í fólki. Það er náttúrulega almenn sorg í landinu.“ Hann segir að á rauna- stundu sem þessari þjappi fólk sér saman og geri sér betur grein fyrir hinu sameiginlega, sem bindi það saman, upplifi sig betur sem „koll- ektífa“ heild. „Maður finnur það mjög sterkt hér í Los Angeles. Svo var auðvitað fullt af fólki héðan ... ein vélin átti að vera á leiðinni hing- að og önnur til San Fransisco, þannig að auðvitað eru bein áhrif mikil.“ Að sögn Sigurjóns finnst honum að hin gífurlega reiði, sem greip fólk strax í kjölfar atburð- anna, sé að dvína og snúast upp í samkennd og sorg. Umræður um hefnd og refsingu séu orðnar yf- irvegaðri og á einhvern hátt heil- brigðari. „En það er dapur tónn hér í fólki, enda held ég að það sé um allan heim.“ Sigurjón Sighvatsson um hryðjuverkin í Bandaríkjunum „Mun gjörbreyta því hvern- ig við búum hér í Ameríku“ Sigurjón Sighvatsson HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt karlmann í fjög- urra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá lögreglu- mann við skyldustörf í andlit svo af hlaust nefbrot. Lögreglumaðurinn sem varð fyrir högginu var ásamt starfs- félaga sínum að sinna útkalli á heimili ákærða, sem átti í átök- um við bróður sinn. Ákærði sagði að hnefahögg sitt hefði lent óvart á lögreglumanninum, þegar hann ætlaði að slá bróður sinn. Dómurinn taldi hins vegar sannað að ákærði hefði beint árásinni að lögreglumanninum og dæmdi ákærða fyrir líkams- árás og brot gegn valdstjórn- inni. Dóminn kvað upp Erlingur Sigtryggsson dómstjóri. Hlaut fjóra mánuði fyr- ir að nef- brjóta lög- reglumann ÁÆTLAÐ er að tap Flugleiða vegna röskunar á flugi eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum fyrir réttri viku nemi um 100 milljónum króna. Fé- lagið þurfti að aflýsa 26 flugferðum dagana 11.-14. september og varð röskun á sjö ferðum til viðbótar. Alls áttu um 4.000 farþegar bókað sæti í þessum ferðum. Í fréttatilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að um- talsverður kostnaður falli á fyrirtæk- ið vegna þessa, t.d. vegna hótelgist- ingar og aksturs fyrir farþega. Flugfélög gera almennt ráð fyrir að atburðirnir muni hafa töluverð neikvæð áhrif á flugrekstur og ferða- markað og hafa bandaríks flugfélög boðað 20% samdrátt í áætlunum sín- um. Þau hafa óskað eftir fundi með forseta Bandaríkjanna um framtíð flugstarfsemi í landinu. Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra hefur miklar áhyggjur af þessari þróun, þar sem verðhækkanir á eldsneyti hafi einnig leikið félagið grátt. Hann er nú staddur á Grænlandi og segist gera ráð fyrir að funda með forsvars- mönnum Flugleiða strax eftir kom- una til landsins á fimmtudag. 75% af tekjum Flugleiða koma úr millilandaflugi Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að frá síðasta laugardegi, þegar flug vestur hófst að nýju, hafi sætanýting í vélum fé- lagsins verið góð. Það sé þó ekki marktækt þar sem að hluta til sé um að ræða farþega sem áttu bókað far þá daga sem ekki var flogið. Hann segir að talsvert hafi verið um að fólk hafi afpantað flug, sumir hafi fært til ferðadaga og aðrir hætt við ferðalög. Engar tölur um þetta hafi verið tekn- ar saman. Guðjón segir að ýmsir ut- anaðkomandi þættir hafi áhrif á bók- anir, t.d. hafi ráðstefnum og ýmsum uppákomum ytra verið slegið á frest. Eftirlit á flugvöllum hefur verið hert í kjölfar hryðjuverkanna og seg- ir Guðjón að fólk mæti almennt fyrr til innritunar nú en áður. Því hafi ekki orðið neinar stórvægilegar tafir, einnig hjálpi til að ekki hafi verið mikið álag á flugvöllum vestanhafs. Gert er ráð fyrir að samdráttur í flugi verði mestur í innanlandsflugi í Bandaríkjunum, en einnig er búist við neikvæðum áhrifum í flugi milli Bandaríkjanna og Evrópu og Banda- ríkjanna og Asíu. Guðjón segir enn ekki ljóst hvernig þessar hræringar á markaðnum muni koma fram og hvort lítil félög og lítil lönd muni í ein- hverju njóta fjarlægðar og smæðar. Einhverjir dagar og jafnvel vikur muni líða þar til hægt verði að meta áhrif atburðanna á Flugleiðir og ferðaþjónustu á Íslandi. Guðjón segir að nú standi yfir heildarúttekt á rekstri fyrirtækisins sem verði hraðað í kjölfar atburð- anna í Bandaríkjunum og að þar verði sérstakt tillit tekið til áhrifa hryðjuverkanna. Guðjón segir stærsta óvissuþátt í rekstri Flugleiða vera aðstæður á alþjóðamarkaði, þar sem 75% af tekjum millilandaflugs koma þaðan og 60% af tekjum sam- stæðunnar. Áhrif hryðjuverkanna í Bandaríkjunum á flugrekstur hérlendis Flugleiðir hafa tapað 100 milljónum króna LÖGREGLAN á Ísafirði hefur til meðferðar líkamsárásarmál sem upp kom aðfaranótt sunnu- dags, þegar nokkrir menn réð- ust á skipverja á skólaskipinu Sæbjörgu. Atvikið átti sér stað í landi og hlaut maðurinn skurði á höfði og var fluttur með sjúkrabif- reið á sjúkrahúsið á Ísafirði. Formleg kæra vegna málsins hefur ekki verið send inn til lög- reglunnar. Ráðist á skipverja JARÐSKJÁLFTI að stærð 2,4 á Richterskvarða fannst við Mývatn kl. 19.58 á sunnudags- kvöld. Að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, jarðeðlisfræð- ings hjá Veðurstofu Íslands, voru upptök skjálftans við Námaskarð. Hann fannst greinilega í Reykjahlíð og í Kís- iliðjunni við Mývatn. Steinunn sagði við Morgun- blaðið í gær að rólegt hefði ver- ið á svæðinu frá því skjálftans varð vart á laugardagskvöld; fleiri skjálftar hefðu ekki mælst og ekki væri búist við fleiri skjálftum þótt áfram væri fylgst með umræddu svæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.